Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2013, Side 12

Skessuhorn - 06.03.2013, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Um helg ina fór allt á fullt í Heima­ skaga hús inu á Akra nesi þeg ar fyrstu loðnu farm arn ir komu til hrogna­ fryst ing ar. Stutt er nú á loðnu mið­ in, að eins tveggja klukku stunda sigl ing suð ur fyr ir Garð skaga og Ekk ert nauta kjöt reynd ist vera í Nauta bök um Gæða kokka. Ekk ert nauta kjöt var að finna í Nauta böku frá Gæða kokk um Sam kvæmt nið ur stöð um rann­ sókn ar Mat væla stofn un ar sem birt ar voru sl. mið viku dag á kjöt­ inni haldi sext án ís lenskra mat vara inni halda tvær vöru teg und ir frá Gæða kokk um í Borg ar nesi, sem sagð ar eru inni halda nauta kjöt, ekk ert slíkt kjöt. Um er að ræða Nauta böku og Lamba hakk boll­ ur. Nauta bak an er fram leidd und­ ir merkj um Gæða kokka en sú síð­ ar nefnda er fram leidd fyr ir versl­ un ina Kost og að eins fá an leg þar. Nauta bak an er sögð inni halda 30% nauta hakk í fyll ingu en sam­ kvæmt nið ur stöð um rann sókn­ ar inn ar er ekk ert nauta kjöt að finna í bök unni. Lamba hakk boll­ ur eru sagð ar inni halda lamba­ og nauta kjöt en eft ir skoð un kom í ljós að þær inni héldu ein ung­ is lamba kjöt. Heil brigð is eft ir lit Vest ur lands hef ur nú þeg ar far ið fram á inn köll un á Nauta bök um Gæða kokka. Að sögn Magn ús ar Niels sonar Han sen fram kvæmda­ stjóra Gæða kokka þá kann hann ekki skýr ing ar á því af hverju ekki finnst nauta kjöt í um rædd um vör­ um. Hjá fyr ir tæk inu eru vör urn­ ar unn ar sam kvæmt upp skrift um þar sem auð vit að er gert ráð fyr­ ir nauta kjöti til fram leiðslu þeirra. Magn ús kveðst hafa vilj að sjá full­ trúa Mat væla stofn un ar taka sýni úr fleiri ein tök um af vör un um sem voru til rann sókn ar til sam­ an burð ar en ein ung is voru tek in tvö sýni úr einu ein taki af hvorri vöru teg und. Með þessu hefði mátt sjá hvort að um ein angr að til vik væri að ræða eða ekki. Magn ús er þess þó full viss að allt hrá efni sem fyr ir tæk ið fær til vinnslu sé ekta kjöt og því geti mögu legt ver ið að ein hver hand­ vömm hafi átt sér stað í vinnslu­ ferli. Heil brigð is eft ir lit Vest ur­ lands hef ur nú þeg ar kært Gæða­ kokka fyr ir vöru svik og brot á mat væla lög um til lög reglu. Eft­ ir lit ið hyggst fara yfir merk ing­ ar og aðr ar vör ur frá fyr ir tæk inu á næstu dög um. Ekk ert hrossa kjöts svindl Í rann sókn Mat væla stofn un ar kom einnig fram að eng in sext án vöru teg unda nokk urra fyr ir tækja, sem skoð að ar voru, upp fylltu all ar kröf ur um merk ing ar. Mat væla­ stofn un hef ur vís að öll um mál um tengd um vöru teg und un um sext­ án til heil brigð is eft ir lita sveit ar fé­ laga víðs veg ar um land ið til rann­ sókn ar og frek ari á kvarð ana töku. Stofn un in tek ur fram að í sum um til vik um var að eins um minni­ hátt ar at huga semd ir að ræða. Til­ efni rann sókn ar Mat væla stofn­ un ar eru upp ljóstr an ir um föls un mat væla í Evr ópu þar sem hrossa­ kjöt var m.a. not að í stað nauta­ kjöts. Nið ur stöð ur stofn un ar inn­ ar hér á landi sýndu að hrossa kjöti hafði ekki ver ið bland að í vör urn­ ar sext án sem skoð að ar voru. hlh Hrogna fryst ing byrj uð í Heima skaga hús inu skip in koma hvert af öðru til lönd­ un ar. Vík ing ur kom tví veg is um helg ina, í fyrra skipt ið snemma á föstu dags kvöld með full fermi eða rúm lega 1400 tonn sem fóru í bræðsl una og rétt um sól ar hring síð ar kom Vík ing ur aft ur með um 1000 tonn. Þá var byrj að að kreista loðnu í Heima skaga hús inu og fólk fór að tín ast til vinnu við hrogna­ fryst ing una, en eins og síð ustu ver­ tíð ar starfa um 90 manns við hana á 12 tíma vökt um. Tæp lega helm ing­ ur mann skaps ins kem ur úr vinnsl­ unni hjá HB Granda á Akra nesi og hin ir úr ná grenn inu, þar af úr sveit­ un um allt vest ur í Dali og í Stað ar­ sveit á Snæ fells nesi. Ing unn Ak kom með 1600 tonn til lönd un ar á sunnu dag inn og Faxi síð an með slatta, um 400 tonn á mánu dags morg un, en þá hafði kennt brælu á mið un um. Þeg­ ar blaða mað ur Skessu horn kíkti í heim sókn í Heima skaga hús ið fyr ir há degi á mánu dag inn var að al törn­ in að byrja og á næstu tím um átti hrogna fryst ing in að hefj ast. „Fólk er búið að bíða eft ir þessu og það er alltaf stemn ing þeg ar þetta fer í gang," sagði Arn ar Ey steins son frá Stór holti í Döl um sem er eins kon­ ar starfs manna stjóri vinnu flokks­ ins frá Vest ur landi norð an verðu og hef ur unn ið við hrogna fryst ing una í mörg ár. Núna byrj ar hún held ur seinna en síð ustu árin, en hrogna­ fryst ing byrj aði 26. febr ú ar í fyrra og um tíu dög um fyrr árið þar áður. „Veðr ið hef ur trú lega spil að inn í núna en ég á von á því að en meiri fyll ing sé kom in í hrogn in núna," seg ir Arn ar. Tvær síð ustu ver tíð­ ir hafa ver ið fryst um 2000 tonn af loðnu hrogn um og sú törn stað­ ið yfir í um þrjár vik ur. Arn ar á síð­ ur von á því að það verði jafn lang­ ur tími núna. Engu að síð ur verð ur um mik il upp grip að ræða hjá þeim sem vinna við hrogna fryst ing una. þá Þær voru glað beitt ar stúlk urn ar að poka hrogn in. Um búð irn ar gerð ar klár ar fyr ir fryst ing una. Glatt á hjalla á kaffi stof unni þeg ar vakt in var und ir bú in á mánu dags morg un. Hall grím ur Pálmi Skafta son og Arn ar Ey steins son, ann ar bóndi í Döl un um og hinn sterkætt að ur það an. Hrogn in far in að hrúg ast í kör in. Það er líka nóg að gera hjá lyft ara mönn um.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.