Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2008, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 01.10.2008, Blaðsíða 31
31 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER Hin efni lega Karen Líf Gunn ars dótt ir sóp aði að sér verð laun um á upp skeru há tíð Ung menna­ fé lags Grund ar fjarð ar í lið inni viku. Karen Líf er að eins tíu ára göm ul en hún fór heim með þrjá bik ara, fyr ir að vera bjartasta von in í sund­ í þrótt inni og fyr ir bestu mæt ing una í bæði sundi og frjáls um í þrótt um. Þessi ungi Grund­ firð ing ur er gest ur Skrá argat s ins að þessu sinni. Fullt nafn: Karen Líf Gunn ars dótt ir. Starf: Ég er í Grunn skóla Grund ar fjarð ar í 5. bekk. Fæð ing ar dag ur og ár: Ég fædd ist 21. sept em ber 1998. Fjöl skylda: Mamma heit ir Kol brún og pabbi heit ir Gunn ar. Bróð ir minn heit ir Krist ján Birn ir og síð an heit ir hinn bróð ir minn Njáll, síð an Sig ur geir og síð an Dan í el. Upp á halds mat ur? Það er svína kjöt. Upp á halds drykk ur? Vatn. Upp á halds lit ur? Rauð ur. Upp á halds sjón varps efni? Simpson´s. Upp á halds sjón varps mað ur/kona? Ég á eig in lega eng an þannig. Besta bíó mynd in? Vél menn ið. Upp á halds í þrótta mað ur og ­fé lag? Ég á eng an upp á halds í þrótta­ mann en Ung menna fé lag Grund ar fjarð ar er upp á halds fé lag ið. Upp á halds stjórn mála mað ur? Ég horfi nú ekki oft á Al þingi. Upp á halds rit höf und ur? Eng inn sér stak ur. Hund ar eða kett ir? Kett ir, þeir vilja oft ar leika við mann og elta mann. Vanilla eða súkkulaði? Súkkulaði. Trú irðu á drauga? Nei. Hvað met ur þú mest í fari ann arra? Þeir sem eru skemmti leg ir og vilja gera það sem ég vil oft ast gera. Hvað fer mest í taug arn ar á þér í fari ann arra? Þeir sem gera grín að manni. Hver er þinn helsti kost ur? Ég er góð í í þrótt um. Líka í tón list ar skól an­ um þar sem ég spila á þver flautu. Hver er þinn helsti ó kost ur? Mér finnst erfitt að vakna á morgn ana. Á huga mál? Í þrótt ir og tón list. Hvaða í þrótt ertu best í? Kannski sundi. Ég æfi frjáls ar í þrótt ir og sund. Af frjálsu í þrótt un um er ég best í lang stökki. Eitt hvað að lok um? Nei, ég man nú ekki eft ir neinu sér stöku. Skráargatið „Ég er bara al veg í skýj un um og ekki al veg búin að ná þessu. Það er auð vit að ein stakt tæki færi að kom­ ast að í svona góð um skóla,“ seg ir Brynja Valdi mars dótt ir Ak ur nes­ ing ur og fyrr um Idol stjarna sem komst á dög un um inn í hinn virta tón list ar skóla Berklee Col lege of Music í Boston. Það er meira en að segja það því að eins 5% um sækj­ enda fá skóla vist og um sækj end ur hafa aldrei ver ið fleiri en í ár. Hátt í 60 Gram my verð launa haf ar hafa út skrif ast úr skól an um, þeirra á með al eru John Mayer, Di ana Krall og Quincy Jo nes. „Ég var búin að leita lengi að skóla þeg ar mér var bent á þenn­ an og sá að hann hafði allt sem ég var að leita að. Inn töku próf in voru í á gúst og það voru biðrað ir um allt. Svo fékk ég að vita það um miðj an sept em ber að ég kæm ist að,“ seg­ ir Brynja. Hún hlær þeg ar hún er innt eft ir því hvort hún hafi náð að heilla dóm ar ana með því að slá um sig með ár angrin um í Idol keppn­ inni hér heima. „Nei, reynd ar sagði ég þeim ekk ert frá því. Ég vildi bara að þau dæmdu mig út frá færni.“ Nám ið í Berklee tek ur fjög ur ár. „ Þarna fáum við kennslu í öllu því sem teng ist söng, til dæm is tækni, sviðs fram komu og upp tök um í stúd íói. Ég valdi djass sem sér svið en það verð ur bara að koma í ljós hvort ég enda í þeirri deild eða ein­ hverri allt annarri. Kenn ar arn ir byrja ekki að flokka okk ur fyrr en eft ir að við erum byrj uð í skól an­ um.“ Skól inn hefst þann 19. jan ú­ ar en Brynja seg ist ætla að fara út um miðj an mán uð inn til að koma sér fyr ir. Hún var stödd í Barcelona þeg ar Skessu horn náði af henni tali. „Ég bý hérna núna og ætla bara að slaka á þang að til ég byrja í skól an­ um.“ sók Grunnskólanemi fékk verð launa­ hugmynd eft ir ferð á Langa sand Lovísa Hrund Svav ars dótt ir nemi í 8. bekk Grunda skóla á Akra nesi sigr aði í Ný sköp un ar keppni grunn­ skóla nem enda í flokkn um orka og um hverfi og tók við verð laun um úr hendi for seta Ís lands á sunnu dag. Heiti upp finn ing ar Lovísu Hrund­ ar er Vatns orku verk en um er að ræða sturt ur í formi lista verka sem hún sér fyr ir sér á Langa sandi. „Það kom mér svo lít ið á ó vart að vinna,“ seg ir Lovísa Hrund. „Ný­ sköp un ar keppn in var aug lýst á vegg spjaldi í skól an um og ég á kvað bara að taka þátt. Ég fékk hug mynd­ ina að upp finn ing unni þeg ar ég var niðri á Langa sandi og sá hvað það var mik il bið röð í sturt urn ar þar. Þá á kvað ég að gera sturt ur sem væru lista verk í leið inni.“ Önn ur sturt an í Vatns orku verk­ inu heit ir Langi foss og er eins og ban ani í lag inu. Ban an inn stend ur upp úr jörð unni í boga og á hon um eru göt sem úr drýp ur vatn. „Þeg ar ban an inn er orð inn full ur af vatni flæð ir það út á bak inu og mynd­ ar foss.“ Hin sturt an er hreyf an­ leg og lít ur út eins og stórt vega­ salt. Á því sitja tvær brúð ur. Vega­ salt inu er skipt í tvo enda sem fyll­ ast af vatni til skipt is. Þeg ar end inn er orð inn full ur fell ur hann nið­ ur og vatn ið sturt ast úr, yfir þann sem stend ur und ir því. Verk ið er fyrsta upp finn ing Lovísu sem seg ist þó ekki ætla að verða upp finn inga­ mað ur þótt frumraun in hafi heppn­ ast jafn vel og raun ber vitni. „Það er nú ekki plan ið. Ég reikna með að verða hár greiðslu kona eða snyrti­ fræð ing ur. Svo kem ur líka til greina að verða inn an húss arki tekt.“ Lovísa Hrund fór ekki tóm­ hent heim af verð launa af hend ing­ unni á sunnu dag. „Ég fékk 50 þús­ und krón ur, síma, bik ar og verð­ launa pen ing,“ seg ir hún á nægð en pen ing ur inn er inni á svoköll uð­ um Fram tíð ar reikn ingi. „Ég get ekki not að hann fyrr en ég verð 18 ára. Kannski nota ég hann í stóra mynda vél ef ég er ekki búin að kaupa mér svo leið is þá.“ Lovísa Hrund hlær þeg ar hún er innt eft­ ir því hvort hún komi ekki til með að reyna að selja Akra nes kaup stað hug mynd ina. „Það var einmitt ver­ ið að biðja mig um að gera það,“ seg ir hún. sók Lovísa Hrund Svav ars dótt ir sigr aði í Ný sköp un ar keppni grunn skóla nem enda á sunnu dag. Lovísa á samt for eldr um sín um og frænda við af hend ingu verð laun anna. Til hlið ar sést mód el af Vatns orku verk inu. Idol stjarna komst inn í Berklee Fasteignamiðlun Vesturlands ehf. Kirkjubraut 40, 300 Akranes Sími 431 4144 GSM 846 4144 - 861 4644 Soffía S. Magnúsdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali SJÓN ER SÖGU RÍKARI fastvest.is Suðurgata 99 nh Verð. 21,9m Háholt 20 Verð. 23,5m Vallholt 19 eh Verð 19,9m Kirkjubraut 60 eh Verð. 19,9m Háholt 32 Verð. 23,5m Háholt 35 nh Verð. 18,9m Háholt 30 Verð. 20,5m Kirkjubraut 1 Verð. 23,6m Fasteignamiðlun Vesturlands styrkir Félag langveikra barna Sérhæðir á Akranesi ATH skipti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.