Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 03.07.2013, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Leikritið 21:07 var frum- sýnt með pompi og prakt sl. fimmtudag í Frysti- klefanum í Rifi. Leikrit- ið er samstarfsverkefni þeirra Kára Viðarssonar og Víkings Kristjánsson- ar en það fjallar um lend- ingu geimvera á Snæfells- jökli 5. nóvember 1993 og er því að hluta sann- sögulegt. Atburðurinn vakti mikla athygli á sín- um tíma og hafði tölu- verð áhrif á landsmenn eins og kynnast má í leik- ritinu. Frumsýningin gekk vel og komust færri að en vildu. Sýningin gerist á rauntíma og fjallar um tímann í aðdraganda lendingu geimveranna og bregða Kári og Víkingur, sem báðir eru á sviðinu, sér í líki margra persóna sem koma við sögu. Sum- ar þeirra eru enn búsett- ar á svæðinu við Snæfells- jökul. Auk frumsýningar- innar fóru fram tvær sýn- ingar á verkinu um liðna helgi. Næstu sýningar verða á föstudaginn og laugardaginn og hefjast báðar kl. 20. Miðasala fer fram í síma 865-9432, á netfanginu frystiklefinn@ gmail.com og á midi.is. lh Hinn árlega Safnadag ber að þessu sinni upp á sunnudaginn 7. júlí nk. Að venju verður af því tilefni gerð- ur dagamunur í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Safnið verð- ur opið kl. 12-17. Aðgangur að safninu verður ókeypis þann dag en frjáls framlög gesta til safns- ins þegin með þökkum. Kl. 13.30 verður Kaupafólksganga á Hvann- eyrarengjar. Farið verður í fótspor kaupafólks á Hvanneyrarengjum á síðustu öld, hugað að sögnum, minjum, verkháttum og breyting- um á þeim á hinu sérstæða vot- lendissvæði sem frá og með liðnu vori varð Ramsar-verndarsvæði. Forgöngumenn Kaupafólksgöng- unnar verða Bjarni Guðmunds- son og fleiri. Gestir eru eindreg- ið hvattir til þess að taka með sér orf eða hrífu, nú ellegar forn- dráttarvél með greiðusláttuvél til stuttra heyverka ef þannig viðrar – í félagsskap við fornsláttuvélar úr Landbúnaðarsafni. Verði óþurrk- ur færum við okkur inn í Hall- dórshlöðu safnsins og lögum dag- skrá að henni. Klukkan 16 verður brugðið á leik með Sveitasöngvum í stór- hlöðu Halldórsfjóss, er þá verð- ur með „brekku“-söng frumreynd sem tónleikahöll. Forsöngvar- ar verða Snorri Hjálmarsson og fleiri. Kl. 14-17 verður vöfflukaffi Kvenfélagsins 19. júní á boðstólum í Skemmunni, elsta staðarhúsinu. Það var reist árið 1896 og stend- ur í gróðurríku umhverfi syðst á Gamla staðnum. Ullarselið verð- ur að venju opið kl. 12-18. Þar býðst al-borgfirsk hágæðavara og hver veit nema þar verði brugðið á leik með rokkum og fleiru. Hægt verður að líta inn í hina fallegu og nær 110 ára gömlu Hvanneyrar- kirkju, eina af listaverkum Rögn- valdar Ólafssonar húsameistara. -fréttatilkynning Fimmtudaginn 27. júní sl. frum- sýndi Frystiklefinn í Rifi leiksýn- inguna 21.07 í leikstjórn Kára Við- arssonar og Víkings Kristjánssonar sem einnig eru höfundar leikverks- ins og leika allar persónur verksins. Undirritaður fór í Frystiklefann og stóðst ekki mátið að skrifa sína upplifun. Í leikskránni segir að leik- verkið sé gamanleikrit byggt á atburðum í tengslum við meinta lendingu geimvera á Snæfellsjökli 5. nóvember 1993. Fléttast síðan saman nokkrar sögur einstaklinga þar sem sjónarhornið breytist eft- ir því hver á í hlut og viðhorf viðkomandi til þess sem er að gerast. Er þetta fjórða frum- samda leikverkið sem sett er upp i Frystiklefanum en leikhússtjóri er Kári Viðarsson. Kári og Víkingur leika öll hlut- verkin í leikritinu sem eru fjölmörg og leysa það af mikilli snilld. Eru þetta persónur sem mikið mæddi á þegar þessi viðburður kom til. Sam- spilið, krafturinn, leikgleðin og túlk- unin var aðdáunarverð. Það er ekki sjálfgefið að leika og leikstýra leik- verki en það gengur upp hér. Hér eru á ferðinni fantagóðir leikarar og leikstjórar sem vinna heimavinnuna sína vel. Það sem mætti helst setja út á er þáttur Susan Kennedy sem kom hingað til lands sem fréttamaður. Var þar eytt of miklu púðri að mínu mati í samskipti hennar og Magn- úsar Skarphéðinssonar. Einnig var upphækkun fyrir áhorfendur ekki nægilega góð þar sem ég sat. Leiksýningin er öll mjög fagmann- lega unnin. Mikið mæðir á ljós og hljóðvinnu sem er í höndum Sindra Þór Hannessonar og Ragnars Inga Hrafnkelssonar. Gefa þessir þætt- ir verkinu sterkan blæ en í sýning- unni er mikið lagt upp með að sýna fréttaskot frá þessum viðburði. Sviðsstjórn var í öruggum hönd- un Guðrúnar Láru Pálmarsdótt- ur og allar skiptingar hnökralaus- ar. Leikrými og leikmynd sem er í höndum Kára Viðarssonar er vel nýtt, en hluti af því að búa til leikrit er að finna lausnir og það heppnast hér. Búningar í umsjón Huldu Skúladóttur eru í sam- ræmi við timabilið og ekki má gleyma leikskrá sem er virkilega vel hönnuð af Guðrún Láru. Niðurstaða. Hér er á ferðinni metnaðarfull og kraftmikil leiksýn- ing sem fangar einstakan viðburð á faglegan og gamansaman hátt. Enn ein rósin í hnappagatið hjá þessu metnaðarfulla leikhúsi í Rifi. Gunnsteinn Sigurðsson, Ólafsvík. Ljósm. Alfons Finnsson. Í síðasta Skessuhorni birtist grein undirrituð af Gunnari Sigurðssyni og Einari Brandssyni bæjarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins og átti hún trúlega að vera svar við grein okkar um ársreikning Akraneskaupstað- ar. Uppistaðan í greininni var þó að mestu aðfinnslur og þrætubók- arskrif um okkur persónulega. Við nennum ekki eða viljum eyða plássi til að svara því en förum yfir málið enn á ný til upprifjunar fyrir þessa ágætu bæjarfulltrúa. Staðreyndir málsins Eins og ársreikingurinn ber með sér er niðurstaða hans ekki góð. Um það deilir enginn. Vandinn er hins vegar sá að ómögulegt var að bregðast við orðnum hlut, nema eftir á. Það verður verkefni næstu mánaða. Rétt er að rifja upp stað- reyndir málsins. Akraneskaupstaður var dæmdur til greiðslu skaðabóta vegna skipu- lagsmála. Ekki var hægt að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. Þegar sú niðurstaða lá fyrir hefðu bæjar- fulltrúar minnihlutans getað kraf- ist niðurskurðar á móti. Það gerðu þeir ekki. Starfslokasamningar voru gerð- ir í lok ársins, sumt kom til vegna óvæntra ástæðna, annað vegna skipulagsbreytinga. Þessir samn- ingar voru samþykktir af öllum bæj- arfulltrúum. Bæjarfulltrúar minni- hlutans hefðu getað flutt tillögu um niðurskurð á móti. Það gerðu þeir ekki. Endurútreikningur lífeyrisskuld- bindinga lá ekki fyrir fyrr en í mars/ apríl, eða löngu eftir lokadagssetn- ingu ársreikningsins. Við þeirri við- bót var því ekki hægt að bregðast og ekki hreyfðu bæjarfulltrúar minni- hlutans við málinu á þeim tíma. Hallinn á rekstri Höfða (B-hluta) sem að mestu leyti er tilkominn vegna lífeyrisskuldbindinga lá ekki fyrir fyrr en á útmánuðum. Því gátu bæjarfulltrúar ekki gert neinar ráð- stafanir afturábak vegna ársreikn- ingins. Bæjarfulltrúar minnihlut- ans gerðu heldur engar tilraunir í þá átt. Eftir stendur að rekstur stofnana kaupstaðarins er í meginatriðum samkvæmt fjárhagsáætlun. Hand- bært fé frá rekstri er rétt viðunandi en þarf að aukast í framtíðinni, m.a. vegna framkvæmda og viðhalds á eignum bæjarins. Það vandamál er sameiginlegt með flestum sveitarfé- lögum á Íslandi og nægir að skoða gögn frá Sambandi sveitarfélaga til að sannfærast um það. Sá gamli tekur við Eins við greindum frá í síðustu grein hefur samstarfið verið gott í bæjarstjórninni þetta kjörtíma- bil. Fulltrúar minnihlutans hafa verið hafðir sem mest með í ráð- um og mál kynnt eftir bestu getu. Minnihlutinn hefur því haft öll tækifæri til að koma sínum sjónar- miðum á framfæri á vettvangi bæj- arstjórnar og meirihlutinn lagt sig fram um að taka tillit til allra skoð- ana og ábendinga. Það hefur ver- ið ánægjulegt að vinna með Ein- ari Brandssyni í bæjarráði, hann hefur reynst málefnalegur, glögg- ur og vinnusamur, en fastur fyrir. Nú bregður hins vegar svo við að honum er launuð svo vinnusemin að honum er kippt út úr bæjarráði og Gunnar Sigurðsson sest í hans sæti. Það er í sjálfu sér umhugsun- arverð endurnýjun. Guðmundur Páll Jónsson Sveinn Kristinsson Hrönn Eggertsdóttir er með myndlistarsýningu í Akranesvit- anum, en sýningin hófst 7. júní. Mættu yfir 100 manns strax á opn- un sýningarinnar sem stendur fram yfir Írska daga. Það voru tvo fyrir- tæki sem kostuðu upphengilista til að hægt væri að sýna listaverkin en það voru Skaginn hf. og Faxa- flóahafnir sf. Án þeirra stuðnings hefði þessi sýning aldrei orðið að veruleika og vilja þeir sem stóðu að henni þakka þeim sérstaklega fyr- ir aðstoðina. Eftir Írska daga mun svo opnast fyrir nýjar sýningar fyr- ir þá sem vilja sýna verk sín í vit- anum. Hilmar Sigvaldason Pennagrein Pennagrein Ársreikningur - taka tvö Pennagrein Við erum öll geimverur! Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson í hlutverkum sínum í verkinu 21:07. Ljósm. af. Geimveruleikritið 21:07 frumsýnt í Frystiklefanum í Rifi Kaupafólksganga og Sveita- söngvar á Safnadegi á Hvanneyri Þakkir fyrir stuðning við vitann

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.