Fréttablaðið - 19.02.2015, Page 44

Fréttablaðið - 19.02.2015, Page 44
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 Stockfish – evrópsk kvik- myndahátíð í Reykjavík hefst í dag í Bíó Paradís og stendur til 1. mars. Á hátíðinni verða sýnd- ar 30 kvikmyndir sem hlotið hafa mikla athygli á hátíðum víða um heim en rata því miður ekki allt- af í sýningarsali hérlendis. Hátíð- in er haldin í samvinnu við Edd- una, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, sem verða afhent næstkomandi laugardags- kvöld. Guðrún Edda Þórhannes- dóttir framleiðandi er í stjórn Stockfish og segir dagskrá Stock- fish afar fjölbreytta og að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Það sem gerir Stockfish sér- staka í íslenskri kvikmynda- hátíða flóru er að þetta er líka bransahátíð. Að baki hátíðinni stendur Bíó Paradís ásamt sex fagfélögum sem koma að kvik- myndagerð; framleiðendur, leik- stjórar, kvikmyndagerðarmenn, leikarar, handritshöfundar og konur í kvikmyndum. Fulltrú- ar þessara félaga mynda stjórn- ina og það gerir hana þverfag- lega. Stockfish byggir á gömlu Kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem var í fullu fjöri frá 1978 til 2001 en lagðist þá af illu heilli, en nú komum við aftur af meiri krafti en nokkru sinni með góðum styrktaraðilum eins og Reykjavík- urborg, Evrópustofu, Kvikmynda- miðstöð, mennta- og menningar- málaráðuneytinu og fleirum.“ Guðrún Edda leggur áherslu á að það séu mjög spennandi vinnu- smiðjur og verkefni framundan á Stockfish. „Ég má til með að nefna Midpoint, handritavinnu- stofu Pavels Jech, frá virtasta kvikmyndskóla heims, FAMU, og hann verður líka með fyrirlestur sem hann kallar „Tíu brandarar sem munu kenna þér allt sem þú þarft að vita um handritaskrif“. Þetta verður á föstudagskvöldið í Bíó Paradís og opið öllum áhuga- sömum. Þá verður enska stór- leikkonan Brenda Blethyn ásamt alsírska leikstjóranum Rachid Boucharid með masterclass um samband leikara og leikstjóra á mánudag og fjölmargir fleiri við- burðir verða á hátíðinni, bæði fyrir fagfólk og áhugafólk, sem ég hvet alla til þess að kynna sér nánar. Á meðal gesta verða m.a. þrír frábærir norskir leikstjórar sem eru mættir hingað með mjög svo spennandi en ólíkar myndir og svo sæki ég alltaf sjálf í að mæta á myndir þar sem boðið er upp á spurningar og svör með listamönnunum að sýningu lok- inni. Það getur reynst ótrúlega fræðandi og skemmtilegt.“ Kvikmyndahátíð á borð við Stockfish snýst að miklu leyti um tengslamyndun og að auðga kvik- myndamenningu okkar. Kvik- myndaheimurinn er alþjóðlegur heimur og það er fjöldi Íslend- inga sem vinnur í sínu fagi víða um heim, þó fréttir berist helst af leikurum og leikstjórum eðli málsins samkvæmt. „Á Stockfish erum við því að tengja saman erlenda hátíðar- gesti og Íslendinga í faginu og sjá til þess að það eigi sér stað mik- ilvægt samtal þarna á milli. Við erum í senn að mynda tengslanet, læra af gestum okkar og síðast en ekki síst að kynna það sem við höfum upp á að bjóða, því hér höfum við bæði frábært fagfólk og tökustaði í íslenskri náttúru sem eiga engan sinn líka í heim- inum. Í þessu felast gríðarleg verðmæti fyrir okkur sem þjóð ef rétt er með farið. Kvikmynda- sjóður ætti í raun miklu frekar að kallast fjárfestingarsjóður því vilyrðin sem hann gefur út eru ávísanir á erlent fjármagn . Með vilyrðum frá Kvikmyndasjóði er verið að sækja mikið fjármagn til Evrópu, Norðurlandanna og víðar og þetta er afskaplega arð- bær fjárfesting fyrir samfélagið. Í þessu samhengi er tengslanet- ið mjög mikilvægt því í gegnum erlenda meðframleiðendur opn- ast leiðir inn í erlenda sjóði.“ Á Stockfish er úr mörgu að velja og valið getur reynst erf- itt fyrir hinn almenna áhorf- anda. Guðrún Edda segir að það sé vissulega erfitt að velja inn á slíka hátíð en engu að síður sé reynt að setja hátíðina þannig upp að það sé hægt að komast yfir hana með góðu móti. „Stock- fish er sambland af öllu því besta sem er að gerast í Evrópu og þar erum við að tala um bæði áhorf- endavænar og ögrandi myndir. Ein leiðin er að fikra sig eftir verðlaunabrautinni og setja þær myndir í forgang, önnur að velja þær sem eru mest ögrandi eða þá að horfa til landa eða leikstjóra. Stóra málið er að koma sér strax af stað og drífa sig í bíó því af nógu er að taka. Ég segi nú bara góða skemmtun!“ magnus@frettabladid.is Kvikmyndasjóður er fj árfestingarsjóður Kvikmyndahátíðin Stockfi sh hefst í dag og Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi segir að á hátíðinni sé að fi nna allt það besta sem evrópsk kvikmyndagerð hefur að bjóða auk þess að auðga tengslanet íslenskra kvikmyndagerðarmanna svo um munar. GUÐRÚN EDDA Það sem gerir þessa hátíð sérstaka á Íslandi er að hún er í senn faghátíð og full af skemmtilegum myndum fyrir alla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Akureyringurinn Karl Guðmunds- son er listamaður ársins 2015 hjá List án landamæra Listahátíð sem er meðal stærstu utangarðs- listahátíða í Evrópu og er haldin árlega á landsvísu. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu. Mark- mið hátíðarinnar er að brjóta niður múra milli samfélagshópa og gerir það m.a. með því að stuðla að sam- starfi listamanna með ólíkan bak- grunn. Við listsköpun sína nýtir Karl aðstoðarmenn ýmist við að dýfa pensli og setja í hönd eða þekja dekk hjólastóls af málningar- efnum sem hann ekur um verkflöt- inn á gólfi. Þannig verða til mögnuð verk með dekkjaförunum einum. Karl segir að það hafi verið Rósa Kristín Júlíusdóttir, fyrsti mynd- listarkennarinn hans, sem vakti myndlistaráhugann. „Hún hafði trú á mér og tók mér eins og hverj- um öðrum nemanda. Þessi byrjun, þegar ég var sex ára, fyrir 22 árum varð til þess að ég hélt áfram að læra hjá Rósu og síðustu átta árin höfum við unnið saman sem vinir í listinni. Við hittumst alltaf á sunnu- dögum og vinnum saman. Að fá þessa viðurkenningu núna er mjög mikilvæg fyrir mig og hvetur mig áfram. Ég er að sýna með list minni að fatlaðir geta skapað eins og aðrir. Mér finnst myndlistin gera mig sterkan. List- in gerir lífið skemmtilegra og mig hæfari að lifa lífinu sem einstak- lingur.“ Karl hefur fullan hug á því að halda áfram að vinna í myndlist- inni enda er það honum mikilvægt að geta skapað. „Ég nýti mynd- listina til þess að skapa og hún auðgar líf mitt. Ég finn fyrir gleði þegar ég get notað hendurnar til að mála og leira. Ég hanna líka hluti, t.d. töskur, og ég nýt þess þegar ég sé að það sem ég bý til gagnast og gleður líka aðra. Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og ég veit að árið 2015 verður örugglega ögrandi og skemmtilegt. Ég tek þátt í nokkr- um sýningum, bæði í Reykjavík og hér heima. Til dæmis koma finnsk- ir listamenn, sem við sýndum með í Norræna húsinu í fyrravor, hingað til Akureyrar og sýna með okkur Rósu í ágúst. Það er frábær hópur, bæði myndlistarfólk og danshóp- ur.“ - mg Myndlistin gerir mig sterkan og lífi ð skemmtilegra Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og hvetjandi, segir Karl Guðmundsson, nýkjörinn listamaður ársins hjá List án landamæra. LISTAMAÐUR ÁRSINS Þessi viðurkenning hvetur mig áfram í minni listsköpun, segir Karl Guðmundsson myndlistarmaður. Á Stockfish eru sýndar um þrjátíu kvikmyndir og það reynist mörgum erfitt að velja hvað skal sjá á þeim tíma sem hátíðin stendur. Hér eru því nokkrar frábærar myndir sem við leyfum okkur að mæla með fyrir alla sem ætla að skella sér í gæðabíó á næstunni. Þessar þarftu að sjá ➜ Blowfly Park Flugnagarðurinn Leikstjóri: Jens Östberg. Gulldrengurinn Sverrir Guðnason leikur hér aðalhlutverkið í sænsk- um sálfræðitrylli sem jafnframt er opnunarmynd hátíðarinnar. ➜ Wild Tales Hefndarsögur Leikstjóri: Damián Szifrón. Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og framleidd af Pedro Almodóvar. Hefndarsögur sem eiga sér engan líka. ➜ A Girl Walks Home Alone at Night Einmana stúlka gengur heim um nótt Leikstjóri: Ana Lily Amirpour. Við erum stödd í Vonduborg sem er svarthvít og minnir að því leyti á bæði gamlar Jarmusch-myndir og Sin City. Margverðlaunuð mynd um íranskar vampírur. ➜ Black Coal, Thin Ice Kolafarmur Leikstjóri: Yi’nan Diao. Frábær kínversk spennumynd sem vann Gullbjörninn í Berlín á síðasta ári. ➜ Two Men in Town Handan múranna Leikstjóri: Rachid Bouchareb. Hinn marg óskarstilnefndi fransk- alsírski leikstjóri Rachid Bouch- areb, sem er gestur hátíðarinnar, teflir hér fram mynd með Forest Whitaker, Brenda Blethyn, Harvey Keitel og Ellen Burstyn í aðalhlut- verkum. ➜ The Trip to Italy Ferðin til Ítalíu Leikstjóri: Michael Winterbottom. Bresku háðfuglarnir Steve Coogan og Rob Brydon þvældust um breska veitingastaði í The Trip og endurtaka nú leikinn í bráðsmell- inni mynd í leikstjórn Michaels Winterbottom. ➜ Inner Scar Hið innra ör Leikstjóri: Phillippe Garrel. Í þessari sérstæðu kult-mynd, sem tekin var upp á Íslandi, leikur sjálf Nico, ein goðsagnakennd- asta söng- og leikkona sögunnar, aðalhlutverkið. Ekki missa af upp- götvun úr fortíðinni á Stockfish. MENNING Á Stockfish erum við að tengja saman erlenda hátíðargesti og Íslendinga í faginu og sjá til þess að það eigi sér stað mikilvægt samtal þarna á milli. 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 D A -3 2 5 C 1 3 D A -3 1 2 0 1 3 D A -2 F E 4 1 3 D A -2 E A 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.