Skessuhorn


Skessuhorn - 12.12.2012, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 12.12.2012, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2012 Flest ir Vest lend ing ar sem numið hafa tón list eða sótt tón leika eða dans leiki í lands hlut an um í gegn um tíð ina hafa sjálf sagt séð eða heyrt í tón list­ ar mann in um Gunn ari Ring sted, eða Gúa í Borg ar nesi. Gúi varð sex tug ur í liðn um mán uði en hann hóf að fást við tón list sem barn norð ur á Ak ur­ eyri þar sem hann er fædd ur og upp­ al inn. Hann hef ur á löng um tón list­ ar ferli leik ið með ara grúa af hljóm­ sveit um og unn ið með lands þekktu tón list ar fólki auk þess sem hann hef­ ur numið tón list ar fræði og mennt að sig sem tón list ar kenn ari. Gúi starfar nú sem tón list ar kenn ari hjá Tón­ list ar skóla Borg ar fjarð ar en að auki sinn ir hann kennslu í hluta starfi hjá Tón list ar skóla Akra ness. Skessu horn fékk Gúa í spjall um fer il sinn í tón­ list inni sem væg ast sagt hef ur ver ið við burða rík ur. Ey firð ing ur sem á ætt ir að rekja á Snæ fells nes ,,Ak ur eyri ein kennd ist af góðu veðri á sumr in og mikl um snjó á vet­ urna," svar ar Gúi þeg ar blaða mað ur spyr hann um Ak ur eyri æsku ár anna. ,,Ann ars var gott að al ast upp á Ak­ ur eyri og alltaf eitt hvað um að vera," bæt ir hann við. Gúi seg ist eiga ætt ir sín ar að rekja í Eyja fjörð inn en einnig vest ur á Snæ fells nes. ,, Pabbi, Bald vin Ring sted, var fædd ur í Höfða hverfi í Grýtu bakka hreppi og var af út gerð­ ar bænd um kom inn en pabbi hans og afi minn, Sig urð ur Ring sted, fékkst við ýms ar veið ar svo sem sela­ og rost unga veið ar á Látra strönd í Eyja­ firði. Móð ir mín, Á gústa Sig urð ar­ dótt ir, var hins veg ar frá Kárs stöð um í Helga fells sveit á Snæ fells nesi. For­ eldr ar henn ar, þau Sig urð ur Magn­ ús son hrepp stjóri í Stykk is hólmi og Ingi björg Dav íðs dótt ir urðu bæði yfir 100 ára göm ul. Þannig að mað ur á teng ing ar víða um land og á Vest­ ur landi," seg ir Gúi um ætt ir sín ar. Sjálf lærð ur á gít ar föð ur síns Gúi hóf skóla göngu sína í Barna skóla Ak ur eyr ar eða ,,Barna skóla Ís lands," eins og hann seg ir skól ann oft hafa ver ið nefnd an. Og þar byrj aði tón list­ ar á hugi hans að koma fram. ,,Ætli ég hafi ekki ver ið bú inn að vera í skól an­ um í svona sex vet ur þeg ar ég byrj aði að fást við mús ík. Svona tíu til ell efu ára gam all hóf ég að grípa í gít ar sem var til heima og byrj aði að spila eitt­ hvað. Pabbi leið beindi mér að eins í fyrstu og kenndi mér nokk ur grip. Tón list ar kennsla eða ,,Söng ur" eins og kennsl an var köll uð þá í barna­ skól an um hafði líka sitt að segja. Þar lærði mað ur að lesa nót ur hjá Bigga söng, eins og hann var kall að ur sem kenndi tón mennt í skól an um," seg ir Gúi. Blaða mað ur spyr þá hvort hann hafi ekki um þetta leyti far ið í tón­ list ar skóla? ,,Nei, ég fór eig in lega seinna í hann," svar ar Gúi, ,,for eldr­ ar mín ir hvöttu mig til að fara í skóla en ég hafði ekki á huga. Til var pí anó á heim il inu sem ég tók mig til við að glamra á líka. Ég próf aði mig bara á fram og þannig má segja að í upp­ hafi hafi ég hálf part inn lært sjálf ur á hljóð færi." Mörg hljóð færi próf uð ,,Það fór nú reynd ar svo að ég gekk í Tón list ar skóla Ak ur eyr ar eft ir að ég byrj aði í gagn fræða skóla. Hins veg­ ar lærði ég ekki á gít ar þar held ur próf aði mig á fram á nokk ur hljóð­ færi svo sem pí anó, fiðlu, org el og flautu. Þá lærði ég líka að eins söng. Kenn ar ar mín ir voru t.d. Breti einn að nafni Phil ip Jenk ins og Norð mað­ ur sem heit ir Roar Hvam. Það varð þó úr að ég ein beitti mér að því að læra á fiðlu og lék ég á hana í nokk ur ár. Ég sé eig in lega að eins eft ir því að hafa hætt að stunda fiðlu leik. Ég lék sem dæmi á fiðlu í Strengja sveit tón­ list ar skól ans sem varð fyrsti vísir inn að Sin fón íu hljóm sveit Norð ur lands. Einnig stund aði ég nám í tón fræði, lærði um hljóð færa kerfi, út setn ing ar og svo um fræði grein ina sjálfa. Heilt yfir var gott að kynn ast sem flest­ um hljóð fær um, það víkk ar tónsvið­ ið mjög mik ið," seg ir Gúi sem kveðst á nægð ur með nám ið í tón list á Ak­ ur eyri. Um eitt hundrað hljóm sveit ir! Þeg ar Gúi var kom inn á ung lings­ ald ur var orð ið mik ið líf í tón list ar­ líf inu á Ak ur eyri. Ný bylgja rokk og róls var að skella á strönd um Ís lands með til heyr andi bítla æði í tón list ar­ líf inu. ,,Það var mik il Bítlastemn ing í bæn um. Marg ar hljóm sveit ir voru starf andi og mik il gróska í mús ík. Ég byrj aði að spila í hljóm sveit árið 1966 á ferm ing ar ár inu mínu, þá enn­ þá 13 ára gam all, svona ó form lega. Það var hljóm sveit sem hét Bravo­ Bítl ar. Liðs skip an breytt ist að eins og úr varð form leg hljóm sveit sem kom fram und ir nafn inu ,, Spacemen". Ég söng og lék á sóló­gít ar, en aðr­ ir í hljóm sveit inni voru Krist ján ,, Kiddi" Guð munds son á gít ar og söng, Jón Sig urðs son á rytma gít ar og söng, en hann var upp frá þessu kall að ur Nonni Space, Sæv ar ,,Sæsi" Bene dikts son, sem nú rek ur versl un­ ina Sjón gler ið á Akra nesi, lék á bassa og söng og þá lék Árni Frið riks son á tromm ur. Nafn ið kom til vegna lags hljóm sveit ar inn ar Byrds, ,,Mr. Spacem an," sem átti mikl um vin sæld­ um að fagna á þess um árum. Hljóm­ sveit in Kinks höfðu kom ið til Ís lands árið áður og spil að á fræg um tón leik­ um í Aust ur bæj ar bíói og höfðu Sæsi og Kiddi ver ið í sveit sem hit aði upp fyr ir goð in, þá ein ung is tólf og þrett­ án ára! Á hrif in voru því mik il," seg ir Gúi sem síð ar lék með fé lög um sín­ um í hin um ýmsu sveit um. Upp frá þessu hef ur Gúi ver ið þátt tak andi í gríð ar mörg um hljóm sveit um sem mynd að ar hafa ver ið við hin ýmsu til efni í stærri og smærri verk efni. ,, Þarna var ég að verða meira hænd­ ur að gít arn um sem hef ur ver ið það hljóð færi sem ég hef mest not að. Það var ein fald lega vin sælasta hljóð fær ið. Fyrst ur kom og fyrst ur fékk og man ég að þar sem Sæsi kom síð ast ur inn í Bravó varð hann lát in leika á bassa," bæt ir Gúi við. Hann hef ur sam visku­ sam lega hald ið utan um fjölda þess­ ara hljóm sveita og sam kvæmt yf ir liti sem hann sýndi blaða manni eru þær nú orðn ar yfir 100 tals ins. Roof Tops og hljóm sveit Ingi mars Eydals Gúi seg ist hafa meira og minna unn­ ið við tón list ar flutn ing sem ung­ ur mað ur. ,,Það var alltaf eft ir spurn eft ir manni að koma og spila og eft ir að einu verk efni lauk tók ann að við." Suð ur til Reykja vík ur hélt Gúi haust­ ið 1973 og hóf nám á klass ísk an gít ar hjá Tón skóla Sig ur sveins. Þar nam hann hjá Gunn ari H. Jóns syni sem var braut ryðj andi í kennslu í gít ar leik á Ís landi. ,,Á fram hélt mað ur líka að spila í hin um og þess um hljóm sveit­ um. Fyrst þeg ar ég kom til Reykja­ vík ur var ég í hljóm sveit inni Nátt­ úru og síð an var ég í Roof Tops frá mars til árs loka 1974. Roof Tops fór í upp tök ur til Nor egs með an ég var í hljóm sveit inni og gáf um við út plötu. Það var nóg að gera á þess um tíma og lék um við jafn an 2­3 kvöld í viku t.d. í Tjarn ar búð og í Klúbbn um í Reykja vík en einnig í varn ar stöð inni á Kefla vík ur flug velli sem voru alltaf skemmti leg verk efni," seg ir hann. Leið in lá loks norð ur aft ur þar sem hann lék með al ann ars með Handa­ band inu svo kall aða, leik hús bandi Leik fé lags Ak ur eyr ar, og hinni marg­ frægu hljóm sveit Ingi mars Eydals í Sjall an um á Ak ur eyri. Stutt verk efni syðra ör laga ríkt Það var síð sum ars 1976 sem Gúi fékk verk efni syðra með hljóm sveit inni Eik í Reykja vík og einnig Borg ar­ nessveit inni Nafn inu en í henni voru þá Vign ir Sig ur þórs son, Sveinn Á gúst Guð munds son og Andr és Helga son eig andi Tóna stöðv ar inn ar í Reykja­ vík. Með an á þess ari suð ur ferð stóð kynnt ist hann eig in konu sinni Jenný Lind Eg ils dótt ur í Borg ar nesi. Flutti hann í kjöl far ið suð ur og sett ist að á heimslóð um Jennýj ar í Borg ar nesi þar sem þau hafa átt heim ili nán ast all ar göt ur síð an en þau giftu sig árið 1977. ,,Eft ir að ég flutti í Borg ar nes fór ég fyrst að vinna aðra vinnu en bara í tón list og fékk vinnu hjá Borg­ ar nes hreppi. Á fram var ég þó í tón­ list og spil aði í hljóm sveit um á svæð­ inu svo sem Chaplin og Seðl um. Það var gam an að vinna hjá hreppn um og kynnt ist ég mörg um skemmti leg­ um karakt er um þar á borð við Guð­ mund Ó lafs son eða Vall ar­Gvend eins og hann var kall að ur, Sig ur þór Helga son, Arn berg Stef áns son, Þið­ rik á Grenj um, Axel Krist jáns son og Árna á Veggj um. Allt voru þetta eft­ ir minni leg ir karl ar sem gam an var að vinna með," seg ir hann. Gúi hóf að kenna við Tón list ar skóla Borg ar­ fjarð ar árið 1978 og kenndi til árs­ ins 1981 þeg ar hann á kvað að klára stúd ent inn við Fjöl brauta skóla Vest­ ur lands á Akra nesi. Það an lá leið in í tón list ar skóla FÍH í Reykja vík í jazz­ deild þar sem hann nam hjá Birni Thorodd sen en jazzinn hef ur alltaf átt hug Gúa að vissu leyti og fékk hann einmitt fyrstu skól un í þeirri stíl teg und hjá Eydals bræðr um fyr ir norð an, þeim Ingi mar og Finni. Fram halds nám í Dan mörku í fjög ur ár ,,Með stúd ents próf ið, nám ið í FÍH og raun ar alla tón list ar reynsl una mína sem vega nesti sótti ég um í nám í tón list ar fræði við Kaup manna hafn­ ar há skóla. Ég komst inn og flutt um við Jenný á samt Guð ríði dótt ur okk­ ar sem fædd ist árið 1978 út til Kaup­ manna hafn ar árið 1985. Við vor­ um alls fjög ur ár í Dan mörku sem var afar góð ur tími," bæt ir Gúi við. ,,Nám ið skipt ist í tvo hluta og var bæði fjöl breytt og mjög praktískt. Þar sem ég kunni orð ið afar vel á gít­ ar valdi ég pí anó sem að al hljóð færi í nám inu en nem end ur urðu að velja sér eitt hljóð færi til að vinna með í nám inu. Við bjugg um í Sydhavn, sem er mjög mið svæð is í Kaup­ manna höfn, og var mjög góð ur stað­ ur fyr ir fjöl skyld ur að búa á. Skól­ inn var ekki langt frá Jóns húsi, fyrr­ um heim ili Jóns Sig urðs son ar for­ seta, og tók um tutt ugu mín út ur að hjóla í skól ann. Ég fékk leyfi til að æfa mig á pí anó í Jóns húsi en þar var á gæt is flyg ill. Þetta var á gætt þar sem ná grann arn ir voru ekki allt of sátt ir við að ég væri að æfa mig heima en þar var ég einnig með pí anó," seg­ Hef ur spil að í um hund rað hljóm sveit um Rætt við Gunn ar Ring sted tón list ar mann og kenn ara Gunn ar Ring sted. Ljósm. hlh. Fyrsta hljóm sveit in, Spacem an á Ak ur eyri. F.v. Jón Sig urðs son eða Nonni Space, Sæv ar Bene dikts son, Krist ján Guð munds son og Gúi. Einnig var Árni Frið riks son í hljóm sveit inni. Mið­Hraun stríó ið. F.v. Krist ján Guð munds son, Gúi og Birg ir Guð munds son. Hljóm sveit in Nafn ið. F.v. Andr és Helga son, Vign ir Sig ur þórs son, Sveinn Á gúst Guð munds son og Birg ir Guð munds son. Gúi tók mynd ina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.