Skessuhorn - 03.07.2013, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Um 12-15 bátar frá Akranesi eru
þessa dagana að hefja markrílveið-
ar en lítið hefur orðið vart við mak-
ríl á færaslóð Akranesbáta að und-
anförnu. Nokkrir hafa þó veiðst
af bryggjunum síðustu daga. Tals-
verður og dýr búnaður fylgir mak-
rílveiðunum þannig að útgerðar-
menn þeirra leggja mikið undir til
að geta veitt þennan vinsæla mat-
fisk. Reynslan hefur sýnt að mik-
ill markaður er fyrir makríl, veidd-
an af smábátum, enda verður hann
fyrir mun minna hnjaski en um
borð í stóru bátunum.
Síðustu daga hefur hver bátur-
inn á fætur öðrum verið undirbú-
inn til veiðanna og því nóg að gera
hjá iðnaðarmönnum og útgerðar-
mönnum þessara báta. Það eru ekki
eingöngu heimabátar sem hafa ver-
ið útbúnir á Akranesi til veiðanna
því nokkrir aðkomubátar eru þeirra
á meðal. hb
Síðastliðinn fimmtudag var lokið
við gerð nýrrar skábrautar til sjó-
setningar og upptöku á bátum í
Borgarneshöfn. Með skábrautinni
er komin góð aðstaða fyrir báts-
eigendur í Borgarneshöfn og ör-
yggi björgunarsveita og viðbragðs-
aðila eykst um leið er þeir þurfa að
sjósetja báta sína á sjó í fljótheitum.
Með auknum skemmtisiglingum í
Borgarfirði og á Faxaflóa er mikil-
vægt að auðvelt sé að koma báti út
ef á þarf að halda. Í tilkynningu frá
Faxaflóahöfnum sf. segir að þó svo
að umsvif þeirra séu víðar meiri en
í Borgarnesi, skipti ný aðstaða máli
fyrir þá sem þar eru með báta og
ekki síður er skábrautin mikið ör-
yggisatriði fyrir björgunarsveit-
ir sem starfa á svæðinu. Skábraut-
in var hönnuð og gerð í góðu sam-
starfi við notendur og tillit tekið til
ábendinga um hvernig legu hans
yrði best háttað.
Björgunarsveitin Brák er í hópi
öflugra björgunarsveita á starfs-
svæði Faxaflóahafna sf. sem starfar
í Borgarfjarðarhéraði og mun nýja
skábrautin koma til með að nýtast
henni vel. Sveitin sinnir ekki síður
sjóbjörgun en björgun upp til fjalla
og jökla. Faxaflóahafnir sf. styrkja
starfsemi björgunarsveitanna á
starfssvæði fyrirtækisins og þar með
talið Björgunarsveitina Brák.
jsb
Nýtt tímabil strandveiða hófst
síðastliðinn mánudag með fjölg-
un báta á sjó og auknu hafnarlífi.
Einnig urðu krókaveiðar á mak-
ríl leyfilegar og er mikil fjölg-
un á útgefnum veiðileyfum milli
ára. Frést hefur af vaðandi mak-
ríl á Breiðafirðinum en þó er hann
seinna á ferðinni en á síðasta ári.
Sjávarhiti hefur verið lægri en á
sama tímabili undanfarið og er
það talið vera skýringin á seink-
un makrílsins. Um hádegi á mánu-
daginn voru nærri 800 bátar á sjó
í kringum Ísland samkvæmt tölum
frá Vaktstöð siglinga. Á A-svæði
strandveiða, sem nær frá Borgar-
nesi norður að Súðavík í Ísafjarð-
ardjúpi, hófust veiðar aftur eftir að
þær voru stöðvaðar 19. júlí sl. Í júlí
lönduðu 228 bátar alls 1.524 sinn-
um og rúmum 840 tonnum. Á D-
svæði, sem nær frá Hornafirði til
og með Borgarbyggð, kláraðist
potturinn ekki og veiðar héldu því
áfram eftir helgarhlé. Þar lönduðu
123 bátar alls 817 sinnum og rúm-
um 408 tonnum, en alls voru 525
tonn í pottinum fyrir júní. Í maí
veiddust einungis tæp 400 tonn af
600 tonna potti, en óveiddur afli
færist á milli mánaða og þrátt fyr-
ir að einungis séu 125 tonn í júlí-
potti D-svæðis eru því í raun 541
eftir í pottinum. A-svæðið er það
eina þar sem potturinn hefur alltaf
klárast í sumar.
Mikil fjölgun krókabáta
á makrílveiðum
Áhugi á krókaveiðum á makríl þetta
árið var langt umfram væntingum,
eins og áður hefur verið sagt frá í
Skessuhorni, en sótt var um leyfi
fyrir 239 báta. Síðasta sumar voru
krókaveiðar á makríl stundaðar á
17 bátum. Þó er ekki víst hve marg-
ir munu í raun fara krókaveiðarn-
ar, því t.d. voru 23 af bátunum sem
sótt var um á með strandveiðileyfi
og því fá þeir ekki makrílleyfi fyrr
en 1. september. Einnig voru ein-
hverjir bátanna ekki með haffæri.
Alls er potturinn fyrir makrílveið-
arnar 3.200 tonn, en hann skiptist í
tvennt. Í júlí má veiða allt að 1.300
tonn og frá 1. ágúst fram til vertíð-
aloka má veiða 1.900 tonn.
Síðastliðinn fimmtudag var sá
afli sem áætlaður var til línuíviln-
unar í þorski uppurinn, eða 3.375
tonn. Tæpir tveir mánuðir eru nú
eftir að fiskveiðiárinu og á þeim
tíma mun línuívilnun ekki reikn-
ast á þorsk. Línuívilnun virkar á
þann veg að dagróðrabátar á línu-
veiðum geta landað umframafla í
þorski, ýsu og steinbít. Ef línan er
beitt í landi má landa 20% umfram
kvótaeign og ef línan er stokkuð
upp í landi má landa 15% umfram
kvótamagn. Línuívilnun var sett
á 1. september 2004 til að fjölga
störfum í landi og er þetta í fyrsta
sinn sem 3.375 tonna viðmiðunin
í þorski dugar ekki á þessum níu
árum, en 199 bátar á 52 stöðum
víðsvegar um landið hafa nýtt sér
línuívilnun á þessu fiskveiðiári.
sko
Þriðjudaginn 25. júní sl. undirrit-
uðu Illugi Gunnarsson mennta-
málaráðherra og Vilhjálmur Eg-
ilsson rektor Háskólans á Bifröst
samning um tilraunaverkefni um
hækkað menntunarstig í Norðvest-
urkjördæmi. Skessuhorn greindi frá
verkefninu í nýliðnum mánuði, en
það er liður í átaki stjórnvalda og
hagsmunasamtaka vinnumarkað-
arins að hækka menntunarstig í ís-
lensku atvinnulífi. Meginmark-
mið samningsins er að kanna þörf
fyrir menntun meðal einstaklinga
og fyrirtækja í kjördæminu, stuðla
að auknu samstarfi fræðsluaðila,
kanna þörf fyrir námsstyrki og þróa
aðferðir við mat á fyrra námi og
reynslu inn í hið hefðbundna skóla-
kerfi. Háskólinn á Bifröst mun
annast umsýslu um verkefnið en
því stjórnar sérstök verkefnisstjórn
sem Vilhjálmur Egilsson veitir for-
stöðu. Í verkefnisstjórn sitja fulltrú-
ar atvinnulífs, stéttarfélaga, sveitar-
félaga og skóla- og fræðslustofnana
í Norðvesturkjördæmi. Átakið er
eitt af nokkrum verkefnum sem sett
voru af stað í framhaldi af kjara-
samningum aðila vinnumarkaðar-
ins í maí 2011. Auk Norðvestur-
kjördæmis fer átakið fram í Breið-
holti í Reykjavík.
Vinna er hafin
Næstu skref í verkefninu er að
gera viðamiklar kannanir á þörf og
eftirspurn eftir námi hjá fyrirtækj-
um, stofnunum og einstaklingum.
Annars vegar verða gerðar hefð-
bundnar formlegar kannanir og
hins vegar er leitað beint til stjórn-
enda og starfsfólks fyrirtækja og
stofnana í kjördæminu. Unnið verð-
ur að gerð kannana fram í ágúst og
er nú þegar byrjað að hafa samband
við þátttakendur. Á vegum verkefn-
isins hefur verið ráðið fólk til þess
að sjá um framkvæmdina, taka við-
töl og vinna úr þeim. Verkefnis-
stjóri er Geirlaug Jóhannsdóttir en
aðrir starfsmenn eru Birna Gunn-
laugsdóttir, Daníel Glad Sigurðs-
son, Helga Björk Bjarnadóttir og
Hrafnhildur Árnadóttir. Áætlað er
að niðurstöður verði kynntar á sér-
stakri ráðstefnu sem áætlað er að
halda í nóvember.
hlh
Að fenginni reynslu um síðustu
helgi þegar mikil umferð var á þjóð-
veginum í gegnum Borgarfjörð,
veltir Theodór Þórðarson yfirlög-
regluþjónn því upp hvort brýnt sé
orðið að tvöfalda vegina út frá höf-
uðborgarsvæðinu til að umferðin
gangi betur fyrir sig. „Í stað þess að
ýta þessu alltaf á undan sér vegna
mikils kostnaðar finnst mörgum
atvinnubílstjórum það tilvalið að
byrja frekar smátt og smátt á þess-
ari framkvæmd sem gæti þá hafist
fyrr. Til dæmis með því að breikka
vegina í völdum brekkum þar sem
þá er hægt að fara fram úr hægfara
bílalestum á öruggan hátt. Enn-
fremur mætti velja góða beina kafla
til tvöföldunar,“ segir Theodór.
Hann bendir á að í Borgarfirði
mætti hugsa sér slíkar breikkanir
aðallega til að greiða fyrir umferð
til norðurs. Það yrði gert á eftir-
töldum stöðum, svo nokkur dæmi
séu tekin; í brekkunni frá Hval-
fjarðargöngunum að Kúludalsá,
frá Urriðaá við Akranesvegamót-
in að Hagamel, Skorholtsbrekkan
frá beygjunni við Skipanes og upp
fyrir Geldingaá, á beinum köfl-
um frá Fiskilæk og á Hafnarmel-
um, frá Hvítárvallavegi við Gufuá
og upp undir Eskiholtssneiðina,
frá Daníelslundi að Svignaskarði,
upp Kolásinn hjá Munaðarnesi, við
Hvamm í Norðurárdal, við Sveina-
tungu og upp frá Fornahvammi
upp undir Krókalækina. þá
Nú stendur yfir vinna við göngu-
stíga í Súgandisey í Stykkishólmi.
Eyjan er vinsæll áningarstaður
ferðamanna og mikill fjöldi þeirra
gengur upp á eyjuna á hverju sumri
og nýtur útsýnisins þaðan. Þá hef-
ur talsverð aukning orðið í komu
ferðamanna yfir vetrartímann.
Kallar þessi aukna umferð á end-
urbætur í stígagerð til að vernda
gróður efst á eyjunni.
sá
Samningar um tilraunaverkefni
til að hækka menntunarstig
Vilhjálmur Egilsson og Illugi Gunn-
arsson takast í hendur að undirritun
lokinni.
Theódór Kr. Þórðarson yfirlögreglu-
þjón hjá LBD í Borgarnesi að taka út
nýja mannvirkið við höfnina.
Ný og betri aðstaða
í Borgarneshöfn
Saltpokar með efni sem notað verður í göngustígana voru hífðir upp á Súgandisey
en mikið verk væri að bera allt efnið þaðan og upp á topp.
Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.
Unnið við göngustígagerð
í Súgandisey
Segir að breikka þurfi hringveginn
Iðnaðarmenn frá Héðni við vinnu sína um borð í Stakkavík frá
Grindavík á sunnudagskvöldið.
Makríllinn er málið
Myndarlegur rúlluskógur er nú á bátunum í Akraneshöfn.
Nýtt tímabil strandveiða og
krókaveiðar á makríl hafnar
Viðmiðunarafli í línuívilnun á þorski er uppurinn í fyrsta sinn síðan línuívilnun var sett á fyrir níu árum.