Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2010, Page 10

Skessuhorn - 05.05.2010, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ Segja má að skammt sé stórra högga á milli í verk stæð is rekstri í Borg ar nesi. Und an far in miss eri hef ur eitt sprautu verk stæði ver ið rek ið þar í bæ og eitt bif reiða verk­ stæði, en nú hafa tvö ný bif reiða­ verk stæði bæst við. Ann að nefn­ ist Hvann nes sem er við Sól bakka 3 en hitt nefn ist Brák ar sund og er í ný legu húsi við Sól bakka 28. Sagt er að neyð in kenni naktri konu að spinna og á það vel við í þessu til­ felli þar sem bæði nýju verk stæð­ in eru stofn uð vegna breyt inga í at vinnu hjá eig end um þeirra en einnig vegna þess að verk stæð is­ hús in hefðu ella stað ið á fram auð. Skessu horn leit í heim sókn á bæði þessi verk stæði í vik unni sem leið. Úr sím virkj un í bíl ana Bræð urn ir Sig urð ur Ar el í us og Gunn ar Em ils syn ir hafa unn ið við sím virkj un á Vest ur landi í þrjá ára­ tugi. Vegna skipu lags breyt inga hjá Sím an um og síð an Mílu á síð asta ári misstu þeir störf sín í haust en voru á launa skrá fram í mars. Tím ann í vet ur hafa þeir nýtt til að und ir búa verk efn ið. En af hverju er þaul vön­ um sím virkj um sagt upp störf um? „Í dag er starf Mílu þannig að fyrst og fremst er ver ið að gera við það sem bil ar en minni á hersla lögð á fyr ir byggj andi við hald og ný lagn ir. Við höfð um alla tíð sem starfs menn Sím ans unn ið þetta sam hliða, gert við bil an ir, ann ast ný lagn ir og sinnt fyr ir byggj andi við haldi sím kerfa og slíkt,“ segja þeir Alli og Gunni í upp hafi. Þeir segja að hjá Mílu hafi á síð ustu tveim ur árum mark visst ver ið fækk að sím smið um á launa­ skrá og störf in boð in út. Þannig vill til að í annarri frétt í blað inu í dag er einmitt sagt frá verk taka samn ingi milli fyr ir tæk is ins Tel nets á Akra­ nesi við Mílu um að það fyrr nefnda taki við þeirri þjón ustu á Vest ur­ landi sem með al ann ars bræð urn ir Sig urð ur Ar el í us og Gunn ar sinntu áður sem starfs menn Mílu. Þeir bræð ur, á samt starfs mönn­ um Mílu í Stykk is hólmi, voru þeir síð ustu sem hættu störf um á lands­ byggð inni. Þeir segja að það hafi ekki hugn ast þeim að ger ast verk­ tak ar hjá fyr ir tæk inu eft ir þess ar skipu lags breyt ing ar og því á kveð ið að líta á þetta sem tíma mót og tæki­ færi til að söðla al gjör lega um. Við þjóð braut á kross göt um „Auk þess að við erum báð ir mennt að ir símsmið ir þá höf um við einnig aðra mennt un sem nýt ist vel við verk stæð is rekst ur. Alli er lærð ur blikk smið ur og ég er bif véla virkja­ meist ari. Við eig um þetta hús næði að Sól bakka 3 og er það mjög hent­ ugt til verk stæð is rekst urs og þar að auki vel stað sett hér við þjóð veg­ inn, á kross göt um norð ur og vest­ ur. Þá átt um við ó not að fyr ir tæki sem heit ir Hvann nes ehf. og var því ekk ert að gera ann að en að virkja það á ný,“ seg ir Gunn ar. Þeir bræð ur segj ast hafa not­ að tím ann frá því í októ ber til að sækja nám skeið sem nýt ast þeim við þenn an nýja rekst ur. Til dæm­ is hafi þeir sótt nám skeið í Capas tjóna skoð un og segja gott að hafa þau rétt indi gagn vart vinnu fyr­ ir trygg inga fé lög in og slíkt. Einnig hafi þeir náð sér í rétt indi í plast við­ gerð um, rúðu í setn ingu og fleiru. „Hvann nes verð ur al hliða bíla­ verk stæði, þar sem boð ið verð ur upp á við gerð ir, rétt ing ar, rúðu­ skipti, dekkja við gerð ir og ýms­ ar smá við gerð ir. Við ætl um að reyna að bjóða lágt verð en fyrst og fremst erum við svona að fikra okk­ ur á fram. Opn um verk stæð ið fyrst í hluta húss ins en seinna í sum­ ar verð ur starf sem in kom in í það allt, en hús ið er 250 fer metr ar að grunn fleti. Við erum núna að viða að okk ur nauð syn leg um tækj um og byrja.“ Auk bíla við gerða hyggj­ ast þeir bræð ur taka að sér síma­ og tölvu lagn ir fyr ir ein stak linga og fyr ir tæki og nýta með því ára tuga langa reynslu á því sviði. Byggt á 2007 bjart sýn inni Nokkru ofar við Sóla bakka reis fyr ir tveim ur árum mynd ar legt 740 fer metra hús á lóð núm er 28. Það byggðu feðgarn ir Hall dór Har alds­ son, sem eitt sinn rak bíla verk stæði í Borg ar nesi, og Há kon son ur hans. Hús ið var byggt með það fyr ir aug­ um að hægt væri að skipta því nið ur í fjög ur að skil in bil. Í öðr um enda húss ins hef ur nú ver ið stofn að bíla­ verk stæði und ir nafn inu Brák ar­ sund ehf. „ Þetta nafn á nátt úr lega sína sögu legu skírskot un hing að í Borg ar nes,“ seg ir Há kon sem var hálf ur ofan í vél ar húsi jeppa þeg­ ar blaða mað ur leit inn. „Við pabbi höf um ver ið að dunda við að byggja þetta hús á síð ustu árum, fór um af stað með mik illi bjart sýni en lent­ um svo í krepp unni. Nú erum við bún ir að ljúka við hús ið að mestu leyti og erum að vona að við get­ um leigt eða selt ein staka hluta þess fljót lega. Upp haf lega gerð­ um við ráð fyr ir að sala eða leiga á góðu iðn að ar hús næði hér í Borg ar­ nesi gengi fljótt og vel fyr ir sig, en það var sko árið 2007. Síð an hef ur margt breyst,“ seg ir Há kon. Eru í hlut verki Brák ar Hákon seg ir að fjár mögn un og loka metr ar bygg ing ar húss ins hafi ver ið þung ir und ir fæti, en hann er engu að síð ur bjart sýnn. Þeir feðg ar hans hafi sem bet ur fer lagt þokka lega mik ið eig ið fé í bygg ing­ una, unn ið mik ið sjálf ir við hús­ ið og ekki þurft að taka allt að láni. Fað ir hans er starfs mað ur í ál ver inu í Straums vík en er mik ið með Há­ koni um helg ar og í frí um. „Ég hef svona ver ið að gera grín að þessu á standi út frá nafn inu á fyr ir tæk­ inu. Ætli við feðg ar séum ekki í hlut verki Brák ar, en bank inn er Eg­ ill, stand andi á bakk an um og ger ir okk ar frek ar erfitt fyr ir. Hins veg­ ar veit ég að þetta er ekk ert eins­ dæmi. Bank arn ir hafa al gjör lega kúvent vinnu að ferð um sín um síð­ an fyr ir hrun. Nú eru þeir var kár­ ari en and skot inn en fyr ir hrun lán­ uðu þeir út og suð ur nán ast eins og fólk bað um. Við erum engu að síð ur bjart sýn ir og það er svo lít­ ið spurt um hús ið til leigu. Ef það leig ist að hluta verð ur miklu auð­ veld ara fyr ir okk ur að kljúfa dæm­ ið,“ seg ir Há kon. Hann seg ir að upp haf lega hafi þeir feðg ar ætl að að hafa eitt eða tvö bil í hús inu sem vinnu að stöðu, en ekki endi lega að hefja þar rekst­ ur fyr ir tæk is. „Ég er eig in lega að prófa að starta verk stæð is rekstri til að fá inn tekj ur á hús ið og er svona að byrja að láta vita af mér.“ Há kon hef ur sveins próf í bif véla virkj un en fað ir hans er meist ari í grein inni. Að spurð ur seg ist Há kon ekki ótt ast sam keppni þó bíla verk stæð­ um fjölgi nú um 100% í Borg ar­ nesi. „Það veit ir ekk ert af þessu og menn munu nátt úr lega sér hæfa sig eitt hvað. Strax og bet ur fer að ára í þjóð fé lag inu mun síð an ekk ert veita af þess um verk stæð um öll um,“ seg­ ir Há kon Hall dórs son. mm Tvö verk stæði bæt ast við í Borg ar nesi Sól bakki 28 er til sölu eða leigu, en hægt er að skipta hús inu í fjög ur sjálf stæð rými. Sig urð ur Ar el í us og Gunn ar Em ils syn ir á verk stæð inu Hvann nesi við Sól bakka 3. Verk stæð is hús Hvann ness. Há kon Hall dórs son á verk stæð inu Brák ar sundi við Sól bakka 28.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.