Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 48
9. mars 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 24
DOMINOS KARLA
KR - ÞÓR ÞORLÁKSHÖFN 120-78 (52-31)
Stig KR: Michael Craion 30/19 fráköst/6
stoðsendingar, Darri Hilmarsson 17, Björn
Kristjánsson 17/11 fráköst, Brynjar Þór Björnsson
12, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 10, Illugi
Steingrímsson 9, Finnur Atli Magnússon 6, I.
Magni Hafsteinsson 6, Helgi Már Magnússon 6/6
stoðsendingar, Þorgeir Kristinn Blöndal 5, Vil-
hjálmur Kári Jensson 2.
Stig Þórs: Grétar Ingi Erlendsson 18/9 fráköst,
Oddur Ólafsson, Tómas Heiðar Tómasson 10/6
fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson
10, Darrin Govens 8, Baldur Þór Ragnarsson 6,
Nemanja Sovic 4, Þorsteinn Már Ragnarsson 4,
Davíð Arnar Ágústsson 3, Halldór Garðar Her-
mannsson 2, Sveinn H. Gunnarsson 1.
GRINDAVÍK - FJÖLNIR 89-75 (39-40)
Stig Grindavíkur: Rodney Alexander 30/11
fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 16, Ólafur
Ólafsson 15/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsdóttir
14/8 fráköst/10 stoðsendingar, Daníel Guðni Guð-
mundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/12 fráköst.
Stig Fjölnis: Jonathan Mitchell 35/12 fráköst,
Davíð Ingi Bustion 12/9 fráköst, Róbert Sigurðs-
son 7/10 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 6/7
fráköst, Danero Thomas 5, Emil Þór Jóhannsson
4, Valur Sigurðsson 4, Garðar Sveinbjörnsson 2.
Valgarðsdóttir 23
Leik Tindastóls og Hauka var ekki lokið þegar
blaðið fór í prentun.
OLÍS-DEILD KARLA
AKUREYRI - VALUR 20-26 (11-12)
Akureyri - Mörk (skot): Heiðar Þór Aðalsteins-
son 7/2 (9/2), Kristján Orri Jóhannsson 4 (6),
Nicklas Selvig 3 (12), Bergvin Þór Gíslason 2 (2),
Þrándur Gíslason 1 (1), Heimir Örn Árnason 1 (2),
Ingimundur Ingimundarson 1 (3), Halldór Logi
Árnason 1 (3), Sigþór Heimisson (1).
Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 6/1 (19/2,
32%), Tomas Olason 3 (16/1, 19%).
Valur - Mörk (skot): Guðmundur Hólmar Helga-
son 8 (12), Geir Guðmundsson 5 (9), Kári Kristján
Kristjánsson 4/2 (5/2), Vignir Stefánsson 4 (6),
Finnur Ingi Stefánsson 4 (8/1), Atli Már Báruson
1 (2), Ómar Ingi Magnússon (1), Alexander Örn
Júlíusson (1).
Varin skot: Hlynur Morthens 10 (28/2, 36%),
Stephen Nielsen 2 (4, 50%).
OLÍS-DEILD KVENNA
STJARNAN - HAUKAR 20-21 (12-16)
Markahæstar: Helena Rut Örvarsdóttir 4, Sólveig
Lára Kjærnested 3, Stefanía Theodórsdóttir 3,
Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Nataly Sæunn
Valencia 3, Þórhildur Gunnarsdóttir 3 - Marija
Gedroit 10, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Karen
Helga Díönudóttir 2, Gunnhildur Pétursdóttir 2.
ÍBV - KA/ÞÓR 23-15 (10-6)
Markahæstar: Vera Lopes 7, Kristrún Ósk Hlyns-
dóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 4, Ester Óskars-
dóttir 3 - Paula Chirila 4, Þórunn Eva Sigurbjörns-
dóttir 3, Arna Valgerður Erlingsdóttir 2, Birta Fönn
Sveinsdóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 2.
GRÓTTA - FH 19-13 (7-7)
Markahæstar: Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5,
Lovísa Thompson 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
4 - Ingibjörg Pálmadóttir 4, Aníta Mjöll Ægisdóttir
2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 2.
HK - SELFOSS 25-25 (10-10)
Markahæstar: Þórhildur Braga Þórðardóttir 8,
Sóley Ívarsdóttir 4, Gerður Arinbjarnar 4 - Carmen
Palamariu 8, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Elena
Birgisdóttir 4.
FYLKIR - VALUR 22-28 (14-15)
Markahæstar: Patrícia Szölösi 5, Vera Pálsdóttir 4,
Sigrún Birna Arnardóttir 4 - Kristín Guðmunds-
dóttir 10, Íris Ásta Pétursdóttir 5, Bryndís Elín
Wöhler 5.
ÍR - FRAM 19-33
Leikskýrsla barst ekki frá ÍR
Stig liða: Grótta 36, Fram 32, Stjarnan 32,
Haukar 28, ÍBV 24, Valur 22, Fylkir 20, Selfoss 16,
HK 15, FH 9, KA/Þór 5, ÍR 1.
FÓTBOLTI Klukkan 19:45 í kvöld
leiða sigursælustu lið í sögu ensku
bikarkeppninnar, Manchester
United og Arsenal, saman hesta
sína á Old Trafford. Arsenal er
ríkjandi bikarmeistari en Skytturnar
fögnuðu sínum ellefta bikarmeist-
aratitli eftir 3-2 sigur á Hull City
í úrslitaleik á síðasta vor. Það var
fyrsti titill Arsenal frá árinu 2005.
Líkt og fyrir tíu árum er Arsene
Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal
en það er nýr maður í brúnni hjá
Manchester United, Louis van Gaal,
sem státar af þeim árangri að hafa
unnið titil á sínu fyrsta tímabili hjá
öllum þeim félagsliðum sem hann
hefur stýrt.
Wenger og Van Gaal eru elstu
knattspyrnustjórarnir í ensku úrvals-
deildinni en leikurinn á morgun
verður sá fimmti milli liða Wengers
og van Gaals en sá fyrrnefndi á enn
eftir að vinna Hollendinginn.
Þeir mættust fyrst í riðlakeppni
Meistaradeildarinnar 1999 þegar van
Gaal stýrði Barcelona. Liðin gerðu
1-1 jafntefli á Nývangi en Börsungar
unnu seinni leikinn 2-4. Manchester
United hafði svo betur gegn Arsenal,
1-2, í leik liðanna í úrvalsdeildinni í
nóvember á síðasta ári. - iþs
Tekst Wenger loks að vinna van Gaal?
REYNSLAN Van Gaal og Wenger
mætast í fjórða sinn í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FRJÁLSAR Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, hlaupakona
úr ÍR, var nálægt því að slá Íslandsmet sitt í 60 metra
hlaupi á EM í frjálsum íþróttum innanhúss í Prag um
helgina. Hrafnhild kom í mark á 7,52 sekúndum en
Íslandsmetið sem hún setti á Meistaramóti Íslands í
byrjun febrúar er 7,50 sekúndur.
Þrátt fyrir gott hlaup endaði Hrafnhild í sjöunda
og síðasta sæti í sínum riðli í undanrásunum. Dafne
Schippers frá Hollandi kom fyrst í mark á 7,07
sekúndum.
Liðsfélagi Hrafnhildar úr ÍR, Einar Daði Lárusson,
varð að draga sig út úr keppni í sjöþraut vegna veik-
inda. Einar, sem var einn af þeim fimmtán sem voru
skráðir til leiks í sjöþrautinni, veiktist fyrstu nóttina
eftir komuna til Prag og gat af þeim sökum ekki verið
með í keppninni. - iþs
Hrafnhild nærri Íslandsmeti
SPORT
BLAK KA og Afturelding urðu
bikar meistarar í blaki um helgina,
en bikarhelgi Blaksambands
Íslands fór þá fram í Laugardals-
höllinni. KA vann HK, sem átti titil
að verja, en KA vann viðureignina
3-1 (26-24, 25-23, 21-25, 25-21).
HK vann bikarinn 2013 og 2014
og hefði fengið hann til eign-
ar með sigri í ár. KA-menn voru
hins vegar á öðru máli, spiluðu
virkilega vel í úrslitaleiknum og
tryggðu sér sinn sjötta bikarmeist-
aratitil.
Líkt og í karlaflokki hafði HK
unnið bikarinn tvö síðustu ár hjá
konunum og hefði með sigri í ár
fengið hann til eignar.
Afturelding hefur hins vegar
farið á kostum kvennamegin í
vetur og ekki tapað leik. Þær eru
nýkrýndir deildarmeistarar og
tóku lið HK í bakaríið í Höllinni í
gær. HK sá aldrei til sólar og Mos-
fellingar unnu viðureignina 3-0.
Hrinurnar fóru 25-15, 25-15 og
25-17.
Þetta var annar bikarmeistara-
titillinn sem Afturelding vinnur
í sögu félagsins en sá fyrri kom í
hús árið 2012, á fyrsta ári Mosfell-
inga í úrvalsdeild. - ail
Sigurganga HK rofi n
KA og Aft urelding sigurvegarar helgarinnar í blaki.
BIKARINN Á LOFT KA lagði ríkjandi bikarmeistara HK að velli í úrslitaleiknum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FRJÁLSAR Aníta Hinriksdóttir,
hlaupakona úr ÍR, hafnaði í 5.
sæti í 800 metra hlaupi á Evr-
ópumeistaramótinu í frjálsum
íþróttum innanhúss sem fram
fór í Prag um helgina. Aníta, sem
varð 19 ára fyrr á þessu ári, var
yngst þeirra fimm sem hlupu til
úrslita í gær. Selina Büchel frá
Sviss bar sigur úr býtum í hlaup-
inu en hún kom í mark á tímanum
2:01,95 sekúndum, fjórum hundr-
aðshlutum úr sekúndu á undan
Yekaterinu Poistogovu frá Rúss-
landi.
Markmiðið var að komast í
úrslit
„Ég veit það ekki alveg,“ sagði
Aníta í samtali við Fréttablaðið í
gær, aðspurð hvað henni fyndist
um úrslitahlaupið.
„Aðalmarkmiðið var komast í
úrslit og ég er ánægð að hafa náð
því. Maður verður að reyna sig
gegn þeim bestu á stórmótum og
ég er alveg að komast í þennan
klassa. Allar stelpurnar í úrslit-
unum eru sterkar og jafnar og
það gat allt gerst,“ bætti Aníta
við.
Aníta segir að reynslan frá EM
í Prag muni nýtast vel í framtíð-
inni: „Ég er ánægð með mótið í
heild sinni og þetta var skemmti-
leg reynsla. Ég verð með meira
sjálfstraust á næsta móti.“
Aníta náði forystu í úrslita-
hlaupinu á fyrsta hring en gaf
aðeins eftir á lokasprettinum
og endaði að lokum í fimmta og
neðsta sæti. Aníta kom í mark á
2:02,74 mínútum en Íslandsmetið,
sem hún setti í undanrásunum á
föstudaginn, er 2:01,56 mínútur.
Sá tími var sá næstbesti sem náð-
ist á EM í Prag, en sú eina sem
náði betri tíma var áðurnefnd
Poistogova, bronsverðlaunahafi
frá síðustu Ólympíuleikum.
Poistogova var í sama riðli
og Aníta í undanrásunum en sú
rússneska kom í mark á tíman-
um 2:01,44, tólf hundraðshlutum
úr sekúndu á undan Anítu. Þær
mættust svo aftur í úrslitunum.
Endaspretturinn skiptir öllu
Hlaup sem þessi eru oftar en ekki
mjög taktísk, þar sem keppendur
reyna að stjórna hraðanum þann-
ig að þeir eigi nóg eftir á tankin-
um fyrir endasprettinn.
„Það gerist mest á síðustu 70
metrunum og ég hélt ekki alveg
fókus undir lokin,“ sagði Aníta og
bætti því við að á þessum tíma-
punkti á ferli hennar væri sú
taktík að keyra upp hraðann sú
öruggasta.
Önnur hlaupakona sem er þekkt
fyrir að keyra upp hraðann og
taka frumkvæði er hin breska
Jenny Meadows sem vann til gull-
verðlauna á EM innanhúss árið
2011. Meadows var í sama riðli og
Aníta í undanúrslitunum og kom
fjórða í mark á tímanum 2:02,40,
níu hundraðshlutum úr sekúndu
á eftir Anítu sem endaði í þriðja
sæti.
Staðan breyttist hins vegar
eftir að undanúrslitunum lauk.
Fyrst var hin rússneska Anast-
asiya Bazdyreva dæmd úr leik
fyrir að stíga út af hlaupabraut-
inni þegar hún tók fram úr Anítu
á lokasprettinum. Sjálf sagðist
Aníta ekki hafa tekið eftir því í
hita augnabliksins og atvikið hafi
ekki truflað hana neitt.
Bretar kærðu niðurstöðuna og
Bazdyreva var í kjölfarið dæmd
úr leik. Aníta færðist því upp í
annað sætið og Meadows upp í það
þriðja og komst þar með í úrslitin.
En stuttu fyrir úrslitahlaupið dró
sig Meadows út úr keppni vegna
veikinda. Þetta breytta landslag
hafði áhrif á það hvernig Aníta
nálgaðist hlaupið.
„Hún vill keyra upp hraðann og
það hefði verið þægilegt að hanga
fyrir aftan hana,“ sagði Aníta sem
á eftir að vinna meira í taktíkinni
á næstu mánuðum. En hvað tekur
nú við hjá þessari efnilegu hlaupa-
konu sem nálgast toppinn óðfluga?
„Nú ætla ég að hvíla mig
aðeins og síðan taka við æfinga-
búðir fyrir sumarið,“ sagði Aníta
að lokum. ingvithor@365.is
Er að nálgast þær bestu
Aníta Hinriksdóttir lenti í 5. sæti í 800 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum í Prag. Hún kom í mark á
tímanum 2:02,74 mínútum. Aníta er reynslunni ríkari og segist mæta sterkari til leiks á næstu stórmótum.
Á SPRETTI Aníta Hinriksdóttir var með næstbesta tímann í bæði undanrásunum og undanúrslitunum í 800 metra hlaupi. FRÉT-
GULLVERÐLAUN 1977
Hreinn Halldórsson - kúluvarp
GULLVERÐLAUN 1996
Vala Flosadóttir - stangarstökk
BRONSVERÐLAUN 1994
Pétur Guðmundsson - kúluvarp
BRONSVERÐLAUN 1996
Jón Arnar Magnússon -sjöþraut
BRONSVERÐLAUN 1998
Vala Flosadóttir - stangarstökk
4. sæti 2000 Vala Flosadóttir -
stangarstökk 4. sæti 2002 Jón
Arnar Magnússon - sjöþraut 5.
sæti 1992 Pétur Guðmundsson -
kúluvarp 5. sæti 1998 Jón Arnar
Magnússon - sjöþraut 5. sæti 2015
Aníta Hinriksdóttir - 800 metra
hlaup 6. sæti 1974 Ágúst Ás-
geirsson - 1500 metra hlaup 6. sæti
1981 Hreinn Halldórsson - kúluvarp
➜ Besti árangur Ís-
lendinga á EM í
frjálsum innanhúss
0
8
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:4
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
0
F
-5
0
3
C
1
4
0
F
-4
F
0
0
1
4
0
F
-4
D
C
4
1
4
0
F
-4
C
8
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K