Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2008, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 30.04.2008, Blaðsíða 23
23 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL Geof Kotila þjálf ari Snæ fells er hætt ur. Hann seg ir per sónu leg ar á stæð ur að baki upp sögn inni. Firma mót ið í bad mint on hjá bad­ mint on deild Skalla gríms í Borg ar­ nesi fór fram síð ast lið inn laug ar­ dag. Nærri 30 fyr ir tæki voru skráð til leiks. Til úr slita kepptu þeir Sig­ ur þór Krist jáns son fyr ir KB Bú vör­ ur og Ein ar G. Páls son fyr ir Spari­ sjóð Mýra sýslu. Ein ar vann eft­ ir æsispenn andi viður eign þeirra á milli. Mik il stemn ing var á mót inu sem heppn að ist í alla staði vel. Bad­ mint on deild in vill þakka fyr ir tækj­ um fyr ir stuðn ing inn og kepp end­ um fyr ir þátt tök una. sók Ný ver ið bauð End ur mennt un­ ar deild Land bún að ar há skóla Ís­ lands í sam vinnu við Fé lag hrossa­ bænda upp á nám skeið er fjall aði um sýn ingu á kyn bóta hross um. Um 20 manns sóttu nám skeið ið en þar af kom um helm ing ur með hross. Þátt tak end ur komu af svæð­ inu frá Snæ fells nesi að Kirkju bæj­ ar klaustri. Leið bein end ur voru Reyn ir Að al steins son tamn inga­ meist ari, Þor vald ur Krist jáns son kyn bóta dóm ari og Dan í el Jóns son tamn inga­ og sýn inga mað ur. Nám­ skeið ið var hugs að fyr ir hesta fólk sem ætl ar sér að sýna hross í kyn­ bóta dómi og vill auka skiln ing sinn á því hvern ig best er að standa að sýn ing um á kyn bóta hross um og hvaða at riði það eru sem ver ið er að að meta í bygg ingu og hæfi leik­ um. Í upp hafi voru hross in skoð uð með það í huga að finna hvar mætti gera bet ur og þannig greina hvern­ ig megi bæta und ir bún ing og þjálf­ un hests ins og vinnu knapans. Far­ ið var í grunn at riði eins og að all­ ar á bend ing ar knapa séu rétt ar og virk ar, að hest ur inn sé jafn og sam­ spora, að hann sé í jafn vægi and lega og lík am lega og að sátt sé um taum­ sam band. Hin ar ýmsu hlýðni æf ing­ ar sem ætl að er að mýkja og styrkja hest inn voru tekn ar fyr ir og það skoð að hvern ig þær eru nýtt ar til þess að móta hinn heil steypta sýn­ ing ar hest. Einnig var far ið yfir sýn­ ing una sjálfa; ann ars veg ar upp still­ ingu á hross um í bygg ing ar dómi og hvaða at riði ver ið er að meta í bygg ingu hrossa og hins veg ar sýn­ ingu á hæfi leik um og þeim at rið um sem ver ið er að meta þar. Af reks­ sýn ing ar mað ur inn Dan í el Jóns son sýndi með hvaða hætti best er að stilla hross um með ó líka bygg ingu upp þannig að vel færi og tók hross­ in til kost anna hvert og eitt mið að við hæfi leika þeirra. áhb Geof Kotila fer frá Snæ felli Geof Kotila þjálf ari meist ara­ flokks Snæ fells í körfuknatt leik gef­ ur ekki kost á sér á fram sem þjálf ari hjá fé lag inu. Geof, sem hef ur ver ið þjálf ari Snæ fells í tvö ár, seg ir per­ sónu leg ar að stæð ur fjöl skyld unn ar ráða mestu um á kvörð un sína. Sæ­ þór H. Þor bergs son ný kjör inn for­ mað ur körfuknatt leiks deild ar Snæ­ fells seg ir Geof ljúka störf um hjá Snæ felli í góðu, hon um hafi lit ist vel á nýja samn ing inn sem hon um hafi ver ið boð inn en eins og áður seg ir ráði per sónu leg ar að stæð­ ur og sökn uð ur fjöl skyldu á kvörð­ un inni. Sæ þór seg ir að á kvörð un þjálf ar ans hafi ver ið til kynnt leik­ mönn um liðs ins á fundi síð ast lið­ inn föstu dag og þar hafi jafn framt ný stjórn meist ara flokks Snæ fells ver ið kynnt fyr ir leik mönn um. „Við erum ekki bangn ir við fram­ hald ið og í öll um breyt ing um fel ast ein hver tæki færi. Snæ fell er búið að eiga góð an tíma með þess um þjálf­ ara. Við ósk um hon um vel farn að ar í þeim störf um sem taka við hjá hon­ um og Snæ fell stefn ir á fram upp á við,“ seg ir Sæ þór og nefn ir jafn­ framt að í fram tíð inni verði um­ gjörð in stækk uð og að fleiri muni koma að störf um fyr ir fé lag ið. „Það er allt opið, en ég á frek­ ar von á því að við leit um út fyr ir land stein ana þó að ekki sé búið að loka nein um dyr um. Við vit um lít­ ið hvert leit in leið ir okk ur en kom­ um til með að setja allt á fulla ferð núna strax eft ir helgi,“ seg ir Sæ­ þór að spurð ur hvort leit að verði inn an­ eða ut an lands eft ir arf taka Geofs. Sæ þór seg ir frá far andi þjálf­ ara jafn framt vera vel í stakk bú­ inn til að að stoða við leit að nýj um þjálf ara og að hann vilji jafn vel vera inni í mynd inni seinna meir með að koma aft ur þeg ar kon an hans hef­ ur lok ið sínu masters námi í sjúkra­ þjálf un enda hafi fjöl skyld unni lið ið vel þessi tvö ár sem hún hef ur dval­ ið í Stykk is hólmi. íhs Syst urn ar Unn ur og Mar grét Ár sæls dæt ur hafa gert það gott í skíða í þrótt inni að und an förnu þrátt fyr ir að búa í Borg ar nesi, fjarri skíða lend um. Skíða drottn ing ar í Borg ar nesi Syst urn ar Unn ur og Mar grét Ár­ sæls dæt ur, sem eru 12 og 17 ára gaml ar, hafa stund að skíða í þrótt­ ina af kappi í vet ur þrátt fyr ir að búa í Borg ar nesi, en eins og al­ þjóð veit eru svæði til skíða iðk un­ ar vand fund in í næsta ná grenni við bæ inn. Þær hafa far ið 3­4 sinn um í viku í Blá fjöll á æf ing ar í all an vet ur þar sem þær æfa með ÍR. Hver æf­ ing með ferð um tek ur því um fimm klukku stund ir. Þessi seigla systr anna og dugn að­ ur við æf ing ar í vet ur hef ur borg­ að sig því Unn ur keppti á Andr és ar And ar leik un um ný ver ið og komst á verð launa pall í stór svigi í sín um flokki þar sem hún lenti í fjórða sæti. Auk þess hafn aði hún í 12. sæti í svigi af 40 kepp end um. Þess má geta að mót ið er það stærsta sem fram fer í skíða í þrótt inni á ári, en í ár kepptu þar 740 börn og ung ling­ ar. Mar grét hef ur auk þess ver ið öfl ug í all an vet ur og keppti með al ann ars á al þjóða móti í Sví þjóð. „Ég byrj aði að fara á skíði þeg­ ar ég var þriggja ára,“ seg ir Unn­ ur í stuttu spjalli við Skessu horn. „Svo flutti ég í Borg ar nesi í fyrra­ sum ar, þeg ar ég var ell efu ára, en vildi halda á fram að æfa. Þetta er dá lít ið langt að keyra en mér finnst svo gam an á skíð um og lang ar ekki að hætta.“ Unn ur seg ist einnig æfa frjáls ar í þrótt ir með Skalla grími. sók Ljósm. Pedrómynd ir á Ak ur eyri. Gríð ar lega góð þátt taka var á firma­ móti Skalla gríms. Nærri 30 fyr ir tæki í firma móti Skalla gríms Mar ía Þór ar ins dótt ir sýn ir sinn gæð ing fyr ir hæfi leika dóm. Nám skeið í sýn ing um kyn bóta hrossa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.