Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
GRÍPANDI AKSTURSLAG
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1 | AKRANESI | DALBRAUT 14
OPIÐ MÁNUDAG TIL FÖSTUDAGS KL. 08-18 OG LAUGARDAG KL. 09-13
SÍMI 440 1394 | WWW.DEKK.IS
COOPER
DISCOVERER M+S 2
• Nýtt og endurbætt neglanlegt vetrardekk
• Mikið skorið
• Einstaklega gott grip
• Hentar vel við íslenskar aðstæður
• Hannað fyrir Skandinavíumarkað
COOPER
DISCOVERER M+S
• Neglanlegt vetrardekk fyrir jeppa
• Mikið skorið með góðu gripi í snjó
og ís (sérhannað snjómunstur)
• Nákvæm röðun nagla eykur
grip á ísilögðum vegum
• Endingargott dekk
• Vinsælt heilsársdekk fyrir þá sem
vilja sem mest grip yfir veturinn.
COOPER
SA2
• Nýtt óneglanlegt vetrardekk
• Frábært veg og hemlunargrip
• Góð vatnslosun
• Góður míkróskurður
• Mjúkt og endingargott
Síðastliðið miðvikudagskvöld hélt
Kristján Karl Kristjánsson veitinga-
maður í Ferstikluskála kynningar-
fund á Hvanneyri vegna væntan-
legs sumarhótels sem opnað verður
á Hvanneyri næsta vor. Hótel Sól
verður 24 herbergja hótel til húsa
í Nemendagörðum á Hvanneyri.
Herbergin verða tveggja manna
stúdíóíbúðir, smekklega innréttuð
með nýjum húsgögnum, hreinlæt-
isaðstöðu og nauðsynlegum búnaði
til matargerðar. Auk þess geta gest-
ir keypt sér morgunmat. Hótelið
verður rekið frá 20. maí til 15. ágúst
eða þegar sumarleyfi er í skólanum.
„Þessi fundur var í raun tvíþætt-
ur. Í fyrsta lagi var ég að kynna fyr-
ir Hvanneyringum og nágrönn-
um það sem stendur til á Hótel Sól.
Hins vegar vorum við að ræða al-
mennt um sóknarfærin sem til stað-
ar eru til að efla ferðaþjónustu, at-
vinnu og nýsköpun í Borgarfirði.
Það var vel mætt og sköpuðust góð-
ar umræður,“ segir Kristján Karl í
samtali við Skessuhorn. „Það eru
vissulega nokkur sóknarfæri. Mik-
ið fuglalíf einkennir til dæmis Borg-
arfjörðinn. Þar koma Ramsarsvæð-
in um friðun votlendis á Hvanneyri
og fuglalífs í Grunnafirði sterk inn,
en fuglaskoðun er gríðarlega vax-
andi áhugamál úti um allan heim.
Það er margt fólk sem hefur áhuga á
fuglum og ferðast um allan heim að
skoða þá. Við munum leitast við að
ná til þessa markhóps,“ segir Krist-
ján. Þá segist hann bjartsýnn á rekst-
ur sumarhótels á Hvanneyri vegna
þess hve öflug fyrirtæki eru þar nú
þegar í ýmissi þjónustu. „Nú stend-
ur til að breyta staðarpöbbinum í
kaffihús, þarna er gríðarlega efni-
legt Landbúnaðarsafn og Guðrún
í Hespuhúsinu er á kafi í jurtalit-
un. Ullarselið á til dæmis mikið inni
og það er margt handverksfólk sem
er kröftugt í sínu fagi en vill síður
sinna sölu- og markaðsstarfi. Ég er
því öruggur um að ferðaþjónusta í
Borgarfirði mun eflast ekki síður en
sú starfsemi sem ég hef staðið fyrir
í Ferstikluskálanum undanfarin ár,“
segir Kristján Karl að endingu.
mm/ Ljósm. áþ.
Vel var mætt á kynningar- og samræðufundinn af Hvanneyringum og nágrönn-
um.
Kynnti fyrirhugað Hótel Sól á Hvanneyri
Kristján Karl Kristjánsson kynnti starfsemi Hótels Sólar.
Grundarfjarðarbær
Auglýsing
um breytingu á aðalskipulagi
Grundarfjarðarbæjar 2003-2015,
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing fyrir
eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu.
Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar
á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar
2003-2015 við Lárvaðal.
Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi
dreifbýlis í Grundarfirði. Breyting er fólgin
í því að breyta landsvæði sem er 3.4ha að
stærð sem er í landi Skerðingsstaða á nesi
sem gengur inn í Lárvaðal. Landnotkun er
skilgreint sem landbúnaðarsvæði en nú er
fyrirhugað að breyta því í verslun og
þjónustu, vegna hótel uppbyggingar.
Lýsingin verður aðgengileg á veg Grundar-
fjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrif-
stofu skipulags- og byggingarfulltrúa,
Grundargötu 30 á skrifstofutíma frá 10-14
frá 17. október til 31. október og eru þeir
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma
ábendingum eða athugasemdum á
framfæri, skriflega eða á netfangið
bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi 1.
nóvember 2013
Sigurbjartur Loftsson
skipulags- og byggingarfulltrúi
í Grundarfirði.