Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 11
Tamningar, þjálfun, reiðkennsla Linda Rún snýr aftur í hesthúsið í janúar eftir barneign. Linda er menntuð tamningakona og reiðkennari frá Háskólanum að Hólum. Boðið er uppá einstaklings- og hópkennslu fyrir byrjendur og lengra komna, þjálfun hrossa og frumtamningar. Yfir sumartímann er síðan boðið uppá reiðtúra með smá undirbúningskennslu. Hesthúsið Á Staðarhúsum er glæsilegt 38 hesta hús. Byggð var aðstöðubygging við húsið síðasta vetur og aðstaðan að verða með því betra sem gerist. Stór borðsalur er í húsinu hugsaður til kennslu og kaffiaðstöðu. Í húsinu er einnig klósett með sturtu, járningaraðstaða hönnuð með vinnuþægindi í huga og loks læsanleg stór hnakkageymsla. Stíur verða til leigu í vetur á 30.000 kr. á mánuði. Innifalið er hey og spænir. Boðið verður uppá hirðingu á stíum og gjafir eftir áramót. Reiðhöllin Á Staðarhúsum er 900 fermetra reiðhöll (20x45m). Hægt er að leigja höllina undir námskeið og kennslu á sanngjörnu verði. Gólfið í höllinni er kurlað timbur og er höllin því ryklaus, björt og skemmtileg. Hótelið Á Staðarhúsum er 9 herbergja hótel. Hótelið hefur uppá að bjóða fjögur tveggja manna herbergi með sér baðherbergi, fjögur eins manns herbergi með sameiginlegu baðherbergi og loks eins manns herbergi með sér baðherbergi. Á hótelinu er borðsalur sem tekur allt að 24 í sæti. Atvinnueldhús með öllu því helsta er á staðnum ásamt stórum sólpalli og heitum potti. Hótelið hentar einstaklega vel fyrir hópa. Hægt er að bóka gistingu á hótelinu allt árið en einnig er hægt að leigja eldhúsið og salinn fyrir hina ýmsu viðburði. Fyrirspurnir eða pantanir á lindarunp@gmail.com eða í síma 892 - 4050 Linda Rún - Hesthús 865 - 7578 Ásgeir Yngvi - Hótel Staðarhús Borgarfirði S ke ss uh or n 20 13

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.