Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2012, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 26.09.2012, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2012 Ungmennafélag Grundarfjarðar hélt uppskeruhátíð sína fimmtudaginn 20. september. Þá voru verðlaun veitt þeim krökkum sem þóttu hafa staðið sig vel síðasta vetur og í sumar. Vel var mætt og allir skemmtu sér vel. Krakkarnir voru svo leystir út með pizzaveislu og Svala. tfk Uppskeruhátíð Víkings í Ólafsvík Eldar Masic var kosinn besti leikmaður Víkings, Alfreð Hjaltalín sá efnilegasti og Guðmundur Steinn Hafsteinsson markhæsti leikmaðurinn með 17 mörk. Ljósm. af. Gríðarmikil flugeldasýning var hápunktur lokahófs Víkings á laugardagskvöldið. Ljósm. af. Helgi Kristjánsson fékk gullmerki Víkings. Ljósm. af. Gamlir leikmenn Víkings færðu félaginu gjöf. Ljósm. af. Fulltrúar Snæfellsbæjar afhenda hér Jónasi Gesti, f.h. Víkings, eina milljón króna að gjöf frá bæjarbúum. Ljósm. þa. Golfmót Hollvinasamtaka Bifrastar Golfmót Hollvinasamtaka Bifrastar var haldið sunnudaginn 9. september síðastliðinn á golfvellinum Glanna á bökkum Norðurár. Mót þetta er haldið árlega fyrir alla sem starfa, stunda nám eða hafa stundað nám við Háskólann á Bifröst. Þótti umgjörð og aðstæður hinar bestu að sögn keppenda. Verðlaun voru gefin fyrir lengsta upphafshögg á 5. holu og var það Sveinn Gíslason sem hreppti þau, en hann sló lengra en nokkur annar keppandi þetta árið. Nándarverðlaun voru á fjórum holum. Það var Tryggvi Rafn Sigurðsson sem var næstur á 12. holu, Ellen Blumenstein var næst á 18. holu og svo var það Hjalti Sigurðsson sem náði að vera næstur á bæði 3. og 9. holu. Í þriðja sæti á mótinu var Davíð Þ. Olgeirsson, í öðru sæti á jafn mörgum punktum, en betra skori á seinni níu, var Ellen Blumenstein. Í fyrsta sæti var svo Valdimar E. Geirsson fyrrum nemandi. Hollvinasamtök Háskólans á Bifröst og Golfklúbburinn Bifröst vilja þakka fyrir skemmtilegt mót og góðan félagsskap. -fréttatilkynning Lloyd Harrison leystur undan samningi hjá Skallagrími Stjórn körfuknattleiksdeildar Skalla- gríms í Borgarnesi hefur leyst Lloyd Harrison undan samningi. Ástæðan er sú að Lloyd er meiddur í baki en óvíst er bæði um eðli meiðsla hans sem og hvenær hann verður að fullu leikfær á ný. Björn Bjarki Þorsteinsson formaður kkd. Skallagríms sagði í samtali við Skessuhorn að stjórn deildarinnar hafi ekki séð sér annan kost en að taka þessa ákvörðun. Vissulega sé eftirsjá af Lloyd sem lék vel með liðinu á síðustu leiktíð í 1. deild karla og hafi reynst liðinu góður félagi. Óvissan væri hins vegar of mikil og stutt í Íslandsmótið og því hafi stjórnin brugðið á þetta ráð sem Lloyd hafi sýnt fullan skilning. Lloyd Harrison lék stöðu leikstjórnanda með Skallagrími og því leita Borgnesingar nú logandi ljósi að leikmanni í hans stað. Björn Bjarki sagði að verið sé að skoða nokkra leikmenn og mun vonandi verða gengið frá samningum við nýjan leikmann áður en Íslandsmótið hefst. Fyrsti leikur Skallagríms í Íslandsmótinu er 7. október nk. gegn liði KFÍ og fer leikurinn fram á Ísafirði. hlh Uppskeruhátíð Umf. Grundarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.