Skessuhorn - 03.07.2013, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Bæjarhátíðin Írskir dagar verður
haldin á Akranesi daganna 5. – 7.
júlí. Þetta er í fjórtánda skipti sem
hátíðin fer fram. Með Írskum dög-
um minnast bæjarbúar þess að það
voru írskir menn, bræðurnir Þor-
móður og Ketill Bresasynir, sem
fyrstir námu land á Akranesi. Byrj-
að er að skreyta bæinn og undir-
búa viðburðaríka helgi, írskir fánar
og fleira mun minna á írska stemn-
ingu sem og írskir álfar sem verð-
ur komið fyrir víðsvegar um bæ-
inn fyrir helgina. Heimamenn eru
hvattir til að skreyta sem mest sjálf-
ir og hjálpa til við að klæða bæinn í
hátíðarbúning. Anna Leif Elídóttir,
verkefnastjóri menningartengdra
viðburða á Akranesi, hefur yfir-
umsjón með skipulagningu Írskra
daga. Hún segir markmið hátíð-
arinnar að skapa góða stemningu
með fjölbreyttri dagskrá sem henti
flestum. Anna Leif og hennar sam-
starfólk hafa haft í nógu að snúast
undanfarna daga við að leggja loka-
hönd á skipulagningu og undir-
búning hátíðarinnar, sem verður að
hennar sögn öll hin glæsilegasta.
Dagskrá Írskra daga teygir sig frá
miðvikudegi til sunnudags. Með-
al fyrstu viðburða eru rokktón-
leikar með Málmsmíðafélaginu í
Gamla kaupfélaginu við Kirkju-
braut á miðvikudagskvöld [í kvöld]
og sýning á keltneskum arfi Íslend-
inga sem verður á Safnaðarsvæðinu
í Görðum á morgun, fimmtudag. Á
föstudaginn munu Gói og Þröstur
Leó setja hátíðina formlega klukk-
an 14:00 á sjúkrahússlóðinni. Um
kvöldið verður svo bæjarstemning-
in keyrð í gang með götugrillum
um allan bæ þar sem íbúar gatna og
hverfa koma saman og grilla. Auk
þess verður keppt í keppninni „par-
týljónið“ sem er nýbreytni, þar sem
fólk fær tækifæri til að spreyta sig
sem trúbadorar og vinnur sá sem
nær mestri stemningu 50.000 kr. í
verðlaun auk þess að sigurvegaran-
um verður ekið á milli götugrilla og
hann fenginn til að rífa upp stemn-
inguna. Að venju hefst svo fjöl-
skylduskemmtun á föstudagskvöld-
ið en á nýjum stað að þessu sinni og
með nýju sniði. „Slegið hefur ver-
ið upp risa tjaldi þar sem skemmt-
unin fer fram og er það að þessu
sinni staðsett á plani á Faxabraut. Í
tjaldinu verður svið þar sem lands-
þekktir listamenn munu skemmta.
Að lokum verður svo dansleikur á
Gamla Kaupfélaginu með hljóm-
sveitinni Poppkorni sem spilar fram
á nótt,“ segir Anna Leif.
Hátíðin nær hápunkti
Á laugardeginum heldur dagskrá
Írskra daga áfram með ýmsum
keppnum og viðburðum. „Keppt
verður í allskonar greinum þetta
árið. Hægt er að nefna golfmót,
dorgveiðikeppni á stóru bryggjunni
og sandkastalakeppni á Langasandi.
Auk þessara greina verður keppt í
nokkrum nýjum greinum eins og
sjósundi með írsku ívafi (sjósund-
ið er ekki keppni), brennibolta og
krukkukeppni þar sem keppt verð-
ur í fjórum flokkum meðal annars
um grænasta gumsið. Að ógleymdu
þessu fer svo fram hin árlega
keppni um rauðhærðasta Íslend-
inginn og mun Regína Ásvaldsdótt-
ir, rauðhærði bæjarstjórinn á Akra-
nesi, krýna sigurvegarann. Auk þess
verða vinstrihandarleikarnir haldn-
ir á laugardeginum. Fleira sem
fólk getur sótt þennan dag er tív-
olí stemning á Faxabraut, Go-kart
braut við Stillholt, litaboltavöllur
og lasertag á Suðurgötunni. Bíla-
klúbbur Vesturlands verður með
sýningu á bílastæðinu við Stjórn-
sýsluhúsið. Stór markaður verður
í tjaldinu á Faxabraut þar sem seld
verða íslensk matvæli og handverk.
Samhliða þessu verða svo víking-
arnir í Rimmugýg og Hringhorna
að berjast klukkan 15:00 á túninu
við Mánabraut, en þar verður einn-
ig hægt að hlaupa um í stórum upp-
blásnum bolta á manngerðri tjörn.
Á höfninni verða veitingamenn frá
Þremur frökkum og ætla að grilla
hval og gefa gestum og gangandi að
smakka,“ segir Anna Leif.
Hún segir að hægt verði að
leigja sér tveggja manna hjól, láta
skreyta sig, skella sér á myndlist-
arsýningu í vitanum á Breið og í
Kirkjuhvoli. Munu götulistamenn
og galdramann verða á ferð um bæ-
inn. Um kvöldið verður að sjálf-
sögðu hinn árlegi brekkusöngur á
þyrlupallinum við Jaðarsbakka og
hefst hann kl. 22:00. Sjá þeir Hall-
grímur Ólafsson og Magni Ás-
geirsson um að halda uppi fjörinu
þar. „Loka dagskráliðurinn á laug-
ardeginum er sjálf „Lopapeysan
2013“ en hún verður nú haldin í tí-
unda skipti þetta árið. Verður hún
að venju í Sementsgeymslunni við
hlið gömlu Akraborgarbryggjunn-
ar. Engu verður til sparað í tilefni
tíu ára afmælis Lopapeysunnar og
verða til að mynda tvö svið þetta
árið með landslið tónlistarfólks að
skemmta. Lopapeysan hefst á mið-
nætti, en á sama tíma mun sveiflu-
kóngurinn Geirmundur Valtýsson
vera með ball á Gamla Kaupfélag-
inu við Kirkjubraut,“ segir Anna
Leif.
Dagskrá Írskra daga lýkur á
sunnudeginum en þá verður m.a.
aftur boðið upp á sjósund með írsku
ívafi. Hátíðinni mun svo ljúka með
barnaskemmtun í Garðalundi þar
sem leikhópurinn Lotta mun sýna
leikverkið Gilitrutt. Sú skemmt-
un hefst kl. 13:30 og er frítt inn á
svæðið.
Sjá má dagskrá hátíðarinnar á
vefsíðunni www.irskirdagar.is og í
auglýsingu hér í blaðinu. jsb
Á bílastæði við Akraneshöfnina, við
hlið Sementsskemmunnar, er nú
risið 1.300 fermetra samkomutjald,
en uppsetning þess er undirbúning-
ur fyrir Írska daga sem fram fara á
Akranesi um næstu helgi. Tjaldið
verður nýtt fyrir kvöldvöku á föstu-
dagskvöldinu, markað á laugar-
deginum en hluti af tíundu Lopa-
peysunni verður síðan í tjaldinu
um kvöldið auk þess sem dansleik-
ur verður einnig í Sementsskemm-
unni. Að sögn Ísólfs Haraldsson-
ar bíóstjóra og forsvarsmanns Vina
hallarinnar, sem skipuleggur Lopa-
peysuna 2013, er nýjung að tjalda
svo stóru tjaldi á Skaganum. Að-
spurður segir hann að nú stækki
samkomusvæðið um meira en
helming og gestir geti örugglega
fundið tónlist við sitt hæfi.
„Á kvöldvökunni á föstudags-
kvöldinu verða m.a. Dúndurfrétt-
ir að spila, Eyþór Ingi, Magni og
Hreimur, en kynnir verður Ólafur
Páll Gunnarsson. Kvöldvakan hefst
klukkan 22,“ segir Ísólfur. Dag-
inn eftir verður svo markaður frá
klukkan 10 til 16 en strax að hon-
um loknum verður farið að undir-
búa einn stærsta tónlistarviðburð
ársins hér á landi. „Á Lopapeysunni
verður engu til sparað enda eigum
við afmæli. Við opnum svæðið með
brekkusöng, fyrst verður komið
saman á Þyrlupallinum við Jaðar-
sbakka klukkan 22 og þaðan fer svo
hópurinn fylktu liði niður að höfn
og á miðnætti mun elíta íslensk-
ar tónlistarsögu koma saman til að
halda með veglegum hætti upp á 10
ára afmæli Lopapeysunnar,“ seg-
ir Ísólfur. Meðal þeirra sem koma
fram eru Bubbi, Helgi Björns, Páll
Óskar, Jón Jónsson, Matti Papi og
Hljómsveit íslenska lýðveldisins.
Forsala á Lopapeysuna hefur geng-
ið vonum framar að sögn Ísólfs og
von á þúsundum gesta.
mm
Ungmennafélagið Skipaskagi á
Akranesi tekur þátt í verkefninu
Fjölskyldan á fjallið sem UMFÍ
stendur að í sumar líkt og undan-
farin ár. Á Guðfinnuþúfu í Akra-
fjalli hefur Skipaskagi komið upp
gestabók. Gengið var á Guð-
finnuþúfu síðastliðinn mánu-
dag með gestabókina í kassann.
Tólf flottir göngufélagar mættu
í gönguna. Skipaskagi hefur ver-
ið með verðlaun síðastliðin tvö
ár fyrir þá sem oftast fara á þúf-
una og svo eru alltaf tveir dregn-
ir út af handahófi sem fá einn-
ig verðlaun. Átakið stendur yfir
frá 1. júlí til 20.des nk. „Hættu að
hanga, komdu út að ganga,“ seg-
ir í tilkynningu frá Önnu Bjarna-
dóttur hjá Umf. Skipaskaga.
mm
1.300 fermetra tjaldið við hlið Sementsskemmunnar. Ljósm. jsb.
Risatjald við Faxabraut sem
hýsir hluta Lopapeysunnar
og fleiri viðburði
Frá göngunni á Guðfinnuþúfu sl. mánudag.
Umf. Skipaskagi með
gönguferðir á Akrafjall
Fjölbreytt dagskrá Írskra daga um næstu helgi
Börn að taka þátt í írsku stemningunni í Görðum í fyrra. Ljósm. fh.
Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
menningartengdra viðburða á
Akranesi.