Skessuhorn


Skessuhorn - 12.05.2010, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 12.05.2010, Blaðsíða 5
Í dag þurfa 24 þúsund heimili á aðstoð að halda. Þessi heimili ná ekki endum saman eða eru á mörkum þess að standa undir greiðslum og framfærslu. Menn verða að axla ábyrgð vegna efnahagshrunsins og vanrækslu í aðdraganda þess. Endurreisn efnahagskerfisins á nýjum siðferðisgrunni er þó forgangsmál núna. Ljúka þarf Icesave-málinu og setja hagsmuni þjóðarinnar á oddinn. Þar vega atvinnumál þyngst. Í stöðugleikasáttmálanum eru nefnd fjárfestingaverkefni fyrir milljarða sem gætu skilað 26 þúsund ársverkum á næstu árum. Þau áttu að vera komin af stað fyrir löngu. Hvert og eitt þessara verkefna hefði veruleg áhrif á efnagasframvindu og atvinnustig næstu ára. Ekki láta það tefjast lengur. Látið hendur standa fram úr ermum. Í dag eru 15 þúsund einstaklingar án atvinnu. Getum við sætt okkur við það? Þessu ástandi verður að linna. Það er ekki eftir neinu að bíða.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.