Skessuhorn - 03.07.2013, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
MÓTTÖKUSTÖÐVAR
Akranesi
Höfðaseli 16 • 431-5555 • 840-5881
Opið
Mánud. – föstud. Kl. 8.00 – 18.00
Lokað í hádeginu Kl. 12.00 – 13.00
Laugard. Kl. 10.00 – 14.00
Borgarnesi
Sólbakka 12 • 431-5558 • 840-5882
Opið
Mánud. – laugard. Kl. 14.00 – 18.00
Við breytum
gráu í grænt
Listsýningin Línan ferðast um Suðurlandið
Álfheiður Ólafsdóttir sýnir olíumálverk í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli.
Á sama tíma sýnir hún einnig í Kaffi Loka á Lokastíg í Reykjavík.
Sýningin stendur út júlí.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Stúlknahljómsveitin
Amiina kom í Akra-
nesvita sl. sunnu-
dag og tók upp tón-
listarmyndband við
Bíólagið, sem er
þriðja lagið á nýj-
ustu plötu hljóm-
sveitarinnar „The
Lighthouse Project“
sem kom út í liðn-
um mánuði. Ami-
ina hefur að undan-
förnu verið að spila
á tónleikum erlendis
með hljómsveitinni
Sigurrós sem spilar svipaða tón-
list. Voru hljómsveitarmeðlimir
þær Hildur, Edda, María og Sól-
rún heillaðar af vitanum á Akra-
nesi og hljómburðinum í honum
en þær hafa mikið verið að spila í
vitum víðsvegar um
landið. Þeir kvik-
m y n d a t ö k u m e n n
sem voru á staðn-
um sögðust einnig
vera mjög heillaðir
af þeim góða hljóm-
burði sem er í vitan-
um. Upptökur tók-
ust því vel, að sögn
Hilmars Sigvalda-
sonar vitavarðar í
Akranesvita. Hann
bætir við að þeg-
ar hefur verið samið
um að nota mynd-
bandið sem hluta af kynningar-
efni fyrir Akranes.
jsb
Félagið Pílagrímar hefur um skeið
undirbúið opnun pílagrímaleiðar frá
Bæ í Borgarfirði í Skálholt, sem er
um 120 km leið. Flestir þekkja Skál-
holt sem biskups- og skólaseturs, en
það hefur að mestu gleymst að 26
árum áður en Ísleifur Gissurarson
varð fyrsti biskup í Skálholti, eða
árið 1030, settist Hróðólfur (Ru-
dolf) engilsaxneskur trúboðsbiskup
frá Normandí að í Bæ og stofnaði
þar til klausturs ásamt munkum sem
komu með honum. Þar var kennt
að rita latínuletur í stað þess að rista
rúnir og þar hefur íslensku máli lík-
lega verið sett það stafróf sem enn
er notað hér á landi. Þar hafa höfð-
ingjasynir menntast í hinum nýja
kristna sið sem lögtekin var á Al-
þingi skömmu áður eða árið 1000
og þar mótaðist tungumál kirkjunn-
ar á Íslandi. Klaustur Hróðólfs í Bæ
má því telja eitt fyrsta menntaset-
ur landsins, en því miður hafa forn-
leifarannsóknir ekki farið fram á
staðnum.
Þriðjudaginn 16. júlí verður dag-
skrá í Bæjarkirkju þar sem Karl Sig-
urbjörnsson fv. biskup Íslands verð-
ur aðal ræðumaður. Hann mun m.a.
fjalla um tengsl Bæjar, Skálholts og
Þingvalla og hugleiða um gildi píla-
grímagöngu sem trúariðkun. Frú
Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands
og sr. Kristján Valur Ingólfsson
vígslubiskup í Skálholti munu svo
annast helgihald áður en pílagrímar
halda af stað í sex daga göngu heim
í Skálholt. Nánari upplýsingar um
dagskrána í Bæjarkirkju og gönguna
er að finna á vefslóð félagsins: www.
pilagrimar.is og á Fésbókarsíðunni
„Hátíð í Bæ.“ -fréttatilkynning
Það er jafnan ánægjuleg stund fyr-
ir innistöðukýr þegar þær fá í fyrsta
skipti að fara út að sumri. Þá er
ekki síður gaman fyrir mannfólkið
að fylgjast með atganginum. Mál-
tækið að sletta úr klaufunum gæti
hæglega átt við kýrnar í Dalsmynni
í Eyja- og Miklaholtshreppi sem
urðu þessarar gæfu aðnjótandi í síð-
ustu viku. Meðfylgjandi myndir tók
Iðunn Silja Svansdóttir frá Dals-
mynni við þetta tækifæri. mm
Slett úr klaufunum
Ég er svo gamall að ég les minn-
ingargreinar, ennþá samt ekki svo
forstokkaður að ég skrifi þessháttar,
nema mér hafi þótt vænt um þann
sem kvaddur er.
Við Birgir Gíslason héldum upp
á 120 ára afmæli þegar við urðum
þrítugir, ásamt Sigurði Eiðssyni og
Knúti Hjartarsyni. Nú má þó seint
sé, afsanna þjóðsöguna um það að
mikið hafi verið drukkið í Samlag-
inu. Við blönduðum veislumjöðinn í
50 lítra brúsa og ég get svarið að það
var lögg i honum þegar gleðinni var
lokið.
Öllum mönnum var Birgir létt-
ari á fæti, enda ekki á færi annarra
að vinna í vélasalnum. Samlagshúsið
er landsþekkt bygging, þó það sé eitt
best varðveitta leyndarmál mjólkur-
iðnaðar á Íslandi hvað hún er inn-
réttuð af merkilegri kunnáttu, já jafn-
vel galdri. Vinnusvæði Birgis í ára-
tugi var fjórtán hæðir, þið lásuð rétt
– fjórtán hæðir – að vísu bara tvær
þrjár tröppur sumsstaðar, en einn
stiginn, hangandi lóðrétt á vegg var
tólf járnþrep og þrepin upp í skyr-
gerðina geta menn ennþá talið.
En Birgir gat flýtt fleiri fótum en
sínum, hann var hestamaður og átti
góðan hest á okkar samverudögum.
Þegar brúni klárinn var orðinn gam-
all, var hann felldur og heygður eins
og hann átti skilið. Þegar ég frétti
þetta var ég svo kvikindislegur að
segja við eigandann - þér hefði ver-
ið nær að éta truntuna. Þetta þótti
Birgi ekki fallega sagt, en svaraði þó
- heldurðu fíflið þitt að þó að ein-
hver handtakagóður maður stytti þér
stundirnar að ég mundi éta þig, alls
ekki, ég ét sko ekki vini mína. Þetta
sannaði að honum þótti vænt um
mig. Ég er viss um að óskyldir fengu
ekki meira hól en vera líkt við gamla
klárinn.
Margar veiðiferðir fórum við sam-
an og var óborganlega gaman. Birg-
ir var öllum mönnum léttari á fæti
og ákafinn slíkur að oft var hann nær
búinn að sprengja mig, en við kom-
umst alltaf heilir heim að lokum.
Stundum duttu út úr mér vísur
sem hæfðu stað og stund, en voru
ekki geymslufé. Eina man ég þó
sem kom í heilu lagi, en ekki eins og
vanalega að maður geri seinnipart-
inn fyrst og hnoðar svo misgóðum
fyrriparti framan við. Ég bar þessa
aðferð undir Guðmund Böðvarsson,
þegar við spjölluðum saman í afmæli
Ólafs Þórðarsonar mjólkurfræðings.
Ég taldi þetta sanna að ég væri lít-
ið skáld, þá brosti þjóðskáldið sínu
glettna brosi og sagði: - Þetta ger-
um við allir.
Vísan kom þegar við vorum á
veiðum, en ég vil ekki muna leng-
ur hvar það var, en morgunstundin
nálgaðist.
Gættu þess hvar þú gengur,
gerðu ei villuslóð.
Sporið í landinu lengur
lifir, en sá sem það tróð.
Síðast veiddum við saman í Botnsá
í boði Péturs Geirssonar. Þá var vin-
ur minn orðinn fótafúinn eftir marg-
ar erfiðar hjartaaðgerðir, þegar hann
hrasaði og ég studdi hann á fætur
rifjaði hann upp þessa vísu og sagði
að nú væri það orðið þannig að ekki
mætti skilja eftir rusl á bakkanum þó
sporin sæust.
Nú er Birgir hættur að hlaupa
stiga, leggja á og veiða. Nú er hætt
öll mjólkurvinnsla í Borgarnesi. Þeir
sem tóku ákvörðun um að leggja
Mjólkursamlag Borgfirðinga niður
eiga ennþá ómáð spor í sögu héraðs-
ins, þrátt fyrir allt.
Ég votta öllum aðstandendum
samúð mína.
Hilmir Jóhannesson.
Minning:
Birgir Gíslason mjólkurfræðingur
Amiina heilluð af
hljómburðinum í Akranesvita
Dagskrá í Bæjarkirkju og síðan haldið í
pílagrímaferð til Skálholts