Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Side 9
landsbyggðinni? Við vitum sem vinnum með böm að það hefur mikið að segja viðhorfið gagnvart menntun og skólastarfi inn á heimilinu og í því samfélagi sem bamið lifir og hrærist í.“ - Því hefur verið haidið fram að í vesturbænum þar sem Hamars- skólinn er, sé meiri áhugi á íþróttum en í austurbænum sé áhugi barna og unglinga meira á huglægari efnum? Hjálmfríður: „Þetta er nú ekki svona einfalt. Ég held að þetta sé hreinlega hagkvæmnisatriði, að það er styttra í íþróttaaðstöðu í vesturbænum." Halidóra: „Það var slys hjá íþrótta- hreyfingunni að hverfaskipta ekki félögunum, að hafa annað félagið í austurbænum og hitt í vesturbænum með sína aðstöðu.“ Hjálmfríður: „Það sýndi sig gagnvart Tónlistarskólanum að það var meiri þátttaka hér austanmegin en það hefur breyst eftir að aðstaða kom í Hamars- skóla. Maður fer í það sem er auóvelt að fá. En varóandi samræmdu prófin þá hafa verið miklu tíðari kennara- skipti hér en í skólum í Reykjavík. Almennt held ég að foreldrar í Reykja- vík sjái hag í menntun og hvetja krakka til þess að leggja mennta- brautina fyrir sig. Það hefur lengi verið landlægt í Eyjum að það sé mismun- andi mikill skilningur á þörf menntunar, þótt þetta hafi breyst." Halldóra: „Þetta hefur mikið breyst frá því ég kom hingað fyrst. Það er allt annað og jákvæðari viðhorf gagnvart skólanum en var og meiri áhugi.“ - Eru til einhverjar tölur um það hve stór hluti krakka hér í Eyjum sem klára grunnskólann fer i framhalds- skóla og í frekari nám? Halldóra: „Nei. Þetta er eitt af því sem væri mjög gaman að rannsaka, hvað verður um grunnskólanemenduma. Það er náttúrulega m.a. það sem mælir gæói skólans. Hver er þeirra menntun um þrítugt? Hafa þeir lokiö einhverju námi eða hafa þeir flosnað upp úr námi. Og ef þeir hafa gert það og haft alla eiginleika og hæfileika til að fara í frekara nám, hvað varð þá til þess? Það er mjög margt spennandi sem hægt er að rannsaka en það hafa aldrei verið settir peningar í það. Er þaó ekki þjóðareinkenni íslendinga að gera ekki neinar rannsóknir heldur fá einhvem til að redda málunum?“ - Nú hefur Barnaskólinn tekið upp getuskiptingu í 8.-10. bekk líkt og var hér áður fyrr. Erum við að sjá afturhvarf til gamalla gilda í menntakerfinu? Hjálmfríður: „Mér finnst fmnst þetta alit ganga í bylgjum. Við höfum verið að hlera hjá okkur síðan við tókum þetta fyrirkomulag upp, hjá nemendum og foreldrum. Við heyrum ótrúlega margar jákvæðar raddir. Krökkum bæði í getuminni og getumeiri bekkjunum virðist líða mun betur.“ Halldóra: „Ég held að þetta sé ekkert óeðlilegt ef rnaður hugsar um grunn- skólann þrískiptan. Yngsta stigið þar sem við höfum nemendur í 1 .-3. bekk. Það fer ákveðin félagsmótun fram og áherslan er á lestur, skrift og stærð- fræði auk félagslegra samskipta. Svo kemur miðstigið þar sem koma fleiri námsgreinar, fleiri kennarar, meiri sér- hæfing, túngumálin koma inn og það fer að reyna meira á nemendur. Eftir að miðstiginu lýkur kemur í Ijós að það hentar ekki sama tilboð öllum nemend- um. Það er í anda grunnskólalaganna að reyna að koma til móts hvem og einn nemenda. Og ef það er best gert með því að getuskipta krökkunum í á- kveðnum greinum þá sé ég ekkert að því og tel það vera af hinu góóa. Þ.að sem hins vegar ber að varast er að getuskiptingunni fylgi gamli tossa- stimpillinn. Það sem þarf að leggja áherslu á er að bjóða nemendum upp á nám við hæfi en ekki setja á það ein- hverja stimpla." • Var það af illri nauðsyn sem þið í Barnaskólanum ákváðuð að getu- skipta eða var það búið að lengi í bígerð? Hjálmfríður: „Þetta er það sem fólk hefur verið að velta fyrir sér og kannski var full þörf á þessu. Það var einróma samþykkt á kennarafundi að gera þetta. Við munum fylgjast vel með því hvemig þetta gengur. Jafn- hliða þessu emm vió að gera kröfur til krakkanna að J>au nýti þá hæfileika sem þau hafa. Ég reyndi að brýna fyrir þessum krökkum að krakki sem getur vel lært en fær falleinkunn á sam- ræmdu prófi og þarf að sitja heila önn í Framhaldsskóla til að ná því upp sem hann hefði vel getað gert í grunn- skólanum, er auðvitað að sóa sinum tíma og peningum samborgaranna. Við eigum ekkert aó leyfa þeim þetta. Ég held að við þurfum að veita þeim að- hald með þetta. Við ætlumst til þess að þau nýti þessi hæfileika. Krakkamir í dag em líka að koma úr frjálsari sam- félagi. Hér áður fyrr áttu þau alltaf að reka sig á og læra af reynslunni, bera ábyrgða á sér og sínu námi. Fram- haldsskólinn hefur varpað þessari ábyrgð’yfir á krakkanna en auðvitað berum við líka ábyrgð á þessu námi. Við eigum að taka í taumana þegar við sjáum að eitthvað bjátar á. Það eru því margar stefnur í uppeldismálum sem koma og fara sem við náttúrlega eltum.“ Feimnismál - Hvers vegna hafa kennarar frekar neikvæðan stimpil úti í þjóð- félaginu? Halldóra: „Hafa þeir það? Ég held að það stafi fyrst og fremst af van- þekkingu. Þetta tengist ef til vill kjarabaráttu. Er ekki fólk metió eftir launurn?" Hjálmfríður: „Við höfum mikil sam- skipti við foreldra og mér finnst þeir mjög þakklátir og jákvæóir í garð skólans. Mér hefur stundum fundist að þeir mættu gera meiri kröfur og vera gagnrýnni. En eftir því sem við upp- lýsum foreldra betur þá gera þeir réttlátari kröfur. Þegar fólk lendir upp á kant við skólann þá er það ákveðin útrás að tala illa um skólann." Halldóra: „Hitt er annað mál að það er heilmikil neikvæðni í gangi gagn- vart kennurum sem stétt. Mér hefur fundist vera einblínt á hvað kennarinn kennir mikið. Kennsluskyldan er núna 29 kennslustundir á viku. Fólk stoppar þar og segir; Guð minn góður, vildi ég - „Bara sem dæmi þá er kaffikonan hjá mér t.d. með hærri laun en kenn- ari sem er að byrja að kenna eftir þriggja ára háskólanám.“ - „Við sjáum bara hér í þessum bæ hvað misjafn- lega er búið að börn- unum, hvort þau eiga heima í vestur- eða austurbæ.“ ekki vinna 29 tíma á viku. En dæmið er ekki þannig. Kennarinn á eftir að undirbúa hvem einasta tíma, fara yfir heimavinnuna sína, sitja kennarafundi, samstarfsfundi um sitt fag eða árgang, hann situr jafnvel líka í kennararáði. Einnig er vaxandi krafa á að kennarar sinni samstarfi við foreldra. Öllu þessu þarf kennarinn að sinna og þyrfti helst að geta það innan dagvinnumarka, en hann getur það ekki. Mér finnst geysi- legur munur á því hvaó eru gerðar miklar kröfur til kennara í dag miðað við þegar ég byrjaði að kenna fyrir 20 érum síðan. Þá mátti maður eiga þetta svolítið einn og sjálfur og skuldlaust." Hjálmfríður: „Þegar ég byrjaði að kenna hér árið 1969 var 36 tíma kennsluskylda. Þeir sem kenndu mest voru með upp undir 50 tíma. I dag'er kennsluskyldan 29 tímar og það er undantekning ef fólk kennir meira en 40 kennslustundir. Samt held ég að fólk þurfi að undirbúa sig miklu meira í dag. Þetta er miklu meiri vinna en var og ég held að fleiri og fleiri passi upp á að kenna ekki of mikið. Þetta er mjög slítandi og erfitt starf.“ - Eru laun kennara lág? Hjálmfríður: „Núna förum við með þetta eins og feimnismál. Við erum Þessar ungu stúlkur eru að hefja menntabrautina. orðin svo þreytt á þessu og orðið svo ömurlegt að fólk ræðir það ekki. Byrjunarlaun kennara eru í svipuðum taxta eins og hjá Verkalýðsfélaginu." Halldóra: „Bara sem dæmi þá er kaffikonan hjá mér t.d. með hærri laun heldur en kennari sem er að byrja að kenna eftir þriggja ára háskólanám. Fólk á mjög erfitt með að trúa því að skólastjóramir sem hér sitja og hafa undir sinni forsjá þegar allt er talið milli 400 - 500 manns, hafi rúmar hundrað þúsund krónur á mánuði. Ég held að það séu ekki margir forstjórar sem sættu sig við slík laun.“ - Er þcssum lágu launum að kenna að það cr svo lítið af karlrnönnum í kcnnarastéttinni eins og raun ber vitni? Hjálmfríður: „I Bamaskólanum er nú talsvert af karlmönnum en það er sagt að laun lækki hjá stétt eftir því sem konum fjölgar. Ég held að laun almennt hjá svona stómm stéttum hafi verið að lækka. Læknamir kvarta undan þessu, prestamir, kennarar hjúkrunarfólkið o.s.frv." Halldóra: „Þetta er mjúkt starf og sumir segja að það henti konum að vera að segja til bömum. Strákamir beiti kröftunum." • Stefnir ekki í að kennarastéttin verði þannig að þetta verði eingöngu konur í hálfsdags starfi? Halldóra: „Mætur skólastjóri sagði einu sinni að bestu starfskraftar sent hann fengi væm konur í hálfsdags starfi vegna þess að þær ynnu fullt starf, ynnu allan daginn. Þetta væru konur sem skruppu út að vinna sér til yndisauka og ánægju. En ég hef ekki trú á að það sé framtíðin. Mér finnst æ fleiri konur vera í því hlutverki að ef þær em í fjölskyldu þá em þær fyrir- vinnur eins og þeirra makar." Hjálmfríður: „En út frá jafnréttis- sjónarmiði þá má segja að það sé ekki ' hægt að borga karlmönnum í kennslu öðruvísi laun en kvenfólki. Það er ekki hægt aó búa til aukasporslur þar eins og víða annars staðar í kerfinu. Hér sitja allir við sama borð.“ - En gagnvart börnunum, er ekki nauðsynlegt að þau fái einnig karl- kennara? Hjálmfríður: „Endilega, við viljum hafa sem mest af karlmönnum í þessu starfi og einnig inn á leikskólunum.“ Halldóra: „Kyn kennaransskiptirekki sköpum um gengi bama í námi. Fleira kemur þar til. Eitt af því sem mönnum hefur dottió í hug er að taka upp aftur aó kynskipta í bekki, sem er þekkt úr bresku einkaskólunum. Þetta var prófað í Noregi, að skipta í stúlkna- bekki og drengjabekki. Það er vitað mál að það eru stúlkumar sem tapa á því að vera í kynblönduðum bekkjum því drengimir vilja alla athyglina og fá hana. Stúlkunum fór mikið fram í námi og fóru að blómstra. Drengimir aftur á móti töpuðu og þeim fór aftur. Hvað geróist? Foreldramir skám upp herör gegn skólayfirvöldum og heimtuðu að stelpumar yrðu aftur settar inn í bekk með strákunum því þá væri meira næði fyrir drengina til að læra. Og það var gert. Hvað segir þetta okkur? Fyrir hvem er skólinn? Hann á að vera jafnt fyrir alla en staöreyndin er sú að drengimir fá mestan tímann.“ Hjálmfríður: „Þeir koma illa undir- búnir inn í skólann. Eftir því sem sumir halda eru þeir tveim til þremur áram á eftir í félagsþroska mióað við stelpumar. En síðan virðist manni að í 9. eða 10. bekk fari þeir af stað en stelpumar stoppi. Mér hefur oft þótt sárgrætilegt að horfa upp á stelpur sem hefur gengið mjög vel í gegnum skólann og hafa alla burði. að þama kannski stoppa þær og hætta að sinna nárninu." Halldóra: „Hér er spumingin hvaða væntingar eru gerðar heima fyrir til drengsins eða stúlkunnar, hvað segir samfélagið stelpu hér hjá okkur. Á hún að ljúka við grunnskólann, drífa sig í vinnu og safna pening, gifta sig og eignast böm, eða er einhver akkur í því fyrir hana að fara í nám?“ Agaleysi - Það hefur mikið verið rætt um aukið agalcysi í þjóðfélaginu og skólarnir hafa ekki farið varhluta af þeirri gagnrýni. Hverju svarið þið? Halldóra: „Þetta aukna agaleysi sem þú talar um finnst mér ég ekki sjá í skólanum.“ Hjálmfríður: „Ég held að það sé búið að gera þetta að svo miklu vandamáli fyrir foreldra að þeir þora ekki að aga bömin sín. Krakkar þurfa allir á aga að halda og vita hvar mörkin eru. Ef þau fá ekki að vita þetta heima hjá sér, þá er næst að prófa í skólanum. Skólinn ræður ekki einn við að aga bömin en ég tel að skólinn reyni að standa sig í því. Iþróttahreyfingin kvartar undan agaleysi og byggist hún upp á aga. Fólk verður að lúta aga til að geta verió þar innandyra. Það bendir hver á annan og það er t.d. svolítið gaman af því að nú um helgina fór Reykjavíkurborg af stað með lögreglunni að ætlast til þess aó bömin væru heima hjá sér sem mættu ekki vera úti. Það hafði enginn skipt sér af þessu og hver bent á annan. Það sem gerist er að þau era heima hjá sér. Núna átti að gera átak. Nú vita þau að þau mega ekki vera úti. Þegar átti að gera átak þá var þetta hægt. I Vest- mannaeyjum hefur verið reynt að gera þetta og tilmælum verió beint til aóila sem hafa með böm og unglinga að gera að halda æfingatímum og öðru félagsstarfi innan útivistartíma. Lög- reglan hefur skipt sér að dansleikjum og öðra og ef allir hjálpast að þá gengur þetta. Skólinn getur það ekki einn og foreldrar bera mikla ábyrgð.“ Halldóra: „Vió höfum öll þörf fyrir aó í samfélaginu gildi ákveðnir rammar sem allir fara eftir. Til þess setjum við lög og reglur. Hinsvegar hefur það viljað loða við okkur Islendinga að teygja og toga þær reglur sem í gildi era eins og okkur hentar. Agaleysi hefur ef til vill heilmikið með svefn- tíma þjóðarinnar að gera. Þetta kemur líka inn á skólatíma bamanna og ein- setinn skóla. Ég hef reynt að hafa einn sex ára bekk fyrir hádegi en það tókst ekki núna. Þrátt fyrir að maður gerði mikiö í því að benda á aó litlu bömin væra betur upplögð á morgnana til þess að læra, færu snemma á fætur og hefóu samfellda stundaskrá, gætu leikið sér eftir hádegi og farið snertima að sofa. Eins og skólinn er settur upp í dag þá vitum við að á mörgum heim- ilum þar sem böm eru lítil, era þau eftir hádegi í skólanum, þau fara seint að sofa og foreldramir vinnandi á morgnana og bömin sofandi heima. Við eram strax, meóan bömin era lítil, að venja þau á að drolla frameftir á kvöldin. “ Hjálmfríður: „Það er eins og fólk trúi því ekki að það þarf að koma böm- unum í rúmið á kvöldin þannig að þau fái öragglega næga hvíld. Það er einnig mikilvægt og það hefur verið sannað með rannsóknum að krakkamir borði góðan mat á morgnana. Það var gerð tilraun á Selfossi í eina viku. Þeir sem borðuðu í skólanum og vora södd, þeir bekkir urðu rólegri. En þegar krakkar eru kannski bæði ósofin og svöng í skólanum, þá eru þau óróleg. Ég held að ég hafi aldrei gert eins mikið af því og nú í haust að brýna fyrir öllum krökkunum og þeim foreldram sem ég náði í að passa upp á þennan hlut. Ég var t.d. að kenna í einum bekk á mánudagsmorgni og krakkamir vora órólegir. Ég fór að yfirheyra þau og þá kom í ljós að þetta var ekki í lagi. Foreldrar verða að hjálpa okkur að laga þetta. Agi í skólanum verður að taka mið af aga samfélagsins. Kennarar hafa samráð í agareglum og þetta er tekið fyrir á samstarfsfundum. Gagnvart alvarlegum agamálum standa skólamir mjög illa. Gagnvart nemanda sem alls ekki getur farið eftir agareglum höfum við mjög lítil ráð. Bam sem kannski er að eyðileggja skólastarf í heilum bekk, þá höfum við heimild til að taka það tímabundið úr skóla en J>að er nánast varla búið að loka hurðmni þegar farið er að vinna í því hvemig á að koma því inn aftur. Þetta er slæmt og það þarf að vera til einhver stofnun sem tekur við svona tilfellum til að hvíla skólann og bekkinn og sinna málum þessa einstak- lings. Komi upp eitthvað agamál, fer mikill tími í það.“ Halldóra: „Þetta hefur verið tekið upp í Skólastjórafélaginu og verió talað um úrræðalausu bömin. Það eru sett upp mc()fcrðarúrræði sem eru fyrst og fremst í kringunr fíkniefnavanda og geðræn vandamál. En við erum kannski að tala urn krakka sem eiga ekki eingöngu við svoleiöis vandamál að stríða en það era ekki til úrræði til að taka á þannig málum.“ - Að lokum, höfum við farið ein- hvers staðar út af sporinu siðustu árin og hvað mcð framtíðina? Halldóra: „Mér finnst það uggvæn- legt hversu það fer vaxandi að það viróist ekki léngur vera samstaða um það í þessu landi að nemendur hafi jafnan rétt til náms, burt séð frá efna- hag foreldra og búsetu. Þá á ég fyrst og fremst við framhaldsnám og því hvemig námslánakerfinu hefur verið breytt. Mér finnst það út í hött að ef þú nærð ekki eðlilegri námsframvindu á fyrsta námsári þá máttu borga allt þitt lán til baka. Það segirsig sjálft að ef þú hefur ekki sterkan aðila á bak við þig. þ.e. fjölskyldu sem búsett er í Reykja- vík, þá ertu þar með úr leik í bili. Þetta ermikil afturför." Hjálmfríður: „Mér finnst hafa verið mikil gróska í skólamálum þann tíma sem ég hef fylgst með. Þrátt fyrir allt þá held ég að við búum betur að krökkum í grannskólum og framhalds- skólum heldur en áður. Það eru fleiri sem hafa möguleika að stunda fram- haldsskólanám. En það era ýmis teikn á lofti. Aðrar þjóóir eins og Norður- löndin og Bandaríkin eru í vandræðum með sín skólakerfi. En ég er á þeirri skoðun að við eigum að koma á ein- setnum skóla, bættum aðbúnaði skóla- bama, lengri viðvera í kennslu og undirbúningi og í mínum huga á þetta að vera fyrir alla. Það má ekki gerast að það fari eftir efnahag foreldra eða á- huga þeirra hvort bömin njóta þessa.“ Halldóra: „Ég get alveg tekið undir þetta. Ég held að það sé mjög mikil- vægt á þessum nióurskuróartímum að við gerum okkur grein fyrir því að besta fjárfestingin til framtíðar er í menntun bama okkar. Við verðum að stefna því að menntun sé fyrir alla og hún sé greidd úr sameiginlegum sjóði okkar allra.“ Þorsteinn Gunnarsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.