Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2008, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 01.10.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER Ætl ar þú að fylgj ast með Snæ felli í körfu bolt an um? (Spurt í Stykk is hólmi) Eg ill Bene dikts son: Að sjálf sögðu geri ég það. Páll Vign ir Þor bergs son: Ekki spurn ing. Ég fylgist það vel með að ég fylgi lið inu stund­ um á úti leik ina. Berg dís Gests dótt ir: Já, ég fer á alla leiki þeg ar ég kemst. Kar vel Jó hann es son: Ég geri það en fer ekki mik ið á leiki. Kon an fer aft ur á móti á hvern leik. Stein unn Alva Lár us dótt ir: Ég fylgist ekk ert með körfu­ bolt an um. Spurning vikunnar ÍA og Fjöln ir mætt ust í loka um­ ferð Ís lands móts ins í knatt spyrnu á Akra nes velli á laug ar dag. Leik­ ur inn var jafn framt síð asti leik­ ur ÍA liðs ins í deild inni að sinni þar sem fall var fyr ir nokkru orð­ ið stað reynd. Fjöln is menn komust yfir strax á annarri mín útu leiks­ ins þeg ar Ó laf ur Páll Snorra son tók horn spyrnu sem Krist ján Hauks­ son nýtti sér. Við mark ið virt ust heima menn þó vakna til lífs ins því þeir fóru að sækja af aukn um krafti og skapa sér nokk ur hálf færi. Bæði lið náðu að skapa sér mark tæki færi fram að hálf leik án þess þó að nýta þau. Heima menn komu á kveðn ir til leiks í seinni hálf leik og voru lík leg­ ir til þess að ná að jafna met in þeg­ ar rot högg ið kom frá gest un um eft­ ir varn ar mis tök á 51. mín útu. Þar var Ó laf ur Páll Snorra son Fjöln­ is mað ur á ferð inni. Eft ir mark­ ið bökk uðu Fjöln is menn í vörn en beittu skynd i sókn um og ÍA menn reyndu hvað þeir gátu að minnka mun inn í frem ur bit laus um sókn ar­ lot um. Þeg ar kom ið var á 87. mín­ útu var Ó laf ur Páll Snorra son enn einu sinni á ferð inni þeg ar hann lék í gegn um vörn ÍA eft ir góða send­ ingu frá Tómasi Leifs syni. Hann lék á Trausta í marki ÍA og átti ekki í vand ræð um með að skora. Loka­ stað an var því 3­0 fyr ir Fjölni. Trausti Sig ur björns son, Guð­ mund ur Böðv ar Guð jóns son og Árni Thor Guð munds son voru bestu menn ÍA í þess um síð asta leik sum ars ins. Við þetta er að bæta að Stef án Þór Þórð ar son lýsti því yfir að leik lokn um að leik ur inn hefði ver ið hans síð asti. Þess má geta að Pálmi Har alds­ son sló í þess um leik 22 ára gam alt leikja met Guð jóns Þórð ar son ar hjá ÍA þar sem hann lék sinn 213. leik með meist ara flokki. mm Skalla grím ur stein lá fyr­ ir Tinda stóli frá Sauð ár króki í Powera de bik arn um í Borg ar­ nesi á sunnu dags kvöld, 61­86. Það var því hlut skipti Tinda stóls að mæta Snæ felli í Hólm in um í gær kvöldi. Stiga hæst ir í leikn um gegn Tinda stóli voru Banda­ ríkja mað ur inn Eric Bell og Þor­ steinn Gunn laugs son sem kom til Skalla gríms frá Þór á Ak ur­ eyri. Að sögn Pálma Sæv ars son ar fyr ir liða Skalla gríms hafa mikl­ ar breyt ing ar orð ið á lið inu frá liðn um vetri. All ir út lend ing arn­ ir og Axel Kárs son eru á braut og ekki búið að fylla í þau skörð. Til að mynda er serbnesk ur leik mað ur sem von er á til liðs­ ins enn á leið inni. Þá eru mik il meiðsli í hópn um. Haf þór Ingi Gunn ars son verð ur varla til taks fyrr en um ára mót og einnig eiga þeir Áskell og Finn ur við meiðsli að stríða. „ Þetta verð­ ur ungt lið hjá okk ur í vet ur og við eig um greini lega enn þá tals­ vert inni, sem von andi skil ar sér í næstu leikj um,“ seg ir Pálmi. þá Snæ fells stúlk ur sóttu heim Ís­ lands meist ara Kefla vík ur í Powera­ de­bik ar kvenna mánu dags kvöld­ ið 29. sept em ber sl. og töp uðu með 42 stiga mun, skor uðu 72 stig gegn 114 stig um Kefla vík ur. Snæ fell byrj aði leik inn á gæt­ lega og náðu elta Kefla vík fram an af í leikn um en í hálf leik var orð inn 15 stiga mun ur á lið un um enda Ís­ lands meist ar arn ir svo lít ið stór biti fyr ir ný lið ana svona í upp hafi leik­ tíð ar. Mun ur inn jókst svo enn frek­ ar í seinni hálf leik þrátt fyr ir að Snæ fells stúlk ur næðu að sýna á gæta takta inn á milli og úr slit in eins og áður seg ir 42 stiga tap. Detra As hley skor aði 34 stig fyr­ ir Snæ fell en þar á eft ir var Gunn­ hild ur Gunn ars dótt ir með 11 stig og aðr ar skor uðu minna. Deild­ ar keppn in hefst svo með úti leik á móti Hamri 15. októ ber nk. og þar á eft ir leik ur Snæ fell heima á móti Kefla vík. Það verð ur gam an að fylgj ast með þessu unga og efni lega liði stíga sín fyrstu skref í efstu deild í vet ur, en þess má geta að með al ald ur liðs­ ins er ein ung is 18,13 ár og ein ung is tveir leik menn yfir tví tugu. íhs Knatt spyrnu mað ur inn Árni Thor Guð munds son reið feit um hesti frá verð launa af hend ingu á loka hófi Knatt spyrnu fé lags ÍA sem fram fór í í þrótta hús inu á Jað ars­ bökk um á laug ar dag. Auk þess að vera val inn besti leik mað ur ÍA þetta árið var hann val inn leik mað ur árs­ ins af Skaga mörk un um, stuðn ings­ manna liði ÍA. Loks var hann út­ nefnd ur Kaup þings leik mað ur árs­ ins. Mark vörð ur inn Trausti Sig ur­ björns son var kjör inn efni leg asti leik mað ur inn. Í meist ara flokki kvenna var Ragn­ heið ur Rún Gísla dótt ir val in best en Gyða Krist jáns dótt ir efni leg ust. Í 2. flokki karla þótti Guð mund ur Böðv ar Guð jóns son best ur, Björg­ vin Garð ars son efni leg ast ur og Eg­ ill Karls son hafa sýnt mest ar fram­ far ir á ár inu. Loks kaus Knatt­ spyrnu dóm ara fé lag Akra ness Val­ geir Val geirs son sem besta dóm ar­ ann og Egil Guð laugs son sem þann efni leg asta. „Stemn ing in var mjög góð,“ seg ir Þórð ur Guð jóns son fram­ kvæmda stjóri KFÍA og leik mað­ ur meist ara flokks. Um 400 manns mættu á loka hóf ið, þar af voru um 170 mat ar gest ir. Þórð ur seg­ ir að nú taki við upp bygg ing og end ur skipu lagn ing inn an fé lags­ ins. „Við erum auk þess að hefj ast handa við að fara yfir mál efni leik­ manna.“ Hann seg ist ekki reikna með mik illi blóð töku í hópn um. „Ég hef ekki trú á því og við reikn­ um með að flest ir leik manna verði á fram.“ Ekki kem ur til greina að staldra við í fyrstu deild inni leng ur en í eitt ár að sögn Þórð ar. „Þó er stærsta hætt an sú að menn taki því sem gefnu. Þetta verð ur gríð ar lega erfitt og all ir þurfa að leggj ast á eitt til að það tak mark ná ist að rífa okk­ ur strax upp aft ur.“ sók Tap í fyrsta leikn um á Skag an um Lands lið ið U17 tap aði fyrsta leikn um í unda keppn inni EM í knatt spyrn um gegn Sviss 1­2, en leik ur inn fór fram á Akra nesi síð­ ast lið inn mið viku dag. Á sama tíma sigr uðu Norð menn Úkra ínu 4­0 í Grinda vík. Sviss lend ing ar skor uðu um mið bik fyrri hálf leiks og bættu svo við öðru marki tíu mín út um síð ar. Sviss var öllu sterkara lið ið í fyrri hálf leik, en strák arn ir komu grimm ir til seinni hálf leiks og skor­ uðu mark snemma sem dæmt var af vegna rang stöðu. Skömmu síð ar skor aði Zlat ko Krickic frá HK gott mark fyr ir Ís land. Eft ir mark ið var jafn ræði með lið un um og þrátt fyr­ ir góða sókn ar burði ís lenska liðs ins tókst því ekki að jafna met in. Báð ir Vest lend ing arn ir í U17 lands lið inu voru í byrj un ar liði Ís­ lands. Brynj ar Gauti Guð jóns­ son var fyr ir liði liðs ins og með­ al bestu manna. Brynj ar Krist­ munds son, sem stóð sig einnig vel sem og allt ís lenska lið ið, var skipt útaf skömmu eft ir að Ís land náði að minnka mun inn í seinni hálf leikn­ um. Báð ir eru Brynjar arn ir úr Vík­ ingi Ó lafs vík líkt og fram hef ur kom ið í Skessu horni. þá Ís lenska lið ið bregst til varn ar en allt kom fyr ir ekki, Sviss lend ing ar komust yfir. Brynj ar Krist munds son fyr ir liði er núm er 2 með upp rétta hönd. Detra As hley, sem hér sæk ir að körfu Kefla vík ur, skor aði 34 stig fyr ir lið Snæ fells á mánu dag Snæ fell úr leik í Powera de­bik ar kvenna Þrjú núll tap í síð asta leik Skaga liðs ins í deild inni Skalla grím ur stein lá Árni Thor og Ragn heið ur Rún best Árni Thor Guð munds son var hlað inn verð laun um á loka hófi KFÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.