Skessuhorn - 23.10.2013, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Nafn: Heimis Jóhannssonar
Litla dæmið mitt heitir Lang-
ey og er agnarlítil heimagisting
sem byggð var upp af höfuðstól
sem varð til upp úr foktjóni. Engir
Tortolasjóðir þar á bak við eða há-
karlabankar heldur bara sú hugsun
að búa til lítið örfyrirtæki úr engu
eða því sem næst. En fyrir vikið
hefur orðið að byggja upp hægt
og slá af gæðakröfunum og er ein-
kunnin því miður eftir því. Ann-
ars fæst ég við það sem til fellur
svo sem að leysa hafnarvörðinn af,
sjá um Vatnasafnið í afleysingum
og er hreinlega að velta því fyrir
mér að gera jafnvel þennan afleys-
ingabransa að hlutastarfi á móti
túrismanum. En slíkur bransi er
gamalgróinn erlendis. Ég gæti t.d.
leyst af blaðamenn á Skessuhorn-
inu; he-he.
Fjölskylduhagir/Búseta: Ég bý
einn ásamt draugi í gömlu drauga-
legu húsi á skuggalegri hæðarbrún
í Stykkishólmi auk reyndar allra
túristanna sem eiga leið um hús-
ið. En þess á milli eru það bara ég
og draugurinn sem þar búa. Hann
fæst reyndar við smíðar eins og ég
gerði í denn og er fyrir vikið skæð-
ur með að stela frá mér verkfær-
um.
Áhugamál: Allt áhugavert og þá
sérstaklega áhugavert fólk. Ég hef
fengist talsvert við tónlist og troð-
ið oft upp í Borgarfirðinum sem
dæmi á stöðum eins og Hrauns-
nefi, Munaðarnesi og Bifröst. En
þar stundaði ég nám í nokkur ár.
Nám er reyndar annað áhugamál
mitt og náði ég mér í kennslu-
réttindi síðast. Fallhlífarstökk var
áhugamálið hjá mér einu sinni en
nú þyrfti ég skriðdrekafallhlíf til
að stunda slíkt.
Vinnudagurinn: Fimmtudagur-
inn 17. október 2013.
Kl 6? Þá vaknaði ég og settist
við skriftir á glæpasögunni minni
endalausu sem fjallar um skugga-
lega undirheima Stykkishólms og
það hvernig lítil þorp eru ósköp lík
stærri þorpum og stóra alheims-
þorpinu og hvernig öll þorpin ala
af sér þorpara á svipaðan hátt og
hvernig þar er aðeins stigsmun-
ur á, en ekki eðlismunur. Ég mun
trúlega aldrei þora að gefa þessa
bók út.
Kl. 8? Mæti í vinnuna og er að
leysa hafnarvörðinn af í þetta
skiptið. Vigta af tveimur síldarbát-
um sem voru við veiðar um nótt-
ina.
Kl.10? Kíkt við í musteri visk-
unnar í Stykkishólmi, sjálfri bens-
ínstöðinni. Stoppaði ekkert þar
sem ekki virtist neitt pláss fyrir
rödd skynseminnar og hinnar einu
sönnu visku (mig) á staðnum.
Kl. 12? Súpa að hætti Heimis sem
ég kalla skuldasúpu. En eftir Bif-
röst og efnahagsundrið sem allir
þekkja og margir stærðu sig af hef
ég orðið að lifa á útsölu-hafragraut
og súpu eldaðri úr illgrési af blett-
inum og til að bragðbæta hana hef
ég notast við ryðgaða nagla frá því
á kreppuárunum sem ég fann uppi
á háalofti í herbergi draugsins.
Kl. 14? Blaðamaður Skessuhorns-
ins mætir til mín á hafnarvog-
ina og bendi ég honum á nokkra
punkta til fréttagerðar, hver er
hvað og svo framvegis. Auk þess
læt ég hann plata mig til að skrifa
þennan pistil.
Kl. 16? Þá byrjar ballið fyrir al-
vöru þegar kontóristarnir og kenn-
ararnir taka að skella aftur skrudd-
um og loka möppum og skunda út
á golfvöll til að stunda samfélags-
lega styrkt iðjuleysi. En þá taka
litlu síldarbátarnir í eigu hinna
duglegu fulltrúa einkaframtaksins
landstímið og er nóg að gera við
að vigta silfur hafsins til kl. 22 um
kvöldið. En þá hafa sumir sjóar-
anna verið að í kannski 15 klukku-
tíma við að sækja silfrið sem að
hafið geymir og þeir fá ekki sak-
ir misviturra kerfiskalla að sækja í
því magni sem þeir vildu.
Hvað stendur upp úr eftir
vinnudaginn? Það að fá að taka
þátt og vera nálægt orkunni sem
felst í athafnasemi sjómannanna
og sjá orkuna sem fer í gang þeg-
ar menn hafa athafnafrelsi sem því
miður er of takmarkað í kringum
þessar veiðar.
Var dagurinn hefðbundinn?
Ekki hjá mér því að ég er í þessu
aðeins í afleysingum.
Eitthvað af lokum? Áfram Ísland
og Stykkishólmur sérstaklega.
Dag ur í lífi...
„Altmuligmand“ í Stykkishólmi
Líkt og í fyrra mun Iceland Comedy
Festival (ICF) verða að hluta haldið
á Akranesi í ár. Hátíðin var haldin
í fyrsta sinn í Reykjavík og á Akra-
nesi í fyrra og stendur til að end-
urtaka leikinn. Breski sprellarinn
Tiernan Douieb mun koma fram
ásamt Rökkva Vésteinssyni, uppi-
standaranum á bak við ICF. Rökkvi
er enginn nýgræðingur þegar kem-
ur að uppistandi en hann hefur ekki
einungis komið fram um allt Ísland,
heldur einnig í sjö öðrum löndum á
fjórum mismunandi tungumálum.
„Akranes er uppáhalds staðurinn
minn í heiminum til að vera með
uppistand á,“ segir Rökkvi. „Það er
eitthvað sérstakt við Skagamenn,
því þeir eru bestur áhorfendur sem
ég veit. Alltaf frábær stemning í
fólkinu og maður má láta hvað sem
er flakka. Þess vegna kem ég alltaf
hingað þegar ég fæ erlenda grínista
til mín,“ bætir hann við.
Rökkvi segir Tiernan Dou-
ieb vera besta grínista heims per
sentimetra, að hann sé jafn ógur-
lega fyndinn og hann er smávax-
inn. „Hann er svolítið eins og of-
virkur hobbiti en ekki segja hon-
um að ég hafi sagt það,“ bæt-
ir Rökkvi við. Tiernan á glæstan
feril að baki í gríni og uppistandi
í Bretlandi en þar hefur hann
meðal annars stýrt uppistands-
klúbbi fyrir börn og hefur ótal
sinnum komið fram í sjónvarpi.
Uppistandið verður í Gamla
Kaupfélaginu við Kirkjubraut 8.
nóvember kl. 22 og kostar 2000
kr. inn. Auk Tiernan og Rökkva
kemur einnig fram Skagamaður-
inn ungi, Halldór Logi Sigurð-
arson, sem hefur verið að festa
sig í sessi sem uppistandari á Ís-
landi. Helmingur af öllum ágóða
seldra miða rennur til Barnaspít-
ala Hringsins.
grþ
Það var skemmtileg, litskrúðug og
hljómfögur Stóra morgunstundin
sem haldin var í Brekkubæjarskóla
á Akranesi síðastliðinn fimmtudag.
Um 200 krakkar fóru á kostum þar
sem þeir stigu á stokk, í minni og
stærri hópum, sungu, spiluðu og
dönsuðu. Að auki voru í kringum
30 börn sem sáu um skreytingar,
uppstillingu, lýsingu, hljóð og ann-
að slíkt með góðum árangri. Full-
trúar fyrrum nemenda í skólanum,
úr árgangi ´54, litu við og færðu
skólanum peningagjöf en einnig
færði fulltrúi Landverndar skólan-
um Grænfánann til áframhaldandi
flöggunar og sem tákn um góða
umhverfissiði í Brekkubæjarskóla.
grþ/ Ljósm. Kritinn Pétursson
Heimir Jóhannsson í Stykkishólmi.
Iceland Comedy Festival kemur
við á Akranesi í nóvember
Rökkvi Vésteinsson uppistandari er maðurinn á bakvið Iceland Comedy Festival.
Stóra morgunstundin var hljómfögur og skemmtileg
Nemendur léku á alls kyns hljóðfæri og sungu.
Krökkunum í Brekkubæjarskóla er margt til lista lagt.
Nokkrir sýndu samkvæmisdansa og vöktu mikla hrifningu viðstaddra.
Þessi ungi maður lék á básúnu fyrir áheyrendur.
Arnbjörg skólastjóri og Helga Kristín umhverfisteymisfulltrúi
ásamt fulltrúa Landverndar með Grænfánann eftir að umboð
skólans hafði verið endurnýjað.