Fréttablaðið - 19.02.2015, Síða 22
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22
Ég er einn fjölmargra
Íslendinga sem er Jóni
Gnarr þakklátur. Þakk-
látur honum fyrir að
hafa ruggað þjóðfélag-
inu, hrist upp í stein-
runnu embættiskerfi,
gantast með valdhrok-
ann og sýnt og sannað
með framgöngu sinni að
sjálfur er hann ekki að
tryggja eigin hag. Jón
Gnarr er í mínum huga
hellings mikill frelsari sem í
argasta gríni og fúlustu alvöru
hefur opnað augu margra fyrir
því að það er í lagi að vera alls
konar og að við græðum öll á
fjölbreytileikanum. Þess vegna
langar mig að mótmæla aðal-
atriðinu í grein hans „Guð er
ekki til“ sem birtist hér á þess-
um vettvangi sl. laugardag.
Það er sjaldgæft að fólk fjalli
af einlægni um trúarbaráttu
sína eins og Jón Gnarr gerir í
greininni. Hann segir frá upp-
alendum sínum, persónulegum
átökum, árangri og vonbrigðum
og því fylgir viss heiðríkja. Það
að bráðum fimmtugur maður
greini frá því að hafa haft löng-
un til að geta trúað en orðið
fyrir vonbrigðum í árangurs-
lausri leit er virðingarvert og
mikilsvert í mínum huga.
Og mér finnst líka áhugavert
þegar bornar eru fram alhæf-
ingar sem eru sannanlega rang-
ar eins og þegar Jón fullyrðir að
vísindin hafi útskýrt alheiminn
sem þau hafa auðvitað ekki gert,
eða að ein helsta fyrirstaða
læknavísindanna til að bæta
heilsu og bjarga mannslífum
sé og hafi verið trúarkreddur
ýmiss konar og að það sama eigi
því miður líka við um
mannréttindi.
Þetta eru fullyrðing-
ar sem gott er að rök-
ræða. Tuttugasta öldin
var mesta framfaraöld í
lækningum og lífslíkum
almennings sem runn-
ið hefur upp í veröld-
inni og ég efast um að
margir sagnfræðingar
myndu telja að trúar-
kreddur hafi þvælst þar
mikið fyrir, öllu heldur myndu
margir benda á hina gríðarlegu
misskiptingu sem orðið hefur
og ögrar lýðheilsu veraldar
umfram flest annað.
Tuttugasta öldin var líka
blóðugasta öld mannkynssög-
unnar þar sem mannréttindi
voru fótumtroðin með skipu-
lagðari hætti en nokkru sinni
fyrr. Ber þar hæst byltinguna í
Rússlandi og Kína, framgöngu
Rauðu khmeranna í Kambó-
díu og heimsstyrjaldirnar tvær
ásamt sívaxandi misskiptingu á
heimsvísu sem jaðarsetur ein-
staklinga, samfélög og þjóð-
ir. Og skammt er að minnast
árásarinnar inn í Írak sem gerð
var á lognum forsendum eins
og allir vita. Í þessu öllu var að
verki alræðishyggja studd ver-
aldlegum hugmyndakerfum svo
sem sósíalisma, kommúnisma,
nasisma og kapítalisma sem
klárlega byggja ekki á trúar-
legri heimsmynd. Því tel ég full-
yrðingar Jóns um trúarbrögð
byggðar á heldur þröngu heim-
ildavali sem gagnlegt væri að
ræða.
Mér er brugðið
Það sem mér þykir hins vegar
vont í grein hans er krafan sem
hann gerir til allra trúaðra um
að þegja: „Ég virði rétt fólks til
að hafa hverjar þær skoðanir
sem því sýnist í trúmálum. […]
Svo framarlega sem það heldur
því fyrir sig.“ Þetta er ekki það
sem Jón Gnarr hefur staðið
fyrir fram að þessu. Hann hefur
hingað til einmitt talað fyrir
fjölbreytni og frelsi. Því skil ég
ekki þessa breytingu og verð að
viðurkenna að mér er brugðið.
Ef drifkraftur gjörða minna
og heimsmynd eru gerð að
einkamáli sem mér er ætlað að
fela, er ég þá til í fullri merk-
ingu þeirra orða? Ef ég má ekki
lifa út lífsskoðun mína, tjá hana
og leitast við að sannfæra aðra
af því að hún fellur ekki að
ríkjandi hugmyndafræði – hvað
heita slíkar aðstæður? Hverju
vill Jón Gnarr ná fram þegar
hann líkir trúarlegri hugsun við
það að hugsa með typpinu? Hver
verður staða mín sem trúaðs
manns í samfélagi ef ríkjandi
öfl setja mig þannig út á jaðar-
inn með háði? Er ég þá til?
Ég er ekki til
Á síðustu vikum hafa bor-
ist fréttir af ferðaþjónustu
fyrir fatlað fólk þar sem
augljóst er að skipulags-
breytingar á þjónustunni
hafa leitt til þess að þjón-
ustan er ekki með þeim
hætti sem best verður á
kosið, og er þá vægt til
orða tekið.
Hagsmunasamtök hafa
til margra ára kallað eftir
auknu samráði um þessa
mikilvægu þjónustu en
svo virðist sem fatlað fólk
hafi lítið verið haft með í
undirbúningi að breytingum á þjón-
ustunni. Þegar svo alvarlegur mis-
brestur kemur upp í viðkvæmri
velferðarþjónustu vaknar spurn-
ingin um hvar ábyrgðin liggur og
hver eru markmið þjónustunnar. Er
markmiðið að veita góða þjónustu
og hugsa hana alla leið út frá þörf-
um þess hóps sem hennar nýtur eða
er markmiðið að veita þjónustuna
þannig að hún kosti sem minnst?
Önnur frétt var í blöðunum
nýverið sem vakti mig einnig til
umhugsunar. Hrafnistu er ekki
tryggt fjármagn til að halda uppi
endurhæfingarinnlögn fyrir aldr-
aða sem búa heima og hefur því
tekið til þess að ráðs að segja upp
starfsfólki og gera breytingar á
þjónustunni. Hvert er markmiðið í
þessu tilfelli? Er þjónustan hugsuð
út frá skammtíma- eða langtíma-
markmiðum?
Lög um málefni fatlaðs fólks og
aldraðra marka skýra sýn á
þjónustu við þessa tvo hópa.
Markmið laga um málefni
fatlaðs fólks er að tryggja
sambærileg lífskjör við
aðra þjóðfélagsþegna og
skapa skilyrði til þess að
lifa eðlilegu lífi. Þar segir
einnig að stjórnvöld skuli tryggja
heildarsamtökum fatlaðs fólks
og aðildarfélögum þeirra áhrif
á stefnumörkun og ákvarðanir.
Markmið laga um málefni aldraðra
er að aldraðir geti, eins lengi og
unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf
en að jafnframt sé tryggð nauðsyn-
leg stofnanaþjónusta þegar henn-
ar er þörf. Með öðrum orðum má
segja að markmiðið sé að tryggja
þjónustu eins og endurhæfingar-
innlagnir til þess að auka lífsgæði
aldraðra og stuðla þannig að því að
þeir geti búið sem lengst heima.
Ég skora á stjórnvöld að hafa
markmið laga að leiðarljósi í skipu-
lagningu velferðarþjónustu og setja
fólk í forgang en ekki fjármuni.
Það er mikilvægt að fara vel með
almannafé og skipuleggja þjón-
ustuna með sem hagkvæmustum
hætti, en fólkið verður að vera í
forgangi.
Fólk eða fjármunir?
Hver eru markmið
velferðarþjónustu?
TRÚMÁL
Bjarni Karlsson
prestur og MA í
siðfræði
VELFERÐAR-
MÁL
María
Rúnarsdóttir
formaður Félags-
ráðgjafafélags
Íslands
Mercedes-Benz 4MATIC
Góðir aldrifsbílar í vetrarfærðina
Árgerð 2006, ekinn 120 þús. km,
sjálfskiptur, bensín, 303 hö.
Búnaður: Harman Kardon
hljómkerfi, rafdrifinn afturhleri,
minnispakki fyrir sæti og stýri,
sóllúga, skyggðar rúður o.fl.
Verð 3.990.000 kr.
E 250 CDI 4MATIC ML 500 4MATIC
Árgerð 2014, ekinn 11 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 205 hö. Eyðsla
6,1 l/100 km í bl. akstri.
Búnaður: Aksturstölva,
fjarlægðarskynjarar, hraðastillir,
stafrænt mælaborð, skyggðar
rúður, minnispakki fyrir sæti
og stýri o.fl.
Verð 7.590.000 kr.
GLK 250 BLUETEC 4MATIC
Árgerð 2013, ekinn 14 þús. km, sjálfskiptur,
dísil, 205 hö. Eyðsla 5,3 l/100 km í bl. akstri.
Búnaður: Ljósapakki utan (Xenon, LED o.fl.),
minnispakki (sæti/stýri/speglar), panorama sólþak,
PARKTRONIC skynjarar, viðarinnrétting, leðuráklæði,
6 diska magasín o.fl.
Verð 9.980.000 kr.
Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 • www.notadir.is
Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16Bílaármögnun Landsbankans
➜ Þetta er ekki það sem
Jón Gnarr hefur staðið fyrir
fram að þessu. Hann hefur
hingað til einmitt talað fyrir
fjölbreytni og frelsi. Því skil
ég ekki þessa breytingu og
verð að viðurkenna að mér
er brugðið. Ef drifkraftur
gjörða minna og heims-
mynd sem mér er ætlað
að fela, er ég þá til í fullri
merkingu þeirra orða?
➜ Ég skora á stjórn-
völd að hafa markmið
laga að leiðarljósi í
skipulagningu vel-
ferðarþjónustu.
1
8
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
D
A
-3
7
4
C
1
3
D
A
-3
6
1
0
1
3
D
A
-3
4
D
4
1
3
D
A
-3
3
9
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K