Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Page 10
Fundur Árna Johnens, um atvinnumál, hagræðingu og bjartsýni Við skulum nota afraksturinn til að greiða niður gamlar syndir - sagði Styrmir Gunnarsson, einn frummælenda. Ami Johnscn alþingismaður, boðaði til fundar í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag, undir heitinu Sókn fyrir Suðurland. Fundarefnið: atvinnumál, hagræðing og bjartsýni. Auk Ámi vora frummælendur á fundinum, þeir Þorsteinn Ingi Sig- fússon prófessor og forstöðumaður Raunvísindastofnunar Háskóla íslands og Styrmir Gunnarsson rit- stjóri Morgunblaðsins. Fyrstur steig í pontu Þorsteinn Ingi og ræddi möguleika í íslensku atvinnulífi með bjartsýni að leiðar- ljósi. Hann taldi nauðsynlegt að framleiða meira af tilbúnum sjávar- réttum en nú er gert, og sagðist reyndar hafa orðið var við mikinn áhuga í þá átt hér í Eyjum. Þá kom hann inn á stóran þátt Eyjamanna í sambandi við öryggismál sjómanna. Hér væri samankomin mikil þekking í þeim málum og hugmynd háskól- ans væri að setja saman vinnuhóp með aðild iðnaðarins og uppfinn- ingarmanna, til að virkja þá þekk- ingu sem til er í þessu sambandi. Þá taldi Þorsteinn Ingi að Vest- mannaeyjar væri kjörinn staður til að koma á laggirnar öflugu mark- aðsfyrirtæki með Norður-Atlants- hafsvæðið sem sitt markaðssvæði. Og Vestmannaeyjar væru og gætu orðið enn meiri paradís ferðamanns- ins. Vildi Þorsteinn beina því til Vestmannaeyinga, að dreifa eggjum sínum í fleiri körfur. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins ræddi um stöðu Eykyndilskonur eru byrjaðar að vinna fyrir sinn árlega jólabasar. Tvisvar í viku mæta þær hressar og kátar, taka upp saumavélamar, prjónana og föndrið og þá er nú líf í tuskunum. Þær vantar fleiri konur í vinnu, því eins og aliir vita, margar hendur vinna létt verk. sjávarútvegs á íslandi í nútíð og framtíð. Taldi hann m.a. að veiði- leyfagjald væri sanngirnismál og það væri nauðsyn. „Við Morgunblaðs- menn höfum-á síðustu árum barist hart fyrir gjaldtöku í sjávarútvegi vegna veiða úr takmarkaðri auðlind landsmanna allra. Þessari afstöðu Morgunblaðsins hefur verið lýst sem fjandsamlegri sjávarútveginum og sem kröfu um sérstaka skattlagninu á landsbyggðina. Þegar afi minn stundaði sjó á árabátum frá Skálavík og Bolungarvík um síðustu alda- mótf, þurfti hann ekki að fá leyfi eins eða neins til þess. Nú eru fiski- miðin við ísland takmörkuð auðlind og hver sem er getur ekki róió til fiskjar. Þessa takmörkuð'u auðlind á þjóðin öll. Samkvæmt því kvóta- kerfi sem nú er við líði, hefur tiltölu- lega fámennum hópi útgerðarmanna verið afhentur aðgöngumiði að þess- um fiskimiðum, sem þjóðin á öll, fyrir ekki neitt. Þeir geta hinsvegar látið þennan ^ðgöngumiða ganga kaupum og sölum, sín í milli, fyrir verulegar fjárhæðir. Þá er sagt, útgerðarmennirnir hafa stundað þessa atvinnu árum og áratugum saman. Þeir hafa skapað ákveðna hefð fyrir þessum veiðum og þess vegna eiga þeir þennan rétt endur- gjaldslaust. Ég spyr á móti, hafa sjómenn ekki líka sótt þessi mið árum og áratugum saman. Ef við eigum að fallast á kenninguna um hefð handa útgerðarmönnum, hljót- um við líka að viðurkenna rétt til Era konur hvattar til að mæta þeim til aðstoðar og sjálfum sér til ánægju. Opið hús verður í Básum, laugardaginn 6. nóvember og sunnu- daginn 7. nóvember frá kl. 13:00 - 19:00 báða dagana. Alltaf er heitt á könnunni. sjómannanna. Ef kvötakerfið hefði verið við líði frá aldamótum, myndi ég nú koma til útgerðarmanna og bjóða þeim þorskkvóta til sölu fyrir miklar fjárhæðir,- Þorskkvóta sem ég myndi eiga, af því að afi minn sótti sjó um aldamótin. - Þorsk- kvóta, sem ég hefði fengið’ fyrir ekki neitt - þorskkvóta sem ég hefði feng- ið að erfðum. Þannig verður þetta að óbreyttu á næstu öld. Ég á bágt með að trúa að sjómenn, fiskverk- unarfólk og jafnvel útgerðarmenn sjálfir vilji koma upp slíku kerfi til frambúðar". Styrmir varpaði fram þeirri spurn- ingu: Hvað hefur kvótakerfið fært ykkur Veslmannaeyingum. Og hann svaraði henni sjálfur. „Ekkert. Þjóðhagastofnun kynnti fyrir nokkr- um dögum skýrslu, þar sem fram kemur að mest tap er á sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og á Vestfjörð- um. Hversvegna. Ég hef ekki svar, en ég hef þá tilgátu, að kvóta- kerfið hafi tekið af ykkur og Vest- firðingum, það forskot sem þessir staðir höfðu“ Þá kom hann að efnahagsmálum þjóðarinnar almennt. Hann sagði að þegar Árni Johnsen hringdi í sig fyr- ir nokkrum dögum til að biðja sig að koma á þennan fund, hefði hann sagt eitthvað á þá leið, að þar hefði hann lítið að segja, en staðan hefði breyst mikið. „Ég er þeirr- ar skoðunar, að á ríkisstjómarfundi sem haldinn var á föstudaginn hafi orðið þáttaskil. Þar hafi verið lagður grunnur að nýrri framsókn í íslensku atvinnulífi. Það er hægt að hafa mörg orð og stór um vaxtakerfið og fjármálakerfið á íslandi á síðustu 10 árum. Kjarni málsins er hinsvegar sá, að með óbreyttu vaxtastigi hefði verið óhugsandi að hér yrði fram- þróun í atvinnulífi. Hvorki heimili né fyrirtæki gátu staðið undir þessu vaxtastigi til lengdar. Ég hef trú á að sú raunvaxtalækkun sem framundan er muni verka eins og vítamíns- sprauta á fólkið og atvinnulífið í landinu1'. Að lokum sagði Styrmir nokkur aðvörunarorð: „Við skulum ekki missa fram af okkur beislið í þetta sinn. Verði ný uppsveifla í íslensku atvinnulífi á næstu misserum, skul- um við nota afraksturinn til að greiða niður gamlar syndir í stað þess að búa til nýjar“. ' Ámi Johnsen kom að nýgerðum samþykktum ríkisstjórnarinnar til að laða fram lækkun vaxta. Hann Nokkrir tímar lausir í skalltennis og skvassi í íþróttasal. íþróttafélagið Þór Frá fundi Arna í Asgarði sagði að menn hefðu spurt sig, hvort þetta væri óhætt núna, ekki hvort menn væru að gera rétt. Árni sagði að lagt hefði verið upp með þessa fundalotu með atvinnu- mál, hagræðingu og bjartsýni að leiðarljósi. Hann sagði frá því að á einum fundinum, hefði prófessor Páll Skúlason, sagt að menn ættu ekki að vera bjartsýnir, bara ef þeir hefðu fæðst með þá eiginleika, held- ur ættu menn að rækta með sér bjartsýni. Það væri hinsvegar grund- vallarmunur á raunhæfri bjartsýni og óraunhæfri bjartsýni. Um gjaldtöku af sjávarútveginum sagði Árni: „Það er fyrst og fremst spurning um afkomuna. Ef hún mjög góð, hljóta menn að velta því fyrir sér, hvort hægt sé að taka meira af sjávarútveginum en gert er. í dag er alveg ljóst að hann hefur ekki svigrúm'til að greiða meira til sam- félagsins og það er heldur ekki sann- gjarnt að hann greiði meira en annar rekstur í landinu. Bara af þessari ástæðu finnst mér ekki raunhæft að ræða veiðileyfagjald, þótt hugsan- lega megi ræða það sem tæknilegan möguleika. Eykyndilskonur verða með opið hús um helgina. Eins og þið sjáið, er þetta hinn föngulegasti hópur og ekki amalegt að deila með þeim félagsskap. _______Eykyndilskonur_____ Farnar að undir- búa jólabasarinn Vill samstarf en ekki sundrungu Blaðinu barst fyrir nokkru, meðfylgjandi grein, en höfundarnafn kemur þar ekki fram. Það er ekki vani Frétta að birta nafnlausar aðsendar greinar. Við geram þó undantekningu á, að þessu sinni, þar sem hún er hvorki sær- andi, né gefur tilefni til andsvara. Aðeins góðlátlegt snakk um íþróttamál. Hvað varð um þá fornu dyggð, tryggð? Þetta kom upp í hugann vegna þessara árlegu hræringa í fótboltanum. Árið 1990 spilaði ÍBV í 1. deild eftir smáhlé og stóð sig geysivel. Síðan hefur m.fl. nánast horfið, á tveimur til þremur árum. Það er í raun ótrúlegt að halda út í 1. deild eftir slíka blóðtöku, og mér þætti gaman að sjá önnur lið þola það. Ég fullyrði að ekkert annað lið á íslandi gæti slíkt. Tryggðin mætti vera meiri við félagið sitt, en auðvitað geta menn haft gildar ástæður fyrir sínum ákvörðunum. Það er víst að þeir sem spila fyrir ÍBV mega vera stoltir, eiga að vera það og láta ekki ginna sig með gylliboðum. Það er ekkert merkilegra að spila fyrir önnur félög, nema síður sé. Það er óralangt frá því að það sé eitthvert svartnætti framundan. Það eru fjölmargir stórefnilegir leikmenn sem koma upp og eru nú þegar famir að bera uppi m.fl. Annað eins hefur ekki gerst í fótboltanum hér í tuttugu ár. Þá átti IBV stórlið í mörg ár. Nú er lag, grunnurinn er fyrir hendi, grunnur sem hægt er. að byggja ofan á. Alltaf verða menn að halda vöku sinni og miklar hræringar em ekki til góðs. Hæfileg endumýjun er best, sem byggist fyrst og fremst á góðri grunnuppbyggingu. Og fari leikmenn, er eðlilegt að bæta það með öðmm en alltaf verður að hafa góðan gmnn. Það sem stuðningsmenn ÍBV vilja er meiri stöðugleiki og að eignast sterkt 1. deildarlið til framtíðar. Við viljum berjast um titla. Það á ekkert 1. deild- arlið tilkall til íslandsmeistaratitils umfram okkur, eða sigurs í bikarkeppni. Það er alveg sama þótt félag hafi ekki unnið titilinn í 26 ár, þá er hann ekki frátekinn fyrir þetta tiltekna félag. Alveg sama þótt þeir telji sig eiga hann. Alveg sama þótt þeir séu famir að örvænta. Við látum ekki setja okkur skör neðar. Við erum stoltir af því að spila fyrir ÍBV og styðja lið okkar. Næsta vor standa öll félög jafnfætis og við spyrjum að leikslokum. Að lokum óska ég þjálfara og leikmönnum ÍBV góðs gengis og þeir mega vita það að fótboltinn er mikill gleðigjafi, ekki síst þegar vel gengur. Forráðamönnum íþróttafélaga og íþróttaáhugamönnum vil ég benda á að fólk í Eyjum vill samstarf en ekki sundmngu. Við viljum standa saman útá- við, þar sem ÍBV er andlit Eyjamanna. Það vantar mikið á að starfið í yngri flokkum sé nógu markvisst, þrátt fyrir góða árganga sem nú em að taka við, það er sérstakt. Það vantar einhverja heildarstefnu, þar sem allir stefna að því sama, einmitt að halda úti góðu 1. deildarliði um langa framtíð, sem get- ur verið stolt Vestmannaeyinga. Knattspymuráði væri hollt að hugsa sinn gang. Það mætti eiga betri sam- skipti við leikmenn og stuðningsmenn.en þó má vera að þeir hafi tekið sér tak. Það mætti markaðssetja liðið betur, það er til dæmis lítið til af félags- vamingi, t.d. æfingagallar og búningar í ÍBV litum, pakkar með félagsvömm til jólagjafa, myndbönd, félagsblað o.m.m. fleira. Það má gera ótal- margt, bara láta hugmyndaflugið ráða. Eg vil svo að síðustu minna á að þátttaka Vestmannaeyinga í fótbolta, meðal þeirra bestu, er jafngömul iðkun þessarar ágætu íþróttar á íslandi. Ártalið er 1912. Með kveðju, áfram ÍBV. Spakur. P.S. Það er geysilega gaman að sjá þá miklu tryggð sem liðsmenn í handbolt- aliðum ÍBV kvenna og karla sýna. Það er heilmikil fyrirhöfn sem þau leggja á sig og er svo sannarlega til fyrirmyndar svo eftir hefur verið tekið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.