Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Blaðsíða 8
Skólinn ar sinn mikilvægsti þáttur þjóðfálagsins ag því ntJdl ábyrgð sem hvilir á skólastiórunum. í VBstmannaoyjum aru starfandi tvair grunnskólar og báðir skólastjóramir oru konur - og hafa hvor undir sinni forsjá milli 400-500 manns: Halldóra & Hjálmfríður Skólastýrurnar í Vestmannaeyjum, Iialldóra Magnúsdóttir í Hamarsskóla og Hjálmfríður Sveinsdóttir í Barnaskóla, hafa mikið á sinni könnu. En þær eru eins ólíkar bæði sem persónur og stjórnendur og frekast getur verið. Halldóra er skipstjóri á sínu skipi, hörð og ákveðin en hressileg. Hjálmfríður er þessi rólega og yfirvegaða manngerð sem öllum líkar vel við og tekur öllu með stóískri ró. Þær stöllur skiptast hér á skoðunum um skólamál, sem eru mjög í brennidepli um þessar mundir. Ríkið hefur t.d. ákveðið að sveitarfélög taki við rekstri skólanna 1995 og þær segja skoðun sína á samkeppni skólanna, útkomu á sam- ræmdu prófunum, getuskiptingu, launamálum kennara, agaleysinu og ýmsu öðru. Og þær eru ekki alltaf sammála. - Ein afleiðing af breyttri verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga er að sveitarféiögin taka við rekstri skól- anna cftir tvö ár. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir skólana og ekki síst fyrir bæjaryfirvöld? Halldóra: „Fyrst og fremst hefur þetta í för með sér að fjárhagsleg ábyrgð á skólunum fer yfir á sveitarfélögin. Síðan er það ekki fullrætt hvemig verður með faglegu hliðina, maður reiknar með að ríkið setji skólunum lög til að vinna eftir. Síðan er líka spuming um eftirlit, mat á skóla- starfinu, hvort það verður alfarið í höndum skólanna eða hvort það koma einhverjir utanaðkomandi aðilar. Einnig er spuming um menntun kenn- ara, færslu á áunnum réttindum kennara eins og lífeyrisréttindum og annað. Stefnt er á að fyrir árið 2001 verði grunnskólamir einsetnir. Það þýóir í þessu bæjarfélagi a.nt.k. níu stofur í viðbót hjá Hjálntfríði og sex hjá mér, sem er viðbót upp á 15 stofur alls að lágmarki, auk fullkontinnar félagsaðstöðu. Þegar einsetni skólinn kemst á, þá er spuming um aðstöðu fyrir mötuneyti. Þetta er ntjög stórt. dænti og það sem verst er að það er lítið rætt. Það kom fyrr á árinu út áfangaskýrsla um mótun menntastefnu og hún var m.a. send til skólastjóra- félagsins. Það sem skólastjórar vildu m.a. leggja áherslu á var að ráðninga- valdið væri ennþá hjá skólastjóm- endum. Það færi ekki yfir á misvitra sveitastjómarmenn. Við tcljum okkar vera fagaðilana sem getum metið hverjir em hæfir og hverjir ekki. Einnig var lögð áhersla á að kennarar haldi sínum réttindum því laun kenn- ara hafa verið tiltölulega lág miðað við menntun og ein af röksemdunum hefur verið sú að við höfum svo góóan líf- eyrisrétt. Menn em aó sjálfsögðu mjög uggandi um þetta. Breytingin tekur bæði til grunnskóla og framhaldsskóla og þessi félög hafa skilað inn sínu áliti. En það er meira sem kemur inn í eins og sérskólamir, t.d. Heymleysingja- skólinn, Öskjuhlíðaskólinn o.fl.“ Hjálmfríður: „Eg hef verið að skoða tölur í sambandi við þetta. Þessi pakki sem sveitarfélögin eiga að taka við er á bilinu tíu til fimmtán milljarðar. Það er hvorki meira né minna en fimmtíu prósent sveifla í þessu. Þar af er gmnn- skólinn 40-50% og ef við miðum við hausatölu og Vestmannaeyjar séu tvö prósent, þá em þetta 300 milljónir sem bætast á bæinn, 100-140 milljónir vegna gmnnskólanna. Allur pakkinn er upp á 200 til 300 milljónir. Þaó er 50% aukning sem þarf því að verða á tekju- stófninum. Sveitarfélögum er lofað að þau fái hana en ég er efips um að peningamir aukist þótt þessi verk fari yfir á sveitarfélögin. Eg veit ekki hversu vel þau gera sér grein fyrir því við hverju þau eru að taka. Eg hef verið að skoöa þetta út frá sveitarfé- lögunum. Eg get ekki séö annað en að sveitarfélag eins og Vestmannaeyjar þurfi aó setja upp skólaskrifstofur, ráða fagaðila til þess að sjá um ýmis mál fyrir skólann. Líklega er um nokkur stöðugildi að ræóa. En ég held að þetta sé dálítið spennandi hér í Eyjum. Vest- mannaeyjar þurfa ekki að sameinast einum eða neinum. Bæjaryfirvöld þurfa aó setjast niður og sk'oóa þessa hluti. Við hverju em þeir að taka og hvemig ætla þeir að taka á móti þessu.“ - En hvað verður eins og um Náms- gagnastofnun ef sveitarfélögin taka við skólunum? Hjálmfríður: „Námsgagnastofnun (ríkið) getur hugsað sem svo; vió þurfum ekki að gefa út námsefni fyrir sveitarstjómimar. Það gæti því orðið mikió óhagræði af því ef hinir og þessir fara að gefa út námsgögn. Ef Námsgagnastofnun starfaöi áfram gæti þetta verið flagi. En mig hryllir vió því ef útgáfa á námsofni fer yfir á almenn bókaforlög. En þetta er spuming um meira en bækur. Það em myndbönd, öll sérkennslugögn og ýmis konar gögn sem gefa líklega ekki mikið af sér þótt þau séu gefin út." Halldóra: „Kostimir hljóta að vera aó það er ekki nema við einn aðila að eiga, þ.e. bæjaryfirvöld. Ef það er tekió myndarlega á málinu, þá styttist í að við fömm að sjá fram úr ýmsu. Eins og t.d. byggingamálum skólanna. Þetta er búið að vera tíu ára tímabil þar sem 'búið er að vera að byggja upp grunn- skólann. Þessu uppbyggingastarfi er ekki lokið og hvorugur skóli getur tekið á sig einsctinn skóla. Hins vegar heyri maður æ oftar frá foreldrum að þeir vilji að bömin séu með samfellda stundatöflu í einsetnu kerfi. Þetta kostar gífurlega peninga í viðbót. Síðan getur maöur hugsað sér að það mætti skoða ýmsa fleiri þætti sem em kannski reknir sérstaklega af bæjar- félaginu. Mér dettur t.d. í hug Tónlistarskóli Vestmannaeyja. Hann er sérstök stofnun, að vísu með útibú í Hamarsskóla. Það mætti hugsa sér að tónlistamámið færi út í grunnskólana. Höfum við Vestmannaeyingar áhuga á því að taka myndarlega á því máli? Það má segja að tónlistarkennslan í m Halldóra Magnúsd.óttir, skólastjóri Hamarsskólans og Hjálmfríður Sveinsdóttir, skólastjóri Barnaskólans. gmnnskólunum hafi verið í hálfgerðu lamasessi. Sama má segja um tóm- stunda- og félagsstarfið. Nú em báðir skólamir eitthvað að brölta við það að vera með félagslíf. Er hugsanlegt að það fari meira út í grunnskólana? Þegar rekstur skólanna fer yfir á sveitarfélögin hlýtur að veróa lögð áhersla á. aukna þjónusta fyrir gmnn- skólanemendur og aukið hagræði í rekstri." Fá fagleg sjónarmið að ráða? - Er fyrirvarinn á þessum róttæku breytingum of skammur? Hjálmfríður: ,Já, þetta er unnið í alltof mikilli fjarlægð frá sveitarfé- lögunum. Þetta er unnið á vegum samtaka sveitarfélaga en hinar ein- stöku sveitarstjómir em ekki upplýstar í hverju þetta felst og hverju þær em að taka við. Það sem snertir alla í landinu er; viljum við að sveitarstjómir sem em mjög mismunandi og frá einum tínia til annars, að þær taki við einum mikilvægasta þættinum sem em skóla- málin. Það verður ömgglega til þess að nemendur fá mismunandi menntun eftir áhuga sveitarstjómamianna. Við viljum að allir fái að njóta grunn- menntunar hvar sem þeir búa. Hver verður framtíðar þjóðarinnar ef vió vanrækjum menntunina og það fari eftir peningum og áhuga eða einstakri sveitarstjóm hvemig menntunin verður." Halldóra: „Eg sé ekki að þetta komi til með að ganga öðmvísi en að lögin hljóta áfram að vera sett af þinginu. En svo er það spuming hvað það er vió- sættanlegt fyrir sveitarfélögin að settar em fram kröfur um lágmarkstíma og lágmarkskennslu af hendi ríkis- valdsins. Þetta fyrirkomulag er í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Norska ríkið heldur mjög fast utan um laga- gerðina. Þar er samið við ein heildar- samtök kennara en kostnaðurinn er á bæjarfélögunum. Maður sér það helst sem æskilegt munstur. Það gengur ekki að það sé verið að semja í hverju einasta sveitarfélagi um kjör kennara. Svanhildur Kaaber, formaður Kenn- arasambandsins, upplýsti á fundi Kennarafélags Vestmannaeyja á föstu- daginn var, að búið væri að gera ítrekaðar tilraunir til þess að fá í gang viðræður en þeim er ekki svarað af hálfu ríkisvaldsins. A haustþingi skóla- stjómenda 1992 mætti Sigríður Anna Þórðardóttir sem er forsvarsmaður Nefndar um mótun menntastefnu. Tónninn hjá henni var; verið bara ró- leg, þetta bjargast allt einhvem veginn. Ríkisvaldið mun sjá til þess að sveitar- félögunum verði tryggt fjámiagn til að taka vió þessu verkefni. í nefndará- Iitinu er hins vegar gengið út frá fimm milljörðum til grunnskólanna. Sá kostnaður er mióaöur við þann niður- skurð sem er í gangi á stundatöflu nemenda. Það er langt í frá hinn raun- vemleg kostnaður við rekstur grannskólanna." - Er ckki hættan að ykkur sem skólastjórnendum séu settar þrengri skorður af bæjaryfirvöldum en ríkinu hvað varðar rcksturinn? Hjálmfríður: „Jú, húsbóndavaldið er orðið annað. Núna eru skólastjóm- endur sem eru ráðnir af ríkinu og eiga að hafa umsjón með innra starfi skólans, en eiga samt að sjá til þess að húsbúnaður og annar aðbúnaður sé í lagi. Þá eiga þeir undir það að sækja til sveitarstjómanna sem hafa mismun- andi mikinn áhuga á því. Það hafa komið upp krísur í kringum það. Þá hafa sveitarstjómir eins og í Eyjum ekki vilja kannast við það aó þurfa að borga skólastjómendum fyrir að ves- enast í þeim málum. Það þykir mjög hentugt að skólástjómendur vinni þetta kauplaust. Þeir mega helst ekki gagn- rýna sveitarstjómir fyrir slælega framkomu. Við sjáum bara hér í þessuin bæ hvað misjafnlega er búið að bömunum, hvort þau eiga heima í vestur- eða austurbæ. Halda sveitar- stjómamienn að böm sem sitja við borð sem ragga stöðugt, skrifi jafn vel og hafi jafn mikinn áhuga eins og þau sem sitja við borð sem er með fjórar jafn langar lappir. Maður er með á- kveðnar efasemdir hvort fólk vill ekki búa jafn vel að öllum bömunum. Hvað gerist t.d. í þessum bæ þegar bæjaryfir- völd fara að úthluta tímamagni, fjölda í bekk og ýmislegt annað? Verður farið í það út frá faglegum sjónarmiðum eða verða það einhverjir á bæjarskrif- stofunni sem ákveða svona. Það þykir mér alveg fráleitt því það verður aó koma skólaskrifstofa með hæfu starfs- fólki og það kostar sitt. Það er ýmislegt annað í þessu. Hvað verður t.d. um samræmdu prófin? Hver á að semja þau? Verða þau til? Hvemig á að meta skólastarf? Vió höfum verið með ýmis könnunarpróf sem við höfum fengið frá Fræðsluskrifstofunni og fengið svo stuðning hvemig vió eigum að laga það sem ekki hefur komið nógu vel út.“ Halldóra: „Nefnd um mótun mennta- stefnu vill að það verði gert heildarmat á menntakerfinu. Þetta hljómar nú kunnuglega. Það á að afla upplýsinga meðal annars um innra eftirlit í skólum, skoða þarf skólanámskrár, námsárangur, umgengni nemenda og aga, kennsluhætti og áhrif á náms- árangur, tengsl skóla og heimila o.s.frv. Það á líka að vera með sam- ræmdar mælingar í grunnskólum og efla þær. Ég var á ráðstefnu í Noregi með norskum skólastjómendum og þar vora mjög öflugar kröfur frá sveita- stjómarmönnum um að skólamir standi sig. Skólamireiga helst að skara fram úr eða hafa einhverja sérstöðu. Sveitarstjómarmenn líta þá kannski fyrst og fremst á kjamagreinamar en síður á skólastarfið í heild.“ - Ytir þetta þá ekki undir sam- keppni á milli skóla eins og hér í Eyjum? Hjálmfríður: „Jú, enda er það allt í lagi. Fjölbreytileikinn er af hinu góða. Skólamir eiga ekki að fara í fötin beint afhvoröóram." Halldóra: „íslenski grunnskólinn er illa staddur að því leyti að það er mjög lítið til af rannsóknum sem kanna starf skólanna. Það era ákveðnar stað- reyndir sem blasa við okkur. Ef við skoðum t.d. kjamagreinamar, þá kemur höfuðborgarsvæðið alltaf best út á samræmdum prófum. Hvað hefur verió gert í að rannsaka af hverju það er? Það era ákveðnar tilgátur í gangi. Það er t.d. talað um tíð kennaraskipti á landsbyggðinni o.fl.“ Jákvæðari viðhorf - En útkoma á samræmdum prófum í Eyjum miðað við Suðurland og landsbyggðina í heild? Hjálmfríður: „Við höfum ekki rætt þeíta mikið en vitum aö við komum mun ver út en Reykjavík. Við höngum í meðaltalinu á Suðurlandi. Suðurland er í 4. til 7. sæti (af 8) eftir greinum yfir landið. Þetta er fyrsta í skipti sem þessir skólar era með samræmd próf og þaö er engin launung að við erum farin að taka meira tillit til samræmdra prófa núna, ekki bara í 10. bekk heldur einnig í 8. og 9. Það er verið að keyra nemendur meira áfram í námi. En hvað er samræmda prófið að mæla? Viljum við að það stjómi öllu skólastarfinu?" Halldóra: „ Hjá okkur var það íslensk- an og enskan sem kom mjög vel út en danskan og stærðfræði ekki eins vel. Af hverju var það? Þá skoðar maður auðvitað inn í skólann sinn og hvemig hefur verið staðið að kennslu í þessum greinum undanfarin ár. Hér hjá okkur er landlægur mótþrói gagnvart dön- skunni. Það er e.kki mikill áhugi á dönskunámi og maður heyrir það á foreldram að þeim finnst danska ekki skipti miklu máli og auðvitaó hefur þaó áhrif á krakkana og kemur berlega í ljós á einkunnum. Svo er hægt aö fara út í nokkuð sem varla má segja upp- hátt, að þaó sé svo og svo mikið af menntafólki á höfuðborgarsvæðinu. Er tiltölulega hærra hlutfall af fólki þar sem er langskólagengið og hefur meiri áhuga á menntun bama sinna en úti á

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.