Akureyri - 15.05.2014, Blaðsíða 13
15. maí 2014 18. tölublað 4. árgangur 13
AÐSEND GREIN EYDÍS VALGARÐSDÓTTIR
Um vefjagigt
Það er aðeins aldarfjórðungur síð-
an bandarísku gigtlæknasamtökin
settu fram greiningarskilmerki fyr-
ir vefjagigt. Vissulega var vefjagigt
til fyrir þann tíma en gekk und-
ir öðrum nöfnum m.a. hugsýki. Á
þessum tíma hefur gríðarlega mikið
vatn runnið til sjávar og skilningur
okkar á sjúkdómnum og flóknum
einkennum hefur stóraukist.
Talið er að 2-4% þjóðarinnar
eða um 10.000 manns hafi vefjagigt
og eru konur í meirihluta. Eins-
taka barn greinist en algengast er
að greiningin komi upp á aldrinum
20-40 ára. Í sinni einföldustu mynd
er vefjagigt aukið verkj-
anæmi í miðtaugakerf-
inu sem þýðir að verkja-
boð hvort sem þau hafa
ákveðna verkjakveikju
í stoðkerfinu eða ekki
streyma óhindrað eftir
taugakerfinu og magnast
innan miðtaugakerfisins.
Við vitum í dag að það er
brenglun á taugaboðefn-
um sem hefur með verkja-
upplifun að gera og að fólk
með vefjagigt upplifir verki á annan
hátt en heilbrigðir. Annað sem fylgir
vefjagigtinni er þreyta, oft yfirþyrm-
andi þreyta og svefntruflanir eru al-
gengar. Skortur á djúpa svefninum,
þar sem líkaminn hvílist og endur-
nærist, er algengasta svefntruflun-
in. Þess vegna vaknar fólk þreytt,
jafnvel þreyttara en þegar það fór
að sofa og því fylgir stirðleiki því
vöðvarnir eru óúthvíldir. Vefja-
gigtinni getur fylgt fjöldinn allur af
öðrum einkennum frá öllum líffæra-
kerfum. Dæmi um nokkur eru, kvið-
verkir og ristilkrampar, tíð þvaglát,
kláði í húð, fótapirringur, hraður
hjartsláttur, dofi, höfuðverkur, ofur-
næmi gagnvart birtu, hávaða og lykt,
minnisleysi o.fl. Fólk leitar sér hjálp-
ar hjá viðkomandi sérfræðingi en
oftar en ekki er útkoman sú að allt er
í góðu lagi. Það er líka rétt að oftast
er allt í lagi með líffærin, truflunin
er hjá stjórnandanum – taugakerf-
inu. Vefjagigt er ekki geðsjúkdómur
en henni geta fylgt andleg einkenni
eins og kvíði, depurð, fælni og áfall-
streita.
ARFGENGUR
SJÚKDÓMUR
Hjá Þraut (www.thraut.
is) hafa menn komist að
þvi að dóttir vefjagigtar-
konu er 8x líklegri til að
fá vefjagigt en almennt
gerist. Erfðaþátturinn er
því allnokkur. Ýmislegt á
lífsleiðinni getur kveikt
á vefjagigtinni og má
þar nefna líkamlegt eða andlegt
álag, áföll, slys og aðrir sjúkdómar.
Streita/ofálag andlegt sem líkam-
legt er versti óvinur vefjagigtarinn-
ar og nóg er af því í þjóðfélaginu.
Meðferð vefjagigtar er f.o.f.
heildræn meðferð. Fræðsla um eðli
sjúkdómsins og lífstílsbreytingar
til bóta, svefnbætandi aðgerðir,
regluleg þjálfun og slökun og orku-
sparandi aðgerðir. Breytt mataræði
getur bætt líðan en læknar ekki.
Hugræn atferlismeðferð hefur
sannað gildi sitt í meðferð vefja-
gigtar til að fólk læri að stýra hugs-
unum sínum í rétta átt, minnka
streituupplifun og líða betur.
HVORKI AUMINGJASKAPUR
NÉ RUSLAKISTUGREINING
Það hefur loðað við vefja-
gigtina að hún sé tískusjúkdóm-
ur, ruslakistugreining og jafnvel
aumingjaskapur. Í mínu starfi hef
ég kynnst fjölmörgum vefjagigt-
arþolendum og upp til hópa er
þetta samviskusamt og hörkudug-
legt fólk, sem gerir miklar kröfur til
sín (stundum of miklar ) en hefur
skerta starfsorku vegna gigtarinnar.
Það er orðið tímabært að við
sýnum því skilning að álagsþrösk-
uldur okkar er mismunandi. Fólk
með vefjagigt er mis illa haldið og
árangur meðferðar misgóður. Því
fyrr sem gripið er í taumana því
betra. Það er kúnst að læra hvar
mörkin liggja. Flestir hafa starfs-
getu þó skert sé og það er allra hag-
ur að vinnuveitendur liðki til og gefi
fólki tækifæri til að vinna hluta-
starf. Hver og einn hefur þörf fyr-
ir jafnvægi í lífinu, jafnvægi milli
svefns, vinnu, hvíldar, hreyfingar og
einkalífs, jafnvægi til að geta lifað
hamingju- og innihaldsríku lífi.
Í tilefni alþjóðlegs dags vefja-
gigtar þann 12.maí býðst lesendum
að nýta sér slökunaræfingu sem
finna má á youtube, leitarorð: Slök-
unaræfing með Eydísi.
Njótið vel.
Höfundur er sjúkraþjálfari.
(Millifyrirsagnir eru blaðsins)
AÐSEND GREIN ODDUR HELGI HALLDÓRSSON
Kostir samstarfs
„Ég hef löngum viðrað þá hugmynd
að myndun meirihluta sé óþörf“.
Þegar L-listinn kom fram á
sjónarsviðið árið 1998 var töluvert
annað landslag í bæjarpólitíkinni
en nú er. Þá voru reyndar aðeins
þrír flokkar því Alþýðubandalag
og Alþýðuflokkur mynduðu Akur-
eyrarlistann, sem seinna varð Sam-
fylking.
Mörgum þótti bæði frekt og
ósæmandi að við skyldum
ætla að hasla okkur völl
inni í bæjarstjórn, utan
fjórflokksins. Við lögðum
strax áherslu á að vera
óháð á landsvísu og að
þeim sem með okkur störf-
uðu væri jafn frjálst að fara
eins og að koma. Okkur
hefur lánast að vera fyrir
utan flokkadrætti og okkar
fólk hefur ekki fengið á sig flokks-
stimpil. Eitt af því sem hefur hjálp-
að er að fólk sem starfað hefur með
okkur hefur jafnvel starfað með og
stutt aðra flokka til Alþingis. Við
spyrjum engan um flokksskírteini.
Við lögðum strax á það áherslu
að láta málefnin ráða en ekki hvað-
an þau komu. Ég minnist þess að
hafa verið átalinn fyrir að styðja
við málefni meirihlutans, verandi í
minnihluta sjálfur. Nú þykir þetta
sjálfsagt.
Við höfum verið það lánsöm hér
á Akureyri að okkur hefur borið
gæfa til að vinna saman hvar sem
í flokki menn standa. Á síðasta
kjörtímabili, eftir að kreppan skall
á, stóðu meiri- og minnihlutinn
saman að fjárhagsáætlunargerð.
Við höfum haldið þessum vinnu-
brögðum áfram og finnst þau bæði
sjálfsögð og eðlileg.
Þegar L-listinn fékk hreinan
meirihluta við síðustu kosningar
lögðum við strax áherslu á gott
samstarf við fulltrúa minnihlutans.
Þeir eru fulltrúar Akureyringa
líka. Við gáfum meira að segja eftir
meirihluta í þremur nefndum. Það
hefur gefið góða raun og ekki skap-
að nein vandkvæði.
Við höfum líka verið óhrædd að
styðja góðar hugmyndir og lausnir
sem komið hafa frá fulltrú-
um í minnihlutanum.
Við höfum verið dugleg
að upplýsa og láta minni-
hlutann fylgjast með í all-
flestum málum og þeir því
gjarnan komið með okkur
að ákvörðunum. Enda eru
ekki mörg mál sem farið
hafa í gegnum bæjarstjórn
eingöngu á atkvæðum
meirihlutans. Ég sat í minnihluta
í tólf ár og veit því hversu mikil
breyting þetta er. Þetta þykir orðið
sjálfsagt og verður það vonandi
áfram.
Ég hef löngum viðrað þá hug-
mynd að myndun meirihluta sé
óþörf og á mér þá sýn að okkur tak-
ist enn betur að vinna saman sem
ein bæjarstjórn. Þetta er hægt með
ýmsu móti og ég sé í ræðu og riti að
önnur framboð hafa viðrað þessa
skoðun líka.
L-listinn hefur verið í farar-
broddi breyttra vinnubragða og
aukins samstarfs. L-listinn telur
það eitt af grundvallaratriðum
við stjórnun bæjarins og mun því
leggja á það mikla áherslu að auka
samstarf frekar í framtíðinni, Ak-
ureyringum til góða
Höfundur er bæjarfulltrúi fyrir
L-listann
AÐSEND GREIN BERGÞÓRA ÞÓRHALLSDÓTTIR
Menntun án landamæra
Samfélagið er að taka miklum
breytingum vegna gríðarlegrar
þróunar á sviði tækni og sumir
tala um byltingu í því sambandi. Í
dag má segja að kennslustofan eins
og flestir þekkja hana sé orðin án
allra takmarkana þegar litið er til
tækniþróunar.
Rafrænt nám
Kennsla er ekki lengur háð stað-
setningu eða stundaskrá. Nám
getur farið fram rafrænt í rafrænu
námsumhverfi þar sem verkefni
eru lögð fram, unn-
in og metin. Skilvirkni
tækninnar felst í því að
kennari getur fylgst náið
með því hvernig nem-
andinn stundar nám sitt,
aðstoðað hann rafrænt
og metið hvaða árangri
hann er að ná. Megin-
hugsunin er sú að tækn-
in er nýtt í skólastarfinu
til að auka skilvirkni en
um leið skapa sveigj-
anleika. Henni er ekki ætlað að
gjörbreyta hefðbundnum kennslu-
háttum heldur að ná yfirsýn yfir
vinnuframlag nemenda sama hvort
það fer fram í kennslustofunni eða
utan hennar. Nemendum er um
leið kennt að nýta tíma sinn vel.
Rafrænt nám skapar sveigjanleika
sem getur verið eftirsóknarvert fyr-
ir nemendur, kennara og skólann.
Einstakir skólar og jafnvel sveitar-
félög ættu að sameinast í framsetn-
ingu rafrænna námskeiða. Beita
þarf skynseminni og horfa heild-
rænt yfir sviðið því það þurfa ekki
allir að finna upp hjólið. Með skipu-
lögðu rafrænu námi geta nemendur
frá fleiri en einum grunnskóla verið
á sama námskeiðinu. Með þessu
móti geta nemendur í Grímsey og
Hrísey til að mynda sótt sama nám-
skeið og nemendur á fastalandinu
svo dæmi sé tekið um tækifæri sem
þetta skapar. Dæmi um góða fram-
setningu og árangur á þessu sviði
er K12 verkefnið (www.k12.com) í
Bandaríkjunum og Sve-
askolan í Svíþjóð (www.
sveaskolan.nu).
Að nýta tíma vel
Hagræðing í kennslu með
því að nýta rafræna tækni
skapar fjárhagslegt svig-
rúm í rekstri skóla m.a. til
kaupa á búnaði, hækk-
unar launa og eflingu
endurmenntunar starfs-
fólks. Svigrúm skapast
einnig með því að tími er nýttur
betur og meira svigrúm myndast
í skólastarfinu til að sinna félags-
legum þáttum og sköpunarþáttum.
Aðferðir rafrænnar kennslu hafa
þróast og eflst með tímanum, þær
skapa fjölbreytni og eru á margan
hátt heppilegar fyrir nemendur með
ólíkan bakgrunn og ólíkar þarfir.
Með því að nýta tíma nemenda bet-
ur myndast svigrúm í skólakerfinu
þar sem nemendur geta stundað
nám sitt á misjöfnun hraða. Með
aðferðum rafrænnar kennslu má
stytta grunnskólagöngu nemenda á
forsendum nemenda og viðmiðun-
um skóla um árangur.
Grænt og vænt
Rafrænir kennsluhættir stuðla að
minni pappírsnotkun, gera ráð fyr-
ir notkun rafrænna kennslubóka og
létta skólatösku nemenda. Rafrænt
námsefni getur skilað skilvirkni í
yfirferð efnis með því að nýta sjálf-
virkni tækninnar. Tæknin skapar
einnig svigrúm þegar um veikindi
eða tímabundna fjarveru er að
ræða.
Áhersla á upplýsinga- og sam-
skiptatækni
Rafrænir kennsluhættir kalla á
endurmenntun, ráðgjöf og stuðning
við starfsmenn skóla í notkun upp-
lýsinga- og samskiptatækni. Fyrir
Akureyri getur rafrænt skólastarf
skapað fjölbreytt tækifæri. Þess
vegna viljum við Sjálfstæðismenn á
Akureyri efla upplýsinga- og sam-
skiptatækni í leik- og grunnskóla-
starfi. Við viljum vera í fararbroddi
íslenskra skóla á þessu sviði. Við
viljum byggja upp til framtíðar.
Bergþóra Þórhallsdóttir að-
stoðarskólastjóri skipar 4. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins á Akur-
eyri.
ODDUR HELGI
HALLDÓRSSON
BERGÞÓRA
ÞÓRHALLSDÓTTIR
EYDÍS
VALGARÐSDÓTTIR
bara fyrstu æfingarnar eða tímana,
margar greinar bjóða það nú þegar.
Ég er að meina reglulega, þannig að
einstaklingur sem einbeitir sér að
einni grein geti reglulega fengið að
mæta á æfingar í öðrum greinum án
þess að greiða fyrir það. Með þessu
geta krakkarnir myndað tengsl við
margar greinar, þannig að ef að þau
fá leið á því sem þau hafa einbeitt
sér að verði auðvelt að skipta yfir í
eitthvað annað. Þessu fylgir enginn
kostnaður. Getum við gert þetta
saman?
Þetta eru mínar hugmyndir,
hverjar eru þínar? Tölum saman og
finnum sameiginlega leið, við erum
sammála um markmið.
Höfundur skipar 2. sætið á
framboðslista Dögunar fyrir kosn-
ingarnar 31. maí nk.
AÐSEND GREIN INGA BJÖRK HARÐARDÓTTIR
Getum við gert þetta saman?
Gerum skóla
máltíðir hollari.
Við viljum öll að
börnin borði
hollari mat.
Inga Björk
Harðardóttir