Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Blaðsíða 6
Varð ekki jörðin bölvuð vegna þess að Adam hlýddi Evu? Með menningarmálanefnd á söguslóðum • Mormónapollurinn í klöppunum vestan við Torfmýri. í þessum polli voru mormónar skírðir niðurdýfiningarskírn. Staðurinn var valinn svo langt frá bænum vegna ofsókna sem þetta fólk mátti þola. sinni mjög lét hann undan vilja hennar, nauðugur. Trúbræður Þór- arins rituðu honum bréf þar sem þeir gagnrýndu þetta afturhvarf hans og í bréfinu segir m.a. „Varð ekki jörðin bölvuð, vegna þess að Adam hlýddi Evu“. Lá mormónatrúboðið niðri um nokkra hríð en árið 1853 kom til Eyja, danskur maður, Lorentsen að nafni fékk þá trúboðið byr á ný. Mormónarnir eingangruðust mjög og fór svo að þeir hugðu á för til fyrirheitna landsins, þar sem þeir sáu fram á nýja veröld, sólskirtsland með sælu þessa heims og annars. Árið 1854 flytja svo fyrstu Vest- mannaeyingarnir vestur um haf, til Utah í Bandaríkjunum. Og allt til ársins 1893 eru Vestmannaeyingar, sem tekið höfðu mormónatrú, að flytja til Vesturheims, flestir til bæjarins Spanish-Fork í Utah í Bandaríkjunum. Það var eitt trúar- einkenna mormóna, að þeir geti hvergi verið sælir nema í því eina Iandi, Utah, sem þeir kölluðu, það fyrirheitna, þar sem þeir höfðu byggt Zionsborg. Fólksflutningum til Vesturheims lauk árið 1893, og höfðu þá 169 manns flutt þangað vestur. Má nærri geta hve mikil blóðtaka þessir flutn- ingar hafa verið Vestmannaeyjum, sem þá töldu rétt um 400 íbúa. í Utah vegnaði íslensku fólki yfir- leitt vel, þótti duglegt og hagsýnt. Og þótt nú séu liðin rétt eitt hundr- að ár frá því þessum fólksflutningum lauk, er enn ýmislegt sem minnir á upprunann. Fólk heldur þar enn uppá þjóðhátíðina, líkt og gert er í Eyjum, meira að segja halda þau sína þjóðhátíð fyrsta mánudag í ágúst, en bara í einn dag, ekki þrjá eins og við í Eyjum gerum. Og á skilti utan á lögreglustöð í Spanish- # Arnar Sigurmundssun var leið- sögumaður gönguhópsins. Fork, stendur á íslensku, „OPIÐ FRÁ KL. 9-5 Þegar Arnar Sigurntundsson hafði miðlað þessum fróðleik til göngu- fólks, var haldið að Hundraðs- mannahelli, sem er rétt norðan Hamarsvegar, móts við efri Þórs- völlinn. Gömul mið segja að finna megi hellinn með því að láta Höfuð- ið á Hana liggja við Halldórsskoru í Dalfjalli og Hástein í Dönskutó í Heimakletti. Hellirinn tengist mjög Tyrkjaráninu árið 1627, þar er talið að fólk hafið falist meðan Tyrkir létu greipar sópa um Eyjarnar og drápu og rændu fólki. í dag er hellir- inn mjög sigin saman og langt frá því að þar rúmist í dag eitt hundrað manns, þótt einhverntímann hafi verið pláss fyrir slíkan fjölda. Göngunni lauk svo í Safnahúsinu, þar sem menningarmálanefnd bauð uppá veitingar. • Áð við Hundraðsmannahelli. Innfellda myndin er af hellisupinu. Árleg ganga menningarmála- nefndar Vestmannaeyjabæjar, um söguslóðir í Eyjum, var síðasta laug- ardag. Gengið var frá Illugahelli að Mormónapolli á Hamrinum með viðkomu í Kethelli og síðan kíkt við í Hundraðsmannahelli í bakaleið- inni. Arnar Sigurmundsson sá um að miðla fróðleik til göngufólks, um þessa merku sögustaði. Áður en gangan hófst flutti Unnur Tómasdóttir, formaður menningar- málanefndar stutt ápvarp og þakk- aði Þorsteini Sigurðssyni, öldnum Eyjamanni og félögum hans, fyrir merkingar sem þeir hafa komið upp á ýmsum merkum söguslóðum og örnefnum Eyjanna. M.a. á þeim stað sem hópurinn lagði af stað frá, Illugahelli, er steinn með skildi og nafni staðarins, sem þeir félagar hafa komið fyrir. Illugahellir er smáhellir í grjóthól á gatnamótum Höfðavegar og III- ugagötu. Eru hólarnir tveir, í þeim syðri er hellirinn en sá nyrðri heitir Illugaskip. Tvær sögur fara af nafn- giftum þessara staða, önnur er sú að Illugi væri landvættur og byggi í hell- inum en hinn hóllinn væri nökkvi hans. Hin sagan segir að Illugi Jóns- son sem í eina tíð var prestur á Ofanleiti, hafi látið gera hellinn, svo gista mætti í honum, ef menn yrðu nauðuglega staddir á leið upp fyrir hraun, og beri hellirinn nafn hans. Neðst í Bessahrauninu, á baklóð húss Magnúsar Þorsteinssonar, var numið staðar og litið á lítinn hellis- skúta sem ber nafnið Kethellir. Sag- an segir að hann hafi hlotið nafn sitt af því, að áður fyrr, meðan hellirinn var ekki svo alkunnur sem nú, hafi þjófar haft þar sitt aðsetur. • Göngugarpar mættir við Illugahelli, á mótum Illugagötu og Höfðavegar. Munnmælasaga segir að Illugi nokkur prestur á Ofanleiti, hafi látið gera hellinn, fyrir þá sem leið áttu uppfyrir hraun og gætu fengið sér þar nætur- gistingu ef færið var slæmt. Innfellda er af steini sem Þorsteinn Sigurðsson og félagar lians hafa komið fyrir við hellinn. Vestur á Torfmýri var numið stað- i ar við merkan sögpstað, Mormóna- poll, þar sem mormónar voru á síð- ustu öld, skírðir niðurdýfingarskírn. Það var árið 1851, að til Eyja komu nokkrir íslendingar sem stundað höfðu nám í Kaupmanna- höfn og tekið þar mormónatrú. Einn þeirra, Þórarinn Hafliðason frá Kirkjubæ, hóf trúboð í Eyjum við lítinn fögnuð margra Eyjamanna, meðal annars sóknarprestsins, Sr. Jóns Austmanns sem skrifaði biskupi bréf til að kvarta yfir þessu háttarlagi Þórarins. Segir prestur í bréfi sínu að „nú sjáist hann ekki í kirkju, en sitji við sínar heilarugls studeringar í einhýsi að sér læstu“. Svo mikils virði þótti að bréfið.kæm- ist nógu fljótt til viðtakanda, að séra Jón sendi gagngert með það til bisk- ups og borgaði sjálfur undir það, en kostnaður við sendiferðina var um 10 ríkisdalir, eins og segir í sam- tímaheimildum. En Þórarni varð vel ágengt í sínu trúboði en þegar fyrstu Eyjahjónin voru skírð til mormóna- trúar, ætlaði allt um koll að keyra í bænum. Voru þau skírð í sjávarlóni í klöppunum niður á Sandi sem kallað var og fór skírnin fram að næturlagi. En vegna þess hve mikill styr varð út af þessu, voru skírnarathafnir síðar meir færðar til fjarlægari staða, langt út á Eyju. Annar mormónapollurinn var nærri Ræningjatanga, hinn í sjávarklettunum við Torfmýri. Þórarinn Hafliðason lét síðar meir af mormónatrú, þó ekki sjálfviljug- ur. Bæði var að hann var mjög ofsóttur af andstæðingum mormóna- trúar og eins hitt sem þyngst vóg, að kona hans hótaði að skilja við mann sinn ef hann léti ekki af þessari villu sinni. Oe bar sem hann unni konu í ÞÓRSHEIMILINU MEÐAL VINNINGA: ÍKVÖLD KL. 20:30 Helgarferð til Reykjavíkur með Hjólaborð Flugleiðum. Kaffikanna Handryksuga Ryksuga Lampi Teppi Handþeytari 60 tölur? Geisladiskastandur IÞROTTAFELAGIÐ ÞOR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.