Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Blaðsíða 7
•mmmmrmmmmmmmm Fimmtudagurínn 14, október 1993 Lokahóf ÍIiV: Friðrik leikmaður ársins Lokahóf 2. flokks og mcistara- flokks ÍBV var haldið sl. laugardagskvöld á Muninn. Það verður ekki annað sagt en að knatt- spyrnumennirnir kunni að skemmta sér og sínum því loka- hófið var frábær skemmtun. Leikmenn IBV voru duglegir að gera góðlátlegt grín hver að öðrum en knattspyrnuráðið fékk það einnig óþvegið. Ymsar viðurkenn- ingar voru veittar á lokahófinu og hápunkturinn var valið á leik- manni ársins í meistaraflokki. I»að kom fáum á óvart að fyrir valinu varð markvörðurinn snjalli, Friðrik Friðriksson. FRÉTTA- bikarinn sem efnilegasti leikmað- urinn kom í hlut Bjarnólfs Lárus- sonar, annað árið í röð. Það var svo sannarlega glatt á hjalla á loka- hófinu enda hafði ÍBV tekist annað árið í röð, þegar öll nótt virtist úti, Jögvan Tillestolt gerir Martin að heiðarsborgara Færeyja. HSH-flutningar: Opnuðu af- greiðslu á mánudaginn Á mánudaginn var brotið blað í sögu vöruflutninga í Vestmanna- eyjum þegar félagarnir, Henrý Erlendsson, Sigmar Pálmason og Hörður Ingvarsson, opnuðu vöru- afgreiðslu að Skildingavegi 2. Þar með eru aðilar í einkarekstri byrj- aðir rekstur vöruafgreiðslu sem kemur í stað Vöruafgreiðslu Herjólfs hf. sem lögð var niöur í sumar. Um leið hætti Herjólfur aðild að flutningum með skipinu sem voru í samstarfl við Eimskipa- félagið. Henrý, Sigmar og Hörður reka sameiginlega, HSH vöruflutninga og er opnun vöruafgreiðslunnar, einn liður í að auka þjónustu við viðskipta- vini. Hafa þeir yfir að ráða fjórum vöruflutningabílum sem daglega eru í ferðum milli Eyja og meginlandsins. í Reykjavík eru þeir í samstarfi við Landflutninga sem sér um að koma pökkum og pinklum út um allt land og ef um stærri sendingar er að ræða f j m. -~*m 1 J Verðlaunahafar á lokahófi ÍBV: Tryggvi Guðmundsson, Friðrik Friðriksson leikmaður ársins, Steingrímur Jóhannesson, Herrriann Hreiðarsson og Bjarnólfur Lárusson. að halda sæti sínu í 1. deild á ævintýralegan hátt. Jóhannes Ólafsson, formaður knattspymuráðs IBV, bauð besti vel- komna en á lokahófinu voru auk leikmanna og maka og knattspymu- ráðs, fulltrúar frá stuðningsaðilum ÍBV, formenn ÍBV, Týs og Þórs, tómstunda- og íþróttafulltrúi, fulltrúi handknattleiksdeildar og Vestmanna- eyjabæjar auk fleiri góðra gesta. I máli Jóhannesar kom fram að rekstur deildarinnar í sumar hefði gengið ágætlega og verður hann væntanlega réttu megin við núllið og það væri mjög góður árangur út af fyrir sig. Jóhannes var óánægður með það að- stöðuleysi sem meistaraflokki er boðió upp á og vildi að íþrótta- hreyfingin og bæjaryfirvöld tækju höndum saman og gerðu eitthvað rót- tækt í málunum. Síðan tók við veislustjóri kvöldsins, Þorsteinn Gunnarsson, og eftir lýsingu Bjama Fel á loka- sekúndum leiks ÍBV og Fylkis og unaðslegri þriggja rétta máltíð (þar sem eftirrétturinn var „Magnaður Martin“ að hætti Malla Færeyings) hófust skemmtiatriði kvöldsins. Knattspymuráðið hafði platað nokkra leikmenn 2. flokks með síma- gabbi sem voru leikin. Rauða Ijónið, Yngvi Borgþórsson varð fyrst fyrir barðinu á Lárusi og félögum þar sem lögfræðingur krafði hann skaðabóta. Óðinn Sæbjömsson sendill hjá Kaup- félaginu fékk það óþvegió hjá óánægðum kúnna og Ámi Gunnars- son fékk óvænt símtal frá K.S.Í. Þá var hrært saman í góðan kokteil nokkrum góðum svömm en rúsínan í pylsuendanum var þegar unnusta Hermanns Hreiðarssonar hringdi í hann og tilkynnti óvænt tíðindi. Jögvan Tillestolt (Gísli Magnús- son), fulltrúi færeysku landsstjóm- arinnar mætti í Þjóðbúningi Færeyinga og ávarpaói þessa virðu- legu samkomu á færeysku og ætlaði allt um koll að keyra á lokahófinu. Hann hélt þar stutt erindi og gerði Martin Eyjólfsson að heiðursborgara Færeyja. Martin og Nökkvi Sveinsson vom síðan í aðalhlutverkum í vídeómynd sem þeir félagar höfðu gert, með að- stoð Sighvatar Jónssonar og Sigurðar Bragasonar. I myndinni var gert góð- látlegt grín að knattspymuráðsmönn- uni og leikmönnum og fékk Jón Bragi Amarsson fyrirliði heldur betur- að kenna á því. Einnig sýndi Martin myndband sem var tekið upp í Þýskalandi fyrir tveimur árum þegar hann dvaldi þar. Martin lenti fyrir slysni í tísku- sýningu þar sem voru sýnd íþróttaföt og sundfatnaður og fór hann á kostum, eins og hans er von og vísa. Rútur og Hermann höfðu einnig klippt saman myndband með uppá- halds leikmanninum sínum, Jóni Braga, sem hafði yfirskriftina The Terminator. Knattspymuráð IBV veitti stuðningsaðilum viðurkenningarvott fyrir framlag þeirra í sumar og Lárus Jakobsson, framkvæmdastjóri knatt- spymuráðs, afhendi Svanhildi öuðlaugsdóttir og Svövu Johnsen viðurkenningu fyrir að hafa borið hitann og þungan af innrukkun og kaffisölu á heimaleikjum ÍBV sl. sex ár. Eiginkonur og unnustur leik- manna, ásamt nokkrum mæðrum, komu færandi hendi og gáfu leik- mönnum gasgrill að gjöf fyrir ágóðan af kaffisölunni í sumar. Einnig fylgdi með svunta til Lámsar sem á að verða yfirkokkur og það skilyrði fylgdi einnig að þeim yrði að sjálfsögðu boðið með. I lokin voru afhent verðlaun fyrir afreks sumarsins. FRETTA-bikarinn sem efnilegasti leikmaóur 2. og 3. flokks ÍBV hlaut Bjamólfur Lárusson, annað árið í röö. Hermann Hreiðarsson var kjörinn besti leikmaður 2. flokks. Tryggvi Guðmundsson hlaut verð- laun sem markahæsti leikmaður meistaraflokks en hann skoraði 12 mörk á sínu fyrsta ári í I. dcild. Steingrímur Jóhannesson var kjörinn efnilegasti leikmaður meistarafiokks. Hápunkturinn var valið á leik- manni ársins í meistaraflokki. Friðrik Friðriksson markvörður hlaut þann heiður. Hann lék mjög vel á milli stanganna í sumar og var t.d. valinn í lið ársins á lokahófi I. deildar fyrir skömmu. Að lokahófinu loknu var öllum boðið á dansleik með Todmobile á Höfðanum. Eigendur HSH-flutninga: F.v. Sigmar Pálmason, Kristrún Axelsdóttir, Hörður Ingvarsson, Margrét Gestsdóttir, Henrý Erlendsson og Þóra Sveinsdóttir. fara þeir sjálfir á staóinn, sama hvort höldum við áfram að keyra út vörum nýr möguleiki sem okkur fannst sem það er á Vestfirði, Norður- eða og ná í þær ef óskað er en þama er vanta," sagði Henry. Austurland. „Þú nefnir staðinn og við sjáum um að koma hlutnum þangað, bæði fljótt og örugglega," sagði Sigmar í samtali við FRÉTTIR. Þeir binda miklar vonir við vöruaf- greiðsluna og telja að þar með geti þeir þjónað öllum þörfum viðskipta- vinanna. „Við höfum reynt að keyra vörunum út daginn eftir að þær koma en með tilkomu vöruafgreiðslunnar getur fólk náð í hana samdægurs þegar mikið liggur við. Auðvitað FRAMSÓKNARMENN! Aðaifundur Framsóknafélags Vestmannaeyja5 verður haldinn í Framsóknarhúsinu að Kirkjuvegi 19, föstudaginn 15. október '93 ki. 20:30. Stiórnin FRÉTTIR Störf endurmetin í starfskjaranefnd var sam- þykkt að nokkur störf innan bæjarkerfisins verði sett í starfs- mat. Um er að ræða þrjú störf í Sorpeyöingarstöð Vestmannaeyja, eitt starf á Hafnarvoginní, forstöðu Bjamarborgar og starf húsnæðisfulltrúa. Þá var samþykkt, að nokkur störf, sem tckíð hafa breytingum, verói endurmetin í starfsmati. Um er að rœða forstöðumann Ahaldahúss, yfirverkstjóra þjón- ustu og vióhalds, yfirverkstjóra véla og tækja og sjúkralið í opinni öldrunarþjónustu. Reynslusveitarfélög Fyrir bæjarráði á mánudaginn lá bréf frá félagsmálaráðuneyt- inu þar sem fjallað er um reynslusveitarfélög. Var óskað upplýsinga og hugmynda frá sveítarfélaginu um þetta tilrauna- verkefni. En eins og fram hefur komió í blaðinu hefur bæjarstjóm sótt um að Vest- mannaeyjar verði tilrauna- sveitarfélag. VORíEyjum '94 Bæjarráð fjuliaöi um bréf frá handknattleíksráði ÍBV þar sem Jeitaö er samstarfs við Vest- mannaeyjabæ um sýninguna VOR í Eyjum ‘94. Bæjarráö lýsti si£ hlynnt eripdinu og vísaði erindinu til atvinnumálanefndar. VOR í Eyjum ‘94, veróur vömsýning í svipuðum dúr og handboltadeildin stóð fyrir voriö 1992 og þótti takast mjög vel. KonukvÖld Kvennaklúbbur Islands og Skútinn .halda meiriháttar skemmtun á föstudagskvöldið 15. 10. Boóió verður upp á alls- konar uppákomur. Skemmtileg- asta kona Vestmannaeyja verður valin og sú sterkasta. Veglegir vinningar í boði frá Íslandsflugí og Holiday Inn. Tískusýning frá Jos og Goldcn laady. Besti fatafellir landsins mætir. Hátíóin hefst kl. 20:30. Karlmenn velkomnir eftir kl. 23:30. Þessar upplýsingar gaf Sigríöur Ævarsdóttir, formaður Kvenna íslands. Fífill Myndin að ofan af fíflinum var tekinn sl. láugardag inn 5 Herjólfsdaí en’þár voru brekkur * iðagráénar og fíflar í hundraóa tali. Blíðviðrið undanfarið virðist hafa ruglað náttúruna í ríminu því um miðjan október eiga allir fíflar og önnur blóm að vera löngu fallin.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.