Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2010, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 23.06.2010, Blaðsíða 27
27ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ Föstu dag inn 25. júní næst kom­ andi verð ur hald inn á veg um Átt­ haga stofu dag ur til eink að ur Mar­ íu Mark an í Ó lafs vík. Mál þing og sögu sýn ing verð ur hald in í Klifi frá kl. 13­15 en dag skránni lýk ur með sögu göngu um Snopp una í Ó lafs­ vík, æsku slóð ir Mar íu Mark an. Þá verð ur Lista smiðja fyr ir börn í Sjáv ar safn inu með an á mál þingi stend ur frá kl. 12.30 til 16. „Nú er að hefj ast vinna við verk efni sem kall ast „Þekkt ir lista menn er tengj­ ast Snæ fells bæ,“ og fel ur í sér kynn­ ing á þeim þekktu ein stak ling um er tengj ast bæj ar fé lag inu og er þetta fyrsti hluti af því verk efni,“ seg ir Krist ín Björg Árna dótt ir verk efna­ stjóri Átt haga stofu. „Eitt af mark mið um Átt haga­ stofu er að standa fyr ir og stuðla að söfn un, skrán ingu og miðl un upp­ lýs inga um svæð ið, bæði í nú tíð og for tíð, til að gera fólk með vit að um á hverju sam fé lag ið bygg ir og hvar auð lind ir og tæki færi liggja. Með þess ari upp lýs inga öfl un og miðl­ un er hægt að gefa þeim sem á huga hafa tæki færi til að nálg ast þess­ ar upp lýs ing ar á auð veld an máta, nýta þær og fræð ast,“ seg ir Krist­ ín Björg. Söng víða Mar ía Mark an var fædd í Ó lafs­ vík 25. júní 1905. Hún var gædd fag urri sópran rödd og lærði söng er lend is. Mar ía söng víða um heim en á Ís landi var hún þekkt ust fyr ir flutn ing sinn á ljóð ræn um lög um. Hún kom víða við og söng með­ al ann ars í Þýska landi, Dan mörku, Englandi, Ástr al íu, Kanada og í Banda ríkj un um. Mar ía söng einnig margoft á Ís landi. Með al ann ars í Þjóð leik hús inu vet ur inn 1957 í óp­ er unni „Töfraflaut unni“ eft ir Moz­ art. Mar ía hafði háa sópran rödd. Raddsvið ið var sér stak lega mik­ ið og dýpstu tón arn ir svo fagr ir, að mörg alt­söng kon an mætti öf unda hana af þeim. Mar ía Mark an var gift Ge or ge Östlund og var bú sett í Banda ríkj­ un um árin 1940 ­ 1955. Þau hjón in flutt ust heim til Ís lands vor ið 1955 en sam an eiga þau einn son, Pét ur Östlund sem einnig er tón lista mað­ ur. Mar ía missti mann sinn í árs lok 1961 og lést sjálf árið 1995. ákj Laug ar dag inn 26. júní verð ur Brák ar há tíð hald in í ann að sinn í Borg ar nesi, en há tíð in er til heið­ urs Þor gerði Brák sem oft er nefnd fyrsta hetja Ís lend inga sagna. Há­ tíð in í ár verð ur með svip uðu sniði og í fyrra en nokk uð fjöl breytt ari og stærri í snið um. Líkt og í fyrra­ sum ar er spáð góðu veðri, eða um 20 stiga hita og stilltu veðri. Bæj ar­ bú ar eru hvatt ir til að skreyta göt ur sín ar í til efni dags ins. Dag skrá in hefst klukk an 10 með Bráka hlaupi frá Grana staða tún inu. Nú verð ur hægt að hlaupa bæði 10 km og 2,5 km. Hægt er að skrá sig til hlaups á www.landnam@landnam. is. Þeir sem ekki hafa á huga á að hlaupa, eða eru með börn á sín um snær um, geta far ið í Mennta skól­ ann og saum að vík inga föt á sig og/ eða börn in. Verð launa af hend ing í Brák ar hlaup inu verð ur við Brák ar­ eyj ar brúna að hlaupi loknu og það­ an geta svo all ir far ið nið ur í Eng­ lend inga vík þar sem Gísli Ein ars­ son stend ur fyr ir mikl um kapp leik í anda þeirra feðga Skalla gríms og Eg ils. Sá leik ur fer fram í leðj unni fyr ir fram an Eng lend inga vík en sam kvæmt flóða töflu verðu há fjara um klukk an 11 á laug ar dag inn þeg­ ar kapp leik ur inn hefst. Klukk an 13:30 hefst brúðu gjörn­ ing ur nið ur við Brák ar brú sem nem end ur vinnu skól ans og leik­ deild Skalla gríms fremja. Hóp ur­ inn hef ur í vik unni unn ið að því að gera brúð ur und ir leið sögn Bernd Ogrodnik. Þau munu svo á samt prúð bún um vík ing um frá Hring­ horna og Rimmugýg leiða skrúð­ göngu sem fer sem leið ligg ur uppí Skalla gríms garð þar sem við tek­ ur fjöl skyldu skemmt un og vík­ inga mark að ur. Þar munu vík ing ar úr Rimmugýg sýna bar daga list og Hring horn ar sýna forna leiki. Þar verð ur einnig dans að ur víki vaki, kaffi sala verð ur, far ið í leiki og fal­ leg asta gat an í Borg ar nesi verð laun­ uð. Jó hanna Harð ar dótt ir verð ur með rúna spá, Jó hanna á Háa felli mæt ir með kiðlinga og Þóra sagna­ kona á Akra nesi seg ir sög ur. Þetta og margt fleira í Skalla gríms garði. Kynn ir þar verð ur Unn ur Hall­ dórs dótt ir. Að fjöl skyldu skemmt un inni lok­ inni verð ur sleg ið upp götu grilli um all an bæ og er fólk hvatt til að ganga á milli og smakka hjá hin um eða bjóða til sín gest um. Klukk an 20 hefst svo skemmt un í Eng lend­ inga vík und ir stjórn Hjör leifs Stef­ áns son ar og fé laga. Mik ill fjöldi ein stak linga og fyr­ ir tækja hef ur kom ið að und ir bún­ ingi há tíð ar inn ar á samt Borg ar­ byggð og Neðri bæj ar sam tök un um. Brák ar há tíð er fjöl skyldu há t ið fyr ir börn á öll um aldri. mm Jóns messu ganga Ung menna fé­ lags ins Þrasta í Hval fjarð ar­ sveit verð ur far in fimmtu­ dag inn 24. júní. Lagt verð ur af stað klukk an 20:00 frá fé lags heim il­ inu Mið garði og geng­ ið upp að bæn um Vestri­ Reyni, út með Akra fjalli að Reyn is rétt og að gömlu hesta rétt inni í landi Ytra­Hólms und ir leið sögn Har ald ar Bene dikts­ son ar. Þar verð ur grill að í boði fé­ lags ins áður en all ir verða keyrð­ ir aft ur að Mið garði. Gert er ráð fyr ir að gang an taki um eina og hálfa klukku stund. Veð ur spá in er góð og all ir eru vel komn ir! Þess má geta að Ung­ menna fé lag ið Þrest­ ir verð ur 60 ára á þessu ári. Að sögn stjórn ar manna verð ur hald ið upp á það með veg­ leg um hætti í sept em ber. -frétta til kynn ing Um næstu helgi opn ar sýn ing in „Hús in í sókn inni“ í Gall erí Fjósa­ kletti á Fitj um í Skorra dal. Þetta er sam starfs verk efni eig enda Fitja og lista manns ins Gunn laugs Stef áns Gísla son ar sem sýn ir vatns lita verk af öll um 20. ald ar í búð ar hús um í Fitja sókn. Jafn framt verð ur opn uð ljós mynda sýn ing auk sýn ing ar þar sem gest ir geta séð hvern ig Skemm­ an á Fitj um hef ur ver ið klædd inn­ an með skíf um úr ungskógi á Fitj­ um og greni frá Stálpa stöð um. Gunn laug ur Stef án er son ur Vig­ dís ar Klöru sem var syst ir Guð­ mund ar og Stef áns Stef áns sona á Fitj um. Til gang ur sýn ing ar inn ar er að vekja á huga á varð veislu gildi þeirra húsa í sókn inni sem ekki eru þeg ar fall in og varð veita minn ing­ ar um bæ ina, eins og þeir voru þeg­ ar um 50 manns áttu heima í Fitja­ sókn. Þeg ar sýn ing unni lýk ur verð­ ur eft ir prent un um af lista verk un um kom ið fyr ir til fram búð ar á skilt um í skóg ar rjóðri á Fitj um, þar sem að auki verða upp lýs ing ar um eig end­ ur og á bú end ur jarð anna á 20. öld. Menn ing ar ráð Vest ur lands styrkti það verk efni. Auk lista verka Gunn laugs Stef áns eru á sýn ing unni í Gall erí Fjósa­ kletti sýnd ar gaml ar ljós mynd ir sem safn að var hjá fyrr um á bú end­ um jarð anna. Til gang ur inn með þess ari við bót við lista verk in er að gefa inn sýn í mann líf ið í sókn inni eins og það var með an „framdal­ ur inn“ ið aði af mann lífi. Nú er svo kom ið að heita má mann auðn í Fitja sókn því all ar jarð ir sem henni til heyrðu á 20. öld fóru í eyði eft ir miðja öld ina og mörg þeirra í búð­ ar húsa sem reist voru eft ir torf bæ­ ina eru nú ým ist illa far in eða horf­ in, þó með þeirri und an tekn ingu að hús ið í Háa felli hef ur not ið um­ hyggju og ver ið varð veitt af stakri fyr ir mynd. Það er von að stand enda sýn ing ar inn ar að unnt verði að forða þeim hús um sem eft ir standa frá tor tím ingu, því sem heild eru hús in og um hverfi þeirra mik il væg­ ar menn ing arminj ar og vitn is burð­ ur um fyrri tíð ar bú skap ar hætti og að stæð ur sem fólk bjó við. Auk sýn ing ar inn ar er gest um boð ið að skoða Skemm una á Fitj­ um sem nú hef ur ver ið klædd „skíf­ um“ úr ungskógi á Fitj um og greni frá Stálpa stöð um, en Fram leiðni­ sjóð ur land bún að ar ins studdi þetta frum kvöðla verk efni. Þess er vænst að fyrr um sókn ar börn Fitja sókn­ ar og af kom end ur þeirra fjöl menni á sýn ing una, en hún ætti einnig að höfða til allra á huga manna um menn ing arminj ar og húsa frið un. Sýn ing in verð ur opin til 15. sept­ em ber frá kl. 14:00 til kl. 18:00 alla daga vik unn ar nema mánu daga og þriðju daga. mm/khg Ham ingju dag ar á Hólma vík 2010 hefj ast með stór tón leik um í Bragg­ an um fimmtu dags kvöld ið 1. júlí. Um er að ræða Deep Purple Tri bu­ te þar sem fimm manna hljóm sveit stíg ur á stokk með rúm lega tveggja tíma prógram. Hólm vík ing ur inn Jón Ing mund ar son leik ur á hljóm­ borð og Ey þór Ingi Gunn laugs son, sem er með al ann ars þekkt ur úr band inu hans Bubba, syng ur. Aðr ir hljóð færa leik ar ar eru Andri Ívars­ son gít ar leik ari, Gunn ar Leó Páls­ son sem leik ur á tromm ur og Arn ar Ingi Hreið ars son bassa leik ari. Það er því um að gera að taka kvöld ið frá fyr ir þenn an stóra tón­ list ar við burð. Miða verð er kr 1.500 og verða tón leik arn ir í Bragg an­ um. Miða sala hefst við inn gang inn klukk an 20:15. Þess má geta að eft ir stór bætt ar sam göng ur til Hólma vík ur á síð asta ári tek ur að eins um tvo tíma að aka þang að úr Borg ar nesi, klukku tíma úr Búð ar dal, tvo tíma frá Hvamms­ tanga, 40 mín út ur frá Reyk hól um og tvo og hálf an tíma frá Ísa firði. Hólma vík er því meira mið svæð­ is en flest ir aðr ir þétt býl is stað ir á lands byggð inni. Frétta til kynn ing frá Ham ingju- dög um Ham ingju dag ar hefj ast með stór tón leik um Jóns messu ganga Umf Þrasta Fitja jörð in ber hvar vetna merki snyrti­ mennsku. Hér er Willys inn í bæj ar hlað­ inu og kirkj an í bak sýn. Hús in í sókn inni ­ sýn ing opn uð á Fitj um í Skorra dal Skemm an og fjós ið á Fitj um, þar sem sýn ing arn ar verða. Krakk arn ir á leik skól an um Uglu kletti í Borg ar nesi hafa und an farna daga ver ið að læra um Eglu, en leik skól ar í sveit ar fé lag­ inu fengu bók ina gef ins í til efni Brák ar há tíð ar. Hér voru þau stödd á Bjössar óló á mánu dag inn. Börn in hafa ver ið að læra um sög una og þenn an dag var far ið í sögu hring. Brák ar há tíð verð ur í Borg ar nesi á laug ar dag inn Frá há tíð inni í fyrra þeg ar Brák ar brúð an reis upp úr sund inu og geng ið var með hana í Skalla gríms garð inn. Dag ur til eink að ur Mar íu Mark an Mar ía Mark an

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.