Skessuhorn - 14.04.2010, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
-Sólskálar-
-Stofnað 1984-
Smiðsbúð 10, 210 Garðabæ
Sími: 554 4300
www.solskalar.is
Þjónustuauglýsingar
Símar: Viðar 894 4556
og Magnús 891 9458
Múrverk
flísalögn
Nýlagnir – breytingar
– viðhald
Kristján Baldvinsson pípulagningameistari
Elmar B. Einarsson pípulagninga- og vélvirkjameistari
Bílar & Dekk ehf.
Allar almennar bílaviðgerðir og bilanagreining.
Þjónustueftirlit, smurþjónusta.
Hjólbarðaþjónusta.
Akursbraut 11a • Sími 578 2525 • Fax 578 2526
bilarogdekk@internet.is
Bókasafn Reykdæla
Bókasafnið í Logalandi er opið öll
fimmtudagskvöld frá kl. 20-22.
Komið og nýtið ykkur gott safn.
UMFR
Vetrartilboð
Gisting, morgunverður og 3ja rétta
kvöldverður 8.900 kr.
á mann í tveggja manna herbergi.
Gildir sunnudag til fimmtudag
til 1.mai.
Vélabær ehf.
Bæ í Bæjarsveit
Alhliða bíla, búvéla- og
vinnuvélaviðgerðir.
Smurþjónusta fyrir allar gerðir
bíla og dráttarvéla.
Hjólbarðaþjónusta
S: 435-1252
velabaer@vesturland.is
Pennagrein Pennagrein
Pennagrein
Til þess að geta unnið
sig út úr fjárhagslegum
vandræðum þarf að hafa
trú á framtíðina og getu samfélagsins.
Það þurfa allir að leggja sitt að mörkum
til að byggja upp heilbrigt og blómlegt
samfélag.
Fyrir þremur árum ákváðum við
hjónin og þrjár dætur að flytja úr
Skaftafelli í Öræfum. Þar hafði ég
stjórnað þjóðgarðinum í 9 ár. Í Öræfum
búa um 65 manns yfir veturinn, en
sumargestir voru um 200.000. Við
höfðum kynnst því að búa í fámennri
sveit þar sem hver íbúi skiptir máli og
vera heimsborgarar í senn. Þegar fólk
ákveður að setjast að á nýjum stað þá
þurfa ákveðnir þættir í samfélaginu að
vera til staðar. Alla leið austur í Öræfin
hafði borist góður orðstýr gamla
grunnskólans á Hvanneyri. Síðan
heyrðum við að verið væri að stofna
Menntaskóla í Borgarnesi. Möguleikar
á atvinnu fyrir okkur hjónin voru til
staðar. Menningarlíf var í miklum blóma
og svo möguleikar að stunda okkar
áhugamál sem eru hestar og útivist.
Þessir þættir urðu þess valdandi að við
byggðum okkur hús á Hvanneyri.
Til þess að gera gott samfélag betra,
þá þarf að taka þátt í samfélaginu. Frá
því ég flutti í Borgarbyggð hef ég tekið
þátt í stjórn Foreldrafélags Grunnskóla
Borgarfjarðar, reiðveganefnd
hesta manna félagsins Faxa og er
stjórnarformaður reiðhallarinnar Faxa
borgar. Einnig sinni ég félagsstörfum
í tengslum við vinnu mína hjá
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Gott samfélag byggir m.a. á
mannauði. Í Borgarbyggð búa
rúmlega 3.700, íbúasamsetningin er
fjölbreyttari en víða þekkist, þeir dreifast
jafnt á milli þéttbýlis og dreifbýlis.
Atvinnustarfsemin er fljölbreytt
s.s. landbúnaður, ferðaþjónusta,
háskólaþorp, iðnaður, skólar og verslun.
Tækifærin eru fjölmörg og það er
nauðsynlegt að við komum auga á þau.
Fjöldi veiðivatna eru í Borgarbyggð sem
eru lítið nýtt og búið er að kortleggja
830 km af göngu/reið/hjólaleiðum.
Hugsa sér að geta riðið um héraðið
með veiðistöngina í bakpokanum
undir leiðsögn staðkunnugra og gist
síðan á fögrum stað. Frumkvöðlar í
ferðaþjónustu eiga að nýta sér þessa
möguleika.
Nú er tími nýrrar hugsunar, þar
sem ýtt verði undir skapandi hugsun,
stofnun nýrra sprotafyrirtækja í
þéttbýli og dreifbýli. Landnámssetrið
og Brúðuheimar í Borgarnesi eru
ágæt dæmi um atvinnusköpun sem
byggir á hugviti. Það er mikilvægt að
þeir sem stjórna sveitarfélaginu hverju
sinni ýti undir grasrótarstarf. Það var
fagnaðarefni í vetur þegar heimamenn
í uppsveitum Borgarfjarðar stofnuðu
,,framfarafélag“. Sambærileg félög
ætti að stofna í Borgarnesi, á Bifröst,
á Mýrum og á Hvanneyri. Skapandi
hugsun leiðir af sér nýsköpun í
atvinnurekstri. Brákarey er tilvalið svæði
undir sprotafyrirtæki í Borgarnesi.
Umræður um niðurskurð í rekstri
leik og grunnskóla hefur verið mikil
allt sl. ár. Þegar íbúasamtök á Hvanneyri
koma með hugmyndir um úrlausnir í
skólamálum þá á að taka þeim fagnandi,
því það sýnir að þau hafa áhuga á
samfélaginu.
Með þeim mannauði sem
Borgarbyggð býr yfir þá er ég
bjartsýnn á að okkur takist að vinnu
úr fjárhagsvandræðum sveitarfélagsins.
Þegar óeining var í fjölskyldu minni,
notaði faðir minn stundum orðatiltækið
,,sameinuð stöndum við sundruð föllum
við.“
Ragnar Frank Kristjánsson.
Höf. er oddviti Vinstri grænna í
Borgarbyggð.
Einelti þrífst í
aðgerðaleysi fjöldans,
í samfélagi þar sem
afskiptaleysi og sinnuleysi
er mikið og þar sem ekki
er tekið á málum. Það er ekki ákjósanlegt að
einungis fagmenn eða fræðingar fjalli um
málið eða taki á því heldur þarf fjöldinn að
taka það að sér. Allir þurfa að láta málið til sín
taka, skólar, heimili, félagasamtök og stofnanir
bæjarfélagsins. Það þarf að bæta samskipti í
nærsamfélaginu og bæta þannig líðan fólks
sem býr saman, starfar saman eða er saman
í skóla eða frítímastarfi. Sífellt þarf að halda
uppi fræðslu meðal almennings og vinna
að hugarfarsbreytingu. Þannig bætum við
mannlífið og aukum lífsgæðin.
Við þurfum að skapa samstöðu meðal fólks
um að takast á við vandann og gera stórátak
í að samræma vinnubrögð og viðbrögð við
þessum vágesti. Við þurfum að æfa okkur
saman í að taka á því líkamlega og andlega
ofbeldi sem stundum hefur hræðilegar
afleiðingar sem geta endað með sjálfsvígum.
Við vitum að einelti er dauðans alvara og
okkur kemur það við. Heimili og skóli gáfu
nýlega út upplýsingabækling um einelti sem
hægt er að sjá á heimasíðu samtakanna. www.
heimiliogskoli.is
Einelti er ekki bara í skólum. Það er allsstaðar
þar sem menn eru saman t.d. hefur verið greint
frá hræðilegu einelti á vinnustöðum. Það
þrífst jafnt meðal fullorðinna og barna. Við
þurfum að láta okkur varða það samfélag sem
við búum í. Við þurfum að breyta merkingu
orðsins afskiptasemi og gera hana jákvæða.
Afskiptasemi er ekki neikvæð og það borgar
sig að skipta sér af, því varðandi einelti þá hefur
hinn þögli aðgerðalausi hópur stórt hlutverk
og leggur til skilyrði fyrir verknaðinum.
En hvað er einelti og hvernig lýsir það sér?
Einelti er útskúfun. Að fá ekki að vera með.
Að fá um það merki að tilheyra ekki hópnum.
Það er í raun endurtekin valdbeiting eða
valdníðsla. Það eru skilaboð til einhvers um að
hann sé einskis verður. Þessum skilaboðum er
jafnvel komið fram einungis með því að lyfta
augabrún eða með svipbrigðum. Þegar við
tölum um einelti erum við ekki að tala um einn
einstakan atburð heldur endurtekinn verknað.
Einelti hefur verið skilgreint sem upplifun
einstaklings á að vera settur út úr samfélagi.
Tilfinningunni sem þolandinn finnur fyrir má
líkja við köfnunartilfinningu og segja má að
einelti sé félagsleg kaffæring.
Það er okkur jafnnauðsynlegt og að draga
andann að fá að tilheyra og vera hluti af
hópnum. Það kallar því fram sársaukafullar
tilfinningar að vera útskúfaður. Þegar við
sjáum einelti sjáum við líka mikið ójafnvægi
valds og smám saman fer þolandinn að
kenna sér um og hann finnur fyrir minnkandi
sjálfstrausti og sjálfsmynd hans breytist. Seinna
hrjáir depurð og þunglyndi oft þolandann.
Hið ógnvænlega aðgerðaleysi fjöldans túlkar
þolandinn gegn sér á meðan gerandinn túlkar
það með sér.
Gerandinn er oft einstaklingur sem burðast
með erfiðar tilfinningar eða slæma líðan sem
oftar en ekki eru hvatinn að eineltinu. En með
síendurteknum verknaði er eins og gerandinn
rugli fólk í ríminu um hvað er rétt og hvað
er rangt og viðmiðin breytast. Svokallaðir
taglhnýtingar (þeir sem með sinnuleysi eða
ósjálfstæði láta hlutina viðgangast án þess að
skipta sér af) eru hirð gerandans og auðlind
sem gerandinn nýtir sér.
Við þurfum að láta okkur koma það við
hvernig fólki líður í kringum okkur og muna
að „það þarf heilt þorp til að ala upp barn“
og „það gera börnin sem fyrir þeim er haft“.
Þar sem eru afskiptalausir borgarar, þar er
hættulegt samfélag.
Helga Margrét Guðmundsdóttir
Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla -
landssamtökum foreldra
„Nú ver andi land bún
að ar stefnu hafn að“ seg ir
al þings mað ur og f.v. ráð
herra í rík is stjórn í grein
um hugs an lega ESB að
ild á vef Skessu horns. Og
for mað ur Fé lags sauð fjár bænda seg ir á að
al fundi sam tak anna: „ Reynt að reka fleyg í
sam stöðu bænda gegn ESB.“ Síð ar í ræðu
hans á að al fundi Fé lags sauð fjár bænda seg
ir: „ Neysla á lamba kjöti hefði á þess um
tíma far ið úr 41 kílói á hvern lands mann í
23 kíló.“ Þ.e. sala virð ist hafa dreg ist sam
an um ca. 40% á til greindu tíma bili, sem er
starfs tími Sam taka sauð fjár bænda.
Bænd um fækk ar og tekj ur þeirra lækka.
Við var andi fólks fækk un hef ur ver ið í sveit
um lands ins. Í bú um á Vest ur landi, utan
Akra ness og ná grenn is, á Vest fjörð um og
Norð ur landi vestra þ.e. í Norð vest ur kjör
dæmi hef ur far ið stöðugt fækk andi á sama
tíma og með al ald ur íbúa svæð is ins fer
hækk andi, þ.e. unga fólk ið hverf ur á braut.
Skv. skýrsl um Byggða stofn un ar um þró
un at vinnu tekna 20002005 þá voru tekj
ur á Vest ur landi u.þ.b. 8% lægri en á höf
uð borg ar svæð inu og tekj ur á Vest fjörð um
eru um 13% lægri en á höf uð borg ar svæð
inu og tekj ur á Norð ur landi vestra u.þ.b.
17% lægri en á höf uð borg ar svæð inu.
Er ekki ver ið að semja um breytt fyr ir
komu lag heims við skipta með land bún að ar
af urð ir sem mun tak marka mögu leika á að
verja inn lend an land bún að með toll um og
öðr um höft um?
Get ur á stand ið eitt hvað versn að? Er nú
ver andi land bún að ar stefna eitt hvað til þess
að hrópa húrra yfir eða hanga á? Hversu
ár ang urs rík hef ur hún reynst vera fyr ir
bænd ur? Hversu ár ang urs rík hef ur byggða
stefna stjórn valda ver ið fyr ir lands byggð ina
und an farna ára tugi? Eru breyt ing ar eitt
hvað sem þarf að hræð ast? Er ekki frek ar
á stæða að ótt ast ó breytt á stand, á fram hald
andi stöðn un eða á fram hald andi hnign un á
lands byggð inni?
Er ekki í lagi að at huga hvaða mögu leik
ar fel ast í sam starfi við aðr ar Evr ópu þjóð
ir, með þátt töku í ESB, hvort sem er á sviði
land bún að ar, iðn að ar, sjáv ar út vegs eða al
mennt á sviði at vinnu og efna hags mála?
Borg ar nesi, 10. apr íl 2010
Guð steinn Ein ars son.
Íbúar Borgarbyggðar, horfum
bjartsýn fram á veginn
Hvað er að hræð ast?
Einelti
Bifreiða- og hjólbarðaverkstæði, smurstöð
Dekk og smur ehf.
Allar almennar bifreiðaviðgerðir s.s. tímareimaskipti,
hemla- og pústviðgerðir og margt fleira. Þjónustuskoðanir
fyrir flest bifreiðaumboðin.
Hjólbarða- og smurþjónusta, úrval af hjólbörðum.
Tryggjum faglega vinnu með fagmanni á staðnum.
Verið ávallt velkomin
Dekk og Smur ehf
Nesvegi 5, 340 Stykkishólmur
Sími 438-1385 GSM: 895-2324