Skessuhorn


Skessuhorn - 23.05.2012, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 23.05.2012, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23 . MAÍ Síð ast lið inn mið viku dag stóð fé lag ið Snæ prótein, sem und ir- býr stofn un fiski mjöls verk smiðju á Snæ fells nesi, fyr ir fundi í fé lags- heim il inu Klifi í Ó lafs vík. Efni fund ar ins var kynn ing á vænt an- legri upp bygg ingu og rekstri lít ill- ar prótein verk smiðju sem vinna á mjöl og lýsi í Grund ar firði. Á huga- mönn um um slík an rekst ur var boð ið til fund ar ins en sér stak- lega var for svars mönn um sjáv ar út- vegs fyr ir tækja á Snæ fells nesi boð- ið, á samt full trú um við skipta bank- anna, for svars mönn um sveit ar fé- lag anna, full trú um At vinnu ráð gjaf- ar Vest ur lands auk stjórn ar og hlut- höf um í Þró un ar fé lagi Snæ fell inga. Sturla Böðv ars son fram kvæmda- stjóri Þró un ar fé lags Snæ fell inga setti fund inn og kynnti í stuttu máli að for svars menn sjáv ar út vegs fyr ir- tæk is ins G.Run. hefðu í sam starfi við Héð inn hf. velt fyr ir sér í tölu- verð an tíma að reisa verk smiðju þar sem ný tækni yrði not uð til að vinna slóg og fiskúr gang sem til fell ur við vinnslu sjáv ar fangs, en ekki er nýtt til frek ari verð mæta sköp un ar í dag. Sturla sagði að stefnt væri að því að boða til stofn fund ar fé lags um verk smiðju rekst ur inn áður en langt um líð ur. Mark mið þessa fund ar sagði hann vera að upp lýsa á huga- sama um stöð una og kynna rekstr- ar grund völl og hvetja til þess að leið ir verði fundn ar til þess að auka verð mæt in með full vinnslu hrá efn- is ins sem til fell ur. Minni verk smiðj ur, auk in gæði og minni meng un Gunn ar Páls son þró un ar stjóri hjá Héðni tók fyrst ur til máls af frum mæl end um. Hann byrj aði á að fara yfir hve lít ið hlut fall fisk s met is sem á land er lagt skili sér til neyt- enda. Hann nefndi sem dæmi að ef 400.000 tonn af bol fiski væru veidd á Ís landi, þá væru 150.000 tonn þar af úr gang ur. Ef all ur þessi úr gang- ur yrði keyrð ur í gegn um fiski mjöl- verk smiðj ur, yrðu af urð irn ar um 40.000 tonn af fiski mjöli og lýsi. Gunn ar tók þó fram að Ís lend ing- ar stæðu fram ar lega í nýt ingu fisks á heims vísu en bet ur mætti gera. Sagði hann að fimm ár væru síð- an for svars menn G.Run. settu sig í sam band þá hjá Héðni hf. í sam- bandi við þetta verk efni. Hann sagð ist þó hafa ver ið að velta því fyr ir sér í 15 ár hvern ig hægt væri að minnka hin ar hefð bundnu verk- smiðj ur í stærð og einnig halda nýt- ingu og gæð um stórra verk smiðja. Gunn ar upp lýsti að hug mynda- fræð in í þess ari þró un væri að auka gæði af urð anna og minnka meng un. Þá sagði hann að lögð væri á hersla á að ein falt væri að reka verk smiðj- una og að orku nýt ing yrði góð. Héð inn hef ur ver ið að fram leiða og selja fiski mjöl verk smiðj ur síð an um 1930. Nú er unn ið að þró un á nýrri lít illi prótein verk smiðju sem geng ur ein ung is fyr ir raf magni og er ekki með eld þurrk un. Vél in get- ur unn ið úr um 300 kg af hrá efni á klukku stund og gólf flöt ur inn sem vél in mun taka sam svar ar ein um fjöru tíu feta gámi. Gunn ar reikn ar með að smíð um ljúki í sum ar eða haust að frum gerð verk smiðj unn ar. Fram kom á fund in um að Héð inn vill leggja til verk smiðj una og sjá um við hald henn ar í á kveð inn tíma og leigja rekstr ar fé lagi sem sæi um hús næð ið, hrá efn is öfl un og sölu af- urð anna. Ekki fiskúr gang ur held ur auka af urð ir Dr. Björn Mar geirs son fagstjóri hjá Mat ís hóf mál sitt á því að taka fram að hann teldi ekki rétt að tala um fiskúr gang, rétt ara væri að segja auka af urð ir, því mik il verð mæti væru í af urð un um sem til falla við vinnslu sjáv ar af urða. Björn fór eins og Gunn ar laus lega yfir nýt ingu fisks til mann eld is. Hann fór einnig yfir notk un ar mögu leika auka af urða úr fisk vinnslu, sem eru þó nokkr ir. Sam kvæmt skýrslu sem gef in var út af Mat ís er slóg t.d. tölu vert betri á burð ur en hrossa tað. Að auki sagði Björn að mik ið af líf ræn um efn um væru í slógi, sem hægt væri að nýta í fæðu bót ar efni og þess kon ar vör- ur. Björn fjall aði nokk uð um rann- sókn ir á kæl ingu af urða á flutn inga- leið um og mik il vægi þess að tryggja gæði fram leiðsl unn ar sem er flutt um lang an veg á neyt enda mark að. Björn lagði á herslu á að með ferð hrá efn is og kæl ing skipti sköp um fyr ir gæði af urða og ætti það sér- stak lega við vinnsl ur eins og hér um ræð ir. Reisa þyrfti háan skor stein Helgi Már Hall dórs son arki tekt hjá ASK arki tekt um fór yfir stöð- una í hús næð is mál um vænt an legr ar verk smiðju en hann hef ur reynslu af því að vinna með Héðni við skipu- lag og hönn un hús næð is fyr ir verk- smiðj ur. Í máli sínu gerði hann ráð fyr ir að not ast yrði við gömlu verk- smiðj una að Nes vegi 4a í Grund- ar firði und ir þessa nýju vinnslu, en það hús næði er á hafn ar svæð- inu og er ekki nýtt í dag. Gunn- ar frá Héðni hafði laus lega teikn- að upp hvern ig hægt væri að nýta hús næð ið und ir vél ar og vinnslu. Í ljós kom að hús næð ið myndi lík- lega henta vel und ir rekst ur inn, þó væri ekki búið að sann reyna það. Sagði Helgi að reisa þyrfti 20-25 metra háan skor stein við hús ið til að varna því að reyk meng un og lykt lægi yfir bæn um. Sam kvæmt töl um frá Veð ur stof unni sem Helgi sýndi, eru sunn an átt og norðnorð aust- an átt ríkj andi vind átt ir í bæn um. Í sunn anátt inni myndi reyk meng un- in og lykt in fjúka út á sjó og ekki vera til ama, en í NNA átt inni myndi reyk inn leggja yfir bæ inn. Þó er hægt að stilla af loft þrýst ing í skor stein in um þannig að reykn- um væri í raun skot ið upp úr skor- stein in um. Helgi fór einnig yfir að breyta þyrfti deiliskipu lagi Grund- ar fjarð ar til að hægt væri að sækja um starfs leyfi frá Um hverf is stofn- un. Bæj ar yf ir völd þurfa því að taka af stöðu til þess að vinnsla hefj ist að nýju í þessu hús næði að upp fyllt- um þeim kröf um sem gerð ar eru til slíkr ar fram leiðslu á hafn ar svæð inu svo nærri byggð inni. Fjög ur til fimm störf Ein ar Eyj ólfs son at vinnu ráð- gjafi hjá Sam tök um sveit ar fé laga á Vest ur landi byrj aði mál sitt á því að fara yfir þró un starfa í vax andi geira sjáv ar kla s ans og um svif út- flutn ings starf semi fyr ir tækja sem tengj ast út vegi. Eins og hug mynd- in ligg ur fyr ir er gert ráð fyr ir fjór- um til fimm stöðu gild um við rekst- ur verk smiðj unn ar. Ein ar sagði einnig að mið að við fyr ir liggj andi töl ur þá þurfi meira af slógi en til fell ur. Stóru skip in á Snæ fells nesi þyrftu lík lega að koma að landi með það slóg sem til fell ur við slæg- ingu úti á sjó. Einnig þurfi haus ar, lif ur og af skorn ing ur frá vinnslu í landi að ber ast verk smiðj unni. Ein- ar bætti við að fersk leiki hrá efn is ins væri mjög mik il væg ur þátt ur fyr ir vinnsl una og af urð ir verk smiðj unn- ar. Því næst fór hann yfir notk un- ar mögu leika af urð anna, fiski mjöl og lýsi. Mjölið gæti orð ið prótein- gjafi í dýra fóðri og fóð ur til fisk eld- is svo dæmi séu tek in. Fram kom í máli Ein ars að því er spáð að störf- um tengd um fisk eldi myndi fjölga gíf ur lega á næstu árum. Taldi hann að hag stæð ast væri að stofna sam- lags fé lag um rekst ur verk smiðj unn- ar og eig end ur væru þeir sem leggja til hrá efni. Þannig yrðu eng ar lág- marks kröf ur um stofn fé til rekstr- ar ins og eng ar höml ur á út tekt úr rekstri. Með þessu fyr ir komu- lagi myndu þeir sem að rekstr in- um koma eiga hags muna að gæta og láta sig varða um rekst ur inn. Hagn aði yrði svo skipt í sam ræmi við eign ar hluta sem mynd að ist m.a. með því að leggja inn hrá efni til fram leiðsl unn ar. Fá ekki að dæla úr gangi í sjó inn til lengd ar Eft ir að frum mæl end ur höfðu lok ið máli sínu var spurn ing um og at huga semd um beint til þeirra úr saln um. Fram komu á hyggj ur yfir að nýta gam alt hús næði og spurt var hvort mögu leik inn á því að byggja nýtt hús fyr ir verk smiðj una hefði ver ið skoð að ur. Því var svar- að að sá mögu leiki hefði ekki ver ið skoð að ur enn, en það verð ur skoð- að og born ir sam an þess ir kost ir að byggja nýtt eða nýta það hús næði sem G.Run get ur lagt til. Einnig töldu sum ir að ekki væru mikl- ar lík ur að öll leyfi fengjuust til að hafa verk smiðj una í Grund ar firði. Að alltaf kæmi ein hver lykt yfir bæ- inn og að skor steinn inn og reyk ur myndi breyta á sýnd bæj ar ins. Ein at huga semd sem fram kom var að á Snæ fells nesi væru t.d. tvær hausa- þurrk un ar verk smiðj ur og ekki væri gott ef störf um á svæð inu myndu fækka með opn un verk smiðj unn- ar vegna þess að önn ur fyr ir tæki myndu missa að gang sinn að hrá- efni. Guð mund ur Smári Guð munds- son fram kvæmd ar stjóri G.Run tók síð ast ur til máls og sagði að ó lík- legt væri að hægt yrði að fá hús- næði eða lóð á hafn ar svæði ann ars stað ar á Snæ fells nesi, en í Grund ar- firði. Einnig sagð ist hann vera full- viss um að fisk vinnsl urn ar á Snæ- fells nesi fengju ekki að losa slóg í sjó inn mik ið leng ur. Hann tal aði einnig um að betra væri að skapa verð mæti úr því hrá efni sem um ræð ir, frek ar en að borga fyr ir förg- un þess. Einnig ræddi hann um mögu leik ann á því að sjáv ar út vegs- fyr ir tæki á Snæ fells nesi gætu haf ið veið ar og vinnslu á upp sjáv ar fiski. Fram kom á fund in um að ó lík- legt væri að prótein verk smiðja gæti keppt um hrá efni við hausa þurrk- un ar verk smiðj urn ar. Ann að hrá efni ætti einnig að geta fall ið til svo sem frá karfa og rækju vinnslu og síð an allt slóg ið sem í dag er urð að eða renn ur til sjáv ar. Á ætl an ir um verk- smiðj una byggðu fyrst og fremst á því að kaupa það hrá efni sem í dag er ekki nýtt og breyta því í verð- mæta mark aðs vöru. sko Stefna að bygg ingu fiskprótein verk smiðju í Grund ar firði Sturla Böðv ars son, fram kvæmd ar­ stjóri Þró un ar fé lags Snæ fell inga. Gamla verk smiðj an að Nes vegi 4a við höfn ina í Grund ar firði. Hug mynd in er að nýta gamla verk smiðju hús ið fyr ir prótein og lýs is verk smiðju. Hluti fund ar gesta. Gunn ar Páls son, þró un ar stjóri hjá Héð inn hf. Dr. Björn Mar geirs son, fag stjóri hjá Mat ís ohf. Helgi Már Hall dórs son, arki tekt hjá ASK arki tekt um. Ein ar Þor vald ur Eyj ólfs son, at vinnu­ ráð gjafi hjá SSV.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.