Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2010, Síða 18

Skessuhorn - 05.05.2010, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ Sýn ing in „Í þrótt ir í 100 ár“ sem opin hef ur ver ið á Akra nesi í vet­ ur, hef ur opn að augu sýn ing ar­ gesta fyr ir þeirri miklu fjöl breytni og sögu sem í þrótta­ og ung linga­ starf á Akra nesi býr yfir. Það var í tengsl um við þessa sýn ingu sem blaða mað ur Skessu horns komst á snoð ir um að með al í þrótta fólks frá Akra nesi er ein mann eskja með­ al ör fárra í land inu sem hef ur keppt með þrem ur lands lið um í í þrótt um. Þetta er Lauf ey Sig urð ar dótt ir sem á ár dög um kvennaknatt spyrn unn ar á Ís landi var ein besta fót bolta kona lands ins. Það var reynd ar á sama tíma og Lauf ey var í fyrsta sinn val­ in í lands lið ið í fót bolt an um að hún vann sig inn í ann að boltalands­ lið. Það var í hand bolt an um og þar sem hand bolt inn var meiri í þrótta­ grein hjá kon un um hér á landi á þeim tíma tók hún hand bolt ann fram yfir. Á þess um tíma var Lauf ey einnig í ung linga lands lið inu í bad­ mint on en sú í þrótt hef ur alltaf átt sterk tök í henni. Átti heima í í þrótta hús inu Lauf ey á sæti í A­ lands liðsnefnd KSÍ í kvennaknatt spyrnu og hef­ ur því fylgt lands lið inu tals vert í keppn is ferð um. Hún fór með lið inu á Evr ópu mót ið í Finn landi síð asta sum ar og í æf ing ar ferð til Serbíu og Króa tíu fyr ir stuttu. „Það er mik­ ill mun ur hvern ig stað ið er að hlut­ un um núna eða á þeim tíma sem ég var að spila með lands lið inu. Þetta er al gjör lega eins og svart og hvítt. Við erum með því líkt góða þjálf­ ara, Sig urð Ragn ar og Guðna, allt „tím ið“ í kring um lið ið er frá bært og KSÍ legg ur jafn mikla á herslu á kvennaknatt spyrn una og karl ana. Það er ofsa lega gam an að starfa við kvenna bolt ann á Ís landi núna,“ seg ir Lauf ey. „Ég fædd ist á Ak ur eyri og þriggja ára göm ul kom ég hing að til Akra­ ness með móð ur minni Ósk Jó­ hann es dótt ur hjúkr un ar fræð ingi og Bjarna Þór bróð ur mín um sem er ári yngri en ég. Æsku ár in hérna á Skag an um liðu í leikj um og í þrótt­ um. Eins og marg ir krakk ar var ég í öll um í þrótt um sem ég komst í. Það má segja að ég hafi átt heima í í þrótta hús inu við Vest ur götu og þá var Brekku bæj ar skóli eini skól­ inn í bæn um. Ég var í í þrótta hús­ inu öll kvöld, yf ir leitt fram á tólfta tím ann að ég skreidd ist heim til að sofa. Ég var ekki nema tíu ára göm­ ul þeg ar ég byrj aði í meist ara flokki kvenna í fót bolt an um en þá voru eng ir yngri flokk ar. Svo þeg ar ég var 12 ára keppti ég með meist ara­ flokkn um í fyrsta skipti á Ís lands­ móti inn an húss og þá urð um við Ís­ lands meist ar ar. ÍA varð mjög oft Ís­ lands meist ari í inn an húss fót bolt­ an um all an þann tíma sem ég var í bolt an um.“ Dóm ar inn kyssti einn leik mann inn Lauf ey byrj aði líka snemma að spila með meist ara flokki ÍA í fót­ bolta ut an húss. Þeg ar hún var stödd með Skaga lið inu í keppni norð ur á Ak ur eyri 16 ára göm ul gerð ist svo lít ið ó vænt. „Þeg ar leik ur inn er að byrja kem ur dóm ar inn allt í einu til mín. Hann seg ist vera pabbi minn og rek ur mér remb ings koss. Þetta kom mér al gjör lega á ó vart og reynd­ ar fannst stelp un um í báð um lið­ um þetta ansi kynd ugt að dóm ar­ inn skyldi kyssa einn leik mann inn. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá pabba minn,“ seg ir Lauf ey en fað­ ir henn ar er Sig urð ur Víglunds son sem lengi var knatt spyrnu dóm ari og bú sett ur á Ak ur eyri. Lauf ey seg ir að þeg ar hún var að byrja í fót bolt an um á Akra nesi hafi aðal for ingj arn ir í lið inu ver ið Krist ín Að al steins dótt ir og Ragn­ heið ur Þórð ar dótt ir. „Svo fylgd ust við að í öllu þessu í þrótta stússi ég og Ragn heið ur Jón as dótt ir, enda á svip uð um aldri. Við vor um sam­ an í bad mint on inu, fót bolt an um og hand bolt an um. Við urð um líka báð ar fót bolta dóm ar ar og átt um mót or hjól. Vor um mikl ar stráka­ stelp ur.“ Gekk erf ið lega að vinna bik ar inn Lauf ey var í ung linga lands lið­ inu í bad mint on í þrjú tíma bil, frá 1979­81 og varð á þeim tíma nokkrum sinn um Ís lands meist ari ung linga. „Við Skaga kon ur náð um svo að vinna aðra deild ina í hand­ bolt an um vor ið 1980. Það var svo eft ir að við fór um að spila í fyrstu deild inni sem ég var val in í hand­ boltalands lið ið. Það hitt ist þannig á að á sama tíma var fyrsta kvenna­ lands lið ið í knatt spyrnu val ið. Ég var þar líka. Ég þurfti því að velja á milli og á kvað að fara frek ar með hand boltalands lið inu til keppni í Þýska landi og Englandi held ur en vera með fót boltalands lið inu þeg­ ar það keppti fyrsta kvenna lands­ leik inn á móti Skot um. En ég átti svo eft ir að spila marga lands leiki í fót bolt an um, spil aði með hlé um til 1996. Við Skaga kon ur urð um síð an Ís lands meist ar ar í knatt spyrnu árin ‘84, ‘85 og ‘87. Við vor um líka í úr­ slit um bik ar keppn inn ar flest ár en okk ur líkt og körlun um gekk lengi vel ansi illa að vinna bik ar inn. Oft töp uð um við eft ir fram leng ingu og víta spyrnu keppni, þannig að það var bæði sorg og gleði í bolt an um. Það var ekki fyrr en 1991 að okk­ ur kon un um tókst að vinna bik ar­ keppn ina í eina skipt ið og það var eig in lega enn stærri stund en þeg­ ar við urð um í fyrsta skipti Ís lands­ meist ar ar 1984.“ Í hálfat vinnu mennsku til Þýska lands Meist ara flokk ur kvenna hjá ÍA fór til keppni á sterku æf inga móti í Hollandi vor ið 1985. Þetta mót hét Harlem Cup og unnu Skaga­ kon ur mót ið með glæsi brag, enda voru þær yf ir burða lið í deild inni hér heima um sum ar ið. „Á þessu móti voru stadd ir út­ send ar ar frá þýsk um lið um. Þar á með al voru þarna menn frá einu besta lið inu í Þýska landi á þess­ um tíma, Berg isch Glad bach. Þeir höfðu sam band við mig og buðu mér að spila með lið inu á næsta tíma bili á svoköll uð um hálfat­ vinnu manns samn ingi, fé lag ið borg aði flug ið út og allt uppi hald. Einnig var í samn ing un um að það átti að út vega mér vinnu. Ég spil­ aði með þessu þýska liði tíma bil ið þarna á eft ir ‘85­’86. Okk ur gekk mjög vel og ég var alltaf í byrj un­ ar lið inu nema í þau fáu skipti sem ég var meidd. Við lék um til úr slita bæði í deild og bik ar, en lent um í öðru sæti í báð um keppn un um. Úr slita leik ur inn í bik ar keppn inni er sér stak lega eft ir minni leg ur. Við keppt um þá á Ólymp íu leik vangn­ um í Berlín á móti Si egen. Á horf­ end ur voru fjöl marg ir og fjölg aði þeg ar á leik inn leið, voru orðn ir 60­70 þús und í seinni hálf leikn um. Strax á eft ir okk ar leik var nefni lega úr slita leik ur inn hjá körlun um og ég man að Stutt gart var þar ann að lið­ ið. Það var einmitt gam an að hitta Ás geir Sig ur vins son eft ir leik inn og spjalla við hann. Það gekk hins veg ar ekki jafn vel að fá vinnu, þar sem að við Ís­ lend ing ar vor um ekki að il ar að evr­ ópska efna hags­ og at vinnu svæð­ inu á þess um tíma. Eft ir dá litla bið var mér út veg uð svört vinna í verk­ smiðju sem fram leiddi skó hæla. Í þess ari verk smiðju unnu ein göngu tyrk nesk ar kon ur enda laun in ekki há. Þetta var svo sem ekki skemmti­ leg ur vinnu stað ur, en ég lét mig samt hafa það. Það var kost ur að þær töl uðu all ar þýsku þannig að ég var enn fljót ari að læra mál ið.“ Bjó í Banda ríkj un um í tvö ár Nokkru eft ir dvöl ina í Þýska­ landi kynnt ist Lauf ey banda rísk­ um her manni sem var í her stöð­ inni á Kefla vík ur flug velli, Mik a­ el Ed ward Henn. Þau gift ust og fluttu til Banda ríkj anna árið 1988. Bjuggu þau í ná grenni her stöðv ar í Mis so uri og á þess um tíma fædd ist eldri son ur inn Ró bert Þór. Dvöl in í Banda ríkj un um varð þó ekki nema tvö ár, þar sem Lauf ey snéri heim til Ís lands þeg ar Mik a el var kall­ að ur í Persaflóa stríð ið árið 1990. En hvern ig fannst henni að búa í Banda ríkj un um? Var í öll um í þrótt um sem ég komst í Skaga kon an Lauf ey Sig urð ar dótt ir hef ur keppt fyr ir Ís land í þrem ur lands lið um Af reks kon an Lauf ey Sig urð ar dótt ir. Ljósm. þá Bik ar meist ar ar ÍA í knatt spyrnu 1991. Fremri röð f.v.: Júl ía Sig ur steins dótt ir, Anna Lilja Vals dótt ir, Íris Steins dótt ir, Jón ína Víglunds dótt ir fyr ir liði, Stein dóra Steins dótt ir, Íris Þor varð ar dótt ir, Ásta Bene dikts dótt ir, Frið gerð ur Jó hanns dótt ir og Lauf ey Sig urð ar dótt ir sem held ur á Ró bert Henn. Aft ari röð f.v.: Sig ur steinn Há kon ar son, Smári Guð jóns son þjálf ari, Þrá inn Ó lafs son, Elva Gylfa dótt ir, Hel ena Ósk ars dótt ir, Hall dóra Gylfa dótt ir, Sig ur lín Jóns dótt ir, Ragn heið ur Jón as dótt ir, Magnea Guð laugs dótt ir, Guð rún Magn ús dótt ir, Ella Mar ía Gunn ars dótt ir og Gunn ar Sig urðs son for mað ur Knatt spyrnu fé lags ÍA.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.