Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 03.07.2013, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þæginda búnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja aksturs upplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense. Outlander kostar frá 5.990.000 kr. Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur MITSUBISHI OUTLANDER Rúmbetri, sparneytnari og betur búinn mitsubishi.is Eyðir aðeins frá 5,5 l/100 km. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isSmiðjuvöllum 17 · Akranesi · Sími 431 2622 · bilas.is Undirbúningur er hafinn að bygg- ingu eldsmiðju á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi. Það er fé- lagið Íslenskir eldsmiðir sem sér um byggingu smiðjunnar í sam- starfi við Byggðasafnið að Görð- um. Málið er í deiliskipulagsferli og mun húsið standa við bryggj- una þar sem gömlu smábátarnir eru á Safnasvæðinu. Húsið verður í gömlum pakkhússtíl og á að falla vel að skipulagi og bryggjumynd- inni á staðnum. Í þessu húsi verður aðstaða fyrir félagið sem telur 162 félagsmenn, samkvæmt Facebo- okhópi Íslenskra eldsmiða. Eld- smiðjuhúsið verður sérstakt að því leyti að það verður byggt í göml- um stíl og mun nýtast þeim sem vilja nota það við eldsmíðar og þá verða námskeið í eldsmíði haldin þar í framtíðinni. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verður Norðurlanda- mót eldsmiða haldið á Safnasvæð- inu dagana 14. til 18. ágúst í sum- ar. Eins og fram kemur hér á und- an þá er byggingin í skipulagsferli en til að nýta tímann var ákveðið að byggja húsið í einingum á öðrum stað á Safnasvæðinu og verður það síðan flutt á grunn þess þegar end- anlegt byggingarleyfi verður feng- ið, að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar formanns Íslenskra eldsmiða, en hann er jafnframt starfsmaður Byggðasafnsins. jsb Þegar sumarlokun leikskóladeild- ar Auðarskóla í Búðardal verður af- staðin um næstu mánaðamót verð- ur tekin í notkun stækkun við leik- skólann. Framkvæmdum við við- byggingu leikskólans er að ljúka þessa dagana. Nýi leikskólinn, sem byggður var fyrir um fimm árum, er 314 fermetra bygging og varð fljótlega of lítill fyrir starfsemina. Um síðustu áramót var hafist handa við stækkun á 50 fermetra viðbygg- ingu. Það var fyrirtækið Framsmíði sem var með lægsta tilboðið í við- bygginguna. Grjetar Andri Rík- harðsson byggingameistari stend- ur fyrir því fyrirtæki. Þegar blaða- maður Skessuhorns var á ferðinni í Búðardal fyrir helgina stóðu yfir framkvæmdir utan húss. Smiðirn- ir voru að koma fyrir klæðningu og bjuggust við að því verki lyki að mestu í þessari viku. Frágangi inn- anhúss er lokið nema að koma fyrir snögum og öðru minniháttar áður en leikskólabörnin koma í skól- ann eftir sumarfríið. Grjetar sagði að framkvæmdirnar hefðu gengið ágætlega, ef undan eru skildar frá- tafir sem m.a urðu vegna tafa á af- greiðslu byggingarefnis. þá Netsamband í uppsveitum Borgar- fjarðar og víðar í dreifðum byggð- um á Vesturlandi hefur lengi ver- ið ábótavant og íbúar þessara svæði hafa oft lent í vandræð- um af þeim sökum. Nú vinna fjarskiptafyrirtæki að uppsetn- ingu nýs farsímakerfis, svokall- aðs 4G kerfis sem býður upp á þráðlausa háhraða Internet- tenginu bæði fyrir farsíma og tölvur. Það gæti reynst farsæl lausn fyrir íbúa umræddra svæða í landshlutanum. Fjarskiptafyrirtækið Nova er nú sem stendur í fararbroddi á Ís- landi í uppsetningu 4G kerfisins, en enn sem komið er hefur kerfið ein- göngu verið sett upp á höfuðborg- arsvæðinu. „Nú erum við lögð af stað í næsta áfanga sem er að koma Skorradal og Grímsnesi í 4G sam- band og við vonumst til að komast fljótt í loftið á þessum stöðum,“ seg- ir Jóakim Reynisson framkvæmda- stjóri tæknisviðs Nova í samtali við Skessuhorn. Tímasetningar fyr- ir uppsetningu 4G kerfis á öðrum svæðum liggja ekki fyrir en auk þeirrar uppbygg- ingar er Nova að upp- færa fjölmarga 3G staði í svokallað 3G+, sem styð- ur um 50% meiri hraða en hefðbundin 3G þjón- usta gerir. „Við erum að reyna að koma sem best til móts við þarfirnar um háhraða Internet alltaf og allsstaðar og von- umst til að ná inn fleiri 4G svæðum á Vesturlandi síðar á árinu,“ segir Jóakim. sko/ Ljósm. Kristín Jónsd. Hér má sjá húshluta í væntanlega eldsmiðju en beðið er eftir endanlegu bygg- ingarleyfi til að reisa húsið á Safnasvæðinu. Gamaldags eldsmiðja mun rísa á Safnasvæðinu í Görðum Skorradalur fær 4G Internettengingu Grjetar Andri Ríkharðsson byggingameistari til hægri og Benedikt Guðmundsson iðnverkamaður. Viðbygging leikskólans í Búðardal á lokastigi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.