Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Bormenn komu síðdegis á fimmtu-
dag niður á heitt vatn í landi Lyng-
haga rétt vestan við Vegamót í Eyja-
og Miklaholtshreppi. Fyrstu mæl-
ingar bentu til að minnsta kosti sjö
sekúndulítrar af tæplega 100 gráðu
heitu vatni hefðu fundist á um 350
metra dýpi. Skessuhorn greindi frá
því í síðustu viku að heitavatnsleit
hófst á tveimur stöðum í hreppnum
í byrjun október. Annars vegar var
hún á vegum hreppsins og félags
í eigu hjónanna Ólafs Ólafssonar
(sem er kenndur við Samskip) og
eiginkonu hans Ingibjargar Krist-
jánsdóttur. Ólafur og Ingibjörg
eiga jörðina Miðhraun I í sveitinni.
Sú leit hefur staðið yfir með bor-
un í land jarðarinnar Eiðhús sem
er í eigu Ólafs og Ingibjargar. Hins
vegar er heitavatnsleitin á vegum
hjónanna Sigurðar Hreinssonar og
Bryndísar Huldu Guðmundsdótt-
ur. Þau eiga Miðhraun II þar sem
þau reka stóra fiskþurrkunarverk-
smiðju. Sigurður og Bryndís vildu
láta reyna á að finna heitt vatn í
sínu landi og réðu fyrirtækið Vatns-
borun ehf. til að bora í Lynghaga.
Tíðindi á fimmtudegi
Á fimmtudaginn í liðinni viku átti
blaðamaður Skessuhorns leið vest-
ur í Stykkishólm til fréttaöflunar.
Hann kom við laust eftir hádegi á
borstaðnum í Lynghaga enda í al-
faraleið við hliðina á þjóðvegin-
um rétt vestan við veitingaskálann
á Vegamótum. Þá unnu Árni Kóps-
son og menn hans hjá Vatnsbor-
un efh. að borun sem hafði staðið
yfir síðan á föstudag án þess þó að
hafa orðið varir við heitt vatn. Þeg-
ar blaðamaður sneri aftur suður frá
Stykkishólmi og nálgaðist Vega-
mót um sex leytið að kvöldi sama
dags var augljóst að eitthvað mik-
ið hafði gerst. Hár gufustrókur reis
til himins frá borstaðnum. Þeg-
ar komið var að bornum ríkti þar
mikil gleði. Heita vatnið var fund-
ið og það fossaði upp úr holunni og
streymdi meðfram þjóðveginum í
átt að Vegamótum.
„Þetta er bara að gerast. Klukk-
an var um fjögur nú síðdegis þegar
við stóðum hérna ég og rafvirkinn
og vorum að velta fyrir okkur hvort
vatnið væri að aukast sem kom upp.
Ég segi við hann: „Já, þetta er eitt-
hvað að aukast, þetta er að aukast.“
Það komu svona smá gusur og ég
sagði við hann að um leið og við
fyndum heitt vatn þarna niðri þá
myndi hætta að seytla upp úr hol-
unni. Um leið og ég hafði sagt
þetta þá hvarf vatnið. Við trúð-
um ekki okkar eigin augum og ég
hélt að eitthvað hefði bilað. En svo
bara stuttu seinna kom gusan. Þetta
eru sjö sekúndulítrar sem koma
úr henni nú, kannski meira. Þetta
nægir fyrir okkar rekstur og meira
til,“ sagði Sigurður Hreinsson og
gat ekki leynt gleði sinni.
Ætla að bora dýpra
Ekki kom á óvart þótt léttis og kát-
ínu gætti á borstaðnum þar sem
lagt hafði verið út í þessa fram-
kvæmd upp á von og óvon og mik-
ið í húfi að heitt vatn fyndist. „Þetta
er alveg magnað. Við erum komin
niður á 360 metra dýpi núna en ég
vil halda áfram og fara niður á 500
metra. Þeir eru enn að bora en það
gengur mjög hægt því það kem-
ur svo mikið vatn upp á móti born-
um. Hamarinn nær ekkert að lemja
fyrir vatninu. Hitinn á vatninu þeg-
ar það kemur upp er um 70 gráð-
ur. Það er þá sennilega 90 til 100
gráður niðri á 350 metrunum. Nú
förum við bara í að leggja hitaveitu
heim, sagði Sigurður fimmtudags-
kvöldið 17. október þar sem hann
gladdist með eiginkonu sinni, dótt-
ur, tengdaforeldrum, vinum og
bormönnum yfir því að hafa fundið
þessa dýrmætu auðlind.
Þegar haft var samband við Sig-
urð nú á mánudaginn sagði hann
að enn streymdi vatn úr borhol-
unni og að menn gerðu sér vonir
um að rennslið væri 10 til 15 sek-
úndulítrar. „Það er svolítið erfitt að
dæma um þetta því borinn er enn
í holunni og virkar þannig eins og
tappi og hamlar vatnsrennslinu upp
á yfirborðið. Þar mælist vatnið nú
82 gráðu heitt. Það hefur ekki verið
borað dýpra enn því við bíðum eft-
ir borkrónu erlendis frá. Síðan ætl-
um við að vatnsbora niður á meira
dýpi,“ sagði Sigurður Hreinsson á
Miðhrauni II. mþh
Þessa dagana er kornuppskerunni
náð af ökrum á Melum í Melasveit,
en frá síðasta vori hafa þar verið
stærstu kornakrar á Vesturlandi. Í
vor var sáð byggi í 150 hektara og
búið er að þurrka enn meira land
sem áætlað er að sáð verði í næsta
vor. Kornræktin á Melum er á veg-
um svínabús Stjörnugríss sem þar
er starfrækt. Geir Gunnar Geirs-
son framkvæmdastjóri Stjörnugríss
segir að stefna búsins og fyrirtæk-
isins sé að vera sem mest sjálfbær
með fóður. Hann segir að áætlað sé
að allt að því tvöfalda kornræktina á
Melum næsta sumar og innan fárra
ára verði þar sáð korni í allt að 500
hektara. Gríðarlegt magn korns
þurfi til að fóðra svínin árlega en
Stjörnugrís elur um 24 þúsund grísi
á ári. Til að minnka innflutninginn
á korni segir Geir Gunnar að stefnt
sé á að rækta og kaupa af bændum
um 70% af því byggi sem þörf er á
í fóður fyrir svínin. „Þetta er sú bú-
grein sem kornið nýtist best til og
þess vegna viljum við auka til muna
byggræktina í landinu. Við keypt-
um í haust korn af Haraldi bónda á
Reyn og höfum fullan hug á korn-
kaupum frá fleiri bændum,“ segir
Geir Gunnar.
Stjörnugríssbúið er byrjað að
tækjavæðast í sambandi við korn-
ræktina. Búið er að koma korn-
þurrkara fyrir á hlaðinu og unnið að
því að byggja í kringum hann. Tvær
sláttu- og þreskivélar voru leigðar
til að ná korninu á ökrunum á Mel-
um. Þeir eru þurrir og þrifalegir á
að líta núna í hauststillunum. Upp-
skeran er hinsvegar ansi rýr eins og
reyndar er um allt land þetta haust-
ið eftir óhagstæða veðráttu í sumar
til kornræktar. Þeir hefðu því getað
verið heppnari kornbændur í Mela-
sveit í upphafi sinnar kornræktar,
en stundum er sagt að erfið byrjun
sé vísir á fararheill. „Við erum þó
að fá hátt í þrjú tonn af hektara þar
sem best lætur og okkur finnst það
bara jákvætt. Þarna voru bara móar
áður,“ segir Gunnar Geir. Hálm-
urinn af ökrunum er síðan notaður
undir nautgripi. þá
Kornakrarnir þresktir á Melum í Melasveit
Kornþresking á Melum í Melasveit.
Sláttumaðurinn Sigurður Hermannsson frá Barká í Hörgárdal með sýnishorn af
akrinum, en oftast hafa kornakrarnir verið fallegri en núna í sumar.
Búið er að koma fyrir kornþurrkara á hlaðinu á Melum.
Fundu heitt vatn í Lynghaga í Eyja- og Miklaholtshreppi
Hjónin Sigurður Hreinsson og Bryndís Hulda Guðmundsdóttir að Miðhrauni II standa kampakát í gufumekkinum við
borholuna í Lynghaga rétt eftir að heita vatnið fannst síðdegis á fimmtudag.
Bormenn Vatnsborunar ehf. glaðir í bragði í gufumekkinum eftir að hafa fundið
heita vatnið. F.v. Sigurður Jónsson, Matthías Leó Árnason, Árni Kópsson og
Konráð Haraldsson..