Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2009, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.05.2009, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.200 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1.581 króna með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 1.363. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Haraldur Bjarnason, blaðamaður (hlutast.) hb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson augl@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Ráð og ráða leysi Það var á huga vert að fylgj ast með mál flutn ingi Lilju Mós es dótt ur hag­ fræð ings og al þing is manns VG á Al þingi síð ast lið inn mánu dag. Í um ræð­ um um efna hags horf urn ar sagði hún að ef vext ir verða ekki lækk að ir á næst unni verði rík is stjórn in að af þakka ráð gjöf Al þjóða gjald eyrs sjóðs ins. Rík is bank arn ir geti sjálf ir á kveð ið að lækka vexti í 5%. Þetta voru stór orð en virk uðu á mig svona eins og fyrsti sop inn í þá góðu gömlu daga þeg ar ég drakk eitt hvað sterkara en Eg ils Malt. Þarna tal ar nefni lega þing mað ur úr röð um stjórn ar liða sem ekki hef ur enn tek ist að bæla til takts við ráða­ litla for ystu rík is stjórn ar flokk anna sem set ið hef ur við völd síð ast liðna fjóra mán uði. Lilja Mós es dótt ir hitt ir þarna al gjör lega naglann á höf uð ið. Hátt vaxta­ stig í land inu og geng is skrán ing krón unn ar sem sí fellt síg ur á ó gæfu hlið­ ina þrátt fyr ir bæði belti og axla bönd er nefni lega allt lif andi að drepa. Ef ekki verð ur far ið að ráð um þeirra sem virð ast hafa vit á hlut un um, líkt og ég veit að Lilja hef ur, þá mun at vinnu líf hér á landi verða rúst ir ein ar þeg­ ar lengra líð ur fram á árið. Und an far ið hef ur mér sýnst að bjúrókrat ar stjórn kerf is ins hafi feng ið að ráða allt of miklu og vel vilj að ir stórn mála menn ver ið born ir of ur liði. Get­ ur það ver ið að inn an ráðu neyta, í ut an rík is þjón ust unni, inn an banka kerf is­ ins og víð ar í frum skógi skrifræð is ins leyn ist fólk sem er að tefja end ur reisn ís lensks hag kerf is? Ef önn ur og betri skýr ing á ó skilj an leg um seina gangi í að gerð um er til, þá þætti mér vænt um að fá að heyra hana. Auk vaxtaklafa og geng is rugls búum við nú við tvö höf uð vanda mál. Í fyrsta lagi er það sú of urá hersla sem lögð er á að að ild ar um sókn um inn­ göngu í Evr ópu sam band ið bjargi hér öllu á svip stundu. Hins veg ar eru það van bún ar til lög ur um svo kall aða fyrn ing ar leið í sjáv ar út vegi sem eru við það að setja allt á ann an end ann. Í sjálfu sér get ég tek ið und ir rök sem mæla með því að báð ar þess ar leið ir verði farn ar ­ ein hvern tím ann. Hins veg ar er á stand ið hér á landi með þeim hætti nú að við höf um ekki tíma né ráð til að velta okk ur upp úr þess um gælu verk efn um pop u l ism ans einmitt nú. Sá kraft ur sem fer í þessa um ræðu ætl ar nefni lega allt að drepa og á með an ger ist ekki neitt ­ ann að en að fyr ir tæki þessa lands og heim il in fara lóð rétt á haus inn. Varð andi fyrn ing ar leið ina í sjáv ar út vegi þá finnst mér grát bros legt að sjá hvern ig fjár mála ráð herr ann fær það nú í haus inn með tíföld um krafti að hafa „gef ið“ hópi út gerð ar manna Morg un blað ið. Dag eft ir dag er rætt við full trúa þeirra á síð um blaðs ins og all ir eru þeir sam mála um að fyrn ing ar­ leið in sé van hugs uð, hún sé ó full burða til laga sem skað ar út veg inn eins og mál ið er lagt fram. Auð vit að ger ir þessi til laga það. Á sama tíma og þjóð­ in á allt sitt und ir að sjáv ar út veg ur inn, und ir stöðu grein okk ar og Ís lands bjartasta von, gangi sem best, þá er grein inni stefnt í full komna ó vissu. Þetta eru skemmd ar verk af verstu gerð sem ég get ekki sætt mig við. Ég tek það þó skýrt fram að ég er ó á nægð ur með að banka kerf ið hafi á sín­ um tíma stig ið það ó heilla skref að taka veð í ó veidd um fiski, sem þar að auki var kvóti í eigu þjóð ar inn ar, og at vinnu grein inni þannig gefn ar frjáls ar hend ur til að skuld setja sig upp fyr ir rjáf ur. Þá að gerð ætla ég ekki að verja. Hins veg ar er sú ó vissa sem þessi lífs nauð syn lega at vinnu grein er nú sett í ó for svar an leg. Að sama skapi er allt það púð ur sem sett er í um ræð una um hugs an leg an á vinn ing af inn göngu í ESB einnig til að drepa á dreif miklu mik il væg ari mál um sem brenna á þjóð inni. Á þeim tíma sem ég bjó í Dan­ mörku upp úr 1990 var fær eyska þjóð in í sinni verstu kreppu. Ég kynnt­ ist þá tölu vert stór um hópi ungs fólks sem flú ið hafði eyj arn ar á þess um árum og það var ekki öf unds vert. Ef ís lensk ir stjórn mála menn fara ekki að ganga í takt og hlusta á mál flutn ing þeirra sem virð ast hafa vit á mál un um, mun sam bæri leg ur fólks flótti eiga sér stað frá Ís landi. Því lýk ég skrif um mín um, eins og reynd ar oft áður, með því að skora á rík is stjórn ina að fara nú að bretta upp erm ar; lækka vexti og koma bönk un um í not hæft á stand, skera nið ur í op in bera geir an um eins og þarf en um fram allt að styðja frum­ vinnslu grein arn ar, ekki skaða þær. Magn ús Magn ús son Leiðari Við skipta vin ir Nýja Kaup þings hafa und an far ið orð ið var ir við tregðu þeg ar ná þarf sam bandi við þjón ustu ver og starfs menn bank­ ans. „Á stæð ur fyr ir þess um erf ið­ leik um eru nokkr ar. Í fyrsta lagi kom upp bil un í sím kerfi bank ans auk þess sem ým iss önn ur tækni­ leg vanda mál voru að hrjá okk ur. Á sama tíma hef ur ver ið stór auk ið álag vegna komu nýrra við skipta­ vina frá SPRON og SPM. Það sem við erum nú að vona er að þessi tækni vanda mál séu að verða yf ir­ stað in og eins líka álag vegna nýrra við skipta vina fari minnk andi, enda fækk ar spurn ing um og er ind um frá nýj um við skipta vin um eft ir því sem þeir venj ast nýju um hverfi,“ seg­ ir Bern hard Þór Bern hards son úti­ bús stjóri Nýja Kaup þings í Borg ar­ nesi í sam tali við Skessu horn. Hann seg ir að búið sé að fjölga veru lega starfs fólki í þjón ustu­ veri Kaup þings og sé nú von ast til að sím svör un batni og ekki mynd­ ist löng bið í kerf inu. „Við von­ um samt að fólk geri sér grein fyr­ ir því að nú eru ekki eðli leg ir tím­ ar í banka kerfi lands ins og á lag­ ið sé mik ið vegna fjár hags örð ug­ leika fyr ir tækja og ein stak linga. Þá er einnig hægt að geta þess að við tengd um aft ur gömlu síma núm­ er SPM og Kaup þings í Borg ar nesi þannig að við skipta vin ir okk ar geta nýtt þau til að ná fyrr sam bandi við sína þjón ustu full trúa,“ sagði Bern­ hard Þór að lok um. mm „Við erum þessa dag ana á fullu í að und ir búa at vinnu átaks verk efni til að skapa vinnu fyr ir fram halds­ skóla nema í sum ar frí inu, hóp inn fyr ir ofan vinnu skóla ald ur inn, 18­ 20 ára. Við könn uð um hvern ig at­ vinnu á stand er hjá þess um hópi og það kom í ljós að þetta eru um 50 ung menni sem vant ar vinnu. Við mun um gera allt sem við get um til að skapa þeim verk efni í sum­ ar. Þetta verða um hverf is verk efni á öll um svið um,“ seg ir Gísli S. Ein­ ars son bæj ar stjóri á Akra nesi í sam­ tali við Skessu horn. Gísli seg ir að fyr ir Vinnu mála­ stofn un liggi um sókn ir um verk efni sem snú ist mest um gróð ur setn­ ingu og um hirðu í bæn um. Unn ið hafi ver ið að þess um verk efn um á Akra nes stofu að und an förnu. Sumt teng ist verk efn inu „Visku brunni“ í skóg rækt inni við Garða lund og ann að skóg rækt inni í Slögu, sem er upp und ir Akra fjalli. „Ann ars er þetta um hirða og snyrt ing á ýms um svið um, sem mið ar að því að gera bæ inn fal legri. Eins og þið haf­ ið tek ið eft ir er þeg ar kom ið tals­ vert af ungu fólki út til vinnu í bæn­ um og því á eft ir að fjölga mik ið á næstu dög um,“ seg ir Gísli S. Ein­ ars son. þá Við upp haf sum ar þings var kos­ ið í fasta nefnd ir Al þing is. Þing­ menn úr Norð vest ur kjör dæmi raða sér í ýms ar nefnd ir en tví mæla laust stærsta emb ætt ið er það sem Guð­ bjart ur Hann es son (S) fær, eða for­ mennska í fjár laga nefnd. Með hon­ um í nefnd inni er m.a. Ás björn Ótt­ ars son (D), 1. þing mað ur kjör dæm­ is ins. Ás björn er einnig í sam göngu­ nefnd. Ó lína Þor varð ar dótt ir (S) er for mað ur Ís lands deild ar Vest nor­ ræna ráðs ins, vara for mað ur sjáv­ ar út vegs­ og land bún að ar nefnd­ ar og sit ur auk þess í sam göngu­ nefnd og fé lags­ og trygg inga mála­ nefnd. Lilja Raf n ey Magn ús dótt ir (V) er vara for mað ur Ís lands deild ar Vest nor ræna ráðs ins, vara for mað­ ur iðn að ar nefnd ar auk þess að sitja í sam göngu nefnd, heil brigð is nefnd og fé lags­ og trygg inga mála nefnd. Ás mund ur Ein ar Daða son (V) er vara for mað ur mennta mála nefnd­ ar en sit ur einnig í alls herj ar nefnd, fjár laga nefnd og sjáv ar út vegs­ og land bún að ar nefnd. Ein ar K. Guð­ finns son (D) sit ur í sjáv ar út vegs­ og land bún að ar nefnd og mennta mála­ nefnd. Guð mund ur Stein gríms­ son (B) sit ur í fé lags­ og trygg­ inga mála nefnd og sam göngu nefnd og sam flokks mað ur hans, Gunn ar Bragi Sveins son er í iðn að ar nefnd en er auk þess for mað ur þing flokks Fram sókn ar flokks ins. mm Af koma Grund ar fjarð ar bæj ar var veru lega verri á síð asta ári en fjár­ hags á ætl un gerði ráð fyr ir. Árs­ reikn ing ur var sam þykkt ur á bæj­ ar stjórn ar fundi sl. þriðju dag og þar kom fram að bæj ar sjóð ur var gerð­ ur upp með tæp lega 400 millj óna króna tapi á ár inu. Í árs lok var eig­ in fjár stað an nei kvæð um 170 millj­ ón krón ur. Stærsti skell ur inn í rekstri bæj ar sjóðs Grund ar fjarð ar á síð asta ári er rak inn til hruns geng­ is krón unn ar og ó eðli lega hárr­ ar verð trygg ing ar lána vegna óða­ verð bólgu. Fjár magns gjöld urðu nærri 450 millj ón ir króna og þar af var geng is mun ur og verð bæt ur ná­ lægt 406 millj ón um. Rekst ur inn varð þyngri en fjár­ hags á ætl un gerði ráð fyr ir og má rekja á stæðu þess að miklu leyti til hækk aðs launa kostn að ar vegna breyt inga á kjara samn ing um og óða verð bólgu. Í sjóð streymi kom fram að hand bært fé frá rekstri varð rúm lega 80 millj ón ir króna en það dugði skammt þeg ar kom að fjár­ magns gjöld un um. „Það verð ur mik ið verk efni næstu ára að vinna þetta til baka, því ekki virð ist gengi krón unn­ ar ætla að ganga til baka al veg á næst unni. Von andi ger ist það þeg­ ar til lengri tíma er lit ið og þá lækk­ ar höf uð stóll lána sem eru í er lend­ um mynt um,“ seg ir í til kynn ingu á heima síðu Grund ar fjarð ar bæj ar. þá Margæs irn ar, sem hafa ver ið í þús­ unda tali á Akra nesi síð ustu daga, taka sinn toll af tún um ofan við bæ inn. Þannig hafa þær tætt í sig gras ið á tún­ un um í Innsta­Vogs landi. Eins og sést á mynd inni eru tún in rótnög uð og að­ eins brúsk ar eft ir á stöku stað, þeg ar þær hafa far ið yfir. Margæs un um veit ir enda ekki af að byrgja sig upp af forða fyr ir langt flug á varp stöðv arn ar í NA­ Kanada. Lík lega eru þeir frí stunda­ bænd ur á Skaga, sem nýta tún in, ekki eins á nægð ir en í sprettu tíð eins og hef ur ver ið að und an förnu má reikna með að tún in jafni sig fljótt. hb Taka sinn toll af tún un um Veru legt tap á rekstri Grund ar­ fjarð ar bæj ar í fyrra Styrkja þjón ustu ver Kaup þings Reynt að skapa 50 at vinnu laus um ung menn um verk efni Guð bjart ur kos inn for mað ur fjár laga nefnd ar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.