Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Úgáfuhóf Mænu, tímarits útskriftarnema í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, verður haldið á miðvikudag 11. mars í SÍM- salnum, Hafnarstræti 16. Klukkan 18. Þetta er sjötta árið sem Mæna er gefin út en markmið Mænu er að þenja mörk grafískrar hönnunar með tilraunastarf- semi og tilraunakenndum samræðum. „Mæna er fyrir alla sem hafa áhuga á grafískri hönnun, vilja kynna sér um hvað hún snýst og sjá hvað verið er að gera í Listaháskólanum. Þetta blað er alls ekki bara fyrir faglærða,“ segir Hrefna Lind Einarsdóttir, ein þeirra fimmtán útskriftarnema sem vinna blaðið á ár. „Mæna er alltaf unnin út frá ákveðnu þema hvert ár og núna var þemað „kerfi“. Við sáum um útlit blaðsins en það samanstendur af greinum og ljósmyndum. Mæna er mjög frökk og litrík í ár,“ segir Hrefna. „Við gefum hana út í fimm hundruð eintökum sem gefin verða í útgáfupartíinu. Fyrstir koma, fyrstir fá en upplagið klárast yfirleitt alltaf,“ bætir hún við. Greinarhöfundar eru meðal annarra Ármann Jakobsson, Ásta Jóhannsdóttir, Bryndís Björgvins- dóttir, Goddur, Hörður Lárusson og Thomas Pausz en ritstjórn er í höndum Birnu Geirfinnsdóttur, fagstjóra og lektors, og Bryndísar Björgvinsdóttur, fagstjóra fræðagreina. Hrefna segir vinnuna við blaðið hafa gengið vel og hópurinn sé ánægður með afraksturinn. „Við byrjuðum fyrir jól að vinna blaðið og skipt- um með okkur verkum. Þetta var mikil tilrauna- starfsemi, við vildum gera eitthvað nýtt og próf- uðum okkur áfram. Það er lögð áhersla á fræðilega umræðu, líflegar hugmyndir og skoðanaskipti en í blaðinu er mikið af flottum greinum. Þetta hjálpaði okkur sjálfum að víkka sjóndeildarhringinn og að sjá hvað er hægt að gera hlutina á ólíkan hátt og skerpti sýn okkar á hönnunarferlið. Blaðið sýnir vel hvað grafísk hönnun er að gera,“ segir Hrefna Lind. Hópurinn vann Mænu í samstarfi við prentsmiðj- una Odda og Gunnar Eggertsson hf. og voru fyrstu eintökin að koma úr prentun. „Það er allt að verða tilbúið fyrir útgáfuhófið,“ segir Hrefna. Á heimasíðunni mæna.is má skoða eldri útgáfur. Sú nýjasta fer inn á vefinn við útgáfuna 11. mars. MÆNA ER FRÖKK OG LITRÍK Í ÁR HÖNNUNARMARS Útskriftarnemar í grafískri hönnun við LHÍ bjóða í útgáfu- hóf á miðvikudag í Hafnarstræti 16 en hópurinn gefur út tímaritið Mænu. ÚTSKRIFTAR- NEMAR GEFA ÚT BLAÐ Fimmtán graf- ískir hönnuðir útskrifast frá Listaháskóla Íslands í vor. Hópurinn gefur út tímaritið Mænu og býður í útgáfuhóf á miðvikudag. MYND/STEFÁN Þórunn Árnadóttir hannar áhuga- verð kerti undir heitinu Pyropet Candles en skuggaleg „beina- grind“ úr stáli kemur í ljós þegar kertin brenna niður. Fyrir þremur árum kynnti hún kerti í kattarlíki sem er nú komið á alþjóðlegan markað. Á Hönnunar- Mars í ár mun Þór- unn kynna nýtt kerti til sögunnar, fuglinn Bíbí, en hann verður fáanlegur í versl- unum fljótlega eftir að HönnunarMars lýkur. Bíbí verður sýnd- ur í verslununum SPARK | DE- SIGN SPACE, Hrím hönnunarhúsi, Aurum Icelandic Design, Kraumi, Epal og Minju. „Kveikt verður á fyrsta kert- inu þann 12. mars og á hverjum degi HönnunarMars mun einn Bíbí rísa upp úr öskunni líkt og Fönix.“ Þá mun Þórunn efna til Insta- gram-leiks þar sem gestir Hönn- unarMars eru hvattir til að deila myndum af Bíbí merktum #Pyro- PetBibi og fær vinningshafinn Bíbí í verðlaun. HönnunarMars stendur dagana 12. til 15. mars. BÍBÍ VERÐUR Í SPARKI Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir sló rækilega í gegn með kertinu Kisa sem kynnt var á HönnunarMars árið 2012. Nú hefur fuglinn Bíbí bæst við. Iðnbúð 2 • Garðabæ • Sími: 565 8070 • okkarbakari.is Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N TU N .IS P R E N TU N IS Bestu meltingargerlar sem ég hef prófað ” “Víðir Þór Þrastarsson, íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands. 0 8 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :4 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 F -3 2 9 C 1 4 0 F -3 1 6 0 1 4 0 F -3 0 2 4 1 4 0 F -2 E E 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.