Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 03.07.2013, Blaðsíða 39
39MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Við seljum allar gerðir bíla, nýja og notaða FÓLKSBÍLA – ATVINNUBÍLA FERÐABÍLA OG VAGNA Gott úrval ávallt á staðnum Frábært úrval á söluskránni bilas.is Söluaðilar á Vesturlandi fyrir þrjú af stærstu bílaumboðum landsins Sýningabílar á staðnum Örugg viðskipti í 30 ár Smiðjuvellir 17, Akranesi Sími 431-2622 Þarft ekki að fara langt www.bilas.is bilas@bilas.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Káramenn unnu sinn fyrsta sig- ur í 3. deildinni í sumar þegar þeir sóttu Magnamenn heim norður á Grenivík sl. laugardag. Leikurinn var í sjöundU umferð mótsins og Kári bar sigur úr býtum 2:1 og fékk þar með sín fyrstu stig í deildinni í sumar. Mikil barátta og jafnræði var með liðunum í leiknum, en Magna- menn náðu forystu í leiknum á 26. mínútu eftir að aukaspyrna þeirra fór á fjærstöng þar sem Ívar Guð- laugur Ívarsson potaði boltanum í markið. Káramenn settu þá mik- inn kraft í að jafna leikinn og á 34. mínútu leiksins kom jöfnunar- markið. Bjarki Sigmundsson sendi þá laglegan bolta inn á teig þar sem Gísli Freyr Brynjarsson skoraði af stuttu færi. Staðan var jöfn í hálf- leik og Káramenn pressuðu síðan meira þegar leið á seinni hálfleik- inn. Á 68. mín. kom svo sigurmark- ið. Aukaspyrna Káramanna rataði í fæturnar á varnarmanni Magna sem mistókst herfilega og skaut í eigið mark. Í gærkvöldi, þriðju- dagskvöld, var mjög mikilvægur leikur á Akranesvelli þar sem Kári tók á móti hinu Vesturlandsliðinu í deildinni Grundarfirði. Grundfirð- ingar voru fyrir leikinn með þrem- ur stigum meira en Kári. þá/sgh Grundarfjörður og Augnablik átt- ust við á Grundarfjarðarvelli föstu- dagskvöldið 28. júní sl. Gengi þess- ara liða hafði verið æði misjafnt í síðustu umferðum en Augnablik fór illa með Magna frá Grenivík 6-1 á meðan Grundfirðingar steinlágu gegn ÍH 6-0. En leikmenn Grund- arfjarðar voru lítið að velta sér upp úr því þegar leikurinn hófst því að það voru ekki liðnar nema fjór- ar mínútur þegar Heimir Þór Ás- geirsson var búinn að koma heima- mönnum yfir með laglegu marki. Eftir það héldu heimamenn upp- teknum hætti og komust í nokkur ákjósanleg færi en náðu ekki að nýta þau. Heimamenn voru með tögl og hagldir í leiknum þegar gestirnir fengu hornspyrnu sem virtist fara í hendi eins leikmanna Grundar- fjarðar og dómarinn dæmdi víta- spyrnu. Gestirnir nýttu hana og jöfnuðu metin og þannig var stað- an í leikhléi. Í síðari hálfleik mættu heima- menn ákveðnir til leiks og geystust í sókn á 49. mínútu. Þar var Ing- ólfi Erni Kristjánssyni brugðið inn- an vítateigs og önnur vítaspyrna dæmd. Hana nýtti Heimir Þór Ás- geirsson vel og skoraði annað mark sitt og kom Grundfirðingum í 2-1. Eftir þetta var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda því Grundfirðingar voru allan tím- ann með þennan leik í hendi sér. Áður en yfir lauk voru þeir Dali- bor Lazic og Nwadike Ugochukwu Vincent búnir að bæta við tveim- ur mörkum og sanngjarn 4-1 sigur heimamanna staðreynd. Það var því létt brúnin á áhorfendum í leikslok þar sem að fimm leikja taphrinu Grundfirðinga var lokið. tfk Lið Skallagríms laut í gras gegn liði KB frá Breiðholti á Skallagrímsvelli í Borgarnesi á þriðjudaginn í síðustu viku, 1-2. Fyrri hálfleikur var frem- ur tíðindalítill og var markalaust í hálfleik. Breiðhyltingar voru fyrri til að skora í seinni hálfleik og komust yfir á 65. mínútu. Ekki leið á löngu þar til heimamenn jöfnuðu leikinn og skoraði Viktor Ingi Jakobsson jöfn- unarmarkið á 68. mínútu. Í kjölfar marksins hresstist leikur Borgnes- inga nokkuð og fengu þeir góð færi á næstu mínútum. Ólánið elti hins veg- ar Skallagrímsmenn því fimm mínút- um síðar varð varnarmaðurinn Svein- björn Guðlaugsson fyrir því óhappi að skora sjálfsmark sem kom KB í 1-2. Ekki urðu fleiri mörk í leiknum og því hlotnuðust Breiðhyltingum öll stigin þrjú sem í boði voru. Skallagrímur féll niður í 5. sæti B- riðils 4. deildar karla eftir tapið en lið- ið er með átta stig. Næsti leikur Borg- nesinga er í Stykkishólmi á þriðjudag- inn þegar þeir mæta sameiginlegu liði Snæfells/Geislans. hlh Víkingur Ólafsvík og Skagamenn áttust við í sannkölluðum Vest- urlandsslag sl. sunnudagskvöld í Pepsídeild karla. Lauk leiknum með 1:0 sigri Víkings. Þessi úrslit þýða að Víkingur eru nú komnir úr falls- æti, eru í því 10. með fjögur stig, en ÍA færist í 11. sætið og er áfram með sín þrjú stig. Í botnsætinu eru Fylk- ismenn með tvö stig. Vel var mætt á leikinn, heimamenn fylltu stærstan hluta áhorfendastúkunnar en mik- ið var einnig af Skagamönnum sem höfðu gert sér ferð vestur. Leikurinn var frekar bragðdaufur framan af og áttu hvort liðið sitt hvort færið í fyrri hálfleiknum. Skagamenn skalla á mark sem bjargað var á línu og hinu megin áttu Víkingsmenn sömuleið- is skalla þar sem boltinn skoppaði í þverslána. Víkingsmenn byrjuðu seinni hálf- leik af meiri krafti en Skagamenn og uppskáru vítaspyrnu á 78. mín- útu. Páll Gísli markvörður Skaga- manna varði spyrnuna frá Guð- mundi Magnússyni en hann fylgdi vel eftir og skoraði. Eftir markið datt leikurinn enn meira niður en Skagamenn færðu sig aðeins fram á völlinn. Þeir uppskáru þó ein- ungis eitt færi og það kom í blálok- in. Garðar Bergmann Gunnlaugs- son átti hörkuskot sem endaði efst í stönginni. Þar með var fyrsti sigur Víkings Ólafsvík í efstu deild stað- festur og braust út mikill fögnuður á Ólafsvíkurvelli. Skammt er stórra högga á milli hjá Vesturlandsliðunum. Strax á miðvikudagskvöldið verða þau aft- ur í eldlínunni í Pepsídeildinni og eiga þá mjög mikilvæga leiki í botn- baráttunni. Víkingar fá þá botnlið Fylkis í heimsókn og á sama tíma mætast á Akranesvelli ÍA og Þór frá Akureyri, sem gerði sér lítið fyrir og sigraði Keflvíkinga suður með sjó á sunnudag. jsb/ Ljósm. af. Guðmundur Lúther Hallgrímsson með boltann fyrir Skallagrím. Skúli Pálsson fylgist með. Skallagrímur tapaði fyrir KB Víkingar sigruðu í Vesturlandsslagnum Ragnar Gunnarsson í baráttu við Magnamenn í leiknum. Fyrsti sigur Káramanna Loksins sigur Grundfirðinga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.