Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2010, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 27.10.2010, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER Dag ana 4.­7. nóv em ber næst­ kom andi verð ur menn ing ar há tíð in Norð ur ljós in hald in í fyrsta sinn í Stykk is hólmi. Með al þeirra sem að há tíð inni koma er Hólm fríð ur Frið­ jóns dótt ir sem skipu legg ur stór tón­ leika í kirkj unni á laug ar deg in um. „Há tíð in lyft ir und ir bæj ar líf ið og and ann í Stykk is hólmi. Þarna verð­ ur til far veg ur svo þeir sem hafa eitt hvað fram að færa á lista svið inu fái not ið sín og aðr ir fái not ið þeirra krafta,“ sagði sópran söng kon an og tón list ar kenn ar inn Hólm fríð ur í sam tali við Skessu horn. Hún mun á samt fé lög um, bæði bú sett um og brott flutt um Hólm ur um, Karla­ kórn um Kára og und ir leik ar an um László Pétö halda tón leika í Stykk­ is hólms kirkju laug ar dag inn 6. nóv­ em ber næst kom andi. Á kvað að skjóta rót um í nýj an jarð veg Hólm fríð ur hóf sitt tón list ar­ nám á klass ísk an gít ar tíu ára göm­ ul. Lengst af lærði hún hjá Sím oni Ívars syni og tók gamla fjórða stig ið á gít ar 19 ára göm ul. „Þá var kom­ ið nóg af gít ar leik í bili og ég hóf söng nám árið 1984 við Tón list ar­ skóla Sig ur sveins D. Krist ins son ar hjá John Speight og síð ar í Tón list­ ar skól an um í Reykja vík hjá Ruth L. Magn ús son, sem bæði voru bresk, og það an lauk ég átt unda stigi árið 1996. Sam hliða söng nám inu var ég í námi við Há skóla Ís lands. Þar tók ég fyrst 30 ein ing ar í al menn­ um mál vís ind um og fyllti síð ar upp í BA nám ið með 60 ein ing um í þýsku. Ég bætti síð an við kennslu­ rétt ind un um árið 1989 en sama ár hófst fer ill minn í þýsku kennslu.“ Hólm fríð ur kenndi þýsku við Fjöl brauta skól ann í Garða bæ, MR og Kvenna skól ann í Reykja vík áður en líf ið flutti hana í Hólm inn og þá fór hún að kenna bæði við Tón list­ ar skóla Stykk is hólms og þýsku við Fjöl brauta skóla Snæ fell inga. „Vor­ ið 2003 á kvað ég að fara með kór­ inn minn í Kvennó í æf inga búð­ HET HETJA GAMANLEIKUR BYGGÐUR Á BÁRÐARSÖGU SNÆFELLSÁSS  - E.B. – Fréttablaðið  - J.V.J. DV “Öll einkennist sýningin af leikgleði og hugmyndaauðgi, manni leiðist ekki eina mínútu” Aukasýning í Landnámssetrinu Borgarnesi Föstudagin 29. Okt kl. 20.00 Miðasala í síma 437-1600 landnam@landnam.is Fann að það var kom inn tími til að breyta Rætt við Hólm fríði Frið jóns dótt ur sem keypti hús í Stykk is hólmi árið 2003 án þess að þekkja þar nokkurn mann ir í Stykk is hólmi. Ég keyrði hing­ að á töfr andi og fersk um morgni og gjör sam lega heill að ist. Á leið­ inni heim velti ég því fyr ir mér hvort mað ur ætti ekki einu sinni í líf inu að breyta al veg til, leggja frá sér það gamla og fanga eitt hvað nýtt. Söng kenn ar inn hér í Hólm in­ um var að fara í leyfi og í Grund­ ar firði var ver ið að byggja nýj an fjöl brauta skóla, svo ég var nokk­ uð ör ugg um að fá gott starf. Ég fór úr mjög góð um að stæð um fyr­ ir sunn an en ein hvern veg inn vissi ég í hjarta mínu að það væri kom­ inn tími til að breyta til í mínu lífi,“ sagði Hólm fríð ur sem án þess að þekkja nokkurn mann í Stykk is­ hólmi keypti sér hús og flutt ist bú­ ferl um með þrjár ung ar dæt ur. Eins og að keyra í þrí- víðu lands lags mál verki Til þess að læra þýsk una bet ur á kvað Hólm fríð ur að verja þrem­ ur sumr um í Svarta skógi í Þýska­ landi. Fyrstu tvö sumr in var hún á stað sem heit ir Altglashütten, lít­ ið fjalla þorp þar sem skóg ur inn er þétt ast ur og fal leg ast ur. Síð asta sum ar ið var hún hins veg ar í Wald­ kirch sem ligg ur að eins norð ar og er stærri bær. „Þá var þýsk an mín orð in það góð að ég gæti unn ið sem þjónn á veit inga húsi. Kokkn­ um á þessu veit inga húsi, Gast haus Zum Hirschen, varð eitt hvað lit ið til mín, elti mig til Ís lands og sam­ an eig um við þrjár ynd is leg ar dæt­ ur. Sam band ið rann síð an sitt skeið eins og geng ur og ég varð ein með stelp urn ar mín ar þeg ar þær voru tveggja, þriggja og fimm ára. Síð­ an liðu sjö ár og oft varð lífs róð ur­ inn þung ur en alltaf inni halds rík ur og full ur af á skor un um. Stelp urn ar voru orðn ar níu, tíu og tólf ára þeg­ ar ég tók mig upp með þær. Ég fékk strax starf við Tón list ar skóla Stykk­ is hólms en á kvað að sækja ekki um í FSN ­ fannst ég hafa gert skyldu mína við fram halds skól ann í bili. Guð björg skóla meist ari frétti hins veg ar af mér og hringdi í mig. Ég hugs aði mig vel um en fannst það síð an skyldu mína að leggja þess um nýja skóla lið og hef ver ið í 50% starfi síð an 2004. Vinnu dag ur inn get ur því orð ið ansi lang ur en ég tel það vera hluta af lífs gæð um mín um að fá að vera á ferð inni. Ég fer út í Grund ar fjörð þrisvar í viku og það loft ar um mig að eiga er indi þang­ að út eft ir. Leið in er nán ast eins og að keyra í þrí víðu lands lags mál­ verki og pensla för in eru mjög mis­ mun andi eft ir árs tíð um. Þetta er töfr andi heim ur og ég tel það vera gríð ar leg lífs gæði að búa við slíka nátt úru feg urð.“ Kom á eig in for send um Hólm fríð ur seg ist hafa tengst sam fé lag inu mjög hratt en á samt því að kenna við tón list ar skól ann fór hún með al ann ars að leika með leik fé lag inu. „Mik il vægt er að bíða ekki eft ir því að sam fé lag ið sam­ þykki þig held ur verð ur mað ur að vinna að því sjálf ur. Ég kom hing­ að al gjör lega á mín um for send um því ég vildi breyta til í mínu lífi. Við mæðgurn ar erum einnig mjög sterk ein ing sem gerði þetta auð veld ara. Það var hár rétt á kvörð un fyr ir mig að koma hing að vest ur. Mér líð ur mjög vel hérna og starfa við ynd is­ leg við fangs efni. Að kenna ung ling­ um er lent tungu mál og fólki tón list eru ó trú lega nær andi og skemmti­ leg við fangs efni sem einnig telj­ ast mik il lífs gæði. Ég tel það hins veg ar vera mik il vægt fyr ir okk ur öll að þekkja okk ar vitj un ar tíma og hver veit hvað verð ur næst í mínu lífi. Ég kom hing að í leit að nýrri upp sprettu en ef lind in þorn ar eða spillist af öðr um á stæð um mun ég leita á nýj ar slóð ir.“ Hólm fríð ur ólst upp í Vog un­ um í Reykja vík og síð ar Vest ur bæn­ um. Hún seg ist þó alltaf hafa haft ást á lands byggð inni og sveit inni. „Ég var svo hepp in að fá að fara til frænda míns Snorra Hjálm ars­ son ar að Syðstu­Foss um í Borg ar­ firði þrjú sum ur þeg ar ég var ung­ ling ur. Hann er mik ill ten ór söngv­ ari og æfði sig í fjós inu á með an við mjólk uð um sam an. Á stríða hans á söng inn an um skepn urn ar af tærri hjart ans ein lægni átti þátt í að vekja á huga minn á söng list inni. Hef ur þroskast og dafn að sem söng kona „Við Tón list ar skóla Stykk is­ hólms kenni ég ein söng, á gít­ ar, pí anó og ann að sem til fell ur. Þeir sem starfa við tón list ar skól ana úti á landi þurfa oft að taka að sér ann að en þeirra að al fag og hér er eng in und ar tekn ing á því. Í febr ú­ ar 2008 komu síð an til mín nokkr­ ir karl ar sem höfðu á huga á því að syngja í kór. Þeir fóru þess á leit við mig að taka að mér það verk efni og var þá stofn að ur Karla kór inn Kári sem sam anstend ur af söngv ur um úr Stykk is hólmi og Grund ar firði. Við höf um síð an hald ið tón leika, sung­ ið í af mæl um, öðr um skemmt un um og við kirkju leg ar at hafn ir. Ég legg mesta á herslu á að and rúm loft ið ein kenn ist af létt leika og söng gleði. Kór inn er þeirra vett vang ur til að fá út rás, bæði fé lags lega, til finn inga­ lega og þá lík am legu út rás sem ein­ stak ling ur inn fær við að syngja.“ Hólm fríð ur seg ist sjálf hafa þroskast mik ið og dafn að sem söng­ kona eft ir að hún flutti í Hólm inn. „Eft ir að ég kom hing að vest ur að kenna hef ur rödd in mín þroskast og stækk að mjög mik ið. Að stað­ an hér til æf inga er al veg frá bær og í eitt sinn sem ég var að æfa mig í kirkj unni heyrðu frönsk hjón í mér. Þau voru mjög hrif in og komu mér í kynni við fransk an org anista sem þau þekktu. Við höf um síð an hald­ ið tón leika sam an bæði hér á landi, í Tou lou se í Frakk landi og í Búda­ pest í Ung verja landi,“ sagði Hólm­ fríð ur að end ingu en eins og áður sagði geta les end ur heyrt tóna henn ar, sem og ann arra, laug ar­ dag inn 6. nóv em ber næst kom andi í Stykk is hólms kirkju. ákj Hólm fríð ur á samt dætr um sín um þrem ur; Lilju, Jón ínu og Sól ey. Hólm fríð ur Frið jóns dótt ir sér um skipu lagn ingu stór tón leika í Stykk is hólms kirkju á menn ing ar há tíð inni Norð ur ljós um laug­ ar dag inn 6. nóv em ber næst kom andi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.