Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Blaðsíða 12
Vilja menn árangur í íþróttum eða ekki? -Vestmannaeyjar verða stórveldi í handbolta og fótbolta ef við sameinum alla flokka undir merki IBV, segir Stefán Jónasson. Stefán Jónasson er mikill áhugamaður um íþróttir, sérstaklega hand- bolta. Hér er hann með fyririiða ÍBV, Björgvini Rúnarssyni. Stefán Jónasson er einn þeirra sem hefur frá barnæsku fylgst með og starfað að íþróttamálum í Vest- mannacyjum. Hann er má segja fæddur og uppalinn Týrari en í seinni tíð hefur hann tckið meiri þátt í starfi ÍBV, sérstaklega í handboltanum. Þróun íþróttamála í Vestmannaeyjum undanfarin misseri eru Stefáni mikið áhyggju- efni og hefur hann tekið þátt í umræðum um þau af fullum krafti. Niðurstaðan úr þessu spjalli og heilabrotum Stefáns er mjög afger- andi, hún er sú að leggja niður íþróttafélögin Þór og Tý og að öll handbolta- og fótboltastarfsemi fari undir einn hatt, Iþróttabanda- lag Vestmannaeyja. Vissulega er þetta róttæk tillaga en Stefán leggur áherslu á að þetta sé hans persónulega skoðun þó fleiri séu á sama máli. Breytinga þörf til að ná árangri „Það má segja að þessi niðurstaða sé samansafn margra brota sem ég hef fengið úr sitt hverri áttinni. Margir eru sömu skoðunar og ég. Ég vil þó leggja sérstaka áherslu á að ég er ekki talsmaður eins eða neins. Ég set þetta fram í eigin nafni þó ég vilji ekki eigna mér þessar hugmyndir einn. Spumingin sem við stöndum frammi fyrir er hvað við viljum. Viljum við árangur eða ekki? Og ef við viljum árangur kostar það peninga og samstöðu sem fæst ekki nema að Knattspymufélagið Týr og íþróttafélagið Þór verði lögð niður og eitt afl, ÍBV, fari með alla stjóm íþróttamála í Vestmannaeyjum," sagði Stefán og vísaði m.a. til áran- gurs Skagamanna í fótboltanum í sumar, en á Akranesi búa heldur fleiri íbúar en í Eyjum. Stefán hefur sett upp skipurit sem hann telur þess virði að verði skoðað. Efst á skipuritinu er aðalstjóm ÍBV og ráði hún framkvæmdastjóra sem heyri beint undir hana. Ekki segist Stefán sjá nokkuð því til fyrirstöðu að formaður ÍBV og framkvæmdastjóri sé einn og sami maðurinn. Þar fyrir neðan koma meistaraflokkar fótbolta og handbolta bæði í karla og kvenna- flokkum. Verði sérstök ráð skipuð til að sjá um rekstur hvers þeirra. 12. og 3. flokki sjái sérstök unglingaráð um reksturinn og heyra þau bæði undir ráð meistaraflokkanna og stjóm IBV. í yngri flokkunum starfí foreldraráð í tengslum við aðalstjóm. Aðalstjóm sjái svo um að skipa í aðrar nefndir, t.d. þjóðhátíðamefnd. Bæjarsjóður kaupi félagsheimilin „Eitt helsta skilyrðið til að hægt verði að leggja niður félögin er að bæjarsjóður kaupi félagsheimili beggja félaganna. Og losi það fólk sem í dag stendur undir ábyrgðum, vegna skulda sem stofnað var til á meðan á byggingu þeirra stóð, undan þeim um leið. Félagsheimilin yrðu þá hluti af íþróttamannvirkjum bæjarins og kæmi í hlut stjómar ÍBV að út- deila tímum í öll húsin þrjú. Með því næðist betri nýting á húsunum sem kæmi öllum til góða. Þá kæmi af sjálfu sér að búningsaðstaða við Há- steinsvöll færi í Týsheimilið sem er besti og ódýrasti kosturinn." Næsta atriði sem Stefán kom inn á var Þjóðhátíð, SHELLmót og Pæjumót. I dag skiptast félögin á um að halda Þjóðhátíð, Týrarar eru með SHELL-mótið og Þórarar með Pæjumótið. Hugmynd Stefáns er að Þjóðhátíðin heyri undir stjóm ÍBV og íkipi hún menn í framkvæmdastjóm hennar ásamt ráðum meistara- flokkanna. SHELL-mótið verði í höndum nefndar sem skipuð verði af aðalstjóm og fólki sem starfar með 6. flokki og um Pæjumótið sjái nefnd skipuð af aðalstjóm og þeim sem starfa við kvennaknattspymuna í yngri flokkunum. Tekjumar sem fást af Þjóðhátíð renni óskiptar til stjómar IBV og ef einhverjar tekjur verða af Pæju- og SHELL-móti gildi það sama, nema að þeim verði safnað í sjóð sem hægt er að grípa til þegar illa árar. Tekjum af Þjóðhátíð og auglýsingum verður svo skipt, eftir ákveðnum reglum, milli ráða meistaraflokkanna og unglingastarfsins og spuming hvort ekki verður að taka tillit til þess hver nær í hverja auglýsingu. Um leið fái aðrar íþróttagreinar og unglingaráðin ajlar tekjur af sölu vamings á Þjóðhá- tíð. Þær fjáraflanir sem handbolti og fótbolti hafa hingað til haft, s.s. Jóns- messugleðin verði áfram á þeirra hendi. „Að öðru leyti verða ráðin fjárhagslega sjálfstæð en með þessu er þeim tryggður ákveðinn fjárhags- legur grunnur sem ætti að tryggja rekstur þeirra og skapa þeim skilyrði til að tefla fram liðum í fremstu röð.“ Árangur skilar peningum í kassann Stefán, sem er harður Týrari segist virða það mikla starf sem unnið hefur verið innan félaganna. „Þetta fólk sem hefur starfað innan þeirra hefur lagt á sig mikla vinnu og ekki þegið laun fyrir. Þetta er harður kjami í báðum félögum en menn verða að horfast í augu við breytta tíma. I dag em gerðar miklar kröfur til leikmanna og samkeppnin um bestu mennina er hörð. Allir vilja sjá árangur og hann kostar peninga. Þegar lagt er upp með handbolta- eða fótboltalið í byrjun tímabils er alltaf erfitt að segja fyrir um árangur. Þegar illa gengur minnkar aðsókn og erfiðara verður að safna auglýsingum og styrktaraðilum fyrir næsta tímabil. Dæmið snýst við þegar vel gengur og fleiri fást til að vinna. Þetta er bláköld staðreynd sem menn verða að horfast í augu við. Það sýnir, að í raun vem höfum við ekki efni á öðm en að vera í topp- baráttunni því árangur skilar peningum í kassann, bæði beint og ó- beint," sagði Stefán og lagði þunga áherslu á orð sín. Sama segir hann að gildi að mestu um sameiningu yngri flokkanna. Þó er eitt athyglisvert atriði sem hann bendir á; færri krakkar stunda hand- bolta og fótbolta í dag en áður. „Ein skýringin á því er meira framboð, bæði af öðrum íþróttum og svo má ekki gleyma sjónvarpinu og vídeóinu sem alltaf taka meiri og meiri tíma hjá blessuðum bömunum. í hverjum árgangi um fermingu em kannski 20 tii 25 strákar sem hafa áhuga á fót- bolta og handbolta og það sjá allir sem vilja hvað það er fáránlegt að skipta þeim í tvö lið. Ekki þarf að hafa áhyggjur af kvennahand- boltanum, það er þegar búið að sameina hann og það hefur skilað árangri en í kvennaknattspymunni gildir það sama og hjá strákunum." Sparnaður Hagkvæmni og hagræðing af því að sameina er augljós að mati Stefáns. Nefndi hann sem dæmi ferðalög og kaup á búningum og öðmm búnaði. „Þegar búið er að sameina verður betra að koma á skynsamlegu fyrirkomulagi á ferða- lögin. Við skulum gefa okkur að 3. flokkur eigi heimaleik og 4. flokkur útileik sama daginn. Þá er minnsta málið að semja við það félag sem á að keppa hér um að leigja saman vél sem getur flutt 4. flokkinn upp á land, náð í útiliðið og skilað svo báðum hópum til síns heima um kvöldið. Ég veit að Láms Jakobsson, vinur minn, lagði mikla vinnu í svona skipu- lagningu þegar hann vann á íslandsflugi. Svo sparar það líka mikla peninga að tefla fram einu liði í yngri flokkunum bæði í ferða- og þjálfarakostnaði og eins og staðan er í dag höfum við ekki efni á öðm en að leita hagkvæmustu leiðanna." Hvað búninga og búnað varðar segir Stefán að þar megi bæði spara og auka tekjur með sameiningu. „Við hljótum að ná hagstæðari samningum þegar keypt er á alla sem stunda hóp- íþróttir í Eyjum. Það getur hver maður séð áð það er ekki sama hvort keypt em 20 pör af skóm eða 200 og það sama á við búningana. Svo hlýtur að vera auðveldara að fá styrktaraðila og ná í stóra auglýsingasamninga þegar einn aðili leitar eftir þeim. Ég og fleiri þekkja hvemig er aó leita til aðila upp á landi sem þekkja lítið eða ekkert til hvemig hreyfingin er byggð upp í Eyjum. Sjálfur hef ég lent í því að leita eftir auglýsingum eða beinum styrkjum til fyrirtækja í Reykjavík. Einu sinni gerði ég það fyrir hand- boltadeild ÍBV og fékk þá það svar að nýbúið væri styrkja ÍBV með 20 þúsund króna framlagi. Þar hafði Láms vinur minn verið á undan mér. Stundum em Þór og Týr að leita til sömu aðilanna líka og þá verður að segjast eins og er; þetta blessaða fólk sem lendir í þessu hristir bara hausinn og skilur hvorki upp né niður.“ Tími til breytinga Stefán vill síðuren svo gera lítið úr því starfi sem unnið er í félögunum og ÍBV. „Auðvitað er þetta fólk allt að gera góða hluti og markmið allra er það sama en við emm komin að endastöð. Menn verða að hætta að tala og tala. Ég vil fara að láta verkin tala og er ekki einn um þá skoðun. Mér er spum: Em félagar í Þór og Tý ánægðir með árangurinn? Ef þeir eru það verður ekkert gert. Séu þeir ó- ánægðir, er rétti tíminn til breytinga. Mér persónulega líst illa á, finnst það reyndar fráleitt, að handbolti og fót- bolti renni inn í félögin. Af hverju kann einhver að spyrja? Ég hef alla tíð verið Týrari og ég hef meiri áhuga fyrir handbolta en fótbolta. Við skulum setja sem svo að handboltinn færi inn í Þór; þá finnst mér að ég yrði að segja skilið við handboltann því ég gæti aldrei farið að vinna gegn mínu félagi.Æf ég ætlaði að haldá mig við handboltann yrði ég að vinna með Þómmnum í öllu fjáröflunum og yrði þar með orðinn Þórari. Það kæri ég mig ekkert um. Ég vil ekki lenda í þeirri aðstöðu að þurfa gera upp á milli Þórs og Týs. Margir eru sama sinnis og því sé ég enga aðra leið en að við sameinumst öll undir merki ÍBV. Eins og þetta er í dag em ráðin komin inn á borð hjá Þór, Tý og aðal- stjóm ÍBV. Sem sagt í gjörgæslu í fjármálum hjá þessum aðilum, mega ekkert gera án þess að bera undir það undir þá áður og ábyrgðin er hjá Þór og Tý. I rauninni em því fjögur apparöt aó grautast í sama hlutnum og ráðin undir smásjá þriggja aðila, sem í sumum tilvikum a.m.k., hafa lítinn eða engan áhuga á því sem þar er að gerast enda hafa menn kannski nóg með sitt. Ef þetta allt verður sameinað verða Vestmannaeyjar aftur stórveldi í íþróttum og IBV verður að keppa um verðlaunasæti í bæði handbolta og fótbolta í stað þess að berjast fyrir lífi sínu í 1. deild ár eftir ár. Þessum árangri getum við náð á tveimur til þremur ámm því grunnurinn er fyrir hendi og við eigum marga efnilega stráka og stelpur sem em tilbúin að halda uppi merki IBV í framtíðinni. Ef ekkert gerist heyrir 1. deildin sögunni til hvað IBV varðarog Vest- mannaeyjar verða uppeldisstöð fyrir stóra félögin upp á landi. Það er verið sameina útgerðir, banka og jafnvel bæjarfélög og því spyr maður; hvers vegna ekki íþrótta- félög? Að lökum vil ég að það komi fram að ég hef ekki gleymt öðmm fé- lögum og ráðum sem starfa innan ÍBV, t.d. Golfklúbbnum, sund- deildinni og fleiram en hvert fyrir sig sitja þau fein að sinni íþróttagrein en í fjárhagsdæminu verður að taka fullt tillit til þeirra,“ sagði Stefán Jónasson aö lokum. Ó.G.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.