Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2010, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 08.09.2010, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER Tón list ar skóli Snæ fells bæj ar hófst líkt og Grunn skóli Snæ fells­ bæj ar þann 23. á gúst síð ast lið inn. Nem end ur við skól ann eru um 90 en þó eru nokkr ir á biðlista. „Það er vegna þess að við erum að eins með einn kenn ara sem kenn ir á gít ar og tromm ur en þessi hljóð færi hafa ætíð ver ið mjög vin sæl,“ sagði Val­ ent ina Kay skóla stjóri í sam tali við Skessu horn. Auk gít ars og trommu er hægt að læra á pí anó og ýmis blást ur hljóð færi svo sem klar ínett, þver flautu, blokk flautu og saxa fón, við Tón list ar skóla Snæ fells bæj ar. Þá er einnig hægt að læra söng. Var heill uð af skand ína vískri tón list Val ent ina flutti til Ís lands frá Rúss landi árið 2002 en tók við sem skóla stjóri 2007 þeg ar Jó hann Þór Bald urs son, þá ver andi skóla stjóri, sagði upp störf um. Sjálf hóf hún tón list ar nám að eins fimm ára göm­ ul og lærði þá á harm on ikku. „Ég kenni á pí anó, harm on ikku og söng. Því mið ur eru ekki marg ir sem læra orð ið á harm on ikku en ég er að eins með þrjá nem end ur í námi hjá mér, þar af einn á grunn skóla aldri og tvo full orðna,“ sagði Val ent ina en hún fór í tón list ar mennta skóla í Rúss­ landi í fjög ur ár og síð an í tón list­ ar há skóla í Petr oza vodsk í Norð ur Rúss landi í sex ár það an sem hún lauk prófi sem tón list ar kenn ari. Hún hélt á fram að mennta sig eft ir að hún flutti til Ís lands og árið 2008 lauk hún BA námi í tón smíð um frá Lista há skóla Ís lands. En hvað varð til þess að hún á kvað að setj ast að á Ís landi? „Þeg ar ég var í há skól an um fékk ég styrk til þess að sækja tón list­ ar há tíð í Nor egi. Þetta var fyrsta ferða lag mitt til út landa, þá 35 ára göm ul. Ég hef alla tíð ver ið mjög hrif in af skand ína vískri tón list en eft ir þessa há tíð var ég al veg heill­ uð. Lag lín an er svo sér stök, takt ur­ inn og þess ir skand ína vísku hljóm­ ar og tón ar eru svo fal leg ir. Ég fór því að leita mér að vinnu í Nor­ egi sem ég fann ekki, en rakst þá á vinnu á Ís landi. Ég skrif aði Jóa skóla stjóra bréf og hann var mjög já kvæð ur gagn vart því að ráða til starfa þessa rúss nesku konu, sem kunni enga ís lensku,“ seg ir Val ent­ ina og hlær. „Mér líð ur mjög vel hérna. Hér er gott og hjálp samt fólk og ég get gert allt; lært, ferð ast og kennt. Úti bjó ég í 300 þús und manna borg sem þyk ir ekki stórt en er samt all ur í búa fjöldi Ís lands. Hér þekkja all ir alla og fólk er mjög sam held ið. Í fyrstu var ég al veg viss um að ég gæti ekki búið á svona litl­ um stað, vildi helst flytja til Reykja­ vík ur svo ég kæm ist til dæm is á tón­ leika. Núna myndi ég alls ekki vilja búa í stór borg. Ég fann frið inn hér og finnst svo nota legt að horfa á sjó inn og hlusta á fugl ana. Ef mig lang ar á tón leika þá keyri ég bara til Reykja vík ur.“ Mætti með þvotta vél í fang inu Val ent ina gift ist ís lensk um manni árið 2004, Ant oni Gísla Ing ólfs­ syni, og má því segja að hún sé al­ kom in til Ís lands. „Sveit ar fé lag ið út veg aði mér íbúð þeg ar ég flutti hing að fyrst og ég var ekki búin að vera lengi á land inu þeg ar það er bank að upp á hjá mér. Í dyr un­ um stóð þessi stóri og mikli mað ur með þvotta vél í fang inu. Ég brást strax við og sagð ist ekki hafa pant­ að neina þvotta vél. Mað ur inn sagð­ ist vita það en sveit ar fé lag ið væri að láta mig hafa þessa þvotta vél í í búð­ ina. Þarna var bæj ar starfs mað ur inn Toni á ferð inni en hann var síð an alltaf send ur á svæð ið þeg ar á þurfti að halda. Hann er mjög feim inn, góð ur og hjálp sam ur mað ur. Þeg­ ar ég held tón leika þá hjálp ar hann mér alltaf við að bera hljóð færi og stilla upp.“ Eft ir að Val ent ina og Toni giftu sig hafa þau ferð ast mik ið sam an og fóru með al ann ars til Aust ur rík­ is í tón leika ferð með kvar tett sem Val ent ina stofn aði árið 2006. Kvar­ tett inn heit ir Hin ir sí ungu og eru þetta fjór ir eldri menn en Val ent­ ina er stjórn andi. Þess má geta að sá elsti í hópn um er 86 ára en hin­ ir all ir á átt ræð is aldri. Hin ir sí ungu stefna á tón leika ferða lag næsta vor og þá er ætl un in að fara til Nor egs. „Núna ferð ast ég út um allt en við reyn um að fara eitt hvað á hverju ári. Hug mynd irn ar mín ar koma mjög gjarn an þeg ar ég er að ferð­ ast, þeg ar ég sé og upp lifi eitt hvað nýtt byrja ég yf ir leitt að semja. Það er eins og það sé eitt hvað sam band milli þess að sjá og að semja í mínu til felli.“ Fjöl skyldu hljóm sveit ir á jólatón leik um Tón list ar skóli Snæ fells bæj ar er starf rækt ur á þrem ur stöð um; í Ó lafs vík, á Hell issandi og á Lýsu­ hóli. Við skól ann starfa fjór ir tón­ list ar kenn ar ar en þess má geta að þrír þeirra koma frá Rúss landi. Eft­ ir að Val ent ina hafði sest hérna að mátti hún til með að draga vina fólk sitt úr há skól an um einnig til Ó lafs­ vík ur. Hjón in Ev geny Makeev og El ena Makeeva höfðu þeg ar á kveð­ ið að flytja til Nor egs en eft ir þrjú sím töl frá Val ent inu slógu þau til og komu til Ís lands. Eini ís lenski kenn ar inn við tón list ar skól ann er því Nanna Þórð ar dótt ir. „Í ár er helsta nýj ung in hjá okk­ ur jólatón leik arn ir sem við ætl um að hafa með held ur breyttu sniði. Þá taka þátt svo kall að ar fjöl skyldu­ hljóm sveit ir en hug mynd in er sú að börn, for eldr ar, systk ini, ömm ur og afar fari öll á svið og spili sam an fyr ir á horf end ur. Engu máli skipt­ ir ef ekki all ir kunna á hljóð færi, við mun um að stoða fólk við það. Að al­ at rið ið er að taka þátt og skemmta sér,“ sagði Val ent ina en að henn ar sögn eru all ir mjög spennt ir fyr ir þess ari nýj ung. Hún seg ir for eldra á svæð inu yf ir leitt mjög hjálp sama og að þau taki virk an þátt í tón list­ ar lífi barn anna. „All ir hlakka mik­ ið til jólatón leik anna en tón list ar­ skól inn tek ur líka ætíð þátt í árs­ há tíð grunn skól ans. Gott sam starf er milli þess ara skóla og einnig er tón list ar skól inn í góðu sam starfi við dval ar heim il ið og leik skól ana. Nem end ur tón list ar skól ans spila og syngja fyr ir gamla fólk ið á dval ar­ heim il inu og unga fólk ið í leik skól­ un um í hverj um mán uði. Þá koma krakk arn ir af leik skól un um iðu lega í heim sókn til okk ar í tón list ar skól­ ann. Þetta hef ur tek ist mjög vel og mun um við byrja þetta aft ur núna í októ ber.“ Lít ið skóla verk efni varð að söng leik Fyr ir tveim ur árum var sett ur upp söng leik ur inn Prinsessa Súsí í Ó lafs vík. Söng leik ur inn var hug­ ar smíð Val ent inu en hún samdi alla tón list fyr ir verk ið. Bar bara Fleck­ in ger samdi síð an ís lenska texta við lög in. „Það er mjög skemmti leg saga á bak við það hvern ig söng leik­ ur inn varð til. Það var þannig að Vikt or ia dótt ir mín kom til mín og bað mig að að stoða sig með verk­ efni sem hún átti að vinna þeg­ ar hún var í FSN. Hún hafði feng­ ið fjög ur orð með sér heim og átti að semja sögu út frá þess um orð um. Orð in fjög ur voru: Prinsessa, dreki, vatn og steinn. Ég sett ist nið ur með þessi orð um klukk an hálf eitt að nóttu til og byrj aði að semja. Sag an bara kom til mín og tón list in líka. Ég sýndi Vikt or iu þetta dag inn eft­ ir en hún sagð ist ekki get að not að þessa sögu í skól an um, þetta væri mín saga. Ég hélt síð an á fram að vinna úr hug mynd inni, fékk Bar­ böru til að semja texta við lög in og úr varð þessi söng leik ur,“ rifj­ ar Val ent ina upp. Alls tóku um 80 krakk ar þátt í verk inu og tókst það með ein dæm um vel. Söng leik ur inn var einnig gef inn út sem kennslu­ bók fyr ir börn í leik skól um, grunn­ skól um og tón list ar skól um en það var í fyrsta sinn sem Val ent ina gaf út eig in verk. Bók ina er með al ann­ ars hægt að nálg ast í Tóna stöð­ inni í Reykja vík. „ Næsta bók, Etu­ des, er á leið inni en það eru tækni­ æf ing ar á pí anó. Ég sem helst verk fyr ir krakka en ég hef alla tíð starf­ að mik ið með börn um. Úti vann ég mik ið með barna kór um og lét ég þá oft syngja lög eft ir mig sjálfa,“ sagði Val ent ina að lok um. ákj Myndi ekki vilja búa í stór borg aft ur Rætt við Valent inu Kay skóla stjóra Tón list ar skóla Snæ fells bæj ar Æf ing in skap ar meist ar ann. Val ent ina Kay skóla stjóri Tón list ar skóla Snæ fell inga seg ist líða vel í Ó lafs vík og myndi ekki vilja búa í stór borg aft ur. Upp setn ing Prinsessu Súsí fyr ir tveim ur árum. Val ent ina og Hin ir sí ungu. Yngsta kyn slóð in fylgist spennt með kynn ingu á hin um ýmsu blást urs­ hljóð fær um. Ein beitt ir trompet leik ar ar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.