Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2012, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 26.09.2012, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2012 við Kalli með hljóm sveit og ég var há­ seti á grá sleppu báti hjá tengdapabba, hon um Bjarna heitn um Krist ó fers­ syni, nokkr ar ver tíð ir. Eft ir nokk ur ár hjá Akri byrj aði ég að vinna sjálf stætt með fé laga mín um Pétri Erni Jóns­ syni. Það var 1978 og tveim ur árum síð ar stofn uð um við Tré smiðj una Jað ar með Guð mundi Sam ú els syni. Við vor um í verk taka brans an um og byggð um m.a. fyrsta á fanga Grunda­ skóla eft ir út boð. Við byggð um líka Sam vinnu banka hús ið sem þá var kall­ að og núna er kennt við Arion banka. Það hús var flók ið í bygg ingu og stórt. Við luk um við bygg ingu húss ins bæði að utan og inn an á frem ur skömm um tíma og vor um með frá bær an mann­ skap með okk ur í því. En þess ir tím­ ar voru erf ið ir þeg ar verð trygg ing in á lán um var ný byrj uð og ekki síst eft­ ir að það gerð ist að kaup gjalds vísi töl­ unni var kippt úr sam bandi við láns­ kjara vísi töl una. Þessi staða reynd­ ist bæði fyr ir tækj um og ein stak ling­ um erf ið og það fór ekki vel fyr ir okk­ ar fyr ir tæki sem hafði þá byggt nýtt verk stæð is hús. Við seld um all ar eign­ ir Tré smiðj unn ar Jað ars s.f. 1986 en það dugði ekki til. Lög um gömlu sam eign ar fé lög in voru skýr, eig end ur báru fulla á byrgð á skuld um sam eign­ ar fé laga. Við eig end urn ir þurft um að taka á okk ur veru leg ar skuld ir við slit á fé lag inu. Ekk ert kenni tölu flakk í þá daga eins og síð ar hef ur tíðkast.“ Hann aði bún að til bretta smíði Hér var kom ið fram á ní unda ára tug­ inn og eitt af því sem þeir fé lag ar Jón Trausti og Pét ur Örn tóku sér fyr ir hend ur eft ir slit Jað ars s.f. var að smíða vöru bretti og kassa til notk un ar fyr­ ir Járn blendi verk smiðj una á Grund­ ar tanga. Bún að ur til fram leiðsl unn ar var frum hann að ur af Jóni Trausta og síð an út færð ur í sam vinnu við völ und­ inn og járn smið inn Guð jón Ó lafs son á Akra nesi, Gonna, sem smíð aði hann. Jón Trausti seg ir að tölu verð vinna hafi ver ið í smíði brett anna næstu árin. ,,Með tím an um bætt ist við fram leiðsla á vöru brett um fyr ir frysti hús in hér á Skaga og einnig bretti fyr ir Sem ent­ verk smiðj una. Pét ur Örn flutti til Sví­ þjóð ar 1988 þannig að ég var meira og minna einn í þessu og leidd ist það og seldi Tré smiðj unni Akri allt gall er­ í ið ári seinna fyr ir verð sem dugði fyr­ ir skuld um að mestu. Ég held að þessi sala hafi einmitt orð ið til þess að Akri bauðst svo skömmu seinna að taka þátt í lok uðu út boði á bretta fram leiðslu fyr ir Sölu mið stöð hrað frysti hús anna. Akur kom út úr því með lægsta til boð­ ið. Þessi bretta fram leiðsla vatt því upp á sig og skap aði tölu verða og stöðuga vinnu í mörg ár hjá Akri,“ seg ir Jón Trausti en um þetta leyti var starfs­ tími hans í tré smíð un um að líða und ir lok. Eft ir stutt an tíma í báta smiðj unni Knörr skipti hann um starfs vett vang. Allt gott nema kaup ið „Árið 1991 byrj aði ég að vinna á vernd uð um vinnu stað á Vest ur landi eins og hann hét þá og núna er Fjöliðj­ an. Í fyrstu var þetta nær ein göngu vinnu stað ur fyr ir þá sem höfðu orð­ ið fyr ir á föll um vegna slysa eða veik­ inda og dott ið út af vinnu mark aðn um. Verk efn in mið uð ust við að hæfa fólk þannig að það kæm ist með tím an um aft ur út á vinnu mark að inn. Að grunn­ in um til er þetta enn mark mið ið með Fjöliðj unni sem hef ur breyst meira í átt ina til iðju og hæf ing ar fyr ir fatl­ aða ein stak linga þó vinnu þátt ur inn sé nán ast jafn sterk ur og áður,“ seg ir Jón Trausti sem var deild ar stjóri í Fjöliðj­ unni al veg fram í á gúst lok en þá lét hann af störf um vegna ald urs. „ Þetta var mjög gef andi og skemmti leg vinna, ynd is leg ur tími. Þarna kynnt ist ég og vann með mörg­ um fjöl breyti leg um og skemmti leg um per sónu leik um. Ég hef stund um sagt að þetta hafi allt ver ið gott nema laun­ in. En það hætti reynd ar fljót lega að skipta miklu máli. Þeg ar mað ur eld ist eru það önn ur gildi sem taka yfir og skipta meira máli. Ég á kvað að hætta núna frek ar en eft ir þrjú ár. Ég vildi gera það áður en ég yrði gamli kall inn sem all ir vildu ef til vill losna við. Þetta er nefni lega mjög krefj andi vinna sem verð ur að gefa sál ina í, ann ars verð­ ur mað ur bara af skipt ur. Fólk er svo næmt. Svo var ég kvadd ur á síð asta vinnu deg in um í há deg is verði þar sem all ir voru mætt ir og ég fékk af skap lega fal lega ræðu sem hún Ás laug Þor­ steins dótt ir hélt fyr ir hönd sam starfs­ fólks og hún hafði líka teikn að skop­ mynd sem hún færði mér. Þetta þótti mér mjög vænt um og vil nota tæki­ fær ið og þakka þeim öll um í Fjöliðj­ unni sam ver una öll þessi ár sem og öðru sam starfs fólki í versl un, smíð um og hljóm sveit um í gegn um tíð ina,“ sagði tón list ar mað ur inn, versl un ar­ mað ur inn, tré smið ur inn, iðju þjálfinn og grá sleppukarl inn Jón Trausti Her­ vars son að end ingu. þá Vöru bíll inn með fyrstu bretta kass ana, sem Jón Trausti hann aði, á leið í Járn­ blendi verk smiðj una á Grund ar tanga. Hljóm sveit in Rap sódía sem starf aði á átt unda og ní unda ára tugn um: Krist ján Ein­ ars son, Lár us Sig hvats son, Guð mund ur Jó hanns son, Jón Trausti og Guð mund ur Gunn laugs son. Lið Grundarfjarðar í fótbolta stóð sig vel í sumar og komst upp í hina nýju þriðju deild sem komið verður á fót fyrir næsta sumar. Blaðamaður Skessuhorns spjallaði við Ragnar Smára Guðmundsson fyrirliða liðsins, en það lenti í þriðja sæti í C riðli þriðju deildar í sumar á eftir Kára frá Akranesi og Víði úr Garðinum. Liðið fór í umspil um sæti í nýju þriðju deildinni og sigraði Létti léttilega 6­1. Í þriðju deildinni á næsta ári verða lið víðsvegar af Íslandi og má þar nefna þrjú lið frá Austfjörðum, eitt af Hvolsvelli og eitt lið frá Grenivík. „Já, það verður alveg hrikalega mikið ferðalag á okkur næsta sumar," segir Ragnar Smári um dreifingu liðanna í deildinni. Gekk illa í byrjun tímabils Þó Grundfirðingar hafi lent í þriðja sæti telur Ragnar Smári að liðið hafi spilað undir væntingum ekki síst vegna slakrar byrjunar. „Við spiluðum í rauninni aðeins undir væntingum í sumar. Þetta gekk þó þokkalega og hefði getað farið verr, en það hefði einnig getað farið betur. Við komumst í umspilsleik, sem við unnum, og tryggðum okkur sæti í þriðju deildinni nýju. Vandamálið hjá okkur var að við fengum þjálfara svolítið seint fyrir þetta tímabil þannig að liðið púslaðist ekki saman fyrr en eftir fjóra, fimm leiki. Okkur gekk hálf illa í byrjun tímabilsins og við töpuðum fyrstu tveimur leikjunum og vorum svolítið í jafnteflisbrasi áður en við komumst á skrið," segir Ragnar Smári. Liðið endurvakið Lið Grundarfjarðar var endurvakið fyrir nokkrum árum og í þeirri vinnu tók Ragnar Smári virkan þátt. „Við ákváðum að endurvekja liðið haustið 2009 og sumarið 2010 var fyrsta tímabilið okkar og það sumar stóðum við okkur ekki nógu vel og enduðum með fimm stig, eftir að hafa unnið einn leik og gert tvö jafntefli. Þá vorum við að þreifa fyrir okkur í þessu en við vorum þó með marga stráka. Við vorum ekki með neinn þjálfara þannig að ég og Tryggvi Hafsteins sáum í rauninni bara um æfingar og þess háttar. Við lentum mikið í því að þurfa að smala í lið, en einhvers staðar verður maður að byrja. Við strákarnir vorum allir hættir hjá Víkingi Ólafsvík út af tímaleysi, bæði höfðum við ekki nægan tíma og komnir með fjölskyldur og með alvöru vinnu. Atvinnumannadraumurinn í fótbolta var úti. Þá ákváðum við, þar sem maður nennti ekki að hanga heima allt sumarið, að athuga hvort það væri ekki grundvöllur fyrir þessu. Við byrjuðum á fullu og fengum dálitla rassskellingu fyrsta árið og þá var annað hvort að hætta eða að setja einhverja alvöru í þetta. Þetta var ákveðið „reality check" hjá okkur, hvort við ætluðum að halda áfram í þessu rugli og vera alltaf neðstir eða hvort við ætluðum að gera þetta af alvöru. Þá ákváðum við Tryggvi að það væri erfitt fyrir okkur að vera vinir strákanna, þjálfarar auk þess að sjá um liðið. Þá var ráðinn þjálfari og farið í þetta af fullri alvöru. Það reyndist mikill kostur, því þá var bara einn sem sá um þetta og menn hlustuðu bara á hann," segir Ragnar Smári. Vaxandi áhugi samhliða gengi Víkings Í leikmannahópi Grundarfjarðar er mikið af reynsluboltum í bland við unga drengi. „Við erum bæði með stráka sem hafa verið að spila áður og allt upp í úrvalsdeild. Þjálfarinn okkar í fyrra var til dæmis búinn að spila í mörg ár í úrvalsdeild. Síðan er þetta samblanda af ungum strákum hérna af Nesinu. Margir úr okkar liði hafa líka spilað með Víkingi Ólafsvík. Fjölbrautaskólinn í Grundarfirði hefur hjálpað mikið til við að halda ungum heimastrákum hérna á svæðinu. Þeir eru ekki að fara suður að spila með liðum í Reykjavík," segir Ragnar Smári. Hann spáir því að vegna gengis Víkings Ólafsvík í sumar muni vinsældir fótbolta á Snæfellsnesi vaxa mikið. „Áhuginn hjá yngri krökkunum á eftir að vera mikill þegar öll stóru liðin koma hingað vestur að spila. Ég spái því að það verði algjör sprenging í fótboltaiðkun á Nesinu í vetur og næsta sumar. Þetta verður eins og æðið sem kemur alltaf yfir mann þegar það eru stórmót í gangi. Þá flykkjast alltaf allir á æfingar." Stuðningur skiptir miklu Þrátt fyrir flott gengi Grundarfjarðar í sumar telur Ragnar Smári að næsta sumar gæti reynst liðinu erfitt. „Næsta ár förum við í ennþá meiri alvöru þar sem við erum komnir í alvöru deild. Þannig að við verðum að herða okkur aðeins og herja líka á styrktaraðilana okkar. Fyrirtækin hérna í bænum hafa verið ótrúlega dugleg við að styrkja okkur. Víkingur Ólafsvík hefur líka verið að styrkja okkur með ungum strákum sem hafa verið að spila með okkur. Við þurfum að reyna að byrja snemma í vetur og koma okkur í gott form fyrir næsta sumar. En uppúr stendur að þetta er mjög spennandi verkefni sem við erum að fara í. Bæjarbúar hér í Grundarfirði hafa stutt vel við bakið á okkur og mætt alveg ótrúlega vel á völlinn. Ég vil hvetja alla til að halda áfram að mæta svona vel næsta sumar," segir Ragnar Smári að lokum. sko Meiri alvara á næsta ári Rætt við Ragnar Smára Guðmundsson fyrirliða knattspyrnuliðs Grundarfjarðar Ragnar Smári Guðmundsson er fyrirliði knattspyrnuliðs Grundarfjarðar sem næsta sumar byrjar í nýrri þriðju deild í boltanum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.