Fréttir - Eyjafréttir - 14.10.1993, Síða 14
U október
Rugnur Oskarsson, bæjariiilltrúi AlþýOubandala^sins skriiar:
VIÐ LOKUM EKKI
Á baksíóu síðustu Frétta er skýrt frá
umræðu í bæjarstjóm um lokun vegar
við Lyngfell. Þar má m.a.lesa að ég
hafi flutt tillögu um að fresta lokun
umrædds vegar þar sem erfitt gæti
verið fyrir mig á bifreið minni að
komast ferða minna um svæðið t.d.
vegna snjóþyngsla. Hér fer blaða-
maður Frétta vægast sagt afar
frjálslega með staðreyndir málsins
þar sem einn þáttur umræðunnar er
slitinn úr samhengi við annan og út-
koman verður villandi og röng. Eg
geri hér af gefnu tilefni formlega þá
kröfu til Frétta aó þegar skýrt er frá
umræðu.n í bæjarstjóm sé það gert
þannig að efnisatriði séu ekki slitin úr
samhengi. Ætli blaðið að láta taka sig
alvarlega sem ég tel víst að það vilji
gera, verður það að temja sér vand-
aðri vinnubrögð en þau sem umrædd
umfjöllun blaðsins bar með sér á
dögunum. Ég hef rætt málið við rit-
stjóra blaðsins óg eftir það viðtal get
ég ekki annað en verið bjartsýnn,
í.þ.m. þangað til annað kemur í Ijós.
Um hvað snýst
vegamálið ?
Það mál sem ég hef hér gert að um-
talsefni snýst um það hvort eiganda
Lyngfells á að leyfast að loka veg-
inum frá garðlöndunum sunnan
flugvallar í austur að gamla Stór-
höfðaveginum um Kinn, Ef það leyfi
verður veitt verður lokað þeim hring
sem við Vestmannaeyingar förum
gjaman þegar við fáum okkur sunnu-
dagsbíltúrinn suöur að Brimurð og til
baka. Þessi leið hefur verið opin í ára-
tugi og er hin skemmtilegasta. Með
lokun hennar væri enn verið að fækka
akstursleiðum um Heimaey en þær
leiðir em síst of margar.
Hvaða rök mæla
með lokun?
í umræðum í bæjarstjóm kom það
fram hjá þeim sem hlynntir em
lokuninni að eigandi Lyngfells vill
Frá kven-
félaginu
Líkn
Frá starfsemi Slysavarnardcildarinnar Eykyndils.
Starfsemi s.v.d. Eykyndils
Líknarkonur em nú þeg,ir
famar að undirbúa basar sem
alltaf fylgir kaffisölunni 1.
desember n.k.
Það þarf margar hendur til
starfa og þær mæta vel sem
heimangengt eiga. Meðan
Líknarhúsið er ekki tilbúið vinna
þær að Hólagötu 40 eins og
undanfarið.
Þær mæta þar á mánudags-
kvöldum kl. 20:00. Þær em meó
saumavélar og önnur ulheyrandi
verkfæri og margar em ótrúlega
hugmyndaríkar, en auðvitað er
hugurinn alltaf langt á undan og
þess vegna þarf svo margar
hendur ef vel á að fara. Þær
félagskonur mæta sem geta.
Auðvitað hella þær á könnuna
og slaka á smá stund.
(Fréttatilkynningfrá Líkn).
Þakkir
Félag eldri borgara þakkar kærlega
Rannveigu Hreinsdóttur á Cafe
Maria fyrir rausnarlegt kaffisamsæti
fyrir félagsmenn sl. ftmmtudags-
kvöld.
Félag eldri borgara.
Á síðasta aðalfundi Slysavarna-
dcildarinnar Eykyndils varð sú
breyting á stjórninni að Esther
Valdimarsdóttir gaf t kki kost á sér
áfram, en hún hafði starfað í
stjórninni í 10 ár. Herdís Tegeder
var kosin í hennar stað. Stjórnina
skipa nú eftirtaldar konur: Októ-
vía Andersen formaður, Bára
Guðmundsdóttir varaformaður,
Bára Magnúsdóttir gjaldkeri, Ingi-
björg Andersen varagjaldkeri,
Guðmunda Hjörleifsdóttir ritari,
Halla Guðmundsdóttir vararitari,
Herdís Tegeder meðstjórnandi.
Á starfsárinu gengu 14 konur í Ey-
kyndil.
Fjáröflunarleiðum var vel tekið og
erum við þakklátar fyrir það. Þær
helstar vom: Vorsöfnun, merkjasala,
blómasala, kaffisölur á Sjómanna-
daginn, við útskrift Stýrimanna-
skólans og á aðalfundi Utvegsbænda-
félagsins, jólabasar, kökubasar, sala á
minningarkortum, árbókum S.V.F.I.
o.fl.
Eykyndill gaf á starfsárinu gúmmí-
mottur undir rólur, fyrir kr. 300.000,
astmatæki og tölvu til skráningar á
slysum ca. 200.000 kr. o.fl. Eftir
aðalfundinn hefur Eykyndill gefið til
Slökkviliðsins 34 boðtæki að verð-
mæti kr. 533.320,-, tvö sjúkrarúm á
Sjúkrahúsið og tvö sjúkrarúm á
Hraunbúðir fyrir ca. kr. 500.000,-, til
endumýjunar á vinnuflotbúningum
fyrir Björgunarfélag Vestmannaeyja
kr. 200.000,-, til skólabama vom
gefnir endurskinsbórðar o.fl.
Hjólareiðadagurinn var haldinn í
maí, í samvinnu við lögregluna og
gmnnskólana. í tengslum við hann
vom seldir 100 stk. öryggishjálmar,
sem vom niðurgreiddir af s.v.d. Ey-
kyndli.
Nú er starfið hafið að nýju eftir
sumarið. Fyrsti fundurinn verður
haldinn mánudaginn 18. október n.k.
Saumanefndin er byrjuð af fullum
krafti og er í Básum á mióvikudags-
kvöldum og laugardögum. Það er
mikið líf og fjör hjá okkur og em
nýjar konur hjartanlega velkomnar í
Eykyndil.
S.v.d. Eykyndill þakkar öllum sem
lagt hafa hönd á plóginn við slysa-
vamarstarfið.
F.h. s.v.d. Eykyndils.
Októvía Andersen, formaður.
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu,
HULDU JÓHANNSDÓTTUR,
frá Brekku
Kolbrún H. Lorange Sigurður L. Magnússon
Magnús Kr. Sigurðsson Tómas Sigurðsson
Bjarki Þór Þrastarson Hulda Björk Þrastardóttir
barnabörn og aðrir vandamenn
Ragnar Óskarsson.
geta farið um land sitt án þess að
vegur hamli. Auk þessa hefur
eigandinn í hyggju að rækta upp það
land sem nú er vegu'r.
Hvaða rök mæla
móti lokun?
Þau rök sem mæla móti lokun em
fjölmörg. I fyrsta lagi er engin knýj-
andi þörf fyrir landeigandann, s.s.
.vegna skorts á beitarlandi að fá leyfi
til að leggja veginn af. I öðm lagi er
engin ástæða til þess að loka
skemmtilegum hringakstri sem
hundmð Vestmannaeyinga njóta, til
þess eins að landeigandinn komist
um án þess að þurfa að fara yfir lítinn
veg. Slíkt er alkunna í sveitum
landsins og þykir ekkert tiltökumál. í
þriðja lagi hlýtur það að vera öryggis-
atriði fyrir Póst og síma að eiga sem
greiðasta aðkeyrslu aó stöðvarhúsi
sínu við Sæfell. Sú aðkeyrsla yrði
vemlega skert ef umræddum vegi
yrði lokað. Auðvitað mætti nefna til
fleiri rök en ég læt staðar numið hér.
Komum í veg fyrir
lokunina
Á síðasta fundi bæjarstjómar var
frestað að heimila lokun vegarins. Ef
almenningur í bænum lætur
hvorki í sér heyra um málið né
ræðir það við bæjarfulltrúa verður
veginum án efa lokað og þá stönd-
um við einn daginn frammi fyrir
orðnum hlut. Þessi skemmtilega
akstursleið verður aðeins til í minn-
ingunni.
Við skulum því þrýsta á að veginum
verði ekki lokað, heldur verði hann
lagfærður þannig að við getum í
góðri sátt við ágætan landeiganda
ekið vegin okkar héðan í frá sem
hingað til.
Ragnar Óskarsson
Athugasemd ritstjóra
vegna skrifa Ragnars:
Hvað er einn jeppi
á milli vina?
Það má vel vera að jeppanum hafi
verið gert of hátt undir höfði í frétt-
inni, en að öðru leyti var hún rétt.
Málið snérist um lokun vegar við
Lyngfell og frá því var greint.
FRETTIR hafa talið það skyldu sína
að greina frá því sem gerist á
vettvangi bæjarstjómar og munu að
sjálfsögðu halda því áfram. Þó jepp-
inn hans Ragnars hafi orðið
óþarflega fyrirferðamikill í greininni,
og ekki aðalatriðið að þessu sinpi,
verðaþað að teljast smávægileg mis-
tök. A hverju ári birtast tugir og
jafnvel hundruðir greina um bæjar-
málin án athugasemda sem sýnir
vönduð vinnubrögð og svo verður
áfram. Ó.G.
C FRÉTTIR)
Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamaður: Þorsteinn Gunnarsson.
Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur rit-
stjórnar: Strandvegi 47 II. hæð. Sími: 98-13310. Myndriti: 98-11293. FRÉTTIR koma út alla fimmludaga.
Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Tuminum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni,
Búrinu, Betri Bónus, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Eyjakaup, Eyjakjörog Söluskálanum. FRÉTTIR
eru prentaðar í 1750 eintökum. FRÉTTIR em aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Landakirkja
Sunnudagur 17.10 Kl. 11:00
Bama og fjölskylduguðsþjónusta.
14:00 Almenn Guðsþjónusta. Barnagæsla
meðan á Guðsþjónustu stendur.
Gideonsmenn mæta. Kaffikonsert kórs
Landakirkju að messu lokinni. Fjölbreytt
dagskrá og notaleg stemmning.
Fermingartímar
Kl: 20:30 KFUM&K unglingafúndur
Mánudagur 18.10 kl. 10 Mömmumorgun.
12:10-13:00 Kyrrðarstund á hádegi.
Orgeltónlist í kirkjunni 12:00-12:10. Súpa
og brauð og heitt á könnunni á eftir.
17:30 TTT-fundur.
20:30 Tónleikar í safnaðarheimili kirkjun-
nar í tilefni aldar ártíðar Páls Isólfssonar,
tónskálds. I tilefni árs aldraðra býður
söfnuður Landakirkju öllum eldri borgu-
mm. Aðeaneur fvrir aðra er kr. 1000.
Betel
Fimmtudagur kl. 20:30
Biblíulestur. Um Heilagan anda: Hann
mun ganga fyrir honum í anda og krafti
Elía til aö snúa hjörum feðra til bama.
Lúk. 1:17(2. hluti).
Föstudagur kl. 20:30.
Unglingasamkoma (13 ára og eldri).
Laugardagurkl. 20:30.
Bænasamkoma. (Beóió sérstaklega fyrir
þeim er þess óska).
Sunnudagurinn kl. 13:00
Sunnudagaskólinn, fyrir öll böm
Kl. 16:30 Vakningarsamkoma. Lifandi
boóskapur og gleóifylltur, nærir hjartaó.
Hjartanlega velkomin í Betel.
Áðventkirkjan
Föstudagur: Samkoma ki. 20:00.
Laugardagur:
Kl. 10:00 Biblíurannsókn.
Ungskátar (6-9 ára) kl. 14.
Biblían talar
S: 11585
Bahá'i sam-
félaqið
Opið hús að Kirkjuvegi 72B,
fyrsta fimmtudag hvers
mánaðar kl. 20:30. Almennt
umræðuefni. Allir velkomnir.
Heitt á könnunni.
Minningarkort:
Eftirtaldar sjá um sölu á minn-
ingarkortum Krabbavarnar: Kristín s:
11872, Hólmfríður s: 11647, Guðný
sími 13084 og Anna s: 11678.