Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Side 3

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Side 3
Hluti af starfsmönnum loðnuverksmiðju Vinnslustöðvarinnar og þeirra sem unnu að breytingunum. Loðnuverksmiðja Vinnslustöðvarinn- ar tekin til starfa eftir endurbætur Gúanóreykurinn í loðnuverk- smiðju Vinnslustöðvarinnar heyrir nú sögunni til. Framkvæmdum við endurnýjun loðnuverksmiðjunnar er lokið og á fimmtudaginn var verksmiðjan reynslukeyrð eftir gagngerar endurbætur. Að sögn Sigurðar Friðbjörnssonar, verk- smiðjustjóra, gekk reynslukeyrsl- an ágætlega. Ymsir smá hnökrar hefðu komið í ljós en allt hefði það verið mjög smávægilegt og væri unnið að því að að geta opnað verksmiðjuna formlega á morgun, föstudag. Miklar breytingar hafa verið gerðar á verksmiðjunni og má segja að það eina sem standi eftir af gamla húsinu séu útveggimir. Að sögn Sigurðar eru komnar tvær nýjar gufu- þurrkur í stað gamallar eldþurrku, ný skilvinda, gufuketill og eimingatæki. Einnig var skipt um allar raflagnir og röralögn. „Verksmiðjan er nú orðin mengunarlítil. Hún á að vera reyklaus og lyktarlaus þótt lyktin sem slík sé til staðar, hún færist bara inn í hús. Það tekur tíma að læra á þennan nýja búnað en við förum að taka á móti hráefni og bræða um leið og það berst. Það er hins vegar lítið að hafa núna því það er engin loðnuveiði." Aðspurður hvort starfsmönnum fækkaði við þessar breytingar sagði Sigurður svo vera. „Það fækkar heldur í mannafla. Það er stjómstöð hér í húsinu og þægilegra við þetta að eiga og því þurfum við færri til að stjoma," sagði Sigurður að endingu. Að sögn Sighvatar Bjamason, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvar- innar, er kostnaðurinn við fram- kvæmdir loðnuverksmiðjunna um 285 milljónir kr. sem er samkvæmt kostnaðaráætlun. VETRARSKOÐUN NISSAN - SUBARU - SKODA - CHRYSLER - PEUGOT Einnig allar aörar gerðir bifreiða. Það margborgar sig að fara í vetrarskoðun því allt þetta er innifalið: 1. Skipt um kerti. 2. Ath. bensínsíu 3. Vélarstilling 4. Ástand loftsíu athugað 5. Viftureim strekt 6. Kúpling stillt 7. Olía mæld á vél og gírkassa 8. Rafgeymir mældur og rafpólar hreinsaðir. 9. Frostþol kælivökva vélar mælt, frostjegi bætt á ef með þarf. 10. Ástand pústkerfis athugað 11. Bremsur reyndar 12. Isvara bætt á rúðusprautur 13. Hurðalæsingar og lamir smurðar. 14. Silikonbornir þéttikantar á hurðum. 15. Loftþrýstingur hjólbarða mældur 16. Stýrisbúnaður kannaður 17. Hjólalegur athugaðar 18. Ástand rúðuþurrka skoðað 19. Ljósastilling 20. Reynsluakstur 21. Öryggisbelti prófuð 22. Mengunarmæling Verð aðeins kr. 7.700,-, 4 cyl. Heimiliskorthafar fá 15% afslátt - Betur verður vart boðið Bifreiðaverkstæði Vm. Flötum 27, S: 12782 & 12958 KARDIMOMMl JRÆRÍNN Frumsýning: Laugardaginn 6. nóv. kl. 20:30. 2. sýning: Sunnudaginn 7. nóv. kl. 14:00 3. sýning: Sunnudaginn 7. nóv. kl. 17:00 4. sýning: Þriðjudaginn 9. nóv. kl. 20:30 5. Sýning: Laugardaginn 13. nóv. kl. 17:00 Leikstjóri: Örn Ingi Gíslason. Forsala aðgöngumiða frá kl. 17:00 föstudag og laugardag og frá kl. 13:00 á sunnudag. Miðasala opnar annars klukkutíma fyrir sýningu. Miðapantanir í síma 11940 ^ LE1KFÉLA6 A* CaVÍÍ f ESTIiVKiETJÁ D í Kellogs Corn Pops Kelloggs kornflögur 500 gr. Kellogs kornflögur 750 gr. Edenfeld Shampoo I Itr. Uppþvottalögur I Itr. Áður Nú TS3. /72 255. 2/6 535 299 182 77 Kjarabót allt árið! EYJAKAUP

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.