Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2011, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 09.02.2011, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR Okk ur er tamt að tala um ná­ granna þjóð ir okk ar sem frænd­ ur, ekki síst þær þjóð ir sem við vor­ um hluti af um ald ir, Norð menn og Dani. Það eru þó næstu ná grann ar okk ar, Fær ey ing ar, sem sýnt hafa ís­ lensku þjóð inni hvað mest vin ar þel í seinni tíð, eins og t.d. þeg ar marg­ um rætt hrun átti sér stað. Þá voru það Fær ey ing ar sem fyrst ir brugð­ ust við og buð ust til að að stoða okk­ ur Ís lend inga. Þeir eru líka marg ir Fær ey ing arn ir sem sest hafa að hér á landi og sér stak leg ar var það upp úr miðri síð ustu öld sem þeir flykkt ust hing að til lands, þeg ar at vinnu líf hér blómg að ist eft ir erf iða tíma, kreppu og stríð úti í heimi. Þann 17. febr ú ar 1955 lagð ist Drottn ing in, Dronn ing Al ex andrine, að bryggju við Reykja­ vík ur höfn. Með al far þega voru 17 fær eysk ar stúlk ur, flest ar ung ar að árum. Yngst í hópn um, að eins 16 ára göm ul, var Aina Björk Dam. Flest­ ar voru stúlk urn ar að fara að starfa á hjúkr un ar heim il um. Aina á samt níu örð um úr þess um fær eyska hópi réðst til starfa á berkla hæl inu Víf­ ils stöð um. Með al sjúk linga á Víf ils­ stöð um þann tíma sem Aina starf aði þar var ung ur glæsi leg ur mað ur frá Akra nesi, Ben óný Dan í els son. Mál in þró uð ust þannig að Aina fylgdi hon­ um á Skag ann og hef ur búið þar síð­ an. Blaða mað ur Skessu horns kíkti í heim sókn til Ainu á Suð ur göt una á dög un um og átti við hana á gætt spjall. Hún seg ir að tím inn á Ís landi hafi ver ið skemmti leg ur og þó nokk­ uð við burða ríkur, ekki síst síð asta árið þeg ar skipt ust á skin og skúr ir í lífi Ainu. Fannst þetta æv in týri „Ég ólst upp í Þórs höfn, fædd ist þar í apr íl mán uði 1938. Við vor um sex systk in in og ég var þriðja elst í hópn um. Við átt um heima of ar lega í bæn um og það an sást vel yfir höfn­ ina. Fað ir minn var skrif stofu mað ur hjá Fær eyska skipa fé lag inu og ég átti skemmti lega, ör ugga og góða æsku. Þetta var gott sam fé lag, líka hjá okk­ ur ungu kyn slóð inni og við ól umst upp á heil brigð an máta. Fær ey ing­ ar eru til dæm is mjög trú ræk in þjóð og á sunnu dög um fór um við systk in­ in í kirkju með pabba. Á með an var mamma heima að und ir búa mat inn og sjá um heim il ið. Það hitt ist þannig á að frænka móð ur minn ar var gift for stöðu­ manni spít al ans á Víf ils stöð um. Það var á stæð an fyr ir því að til tals kom að ég færi til Ís lands þótt ég væri bara ný lega fermd. Þá vant aði svo mik ið vinnu afl til Ís lands. Mér fannst þetta mik ið æv in týri og spenn andi og það var ekki vit und beyg ur í mér þótt ég vissi að þarna væri feng ist við erf ið­ an og ban væn an sjúk dóm. Ég kunni strax vel við mig á Víf­ ils stöð um. Vann við ým is legt, mest í matseld og þrif um, en hjúkr un ar­ kon urn ar voru svo góð ar við mig að þær vildu leyfa mér að gera ým is­ legt. Ég fékk að gefa lyf in og meira að segja að prófa að sprauta fólk ið, en það átti ekki við mig. Ég starf aði á barna deild inni, en þar var reynd­ ar bara eitt barn þeg ar ég byrj aði. Ég var lát in baða blind an gaml an mann og það var ým is legt sem við urð um að gera, en þetta átti á gæt lega við mig.“ Heim til tengda for eldr anna Aina seg ir að þrátt fyr ir að marg ir sjúk ling arn ir á Víf ils stöð um hafi átt mjög erfitt og ver ið mjög sjúk ir, hafi ým is legt ver ið gert til að krydda til­ ver una. Þar á með al voru bíó sýn ing­ ar og Ben óný Dan í els son var einmitt einn bíó stjór anna. „Ben óný kom fyrst inn á Víf ils staði 14 ára gam­ all og síð an aft ur 23 ára þeg ar við kynnt umst. Þá var ég búin að vera eitt ár á Víf ils stöð um. Ég kom með hon um hing að á Akra nes vor ið 1957 og við bjugg um heima hjá tengda­ for eldr um mín um á Suð ur göt unni í byrj un, Rósu Ben ón ýs dótt ur og Dan í el Frið riks syni. Þetta var ynd is­ legt fólk, mik il at hafna semi hjá Dan­ í el tengda föð ur mín um á bíla verk­ stæð inu. Marg ir í vinnu, bæði iðn­ að ar menn og nem ar og bíl ar til við­ gerð ar á báð um hæð um, bæði minni og stærri bíl ar. Tengda móð ir mín var ó skap lega góð við mig og kenndi mér ýmsa hluti sem góð hús móð ir þarf að kunna. Ég var ó frísk að fyrsta barn inu þeg ar ég kom á Skag ann og það fædd ist rétt fyr ir jól in, 22. des­ em ber. Það var Rósa sem er elst af fjór um dætr um okk ar Ben ón ýs.“ Í sveit inni yfir sum ar ið Á þess um árum var tals verð hús­ næðisekla á Skag an um, enda nokk uð um að fólk flytti til bæj ar ins að sækja í vinnu við fisk inn, slipp inn og Sem­ ents verk smiðj una. Aina og Ben óný komust þó fljót lega í íbúð við Skaga­ braut ina þar sem þau bjuggu í 13 ár, áður en þau flutt ust svo yfir á Suð ur­ göt una, þar sem þau bjuggu síð an. „En þótt við vær um kom in í eig­ in íbúð vor um við mik ið til úti í sveit yfir sum ar ið. Dan í el tengda fað ir minn var með kinda hóp í skúr bak við bíla verk stæð ið. Hann átti land fyr ir utan bæ inn til móts við Innsta­ Vog, þar sem Hjör leif ur Jóns son smið ur byggði síð ar og keypti þetta landa af af kom end un um. Dan í­ el byggði þarna sum ar bú stað rétt um 1940 og á vor in má segja að öll stór fjöl skyld an hafi flutti í sveit­ ina og ver ið þar allt sum ar ið í hey­ skap. Þetta var ó skap lega skemmti­ leg ur tími og ekki síst fannst börn­ un um dá sam legt að vera inn an um dýr in og leika sér á tún un um með­ an við vor um í hey skapn um. Ég var heima að hugsa um heim il ið með an dæt urn ar voru að vaxa úr grasi. Sú yngsta, sem fædd ist 1970, var orð in tólf ára þeg ar ég byrj aði að vinna hjá Heima skaga og þeg ar það fyr ir tæki var sam ein að HB fór ég þang að yfir. Ég hef kunn að vel við mig hérna á Akra nesi al veg frá byrj un og ég býst við að ó víða sé jafn gott að ala upp börn og hér. Mér hef ur aldrei leiðst og ég hef alltaf haft nóg fyr ir stafni. Ann ars held ég svo sem að ég gæti búið alls stað ar. Mér finnst ég hafa góða að lög un ar hæfni.“ Skyndi leg veik indi Það gekk mik ið á í lífi Ainu á síð­ asta ári. Eft ir að Ben óný hafði ver ið heilsu hraust ur lengst af missti hann skyndi lega heils una. Hann var lagð­ ur inn á Land spít al ann í apr íl mán uði og Aina var mik ið hjá hon um þar. „Frænd fólk mitt frá Fær eyj um var kom ið í heim sókn en hluti af þeim hópi var tón list ar fólk í hópi fær­ eyskra lista manna sem stóðu fyr ir tón leik um í borg inni 1. maí. Sein­ asta dag apr íl mán að ar fór ég því heim á Skaga til að fara í betri föt­ in því ég ætl aði á þessa tón leika með mínu fólki. Á öðr um tím an um um nótt ina vakn aði ég við að mér leið mjög illa, ég náði varla and an um. Ég komst fram í sím ann og hringdi í neyð ar núm er ið 112 og til kynnti um veik indi mín. Ég vissi svo ekk ert af mér, en rank aði löngu seinna við mér á Lands spít al an um ekki langt frá mann in um mín um. Það sem gerð ist í milli tíð inni var að þeg ar sjúkra lið arn ir komu á vett­ vang fundu þeir mig með vit und ar­ lausa þar sem ég hefði fall ið fram á eld hús borð ið. Eft ir skjóta skoð un var á kveð ið að ég yrði flutt á bráða mót­ töku í Reykja vík. Þeg ar sjúkra bíll inn var kom inn að út jaðri bæj ar ins, fékk ég hjarta stopp þannig að snú ið var við í snatri og ég flutt á Sjúkra hús­ ið á Akra nesi. Þar var hald ið á fram að hnoða mig til að koma í mig lífi og eft ir rúm an hálf tíma fannst hjá mér smá lífs mark. Þeg ar ég færð­ ist meira til lífs ins var ég svo flutt í að gerð á Lands spít al ann. Þar komu í ljós skemmd ir á þrem ur stöð um við hjart að, þar á með al var ein æð hægra meg in al gjör lega stífl uð.“ Dreif sig á popptón leika Þetta voru erf ið ar vik ur hjá Ainu og fjöl skyld unni, því 6. júní lést Ben óný eft ir skamma sjúk dóms legu. Aina var í end ur hæf ingu eft ir hjarta­ á fall ið, fór á Reykja lund í á gúst mán­ uði. Hún seg ir að sér hafi geng­ ið ó trú lega vel að ná upp þreki og heilsu að nýju. „Ég var orð in það hress í nóv em­ ber mán uði að dótt ir mín vildi endi­ lega drífa mig með sér til London. Þar fór um við á rosa lega skemmti­ lega og flotta Queen tón leika og þetta var svaka lega góð ferð. Við vor um heppn ar, komumst heim rétt áður en brjál aða veðr ið skall á í Bret landi og allt varð ó fært. Ég hef mjög gam an af ýmsri tón list og þetta voru aðr ir tón leik arn ir sem ég fór á í London. Þeg ar ég varð sex tug bauð fjöl skyld an mér á tón leika með Cliff Ric hard, það voru líka æð is leg ir tón­ leik ar.“ Afa bræð ur stofn uðu fyrstu hljóm sveit ina Aina seg ir að tón list in hafi alltaf átt mik il tök í sér. „Ég er kom inn af miklu söng­ og tón list ar fólki í Fær eyj um. Það voru elstu bræð ur afa míns sem stofn uðu fyrstu hljóm sveit ina í Fær­ eyj um. Bróð ir minn Birni söng fyrsta fær eyska lag ið sem frægt varð á Ís­ landi. Það var söng ur inn um Rasm us. Mág ur hans Simmi var líka í hljóm­ sveit inni sem átti Rasmuslag ið og hét Simmi og tey, eða Simmi og þeir. Ég á full an kassa af fær eyskri tón­ list og hlusta mik ið á hana. Fjöl skyld­ an gaf mér tölvu þeg ar ég varð sjö tug. Nú er ég búin að taka tækn ina í mína þágu og hef sam band við frænk ur og frænd ur í Fær eyj um í gegn um Skype. Svo hlusta ég á fær eyska út varp ið á net inu og þar er í sér stöku upp á­ haldi hjá mér þátt ur með Elís Poul­ sen á föstu dags kvöld um. Hann spil ar svo ó skap lega skemmti leg lög að ég vil alls ekki missa af þess um þætti sem stend ur í tvo tíma.“ Hreppti stór an happ­ drætt is vinn ing Aina hef ur far ið í reglu bundn­ ar skoð an ir frá síð asta vori frá þeg ar hún fékk hjarta stopp ið. „Það er bara stutt síð an ég fór í síð ustu skoð un­ ina. Þá sagði lækn ir inn að núna væri skemmd in við hjart að horf in. Hann var al veg undr andi á þess um bata og sagði að það væri greini legt að ég hefði hreppt stóra happ drætt is vinn­ ing inn.“ Aina seg ist al veg frá því hún kom fyrst til Ís lands hafa ver ið í sterk um tengsl um við fólk sitt í Fær eyj um. „Við skipt umst á að fara í heim sókn ir. Ég var ung þeg ar afi minn dó og barn laus bróð ir hans tók við hans hlut verki má segja, við lit um alltaf á hann sem afa okk ar. Hann kom nokkrum sinn um í heim sókn til mín hing að og mamma og pabbi komu reglu lega. Með an þau voru á lífi fór ég svona ann að hvort ár í heim sókn til þeirra, en ferð irn­ ar hafa ver ið strjálli í seinni tíð. Ég var þó búin að ráð gera að heim sækja frænku mína í stóraf mæli síð asta sum­ ar, en það varð nátt úr lega ekk ert af því. Ég stefni á að láta verða af því að kíkja á gamla föð ur land ið á þessu ári,“ sagði Aina að end ingu. þá Það var æv in týri að fara til Ís lands Aina Björk Dam hef ur búið í hálfa öld á Skag an um Aina Björk Dam heima á Suð ur götu á Akra nesi. Aina og Ben óný á samt hluta af kom enda hóps ins á gull brúð kaups deg in um fyr ir nokkrum árum. Frá Þórs höfn, fæð ing ar­ og heima bæ Ainu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.