Skessuhorn


Skessuhorn - 24.10.2012, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 24.10.2012, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2012 Vísnahorn En það var guð legt glappa skot - að gera mann úr hon um Það get ur stefnt í að við verð um að fara að temja okk ur fjöl þjóð legra tungu­ tak og þó ýms um þyki nóg af eng il sax nesk um slett um í mál inu nú þeg ar get ur svo far ið að við þurf um að bæta við okk ur ger mönsk um á hrif um. Ein hver á gæt ur mað ur sá á stæðu til að byrja strax að und ir búa sig fyr ir inn göngu okk ar í ESB og orti und ir þýsk um á hrif um (eða kannski bara und ir á hrif um): Eins og tangi teng ist vík, tindr ar ást in gæfu rík. Á hrif henn ar eru slík: „Eine kleine Nacht musik“ Haf ir þú eitt gall að gen, sem ger ir þig í ást um ren. Gakktu þá í grút ar fen: ,,Gut en Abend, wieder sehn.“ Eitt sinn var sagt um í bú ana í einu sóma plássi hér á Vest ur landi að á sunnu dög um færu þeir í spari­ föt in og töl uðu dönsku en dansk an var fyr ir þeim eins og Lúð vík Kemp sagði um sann leik ann hjá ná­ granna prest in um; of há tíð leg til að nota hana nema spari. Ein hver skít blank ur Ís lend ing ur sem lengi hef ur ver ið nóg til af hef ur kveð ið við af kom anda sinn: Aur fyr ir gotti upp í þig átti ég fyrr í lommen. Nú hef ég ekk ert ofan í mig ann að en fattigdommen. Þrátt fyr ir allt þá spyr ást in ekki um þjóð erni og bless un ar lega get ur fólk orð ið ást fang ið þvert á rík­ is fang, lit ar hátt og tungu mál. Nú veit ég ekki hvort Dani hef ur ort eft ir far andi til ís lenskr ar ást meyj ar sinn ar eða öf ugt en ,,men ingen er god nok“: Jeg dukk ede i dine öjne som ænd er i mos evand og drak av dine læ ber som kal vene av en spand. Það var lengi al gengt í smærri þorp um og þekk ist trú lega í flest um þétt býl is kjörn um enn þá að menn haldi nokkr ar kind ur sér til búdrýg inda. Stund um hafa hlot ist þar af nokkr ar ýf ing ar milli fjár eig enda sem vilja halda fé sínu til beit ar þar sem kjarn best er og garð eig enda sem vilja verja skrúð garða sína með öll um til tæk um ráð um. Í til efni slíkra vær inga var kveð ið aust ur á Norð firði í orða stað fjár eig enda nokk urs: Garð aroll an mér legg ur lið í lífs bjarg ar við leitni minni hún breyt ir í hrútspunga, blóð mör og svið blóma rækt inni þinni. Það er ein hver mesti topp ur sem hægt er að ná þeg ar sjón varp allra lands manna kaup ir og sýn ir heim ild ar mynd eft ir ein stak ling og von að nokk uð sé á sig lagt til að svo megi verða enda er þetta erf­ ið fjall ganga. Um aðra fjall göngu var kveð ið fyr ir margt löngu: Fjalls ins toppi til að ná tók ég á vara orku minni og tík ar legri tindi á tæp ast stóð ég nokkru sinni. Mosa gró in mó bergs fjöll mak lega blessuð veri það eru semsé ekki öll Ís lands fjöll úr sméri. Smjör fjall ið var á sín um tíma einna þekkt ast fjalla hér lend is og hef ur að lík ind um stað ið næst kjöt fjall­ inu að frægð og um fangi öllu. Þó er þessi vara bæði holl og nauð syn leg í hófi en skað leg sé henn ar neytt í ó hófi svo sem Krist ján Eld járn kvað: Að eyða sín um ævi dög um í át veisl um og drykkjuklið er synd gegn guðs og lífs ins lög um og ligg ur dauða refs ing við. Fleira get ur orð ið fólki að ald urtila en kjöt og smjör enda kvað Örn Arn ar son: Bölv að ur fari botn lang inn bæði í mönn um og kon um. Það dug ar ekki drott inn minn að drepa fólk ið með hon um. Ein hvern veg inn verð um við þó að láta tím­ ann líða og jafn vel að reyna að stuðla eitt hvað að fram gangi teg und ar inn ar homo sapi ens með an við dvelj um hér á jörðu þó menn séu mis á huga sam­ ir um þau mál, enda mis vel til fram rækt un ar falln ir. Stef án Jóns son frétta mað ur kvað um sitt hug ar ang­ ur eða vönt un á því: Stelpu dót í stráka solli. Stefnu mót og kvenna far. Hug ar róti ei mér olli enda ljót ur mað ur var. Og önn ur eft ir Bjarna frá Gröf: Að leirn um verða lengi not ljóða snill in gon um. En það var guð legt glappa skot að gera mann úr hon um. Nú fyr ir stuttu frétt ist af vanda mál um á Þing­ völl um í sam bandi við máln ingu sem hafði flagn að af hlut um í eigu kvik mynda töku manna. Þetta eru þó ekki fyrstu vanda mál in á Þing völl um og trú lega verða þau ekki síð ust held ur en fyr ir margt löngu eða á hin um svoköll uðu á standsár um var kveð ið: ,,Stóð ég við Öx ará“. Er lend ir fóru á stjá. Kven reif ur kappa her kan ar dá sam leger. Leiddi ,,hið ljósa man“ loggyllt ur ,,Don Juan“ kauði í kufli blá, kát bros legt var að sjá. ,,Stóð ég við Öx ará“. And skot inn! Mér kross brá. Kvinna með frónsk an fald fór inn í her mann stjald! Glymskratta gall þar í gól uðu dáta þý. Klám blend inn katta söng kyrj uðu dægrin löng. Sá er lendi offi sér hef ur vænt an lega ver ið þokka­ lega ,,stríp að ur“ og sú hin frónska mær altalandi á rúm ensku sem var nokk uð tíðk uð sem tján ing ar­ form á þeim árum. Það er líka nokk urt höfð ingjafas á stríp uð um offi séra en séra Valdi mar Briem kvað um höfð ingj ana: Hverj ir eru hér um slóð helstu gæð ing arn ir. Þjóð sem elur þol in móð. Það eru höfð in gj arn ir. Það er samt ekki víst að sá hafi ver ið þessu fylli­ lega sam mála sem kvað löngu seinna: Ekki hót né hund skinns bót í heldra dót ið gef ég. En þrif leg um snót um þeigi mót á þorra blót um hef ég. Mað ur nokk ur taldi sig þurfa að setja ofan í við Egil Jón as son ein hverra hluta vegna en fékk þetta svar: Lengi þekkja mann inn má, mína flekki skoð um. Ég hef ekki eign ast þá í ann arra rekkju voð um. Ein hverra hluta vegna var mál ið tek ið af dag skrá. En ætli nú sé ekki mál að linni og rétt að enda á vísu Bjarna frá Gröf sem ég verð víst að hafa í huga eins og aðr ir: Í fram tali að segja satt sum um þyk ir mik ið. En greiða heims ins hinsta skatt hef ur eng inn svik ið. Með þökk fyr ir lest ur inn, Dag bjart ur Dag bjarts son Hrís um, 320 Reyk holt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Um hverf is verð laun Akra nes kaup stað ar af hent Síð ast lið inn fimmtu dag voru um hverf is verð laun Akra nes­ kaup stað ar fyr ir árið 2012 af­ hent. Skessu horn greindi ný­ lega frá því hverj ir hlytu verð­ laun in og birti mynd ir af verð­ launa hús um og svæð um sem í hlut eiga. Sjálf verð launa af hend­ ing in var þá eft ir og fór fram á fimmtu dag inn, eins og fyrr seg­ ir. Það er skipu lags­ og um hverf­ is nefnd Akra nes kaup stað ar sem hef ur um sjón með verð laun un­ um og tek ur á kvörð un um hverj­ ir hljóta við ur kenn ing ar hverju sinni. Veitt ar voru við ur kenn­ ing ar í fjór um flokk um: Fal leg­ asta einka lóð in, snyrti leg asta fyr ir tækja lóð in, fal leg asta götu­ mynd in og um hverf is verk efni í þágu sam fé lags ins. Fal leg asta einka lóð in Reyni grund 15 var val in fal leg asta einka lóð in í ár. „Snyrti leg lóð, fjöl­ breyti leiki í gróðri og ýmis smá at­ riði sem gleðja aug að og auka enn á fjöl breyti leika garðs ins. Metn að ur er lagð ur í að halda bæði húsi og lóð snyrti legu og er um gengni á lóð inni svo og fjöl breyti leiki inn an lóð ar til fyr ir mynd ar,“ seg ir í um sögn dóm­ nefnd ar. Eig end ur Reyni grund ar 15 eru Guð björg Ní els dótt ir Han­ sen og Smári Hrafn Jóns son. Snyrti leg asta fyr ir tækja lóð in HB Grandi fékk við ur kenn ingu fyr ir snyrti leg ustu fyr ir tækja lóð ina á Akra nesi. „Metn að ur fyr ir tæk is­ ins í um hirðu húsa sinna og lóða á Akra nesi er fram úr skar andi og bæði fyr ir tæk inu og Akra nes kaup­ stað til sóma og um leið hvatn ing til fyr ir tækja um að gera slíkt hið sama þeg ar kem ur að fegr un og um hirðu húsa og lóða,“ seg ir í um sögn dóm­ nefnd ar. Fal leg asta götu mynd in Gat an/götu hlut inn, Leyn is braut 7­16, hlaut við ur kenn ingu fyr ir fal­ leg ustu götu mynd ina. „Þar hafa í bú ar stað ið sam an í að halda hús­ um sín um, lóð um og göt unni í heild til fyr ir mynd ar. Sam stað an sem í bú­ arn ir sýna með fram taki sínu er öðr­ um í bú um Akra ness til fyr ir mynd ar og ekki síð ur hvatn ing til þeirra að fylgja þessu góða for dæmi,“ seg ir í um sögn dóm nefnd ar. Um hverf is verk efni í þágu sam fé lags ins Verk efn ið Sam fé lags stíg ur inn á Sól­ mund ar höfða hlaut við ur kenn ingu í flokki um hverf is verk efna í þágu sam fé lags ins. „Fram kvæmd verk­ efn is ins hef ur gert í bú um á hjúkr­ un ar­ og dval ar heim il inu Höfða svo og öðr um í bú um auð veld­ ara með að kom ast út á Sól mund­ ar höfð ann og hef ur því bæði auk­ ið gæði svæð is ins og lífs gæði íbúa Akra ness. Sá sem fór þar fremst ur í flokki er Har ald ur Stur laugs son. Fram tak hans og þeirra sem komu að verk efn inu er til fyr ir mynd ar og eru þeim færð ar kær ar þakk ir fyr­ ir fram lag sitt til sam fé lags ins með von um að aðr ir Skaga menn feti í sömu spor og vinni að á líka verk­ efn um í þágu sam fé lags ins,“ seg ir í um sögn dóm nefnd ar. mm/ Ljósm. www.akranes.is Guð björg Ní els dótt ir Han sen og Smári Hrafn Jóns son áttu fal leg ust einka­ lóð ina. Vil hjálm ur Vil hjálms son for stjóri HB Granda, Dan í el Har alds son tækni stjóri og Al mar Sig ur jóns son rekstr ar stjóri verk smiðju HB Granda. Í bú ar við Leyn is braut 7­16 fengu verð laun fyr ir fal leg ustu götu mynd ina. Guð mund ur Þór Vals son, for mað ur skipu­ lags­ og um hverf is nefnd ar, og Har ald ur Stur laugs son, en stíg ur inn við Höfða fékk verð laun in fyr ir um hverf is verk efni í þágu sam fé lags ins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.