Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2010, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 08.09.2010, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER Kennsla hófst í Tón list ar skóla Grund ar fjarð ar 1. sept em ber síð­ ast lið inn. Nem end ur eru um hund­ rað en að sögn Þórð ar Guð munds­ son ar skóla stjóra tín ast yf ir leitt inn fleiri nem end ur með haustinu en það eru alltaf ein hverj ir sem gleyma að skrá sig. „Starfs lið ið kem ur nú ferskt inn eft ir sum ar ið og við erum með ýms ar nýj ar hug mynd ir í fæð­ ingu og vinnslu. Þar á með al er nýtt söng nám, ein hver sam starfs verk efni við skól ana á svæð inu; grunn skól­ ann og fjöl brauta skól ann og ýms­ ir tón leik ar sem við mun um halda í vet ur,“ sagði Þórð ur en blaða mað­ ur leit við á skrif stofu hans í tón list­ ar skól an um í síð ustu viku. Söng nám í fyrsta skipti í Grund ar firði „Í vet ur mun um við bjóða upp á söng nám sem við köll um Söng­ list. Þetta er ekki hefð bund ið klass­ ískt söng nám held ur meira á létt ari nót un um. Söng ur hef ur ekki áður ver ið kennd ur í Grund ar firði fyr­ ir utan kór a starf og hef ég oft ver­ ið spurð ur út í hvort ekki eigi að hefja kennslu í söng. Það eru þær Linda Mar ía Niel sen og Sonja Karen Mar in ós dótt ir sem munu sjá um á fang ann, en hann verð ur sett­ ur upp sem skemmti legt söng nám fyr ir alla 15 ára og eldri. Við á kváð­ um að hafa þetta ein göngu fyr ir þá sem eldri eru því grunn skólakrakk­ arn ir fá á kveð ið söng nám í skól­ an um. Þetta er bara í fæð ingu hjá okk ur og því erfitt að gera sér grein fyr ir að sókn í þetta nám. Við erum bara að byrja að aug lýsa,“ sagði Þórð ur. Hann seg ir vet ur inn leggj­ ast mjög vel í sig þó svo að skól inn finni vel fyr ir fjár hags erf ið leik um eins og aðr ir. „Við höf um þurft að skera nið ur eins og aðr ir en höld um þó dampi. Nú kross ar mað ur bara fing ur og von ar að þetta lag ist allt sam an. Við meg um ekki við meiri skerð ingu.“ Í glugga lausu kjall ara rými Við skól ann starfa sex kenn ar­ ar og þrjár hljóm sveit ir; lúðra sveit­ in, skóla hljóm sveit og síð an yngri skóla hljóm sveit sem alla jafn an er köll uð Juni or­band. „Krakk arn­ ir þurfa að vera komn ir á á kveð­ ið stig í nám inu til að geta tek­ ið þátt í hljóm sveit un um en skóla­ hljóm sveit irn ar skipa þeir krakk ar sem lengst eru komn ir í námi, eru stund vís ir og eru al mennt að standa sig vel,“ seg ir Þórð ur en hann seg­ ist einnig hafa ver ið mjög hepp inn með starfs fólk á þess um tíma sem hann hef ur ver ið við skól ann. „Hér er mjög lít il starfs manna velta sem er já kvætt. Þeg ar ég byrj aði vor um við að eins fjög ur að vinna hér fyrstu árin en erum nú tveim ur fleiri. Ég á kvað að fjölga starfs fólki ekki ein­ göngu vegna þess að starf sem in í skól an um hef ur ver ið að aukast held ur einnig vegna þess að á lag ið á okk ur fjög ur sem vor um hér fyr­ ir var of mik ið. Á lag ið dreif ist þá á fleiri hausa núna,“ seg ir Þórð ur en sjálf ur kenn ir hann á bassa, pí anó og stjórn ar skóla hljóm sveit inni. Tón list ar skóli Grund ar fjarð ar er til húsa í grunn skóla bygg ing unni, í kjall ar an um und ir í þrótta hús inu á sama stað og fé lags mið stöð in og lík ams rækt ar stöð in. Þórð ur seg­ ir þetta hús næði vera orð ið alltof lít ið fyr ir starf sem ina. „Við þurf­ um til dæm is að fá að stöðu lán aða hjá fé lags mið stöð inni und ir lúðra­ sveita ræf ing ar og hér er í raun eng­ in kenn ara að staða. Okk ur sár vant­ ar stór an sal und ir hljóm sveita ræf­ ing ar og sam spil. Starf sem in er að þenj ast út og skól inn er sí fellt að stækka. Núna er auð vit að ekki rétti tím inn til að biðja bæj ar yf ir völd um nýtt rými en draum ur inn er að fá gott, stórt og var an legt hús næði. Þetta sem við erum í núna er ekk­ ert ann að en glugga laust kjall ara­ rými.“ Ýms ar hug mynd ir í gangi Í fyrra vet ur var sett ur upp söng­ leik ur inn Blúndu brók og brillj ant ín í Grund ar firði sem er án efa stærsta ein staka verk efn ið sem tón list ar­ skól inn hef ur stað ið fyr ir. „ Þetta hafði aldrei ver ið gert áður en við vor um með sex eða sjö sýn ing ar og það var upp selt á þær all ar. Við höf­ um mik inn á huga á að gera eitt hvað þessu líkt aft ur og erum að skoða hvort það verði jafn vel gert eft ir ára mót. Við mun um nota tím ann núna í haust til að skipu leggja hvað við ger um í vet ur. Það eru alls kon ar hug mynd ir í gangi en við erum ekki búin að negla neitt. Ég var bú inn að ganga með hug mynd ina í mag­ an um að setja upp söng leik frá því ég kom hing að til Grund ar fjarð­ ar. Á kveðnu mark miði var því náð í fyrra vet ur þeg ar við sett um upp Blúndu brók og brillj ant ín. Alltaf vill mað ur þó gera bet ur en síð ast og nú er ég bara að brjóta heil ann um hvað það gæti ver ið.“ Frá hljóm sveita brans an­ um í sveit ina Þórð ur flutti til Grund ar fjarð ar árið 2005. Hann var þá ráð inn í eitt ár til að leysa af þá ver andi skóla­ stjóra og þeg ar hann á kvað að koma ekki aft ur hélt Þórð ur á fram að starfa sem skóla stjóri. „Ég hef meira og minna alla tíð ver ið í tón list. Ég lærði við Tón list ar skóla F.Í.H. og var í tvö ár í tón list ar há skól an um Berklee í Boston í Banda ríkj un um. Ég hef síð an unn ið sem skóla stjóri á fleiri stöð um svo sem Tálkna firði, Hólma vík og á Suð ur eyri og vet ur­ inn áður en ég kom hing að var ég að kenna í Hafn ar firði. Í gegn um tíð ina hef ég mik ið ver ið við rið inn hljóm sveit ar brans ann. Ég spil aði á bassa með Stjórn inni í nokk ur ár og spil aði mik ið á Broa d way og á Hót­ el Ís landi. Þá var ég að vinna með ýmsu tón list ar fólki og söngv ur um sem voru að syngja á þess um stöð­ um svo sem Björg vini Hall dórs­ syni, Diddú, Pálma Gunn ars, Siggu Bein teins, Gunn ari Þórð ar syni o.fl. Á þess um tíma var ég einnig kall­ að ur í alls kon ar verk efni og spil­ aði til að mynda inn á ótal plöt ur með hin um og þess um. Þetta var mjög skemmti leg ur tími en eins og með allt ann að þá fær mað ur leið ef mað ur ger ir of mik ið af því. Það má segja að ég hafi klárað kvót­ ann,“ sagði Þórð ur en á end an um á kvað hann að taka sér frí frá þess­ um bransa. Hann fór að kenna og fljót lega var hann sest ur að á Snæ­ fells nes inu. „Ég er ætt að ur af sunn an verðu Snæ fells nesi en for eldr ar mín ir búa enn á Mið hrauni þar sem ég ólst upp. Þess má geta að systk ini mín bjuggu í Grund ar firði þeg ar ég var tán ing ur og voru að kenna í grunn skól an um. Ég var hér einn vet ur þeg ar ég var 16 ára að vinna í fiski og bjó þá hjá syst ur minni. Það má þó segja að það hafi ver­ ið al gjör til vilj un að ég flutti hing­ að aft ur en ég sá starf ið aug lýst og á kveð að sækja um. Grund ar fjörð­ ur er ein stakt sam fé lag en fólk hér er svo gott og sam held ið. Það eru all ir til bún ir til að taka þátt í öllu. Við erum einnig hepp in hvað fólk hef ur ver ið já kvætt gagn vart tón­ list ar skól an um. Það er mik il vægt fyr ir okk ur að finna þessa já kvæðu strauma í vinnu,“ seg ir Þórð ur en hann er nú bú sett ur á sunn an verðu Snæ fells nes inu. „Ég var í fimm ár í íbúð frá bæn um en hún var síð­ an sett á sölu. Það hef ur alltaf ver ið erfitt að fá leigu hús næði í Grund­ ar firði svo ég á kvað að prófa þetta í vet ur, að keyra á milli.“ Eng in upp á halds tón list Þórð ur seg ir árin sem hann var í námi úti í Banda ríkj un um hafa ver ið æð is leg. „ Boston er dæmi­ gerð ur há skóla bær og Berklee er stór skóli. Ég var bara í þessu tón­ list ar sam fé lagi og gat lagt mig all­ an í tón list ina. Það var eng in trufl­ un. Ég var einnig svo hepp inn að fá styrki til náms frá skól an um og þurfti í raun inni ekki að borga nein skóla gjöld, en þau geta ver ið mjög há í Banda ríkj un um. Þetta var mik il lífs reynsla; nýtt um hverfi og flott­ ir og góð ir kenn ar ar. Það er gam­ an að hafa próf að þetta. Á þess um tíma ein beitti ég mér mjög mik­ ið að djasstengdri tón list en ég get ekki sagt að ég eigi mér neina upp­ á halds tón list í dag. Þeg ar mað ur vinn ur svona mik ið við tón list þá hlust ar mað ur ekki mik ið á tón list þeg ar heim er kom ið. Þögn in er oft kær kom in mús ík,“ sagði Þórð ur að lok um. ákj Þögn in oft kær kom in mús ík Rætt við Þórð Guð munds son skóla stjóra Tón list ar skóla Grund ar fjarð ar Þórð ur Guð munds son skóla stjóri Tón list ar skóla Grund ar fjarð ar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.