Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Það er háttur stjórnmálamanna og
margra annarra að fara að tala um
eitthvað annað, þegar allt er komið
í hönk. Trúlega vita allir, sem vilja
vita, að sæstrengur til Evrópu er
tóm vitleysa. Þessi umræða er trú-
lega sett í gang núna til að draga
athyglina frá einhverjum vand-
ræðum í raforkumálum þjóðar-
innar, sem ekki þykir rétt að segja
frá í bili. Skemmst er að minnast
þess, þegar Orkuveitan fór á haus-
inn og sagði upp tugum manna og
kvenna. REI málið og allt í kring-
um það var frægt að endemum
og svona má lengi telja. Ég ætla
bara að vona að ekki séu stór áföll
í vændum hjá Landsvirkjun, eða
þegar komin. En ég velti því fyr-
ir mér, hvers vegna er nú verið að
vekja upp Sæstrengsdrauginn eina
ferðina enn. Það væri nær að kveða
hann niður í eitt skipti fyrir öll.
Þessi sæstrengur er mesta bull
sem um getur á sama tíma og það
virðist vera nær óleysanlegt að
dreifa raforku um landið svo vel
sé og harðvítugar deilur um hvað
má virkja og hvað ekki. Ekki líð-
ur sá vetur að heilu landsvæð-
in verði rafmagnslaus um lengri
eða skemmri tíma vegna línubil-
ana. Væri ekki nær að hressa svo-
lítið upp á dreifikerfið áður en að
farið er að leggja streng til Evr-
ópu? Ég velti því fyrir mér hverj-
ir hafa hag af að taka þátt í þessu
bulli. Ætli það séu ekki bara þeir
sem fá ríflega borgað fyrir það? En
forstjóri Landsvirkjunar telur að
þetta skapi ekki bara auknar tekjur,
heldur líka möguleika á innflutn-
ingi á raforku, þegar verðið er lágt
erlendis, og ég spyr bara. Er allt í
lagi með þetta lið? Getur ekki ein-
hver tekið í taumana með þessa
vitleysu áður hún verður óviðráð-
anleg? Allir hugsandi menn hljóta
að sjá að verði ekki snúið frá nú-
verandi virkjanabraut mun það
fyrr en varir stefna framtíð þjóðar-
innar í hreinan voða. Nú er mark-
miðið að fullnýta alla virkjunar-
möguleika í landinu á sem allra
skemmstum tíma, að því að virðist
án tillits til hvort hægt er að selja
orkuna á viðunandi verði og hvort
útflutningur um sæstreng muni
stórhækka raforkuverð í landinu.
Er markmiðið með lagningu sæ-
strengs til Evrópu eftir allt saman
til að skapa möguleika á innflutn-
ingi þegar dregur úr framboði inn-
anlands? Það er mikið talað um
hreina orku, græna orku og end-
urnýjanlega orku og fleira í þeim
dúr, en gallinn er bara sá að ekk-
ert af þessu er til í reyndinni. Allri
orkuframleiðslu fylgir mengun og
umhverfisspjöll og það sem verra
er að stærstur hluti af raforku-
framleiðslu Íslendinga er notaður í
verksmiðjum, sem valda stórfelldri
mengun, um það verður ekki deilt.
Enn á að bæta um betur, ef svo fer
sem horfir. Ef spár ganga eftir um
bráðnun jökla mun verða nægt
vatn í vatnsföllum landsins til að
nýta afkastagetu virkjananna ein-
hverja áratugi í viðbót og jafnvel
skapast aðstæður til að auka hana.
En hvað svo? Nú þá er það jarð-
hitinn segja menn. Og þá er kom-
ið að því sem ef til vill er alvarleg-
ast í þessu öllu saman. Nú þegar er
búið að nýta stóran hluta af hon-
um og enginn veit hversu mikið er
til af nýtanlegum jarðhita í land-
inu, eða hve lengi hann endist. Nú
þegar eru teikn á lofti um að sum
svæðin séu þegar farin að gefa eftir
og þá á bara að bora víðar og leita
betur.
En hvernig er þetta hugsað?
Hvað með næstu kynslóð? Það lít-
ur ekki út fyrir að ætlunin sé að
skilja eftir einhverja ónýtta orku-
lind handa henni. Það er eins og
menn hugsi: „Skítt með hana, hún
reddar sér.“ Verði það reyndin, þá
mun skömm þeirra, sem nú ráða
för í virkjanabrjálæðinu, verða
lengi í minnum höfð. Nú segja
menn: „Raforka framtíðarinnar
kemur úr vindrellum og sjávarfalla-
virkjunum.“ Gallinn er hins veg-
ar sá að þetta veit enginn og þetta
gæti verið þetta fræga hálmstrá
sem gripið er til þegar allt er kom-
ið í strand. En reynslan af vindrell-
unum í sveitinni í gamla daga var
sú, að þegar var gott veður nokkra
daga í röð voru engin rafljós og
ef nú á að fara að treysta á stöð-
ugt rok, þá gætu ljóslausu dagarn-
ir orðið nokkuð margir. Sama má
raunar segja um sjávarföllin. Þar er
fyrirbrigði sem nefnist „liggjandi.“
Hann hefur sömu áhrif á sjávar-
fallavirkjun og logn eða vindur á
vindrellu og það þætti varla gott að
raforkuframleiðsla byggðist á flóði
og fjöru eða logni og roki. En auð-
vitað gæti þetta sparað vatn í uppi-
stöðulónum í lélegum vatnsárum.
Það er eftirtektarvert að enginn
áhugi virðist vera fyrir að endur-
nýta alla hitaorkuna sem streymir
út um skorsteina stóriðjuveranna,
affalli í hitaveitum og annarsstaðar
þar sem útblástur á heitu lofti eða
vatni á sér stað. Þarna er um gríð-
arlegt magn að ræða. Og tæknin er
til, en hún hentar ekki þeim sem
bara vilja framleiða orkuna og selja
hana. Því meiri sóun, því betra
virðist vera kjörorðið, en um það
eru af augljósum ástæðum engar
skýrslur skrifaðar. Það gæti verið
að þær leiddu í ljós að þetta væri
hagkvæmt og það gæti komið sér
illa fyrir þá sem vilja bara fram-
leiða og selja á fákeppnismarkaði
að ég segi ekki einokun.
Einn anginn af þessu er svo sá
að með allri aukningunni á raforku
í landinu er að iðnaðarframleiðsla
er niðurlögð. Og nú er varla frem-
ur en áður flutt frá landinu ein ein-
asta fullunnin vara. Bara hráefni til
iðnaðar. Álið eins og það kemur úr
ofninum, fiskurinn eins og hann
kemur úr sjónum, að því undan-
skyldu að beinin eru skorin úr hon-
um og stór hluti hans frystur með
orku frá olíu og svona mætti lengi
telja. Svo er talað um fiskiðnað og
áliðnað, hvorugt er til á Íslandi í
réttu hlutfalli við grunnframleiðsl-
una. Árið 2013 erum við enn að
framleiða úrvalshráefni handa út-
lendingum og keppumst við að of-
nýta auðlindir okkar. Meðan ekki
verður breyting á þessu, munum
við ekki sitja við sama borð og ná-
grannar okkar hvað varðar lífskjör.
Á sama tíma koma landsfeðurnir í
útvarp og sjónvarp og lýsa öllum
ónýttu sóknarfærunum (eins og
þeir orða það) og þar við situr. En
eins og þetta blasir við hinum al-
menna manni, er þetta óunnið ál,
óunninn fiskur og ýmsar, ef ekki
allar, óunnar afurðir og nú lýst
færustu sérfræðingum þjóðarinnar
nokkuð vel á að flytja út „óunnið
rafmagn.“ Geri aðrir betur.
Jón Frímannsson,
rafvirkjameistari.
Mikil umræða hefur verið und-
anfarið um framtíð háskóla í
landinu og margir haft orð á því
að hér á landi væru allt of marg-
ir háskólar og þar af leiðandi
margir þeirra of veikburða. Ef
nota á alþjóðlega mælikvarða á
umfang og fjölda eininga hér á
landi þá má segja að ekki sé þörf
fyrir nema eina einingu af hverju
tagi. Það er þó ekki hægt að nota
slíka mælikvarða til þess að setja
upp okkar sviðsmynd. Við verð-
um að vera viljug til þess að við-
urkenna þá sérstöðu að við erum
fámenn þjóð í víðfeðmu landi og
auðlindir okkar verða einung-
is nýttar til fulls ef við sköpum
okkur umgjörð sem hæfir þess-
um veruleika.
Því er ég að vekja máls á þessu
að nú að undanförnu hafa kom-
ið fram mjög ólík viðhorf for-
svarsmanna Háskólans á Bifröst
og Landbúnaðarháskóla Íslands
við hugmyndum og umræðu um
fækkun og sameiningu háskóla.
Á meðan að á Bifröst eru menn
einhuga um að efla þá stofnun
sem sjálfstæða einingu í héraði
eru forsvarsmenn Landbúnað-
arháskólans á þeirri skoðun að
farsælast væri að sameina alla
háskóla í eina stofnun og þar
með afsala sér þeim möguleika
að reka Landbúnaðarháskóla Ís-
lands sem sjálfstæða atvinnvega-
tengda menntastofnun.
Nú er það svo að Landbún-
aðarháskóli Íslands býður upp
á nám á tveimur skólastigum og
er þar af leiðandi bæði fagstofn-
un landbúnaðarins og fræða-
stofnun. Í heimi þar sem vax-
andi eftirspurn er eftir mat get-
um við orðið meiri þáttakendur
í að miðla en hingað til og það
ætti því að skapa skólanum mik-
il tækifæri og möguleika til þess
að eflast undir eigin merkjum.
Mikilvægi fæðuöryggis hverrar
þjóðar verður aldrei ofmetið og
nauðsyn þess að tryggja öfluga
matvælaframleiðslu verður sí-
fellt þýðingarmeiri. Í þessu ljósi
er það illskiljanlegt að ekki skuli
vera metnaður fyrir því að reka
öfluga fag- og fræðastofnun á
sviði landbúnaðar sem er ein
undirstaða þess að ofangreinum
markmiðum verði náð.
Framtíð fagmenntunar og
fræðamenntunar í landbúnaði
er betur komið í stjálfstæðri ein-
ingu í nánum tengslum við at-
vinnuveginn en innlimuð í aðr-
ar stofnanir með langtum um-
fangsmeiri rekstur og ólíka starf-
semi. Nú hefur því verið haldið
fram að ekki þyrfti að koma til
þess að skólar missi sérstöðu og
sjálfstæði í menntunarframboði
með því að sameinast. Reynslan
hefur þó verið öndverð og hætt
er við að þegar þrengir að verði
hjáleigan lögð af fyrr en höf-
uðbólið. Auk þess að vera fag-
og fræðastofnun landbúnaðar-
ins hefur skólinn haslað sé völl
á nýjum fræðavettvangi með
námsframboði á sviði lands-
lagsarkitektúrs, skipulagsfræða,
skógræktar og landgræðslu, sem
þegar hafa skilað íslensku sam-
félagi öflugu fagfólki og afl-
að nýrrar þekkingar á þessum
fræðasviðum.
Víst er Landbúnaðháskóli Ís-
lands rekinn með halla sem bæði
stafar af því að stofnunin er
undir fjármögnuð og einnig að
hún býr við þá sérstöðu að vera
dreifð um marga staði. Það er
þó að mínu viti ekki óleysanleg
þraut að breyta. Það fyrsta sem
þyrfti að gera til hagræðingar er
að flytja alla starfemina af höf-
uðborgarsvæðinu að Hvanneyri
og þær miklu byggingar staðar-
ins sem verður að halda við og
nýta, fái viðeigandi hlutverk í
framtíðarstarfi skólans.
Ég hvet því forsvarmenn
Landbúnaðarháskólans að end-
urskoða þessa afstöðu og taka
upp öfluga baráttu fyrir því að
skólinn haldi áfram sem sjálf-
stæð mennta- og rannsóknar-
stofnun. Ég er þess fullviss að
íslenskir bændur og samtök
þeirra munu koma með virkum
hætti að því að tryggja skólanum
starfsgrundvöll og þar með efla
íslenskan landbúnað og gegna
lykilhlutverki í auðlindanýtingu
og umhverfisvísindum framtíð-
arinnar.
Magnús B. Jónsson, Hvanneyri
Í tilefni af umferðarþema í Grunda-
skóla kannaði 4. bekkur umferðar-
menningu á Akranesi dagana 2. – 7.
október sl. Nemendum var skipt í
nokkra hópa og hver hópur fékk sitt
verkefni. Sumir spurðu spurninga
í Einarsbúð eða Krónunni. Aðrir
fylgdust með umferðinni og skoð-
uðu meðal annars bílbeltanotkun,
töldu bíla og skoðuðu ljósanotkun
við Innnesveg og Garðagrund.
Verulega kom á óvart hversu
margir ökumenn nota ekki bílbelti.
Sem dæmi má nefna að á einni
klukkustund óku 100 ökumenn
framhjá og þar af voru 20 ökumenn
ekki í bílbelti. Einnig kom fram að
fleiri konur nota hjálm á reiðhjóli
en karlar og karlmenn virðast oft-
ar lenda í umferðaróhöppum en
konur. Einnig kom fram að Akur-
nesingar eru ekki nógu duglegir við
að nota endurskinsmerki og vill 4.
bekkur hvetja alla til að vera sýni-
legri í skammdeginu. grþ
Pennagrein
Óunnið rafmagn!
Pennagrein
Ólík viðhorf
Þessir ungu menn fylgdust samvisku-
samlega með umferðinni og skráðu
meðal annars bílbeltanotkun öku-
manna.
Sláandi lítil bílbelta-
notkun Akurnesinga
Stúlkur úr 4. bekk spyrja vegfaranda í anddyri Krónunnar spurninga um um-
ferðarmenningu.