Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta Sími 820-3722 • hilmirb@simnet.is Sími 435 0000 • www.gamar.is • vesturland@gamar.is LAUSNIN Höfðaseli 15 Akranesi. Móttökustöð fyrir endurvinnsluefni og sorp. Opið virka daga kl. 8–16. TRÉSMIÐJAN AKUR EHF. Trésmiðjan Akur ehf. • Smiðjuvöllum 9 300 Akranesi Sími 430 6600 • akur@akur.is • www.akur.is ÖLL ALMENN TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Endurbætur og nýsmíði Þök – Klæðningar – Gluggar – Útihurðir – Sólpallar Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta 435-1252 • 893-0688 • velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Gáfu tré í Garðaflóa Þau Brynjólfur, Hrefna, Ragnhild- ur og Einar hjá Skógræktarfélagi Ís- lands heimsóttu okkur í Skógrækt- arfélagi Akraness fimmtudaginn 17. október sl. Komu þau með 10 tré af ýmsum stærðum og tegundum sem þau færðu skógræktarfélaginu að gjöf. Trén eru silfurreynir, garða- hlynur, roðakirsi, fjallaþöll, mar- þöll, gráölur, heggur, alaskaepli og sumareik. Átta stjórnarmenn skóg- ræktarfélagsins tóku á móti gjöfinni og gekk fljótt og vel að setja trén niður í skjólgóðum lundi við þjóð- veginn. Það verður spennandi að sjá hvernig trén dafna á næstu árum og hvort vænta megi kirsuberja og epla í Garðaflóanum. Garðalundur skoðaður Að gróðursetningu lokinni var að- staða skógræktarfélagsins við þjóð- veginn skoðuð og síðan farið í Garða- lund, þá yndislegu Paradís okkar Ak- urnesinga. Gengið var um svæðið og dáðust gestirnir að því sem þar hefur verið gert. Sagan var rifjuð upp og m.a. sagt frá því þegar fyrsti garð- yrkjustjóri Akraness, Guðmundur Jónsson, sem jafnframt var formað- ur Skógræktarfélags Akraness 1947 - 68, hóf gróðursetningu þar sem nú er Garðalundur. Á þeim tíma og lengi síðan var mikil vantrú ríkjandi á skógrækt á Akranesi. Segja má að Garðalundur sé einstaklingsfram- tak Guðmundar þó hann hafi stund- um notið aðstoðar unglinga í sumar- vinnu. Oft sást til Guðmundar fara með nokkrar plöntur í Garðalund á reiðhjólinu sínu því aldrei hafði hann bíl til umráða í starfi sínu. Þá var sagt frá því þegar ákveðið var að gera tjörnina í Garðalundi á 7. ára- tugnum. Það var nánast einstak- lingsframtak rösks bæjarstjóra eft- ir að nokkrir góðir einstaklingar höfðu stungið upp á því. Efasemdir voru um það framtak eins og gjarn- an er, en í dag myndu fáir vilja tjörn- ina burt frekar en Garðalund. Slagan - „Kurl“ og rusl til skammar Eftir ánægjulega ferð um Garða- lund var farið að rökkva. Ákveð- ið var að fara hraðferð um Slögu því auk þess að gefa okkur tré var markmiðið með komu gestanna úr Reykjavík að skoða aðstöðu okk- ur og ræða um undirbúning fyr- ir aðalfund Skógræktarfélags Ís- lands sem haldinn verður á Akranesi í ágúst næstkomandi. M.a. var þeim sýndur „kurlhaugurinn“ fyrir neð- an Slögu. „Kurl“ er ekki réttnefni því ekkert kurl er í þessu heldur er þetta spýtnabrak sem m.a. er sam- sett úr naglaspýtum og að hluta úr gagnvörðu timbri sem ekki má ber- ast inn á vatnsverndarsvæðið í Slögu. Upphaflega átti þetta að vera venju- legt kurl sem nota má í vegaslóða og gangstíga en endaði sem þessi ósköp af hendi endurvinnslufyrirtækis sem nú er ekki til eða er með aðra kenni- tölu. Vonandi verður eitthvað gert við „kurlið“ fyrir sumarið og vega- slóðinn að Slögu lagfærður þann- ig að fært verði þangað í bílum og rútum. Jens B. Baldursson formaður Skóg- ræktarfélags Akraness jensbb@internet.is - http://www. skog.is/akranes/ Snorrastofa í Reykholti gefur nú út eins og undangengin haust, heildar- skrá yfir viðburði vetrarins. Kenn- ir þar margra grasa, meðal annars fyrirlestraraðarinnar Fyrirlestrar í héraði, sem alla jafna er einu sinni í hverjum mánuði og sterk hefð er orðin fyrir. Umfjöllunarefni fyr- irlestranna er margbreytilegt, sótt til sagna- og menningararfs þjóð- arinnar, oft í ljósi þess, sem Borg- arfjarðarhéraðið geymir og hefur fóstrað í gegnum tíðina. Fyrsti fyrirlestur vetrarins var í minningu Snorra Sturlusonar að venju nálægt dánardægri hans,en þá fjallaði Úlfar Bragason um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. Því næst flutti Bjarni Guðmundsson fyrir- lestur um þróun jarðræktar í Borg- arfirði, og það sem eftir lifir hausts- ins er von er á tveimur fyrirlestr- um um konur héraðsins í höndum Óskars Guðmundssonar rithöfund- ar, um móður Snorra Sturlusonar, sagnakonuna Guðnýju Böðvars- dóttur frá Görðum á Akranesi og dætur dalsins, þar sem sagt verð- ur frá ævi og örlögum nokkurra kvenna úr Reykholtsdal. Heim- ir Pálsson mun fjalla um Uppsala- Eddu, vegna nýrrar útgáfu verks- ins í samstarfi Snorrastofu og bóka- útgáfunnar Opnu og Jón Ólafsson um leitina að sögu Veru Hertzsh. Þá verður brugðið upp svipmynd- um af heimaslóð: Alma Ómars- dóttir hefur kynnt sér heimili það, sem rekið var fyrir stúlkur á stríðs- árunum á Kleppjárnsreykjum, og sagt verður frá Þorsteini Jónssyni á Úlfsstöðum í Hálsasveit. Guðrún Jónsdóttir varpar í lok vetrar ljósi á gamla sveitasamfélagið í skáldsög- unum Landi og sonum eftir Indr- iða G. Þorsteinsson og Dalalífi eft- ir Guðrúnu frá Lundi. Í febrúar er fyrirhuguð dagskrá í samvinnu við SÖGU jarðvang um Gilsbakka og Surtshelli í alþjóðleg- um rannsóknum og nú þegar hef- ur Snorrastofa staðið að málþingi um miðaldabyggingar í Reykholti ásamt ráðstefnu í samvinnu nor- rænna skálda- og tónskáldasafna. Bókasafn Snorrastofu stendur að ánægjulegum sprota í vetrarstarf- inu, en það eru kvöld, sem ganga undir heitinu, Prjóna-bóka-kaffi. Þau eru hálfsmánaðarlega, öllum opin. Norræna bókasafnavikan og Dag- ur íslenskrar tungu falla að venju í sömu vikuna um miðjan nóvember og viðburðirnir eru eins og tilefn- ið gefur til, meðal annars mótað- ir í samstarfi við ungu kynslóðina í leik og grunnskóla sveitarinnar. Gestir vikunnar verða m.a. Gerð- ur Kristný rithöfundur og Guðrún Jónsdóttir í Borgarnesi. Fornsagnanámskeiðið, Tengsl Fóstbræðra sögu og Gerplu, er í samstarfi við Landnámssetur og Símenntunarmiðstöðina á Vestur- landi. Námskeiðskvöldin eru 6 tals- ins, hvert kvöld hefur sína sérstöku yfirskrift og er í höndum fræði- manna af ýmsum toga, sem fjalla um verkið hver frá sínu sjónar- horni. Snorrastofa tekur fagnandi á móti vetrinum, sem bíður, eins og viðburðaskráin sýnir, með fang- ið fullt af áhugaverðum samveru- stundum. -fréttatilkynning Snorralaug í vetrarklæðum. Ljósm. gó. Viðburðaríkur vetur í Snorrastofu Pennagrein „Kurlhaugurinn“ er áberandi en ekki mikið augnayndi, sérstaklega ekki þegar staðið er nærri og spýtnabrakið blasir við. Spýtnaruslið þekur vegaslóðann fyrir neðan Slögu og gerir hann erfiðan yfirferðar fyrir gangandi fólk. Ekki er hættandi á að aka „veginn“ því mikið er af naglaspýtunum. Stefán, Guðmundur, Leó, Philippe, Hrefna, Brynjólfur, Ragnhildur, Eiríkur, Einar, Bjarni. Þóru Björk vantar á myndina sem Jens tók. Jens greinarhöfundur og Þóra Gríms fóru með barnabörnin daginn eftir og mældu trén svo hægt verði að fylgjast með vexti þeirra næstu árin. Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.