Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Qupperneq 9
Svo verður farið
að flytja fólk inn
- Á LÍÚ-þingi í síðustu viku sakar
Kristján Ragnarsson, verkalýðs-
forystuna um þröngsýni. Hún sé á
móti vaktavinnu sem gerði kleift að
nýta þessa fjárfestingu betur. Er
það rétt hjá Kristjáni að verkalýðs-
förystan hafi í þessu máli festst í
fari sem hún kemst ekki upp úr?
„Þetta sem Kristján Ragnarsson
slengir fram, er fullyrðing. En það má
benda á það fyrst og fremst að
fiskunum fjölgar ekki í sjónum þó
það verði sett á vaktavinna. Þar sem
menn gera kauptryggingarsamning
við sitt fólk borgar hið opinbera til
baka 70% af því sem atvinnurek-
andinn borgar vegna daga sem vinna
fellur niður vegna hráefnisskorts. Það
væri nokkuð gaman að telja það
saman hvað það eru margir dagar yfir
landið. Til dæmis í fyrra fór Sigurður
Einarsson langt fram yfir kvóta, en
kvótinn er 40 dagar á ári á mann. Ef
við segjum að hann sé með 100
manns og reiknum með 40 dögum þá
eru það 4000 dagsverk og þetta er
bara eitt frystihús. Svo eru menn að
tala um vaktavinnu."
- Þreifingar hafa verið á milli
Vinnslustöðvarinnar og verkalýðs-
félaganna um vaktavinnusamning.
Hefur hann helst strandað á
tveimur atriðum; vaktaálagi og
lágmarkstíma sem vaktir þurfa að
standa. Vilja félögin að ekki verði
startað fyrir minna en tíu vikur.
Væruð þið tilbún til samninga ef
önnur hvor stöðin treysti sér til að
tryggja lágmark tíu vikur?
Jón segist alltaf vera tilbúinn til
samninga en vaktaálagið spilar líka
inn í ásamt fleiri atriðum. „Ef við
miðum við bræðslumar, þá var ein-
hver tíma reiknað út að þar væri 90%
vaktaálag. Þá er reiknað meó 100%
viðveru og eru kaffi- og matartímar
meðtaldir. í vaktavinnusamningum
fiskvinnslufólks er reiknað með 35%
álagi frá klukkan 5 s.d. til miðnættis
og á tímabilinu frá miðnætti til
klukkan 8 er álagið 53%. Og þá er
reiknað með, að ég held, 35 mínútum
í neyslutíma. Við skulum segja að
þetta sé gott og blessað en hér hafa
frystihúsin verið rekin mest af hús-
mæðrum og við emm ekki farin að
sjá að settar verði vaktir á bama-
heimilin. Og það er líka meðferðin á
blessuðum bömunum sem skiptir
máli, að vera kannski að rífa þau upp
klukkan hálf fjögur á morgnana og
transporta með þau á milli. Það bara
gengur ekki upp. Við skulum horfa
lengra, gefa okkur að hægt verði að
samræma öll þessi sjónarmið og
koma á vöktum.-Konur sem bara geta
mætt á morgnana vinna frá 4 til há-
degis, konur sem bara geta mætt eftir
hádegi vinna til klukkan 8 og svo em
konur sem bara geta unniö dag-
vinnuna frá klukkan 8 til 5. Þetta
getur gengið um tíma með ákveðnum
brösum. Síðan hætta menn að ráða
fólk sem ekki getur aðlagað sig
vaktavinnu. Eftir eitt eða tvö ár
verður farið að flytja inn fólk 'af því
að það er ekki hægt að fá fólk sem
passar í vaktavinnuna. Kannski fólk
sem gerði ekki eins miklar kröfur og
Kristján Ragnarsson yrði ánægður
með.“
- Ertu þá að tala um útlendinga?
Ji. Mér er sagt að mjög gott sé að
komast af við þetta austurlenska
fólk.“
Launþegar hafa
selt verkfallsréttinn
fyrir plastkort
- Verkfallsrétturinn er beittasta
vopn allra verkalýðsfélaga. Nú
virðist manni að honum sé minna
beitt seinni árin.
„Eg sagði einhvem tímann að laun-
þegar hefðu selt verkfallsréttinn fyrir
plastkort. Eg held að það sé spá-
dómur sem hefur ræst. Það er allt
annað viðhorf til verkfalla nú en áður.
Nú mega menn helst ekki missa yfir-
vinnuna, þá er greiðslugetan komin út
í hafsauga. Menn treysta mikið á
greiðslukortin, eru yfiríeitt með yfir,-
drátt á hlaupareikningnum sínum og
afborganir á hinu og þessu. Þannig að
menn sjá fram á að með því að fara út
í verkföll koma bankar, sjóðir eða
kortafyrirtækin og hirða eigur þeirra.
Og því miöur höfum við íslendignar
ekki komist út úr þeim verðbólgu-
hugsunarhætti; að það borgi sig að
skulda. Við erum enn að hrúga á
okkur skuldum til að geta veðsett líf
okkar langt fram í tímann."
- Skylduaðild að verkalýðsfélögum
hefur verið talsvert í umræðunni
undanfarið, m.a. nýfallinn dómur í
bílstjóramálinu í Reykjavík.
„Það er svolítið öðru visi mál og
menn mega ekki alhæfa það yfir alla
verkalýðshreyfinguna. Það voru lög
Bílstjórafélagsins Frama að enginn
mætti keyra leigbíl í Reykjavík nema
vera félagi. Þetta er voða mikið í
tísku núna, sérstaklega hjá þessum
frjálshyggjupostulum, að þeir vilja
þetta neikvæða félagafrelsi. En það er
rétt að það komi fram að enginn er
skyldugur til að vera í stéttarfélagi.
Við skyldum engan til þess.“
- Ef ég sæki um vinnu í stöð er ég
þá ekki skyldugur til að vera í
félaginu?
„Ef þú færð vinnu, ertu ekki
skyldugur til að vera í Verkalýðs-
félaginu, en þú ert skyldugur til að
greióa félagsgjöld. Vió erum einfald-
lega með samninga við
atvinnurkendur um að þeir innheimti
félagsgjöld af öllum sem vinna
samkvæmt okkar samningi. Sá sem
fer að vinna eftir samningum verka-
lýðsfélags ,’ hann nýtur þeirra
samninga sem félagið hefur gert og
þeirra réttinda sem þeir innihalda.
Þeir geta náttúrulega ekki greitt at-
kvæði um það hvort farió er í verkfall
eóa ekki eða hverjir veljast til forystu
félagsins."
Er ekki rétt að félagsgjöldin séu eitt
prósent heildarlaunum?
)rJú það er rétt“
Þegar stallurinn er
tómur bítast hestarnir
- Nú er það staðreynd að í heild er
verkalýðshreyfingin mjög sterk
fjárhagslega. Á það við í Eyjum?
„Það er mjög misjafnt á milli
félaga. Við vitum um félög sem eru
alveg forrík."
- Hefur ekki komið til tals á þessum
þrengingartímum að Iækka félags-
gjaldin tímabundið og láta
mismuninn renna til launþega? Til
dæmis lækki gjöldin niður í hálft
prósent í eitt eða tvö ár?
„Eg veit ekki. Eg heyrði þessa hug-
mynd hjá Sigurði Einarssyni, en ég sé
ekki hvemig þessi litlu féíög hér gætu
skrimmt ef þau hefðu ekki þessa
tekjulind."
• Nú er sameining og hagræðing
lausnarorðin. Er ekki full ástæðp
fyrir ykkur að huga að því hvernig
megi reka félögin hér með hag-
kvæmari hætti og jafnvel að
sameina.þau?
„Það er alltaf verið að hagræða og
.sameining verið rædd. Það er bara því
miður ekki hljómgrunnur fyrir sam-
einingu. Ekki ennþá.“
- Eru það félagsmenn eru á móti?
Ji, en það getur átt eftir að
breytast eins og annað.“
- Átvinnurekendur greiða eitt
prósent af launum í sjúkrasjóð
félaganna. Er sjúkrasjóður féla-
ganna hérna orðinn fjárhagslega
sterkur í dag?
„Ekki hjá okkur en t.d. Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur á svimandi
háar upphæðir í sjúkrasjóði. Þeir vita
ekkert hvað þeir eiga að gera við
peningana. Hér höfum við alltaf litið
þannig á sjúkrasjóðinn að hann ætti
ekki að vera einhver uppsöfnunar-
sjóður heldur sjóður sem fólk getur
leitað til í neyó. Hefur þörf fyrir
peninga og við höfum notað hann í
það. Það var fyrir mína tíð að ákveðið
var að sjúkrajsóðurinn ætti í Alþýðu-
húsinu vegna þess að einhverstaðar
segir að ef við geram eitthvað af
okkur má ekki ganga í eignir sjúkra-
sjóðsins. Það er kannski stór hluti af
sjúkrasjóði félaganna í dag.“
- Annað sem kemur upp í hugann,
er sá kostnaður sem atvinnurek-
andi þarf í raun,að borga í laun ef
öll launatengd gjöld eru meðtalin.
Hefur eitthvað verið rætt um að
lækka þetta hlutfall þannig að
launþeginn fái meira í sinn vasa,
sem er kannski það sem skiptir
mestu þegar upp er staðið?
„Launatengdu gjöldin era í
kringum 30% og mestur hluti þeirra
fer til ríkisins og auðvitað eram við
alltaf að leita leiða til að auka hlut
launþega. En þetta er í rauninni mjög
lævísleg aðferð til að kæfa þau félög
sem eiga að gæta hagsmuna laun-
þeganna og rýra þeirra starf. Ef þú
spyrðir t.d. atvinnurekanda hvort ekki
mætti borga minna-til Vinnuveitenda-
sambandsins eða LIÚ og svo
framvegis og ég er viss um að þú
fengir álika loðin svör og hjá mér.
Menn telja að það sé nauðsynlegt
fyrir fólk sem myndar einhver sam-
tök að þau hafi einhvem samastað og
einhvem sem gætir hagsmuna þeirra.
Og þaö veitir kannski ekkert af þessu,
því miður. Því eins og Helgi Ben
sagði á sínum tíma við mig: -Þegar
stallurinn er tómur bítast hestamir."
- Nú ert þú einn þeirra sem hafðir
forgöngu um að koma af stað fisk-
vinnslunámskeiðunum og tókst
þátt í undirbúningi þeirra. Finnst
þér þau hafa skilað tilætluðum
árangri fyrir fiskvinnslufólk?
Þessu svaraði Jón játandi. „Þau
hafa gert það, a.m.k. hef ég heyrt það
á atvinnurekendum að þeir fái betra
starfsfólk af námskeiðunum. Aftur á
móti hef ég orðið fyrir vonbrigðum
með að fá ekki að halda áfram og
tengja námskeiðin við áframhaldandi
nám í greininni. Mín hugsun er sú að
það ætti aö gera fiskvinnslu að fagi
alveg eins og kjötiðnaðarmenn."
- Ertu að reyna að vinna að því að
svo geti orðið?
„Nei. Það má segja að ég hafi
gefist upp á þessu og sagði mig úr
starfsfræðslunefnd fiskvirinslunnar
og er svona smá saman að draga mig
út úr þessu."
- Þú segist vera að draga þág út úr
starfi. Nú varst þú framarlega í
Verkamannasambandinu og um
tíma gjaldkeri. Nú ert þú hættur
því og maður hefur svona á til-
finningunni að þú hafi einangrast.
Hvað var það sem gerðist? Er það
vegna þess að þú ert ósáttur við
forystuna?
„Eg er kannski einn af þeim sem
alltaf era nöldrandi og fundist að
verkalýðshreyfingin sé smá saman að
missa sjónar af sínu upphaflega
markmiði. Það sem skeði, var það að
Bjöm Grétar var að klifra upp stigann
og án þess að ég fengi að vita af því
var ákveöiö að hann færi í minn stað.
Gjaídkerinn er engin staða nema að
það þarf ekki að kjósa hann úr sam-
bandsstjóm í framkvæmdastjóm. Á
þessu sama þingi var stungið upp á
mér í sambandsstjóm og eftir því sem
mér var. sagt seinna, var ákveðið að
ég yrði áfram í framkvæmdastjóm.
Eg afþakkaði það. Hafði ekki áhuga
því samsetning framkvæmda-
stjómarinnar var þannig að ég hefði
orðiö rödd hrópandans í eyði-
mörkinni áfram og því ennþá
einangraðri. Það sem mér fannst
vanta inn í þessa framkvæmdastjóm,
vora sjónarmið fiskvinnslufólks."
Lögfræðingar
og hagfræðingar ráða
ferðinni
- Hvernig vildir þú vilja sjá verka-
lýðshreyfinguna þróast á næstu
árum?
„Ég get ekki séð það. Ég er búinn
að vera í þessu í yfir 20 ár og þróunin
hefur verið, að mínu mati, á verri veg.
Á sama tíma og samtök atvinnurek-
enda era orðin hálfgerð stormsveit,
þá eram við að verða eins og
Gyðingamir sem vora leiddir til
slátranar. Það má eiginlega segja að
atvinnurekendur þurfi á okkur að
halda til að skrifa undir núllsamninga
einu sinni á ári. Að öðra leyti hafa
þeir ekkert við okkur að gera. Mér
sýnist að hreyfingin eins og hún er í
dag muni deyja út.“
- Verkalýðshreyfingin eins og hún
leggur sig?
„Já, eins og horfir. Þeir sem ráða
ferðinni núna era lögfræðingar og
hagfræöingar. Þetta blessaða fólk,
sem á að vera sprenglært, vantar jarð-
sambandið. Vantar tenginguna niður.
Það era hættir að veljast til forystu í
hreyfingunni, ménn sem hafa hafa
hafist upp í gegnum hreyfinguna.
Sjáðu t.d. Verkamannasambandið,
formaður er trésmiður, fráfarandi for-
maður fiskvinnsludeildar er trésmiður
og aðalmaður á skrifstofu Verka-
mannasambandsins er trésmiður. Ég
vil skíra sambandið upp og kalla það
Trésmiðasambandið. Þetta er að
verða byrokratía en í framtíðinni mun
rísa upp grasrótarsamtök sem sópar
þessu í burtu og finnur sér nýjan fai;-
veg og nýjar aðferðir."
- En er ekki almennt áhugaleysi
meðal félaganna um það sem hér
fer fram?
Jón vill ekki einskorða áhugaleysið
við verkalýðsfélögin. „Þetta er
ákaflega erfitt því að því þetta virkar
þannig á mig að ég sé að reka félagið
blindandi. Ég veit ekki hvað fólkið
vill og maður býst alltaf við því, þó
maður haldi að maður sé að gera
góða hluti, að fá dembu yfir sig eða
þá að fólkinu er andskotans sama.
Það sem verra er að það er heilmikið
af fólki sem er farið að vinna meira
og minna utan við þetta. Jafnvel að
heimta að ekki séu borguð félags-
gjöld og lífeyrissjóðsgjald. En þegar
það þarf á aðstoð að halda kemur það
hingað. En það er ekki spurt að því
hvort menn hafa gengiö í félagið eða
ekki þegar á bjátar. Reglan hér er að
menn fá úr sjúkrasjóðnum ef þeir
hafa borgað í hann í þrjá mánuði eða
lengur."
Að lokum sagðist Jón kannski hafa
mestar áhyggjur af því í augnablikinu
hvort Vinnslustöðin og ísfélagið lifa
af næstu mánuði. „Maður eygir þó
von ef einhver hreyfing verður á
vöxtum niður á við. Þau era svo
gífurlega skuldsett að það munar
miklu um hvert prósentu stig sem fer
riiður á við. Þá vonar maður, þó ekki
sé spáð fallega, að það fari að glæðast
vinnan. er hroðalegt eins og þetta
hefur verið. Það kemur niður á öllum
og líka Verkalýðsfélaginu," sagði Jón
Kjartansson, formaður Verkalýðs-
félagsins að lokum.
"Það er rétt að það komi fram að enginn er skyldugur að vera í stéttarfélagi"