Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2012, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 26.09.2012, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2012 Bók in Gleði gjaf ar er á þriðja hund­ rað blað síð ur og er vænt an leg með haustinu frá Bóka fé lag inu. Börn in breyta öllu Þannig er Sig rún nú að ljúka við tvö stór verk efni; bók ina Gleði gjafa og þátta röð ina um Neyð ar lín una. „Svo eru nátt úr lega enda laust nýj ar á skor­ an ir í gangi á Stöð 2 og verk efn in ólík í Ís landi í dag. Það verð ur samt svo­ lít ið spennu fall býst ég við að senda frá mér þessi tvö verk efni sem tek­ ið hafa all ar stund ir að und an förnu. Ég hef ekki gert neitt nema vinna, borða og sofa mán uð um sam an ef frá er tal in ganga yfir Lauga veg inn í júní. Hef reynd ar lof að sjálfri mér því að nú gef ist tími til að grípa í prjóna á kvöld in, lesa eða fara út að ganga. Svona eitt hvað upp byggi legt sem ung móð ir og hús móð ir á að gefa sér tíma til,“ seg ir Sig rún. Hún er í sam búð með Jóni Þór Hauks syni mál ara á Akra nesi. Þau keyptu á síð­ asta ári ein býl is hús á Grund un um og son ur inn Orri Þór kom í heim inn í júní 2010. „Ég er ekki viss um að ég hefði get að skrif að Gleði gjafa nema hafa sjálf alið barn. Þau breyta sýn manns á svo margt,“ bæt ir hún við. Hér aðs frétta blöð in fjöl breytt ur skóli Þrátt fyr ir að vera ein ung is 32 ára hef ur Sig rún Ósk kom ið víða við á lífs leið inni. For eldr ar henn ar flutt­ ust til Dan merk ur þeg ar hún var á fyrsta ári þar sem þau bjuggu í Óð­ ins vé um og á Láglandi. For eldr arn ir skildu og sjö ára, eft ir flutn ing til Ís­ lands, byrj aði Sig rún Ósk í Grunda­ skóla á Akra nesi þar sem Sveinn Krist ins son átti eft ir að verða um­ sjón ar kenn ari henn ar all an grunn­ skól ann. Vegna já kvæðra um mæla Sveins um Sig rúnu var hún 19 ára göm ul ráð in til starfa sem blaða­ mað ur á Skessu horni eft ir að hafa lok ið stúd ents prófi frá Fjöl brauta­ skóla Vest ur lands. „Ég var blaða­ mað ur í tvígang á Skessu horni. Var 19 ára þeg ar ég byrj aði fyrst og hef stund um hleg ið að því eft ir á hvern­ ig það var hægt! Á hér aðs frétta blöð­ um þurfa blaða menn að vera vel að sér í nán ast öllu sem þeir skrifa um. Þarna var ég allt í einu far in jöfn um hönd um að skrifa um sveit ar stjórn­ ar mál, ál ver, slát ur tíð og afla frétt­ ir. Það er margt sem mað ur þarf að setja sig inn í á þess um litlu miðl­ um og þótt ég hafi ver ið svo lánsöm að hafa að gengi að sveit sem barn fór því fjarri að ég væri sér fræð ing­ ur í fall þunga dilka, mjólk ur kvóta og öllu hinu. Þessi tími var frá bær skóli fyr ir mig, ég þurfti mik ið að keyra um Vest ur land, en á þess um tíma var skrif stofa blaðs ins í Borg­ ar nesi og ég tók stór stíg um fram för­ um í rat vísi sem hef ur alltaf ver ið ein af mín um veik ari hlið um. Ég held að Gísli Ein ars son sem þá var rit stjóri hafi gert í því að senda mig sem víð­ ast, til að geta hleg ið að því þeg ar ég villt ist. Þá voru þessi mann lífs við töl sem eru tek in á Skessu horni á gæt ur grunn ur að þeim við töl um sem unn­ in eru fyr ir sjón varp. Ég er því ekk­ ert hissa á því að nokkr ir fyrr ver andi blaða menn á Skessu horni eru í dag starf andi á stóru fjöl miðl un um.“ Í sjón varp fyr ir til vilj un Það var svo í gegn um Skessu horn sem Sig rún fyr ir til vilj un kynnt­ ist Rík is út varp inu, en þá var blað­ ið með verk taka samn ing við RÚV og var Gísli Ein ars son mest í þeim verk efn um. „Ein hverju sinni komst Gísli ekki í að vinna frétt um Reyk­ holts há tíð og ég hljóp í skarð ið. Ég keyrði suð ur með myndefn ið til að klippa það og rakst í Efsta leit inu á mann sem síð ar varð pródúsent í ung linga þætt in um At. Hann bað mig skömmu síð ar að mæta í pruf ur fyr ir þátt inn. Ég fékk starf ið og stjórn aði þætt in um í þrjú ár með Villa nagl­ bít mér við hlið. Eft ir það flutti ég um tíma til Dan merk ur og ætl aði að læra tal meina fræði. Fyr ir mis skiln­ ing fékk ég ekki inni í skól an um og vann því um tíma á dönsk um leik­ skóla. Þá var ég í hálft ár í Perú og eitt sum ar starf aði ég að mark aðs­ mál um hjá Akra nes kaup stað, áður en ég fór í nám ið á Bif röst. Sig rún Ósk ekur fjóra daga vik­ unn ar milli Akra ness og Reykja vík ur vegna vinnu sinn ar. Hún kveðst sjá svo lít ið eft ir tím an um og elds neytis­ kostn að in um sem fer í akst ur inn. „Ég ætla þó að halda þessu á fram því á Akra nesi vilj um við búa. Vinn an er auk þess sú skemmti leg asta sem ég veit þannig að þetta get ur ekki ver ið betra,“ seg ir Sig rún Ósk sem nú um stund ir er tal in besti sjón varps mað ur lands ins. mm Jón Þór, Sig rún Ósk og Orri Þór á sigl ingu í Ví etnam. Sindri Sindra son, Sig rún Ósk og Sig ríð ur Elva í sett inu á Ís landi í dag skömmu eft ir að þau tóku við stjórn taumun um. Ný nem arn ir sem feng ur styrk á samt Ara Kristni Jóns syni rekt or HR. Ljósm. bgs. Þrír stúd ent ar af Vest ur landi fengu ný nema styrk HR Há skól inn í Reykja vík veitti ný ver ið 29 ný nem um við skól ann svo kall að­ an ný nema styrk. Styrk inn fá nem­ end ur með góða ein kunn á stúd­ ents prófi og felst hann í því að nem­ end ur fá skóla gjöld einn ar ann ar felld nið ur. Mark mið skól ans með styrk veit ing unni er að hvetja fram­ úr skar andi náms menn til metn að ar­ fulls náms og til að auð velda þeim að helga sig nám inu af krafti. Með­ al styrk þega að þessu sinni voru þrír stúd ent ar frá fram halds skól um á Vest ur landi. Tveir koma úr Fjöl­ brauta skóla Vest ur lands á Akra nesi. Þetta eru þau Orri Jóns son sem stund ar grunn nám í raf magns tækni­ fræði og Lóa Guð rún Gísla dótt ir sem haf ið hef ur grunn nám í í þrótta­ fræði. Þriðji styrk þeg inn kem ur úr Mennta skóla Borg ar fjarð ar en það er Axel Máni Gísla son sem legg ur stund á grunn nám í tölv un ar fræði. hlh Kirkjukór í sam hrist ings ferð til Par ís ar Dag ana 13. ­ 17. sept em ber sl. fóru fé lag ar í Kirkjukór Ó lafs vík­ ur og mak ar þeirra til Par ís ar. Ekki var um eig in legt söng ferða lag að ræða held ur skemmti­ og slök un­ ar ferð ætl uð til að hrista hóp inn bet ur sam an. Flog ið var frá Kefla­ vík snemma á fimmtu dags morgni og lent í Par ís um há deg is bil. Þar tók við hópn um Lauf ey Helga dótt­ ir far ar stjóri og fylgdi hon um heim á hót el. Fór rest in af deg in um í að skoða mann líf ið og átta sig á um­ hverf inu. Á föstu dags morgni var far ið í rútu ferð um borg ina þar sem Lauf ey sagði frá því helsta sem fyr­ ir augu bar og benti á á huga verða staði. Í lok ferð ar inn ar söng kór­ inn á torg inu fyr ir fram an Notre Dame kirkj una við mik inn fögn­ uð við staddra. Á fram hélt hóp ur inn að skoða mann líf ið og njóta lífs ins. Um kvöld ið borð aði all ur hóp ur inn sam an kvöld verð á veit inga staðn­ um Hippopotum us stutt frá hót­ el inu. Þar var að sjálf sögðu sung ið líka. Á laug ar deg in um skoð aði hver það sem hann vildi. Til dæm is var far ið í Effel turn inn, upp að Hvítu kirkj unni, Rauða Myll an skoð uð á samt fleiri stöð um. Hluti hóps ins end aði kvöld ið á sigl ingu um Signu þar sem að sjálf sögðu var sung ið við góð ar und ir tekt ir og á eft ir kórn um komu fimm ung menni frá Lý b íu og sungu fyr ir hóp inn til að þakka fyr ir söng inn. Á sunnu deg in um var hald­ ið á fram að skoða Par ís bæði versl­ an ir og hið ið andi og fjöl breyti­ lega mann líf borg ar inn ar. Dag ur­ inn end aði svo á veit inga staðn um vin sæla Bláu lest inni en hann er á gam alli lest ar stöð sem reist var um 1900. Þar var með al ann ars sung ið fyr ir af mæl is börn ferð ar inn ar sem voru fjög ur og skál að í Pepsí fyr ir Vík ingi sem þenn an dag komst upp í Pepsí deild ina. Að sjálf sögðu söng kór inn og sló í gegn. Höfðu gest ir á orði að það hlyti að vera mjög gam­ an í mess um með þess um kór því hann syngi svo vel. Á mánu dags­ morgni var svo kom ið að heim ferð. All ir voru mætt ir í and dyri hót els­ ins rétt fyr ir 11 til að fara með rút­ unni út á flug völl. Það voru glað­ ir og á nægð ir ferða lang ar sem lentu á Kefla vík ur flug velli um hálf fimm þenn an dag. -frétt frá hópn um. Daggardropi að hausti. Ljósm. Kristín Jónsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.