Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Side 6
30 ár síðan Óskar Björgvinsson setti upp Ijósmyndastofu í Eyjum:
„Þetta er spurning um
að ná sem bestu sam-
bandi við kúnnann“
Flestir Vestmannaeyingar ef ekki allir hafa farið í
myndatöku á Ljósmyndastofu Óskars. Það er alveg
sama hvernig liggur á þér, Óskar fær þig til að brosa
með kunnum frösum, bröndurum eða látbragði sem
honum einum er lagið. í þessum mánuði eru liðin 30 ár
síðan Óskar Björgvinsson setti á fót Ijósmyndastofu í
Eyjum, í Kuða í Formannasundi. Síðan þá hefur mikið
vatn runnið til sjávar. Tæknin hefur breyst heilmikið
og iiturinn komið til sögunnar þótt hann sé aftur að
víkja fyrir svarthvítu myndunum. En Óskar er alltaf á
sínum stað, hress í bragði að vanda. Blaðamaður heim-
sótti hann á stofuna á Kirkjuvegi og eins og við var að
búast kom maður ekki að tómum kofanum. Það hefur
ýmislegt gerst á þessum rúmum 30 árum frá því Óskar
hélt til Reykjavíkur í Ijósmyndanám
„Ég hef alltaf haft áhuga á ljós-
myndun. Pabbi var með útihús heima
þar sem ég útbjó framköllunarað-
stöðu. Þegar ég útskrifaðist úr
gagnfræðaskóla 17 ára gamall fórum
við í útskriftarferðalag til Skotlands.
Það var mikið ævintýri en þá kom í
ljós að alla vantaði passamyndir.
Hörður Sigurgeirsson sem hér var þá
með ljósmyndastofu treysti sér ekki
til að taka myndimar á svona stuttum
tíma. Það varð úr að ég tók allar
myndimar. Þetta var seinni part dags.
Ég tók myndimar utandyra og notaði
túnið í Hábæ sem bakgrunn. Þegar
búið var að mjólka kýmar var þeim
hleypt út á túnið og ég tók ekkert eftir
því. Bakgrunnurinn á síðustu mynd-
unum var því ansi líflegur," segir
Óskar og hlær eins og honum einum
erlagið.
„Upp frá þessu kviknaði áhugi
minn á ljósmyndun fyrir alvöm og ég
tók mikiö af landslagsmyndum hér í
Eyjum á þessum tíma. Eftir gagn-
fræðapróf sótti frændi minn um fyrir
mig hjá Sigurði Guðmundssyni ljós-
myndara'í Reykjavík s?m var eipn af
þeim virtustu á sínum tíma og árið
1959 fór ég í höfuðborgina í ljós-
myndanám. Sigurður var sá
ljósmyndari sem útskrifaði flesta lær-
linga en hann hafði þann háttinn á að
sá lærlingur sem var að ljúka námi
hjá honum tók að sér nýjan lærling.
Sigurður kenndi mér á vélamar í
byrjun en ekkert í sambandi við þessi
mannlegu samskipti sem eru ^o
mikilvæg í ljósmyndun. Einn daginn.
sagði Sigurður: Óskar, nú áttu þú að
taka bamamyndir. Ég fraus enda
aldrei myndað bam áður og ég reyndi
eins og ég gat. Ég hefði viljað eiga
samtalið við bamið á segulbandi í
dag, það var hálf skrautlegt. En
myndimar vom ágætar.
Ljósmyndari fyrir
Þjóðviljann
Ég var í þrjú ár hjá Siguröi og þetta
var mjög skemmtilegur tími. Þetta
var svo til eingöngu portret myndir en
ég var einnig töluvert í blaðaljós-
myndun. Sigurður var mikill vinstri
maður og tók myndir fyrir Þjóð-
viljann og sendi mig mikið í
blaðaljósmyndun. Eitt atvik er mjög
eftirminnilegt frá þessum árum. Þjóð-
viljanum vantaði ljósmyndara og ég
var sendur til Keflavíkur ásamt
tveimur blaóamönnum en þá var
McMillan forsætisráðherra Bretlands
væntanlegur til íslands. Ég var aðeins
17 ára unglingur og þegar McMillan
ásamt sendinefndinni steig út úr flug-
vélinni ætlaði ég ryðjast fram til að ná
góðri mynd. En troðningurinn var svo
mikill að hinir ljósmyndaramir hentu
mér til hliðar og náði ég engri mynd.
Síðarvar fjölmiðlafólkinu sagt að það
gæti farið inn í flugstöðina og fengið
sér bjór á meðan við væmm að bíöa.
Ég reyndi að semja við hina ljós-
myndarana að fá myndir hjá þeim en
þeir vildu ekki láta ljósmyndara frá
Þjóðviljanum fá neina mynd. Þá kom
maður frá íslensku sendinefndinni
sem vorkenndi þessum unga pilti eittr
hvað og bauð mér að koma með sér
þar sem ráðherramir vom að ræða
saman. Ég fékk leyfi til að mynda
eins og ég vildi í 10 mínútur inni hjá
ráðherrunum. Þannig náði ég lang-
bestu myndunum og þegar hinir
ljósmyndaramir fréttu þetta, snérist
dæmið við. Ég seldi þeim myndir á
góðu verði og græddi helling á þessu
sem kom sér vel fyrir fátækan náms-
manninn.
Einu sinni átti að skíra frænda
minn heima hjá sóknarpresti í
Reykjavík, séra Arelíusi Nielssyni.
Ég tók myndir og séra Arelíus spurði
hvort ég hefði hefði mikið upp úr
þessi. Ég sagði svo ekki vera, ég væri
að læra og væri á prósentu af sveina-
kaupi. Þennan dag vom þrjár skímir
og tvær giftingar á heimili hans og
séra Arelíus sagði að ég mætti bíða
þama á bakvið gardínumar og hann
skyldi síðan bjóða fólkinu upp á
myndatöku. Ég seldi fólki myndimar
og áður en ég vissi af var ég kominn á
kaf í aukabisness sem kom sér vel.
Óskar Björgvinsson, Ijósmvndari, á stofu sinni.
Það vom allir tilbúnir til að aðstoða
mann.
A námsámnum leigði ég herbergi í '
Reykjavík og fékk góða aðstoð frá
foreldrunum. En fátækan náms-
manninn langaði í ferðalög og ég
samdi við Ferðaskrifstofu Úlfars
Jakobssen að spila á harmonikku í
rútuferðum til að halda uppi söng.
Rúta frá Úlfari kom til mín á hverjum
laugardegi kl 2 og ég fékk fríar ferðir
um allt land um helgar með því að
spila á harmonikkuna."
„Hans Petersen
spurði hvort ég væri
ekki blankur“
„Námið gekk mjög vel. Það var
fjölbreytt og skemmtilegt og ég var
fljótlega farinn að vinna sjálfstætt á
stofunni. Við lærlingamir þurftum að
finna út úr ýmsum efnum og við
vomm oft að gera tilraunir inn á stof-
unni og stundum vomm við næstum
því búnir að sprengja hana í loft upp.
Þegar ég var búinn að læra tók ég
að mér stofu sem hét Hraðmyndir.
Eigandinn þurfti að fara til Banda-
ríkjanna í tvo mánuði og bað mig að
sjá um stofuna sína á meðan.
Ég var ákveðinn að fara til Eyja þar
sem vantaði ljósmyndara. Hans
heitinn Petersen, sá kunni maður,
frétti af þessu og kallaði mig á fund
til sín. Hann spurði hvort ég væri ekki
blankur og vantaði aðstoð við að
koma upp stofu í Eyjum. Ég jánkaði
því og hann bauð mér að panta press-
ur og myndavélar og sagði að ég
mætti byrja að borga þegar ég væri
kominn vel af stað með reksturinn.
Þetta var mjög sérstakt svo ekki sé
meira sagt. í nóvember 1963, fyrir
réttum 30 ámm síðan opnaði ég stofu
í Kuða í Formannasundi. Það var
mikið að gera strax í byrjun. Þetta var
virkilega gaman, allir svo jákvæðir
Myndir scm Óskar Björgvinsson hefur tekið afhinum ýmsu Vestmannaeyingum síðustu árin: