Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Side 19

Skessuhorn - 23.10.2013, Side 19
19MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Einn af þremur bílum í slysinu hafði hafnað á hvolfi ofan í skurði. Hér má sjá eyðublað sem vettvangsstjórar þurfa að fylla út komi til hópslyss, til að meta hverjir hinna slösuðu þurfa að njóta forgangs. Einn leikarinn sýnir hér illa farinn handlegg með til- heyrandi svipbrigðum. Guðmundur Hallgrímsson og Pétur Jónsson voru vettvangs- stjórar í fjöldahjálparstöðinni. Nokkrir hinna „slösuðu“ slaka hér á eftir að æfingunni lauk. Slasaður búinn til flutnings frá fjöldahjálparstöðinni.Kári Gíslason var einn hinna „slösuðu“. Útgefandi: Skessuhorn - Kirkjubraut 56 - 300 Akranes - s: 433 5500 Pantanir: www.skessuhorn.is Vefpóstur: tinna@skessuhorn.is Gefin út í tilefni 15 ára afmælis Skessuhorns Úrval vísnaþátta sem birtust í Skessuhorni síðastliðin fimmtán ár. 1760 tækifæris- og lausavísur höfunda víðsvegar af Íslandi. Dagbjartur Dagbjartsson safnaði, skráði og tengdi saman í lifandi frásögn. Myndskreytt með 128 skopteikningum Bjarna Þórs Bjarnasonar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 182/2013. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:  viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.  viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.  byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis hennar fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á að veita styrki til endurbóta á friðlýstum húsum og mannvirkjum. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2013. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit Húsafriðunarnefndar sem finna má á heimasíðu Minjastofnunar Íslands og Húsverndarstofu um viðhald og viðgerðir eldri húsa í Minjasafni Reykjavíkur/ Árbæjarsafni. Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2014 Í síðustu viku lauk í Grundarfirði átta daga heimsókn nemendahóps ásamt kennurum frá Washing- ton háskóla í Seattle. Í heimsókn- inni var unnið að verkefni tengdu Svæðisgarðinum í samstarfi við nemendur Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga. Í verkefninu var leitast við að svara spurningunni: „Hvaða þýðingu hefur Svæðisgarðurinn fyrir ungt fólk á svæðinu og hverj- ir eru framtíðarmöguleikarnir?“ Nemendum var skipt niður í fimm hópa samkvæmt þemakorti Svæð- isgarðsins og var rýnt í eftirfarandi þemu; matarkistan, sagnaarfur, sjósókn, friðlýst hús og kirkjur og að síðustu landslag og leiðir. Með- al þess sem nemendur tóku sér fyr- ir hendur var hringferð um Snæ- fellsnes, heimsókn til bænda, við- töl við eldri borgara og ýmislegt fleira. Að lokum voru niðurstöð- ur svo kynntar fyrir kennurum, fulltrúum Svæðisgarðsins og ráð- gjafafyrirtækinu Alta. Yfirumsjón verkefnisins var í höndum Marg- aret Willson mannfræðings sem er mörgum Grundfirðingum kunn- ug, Johönnu Van Schalkwyk kenn- ara í FSN ásamt aðstoð frá Lofti Árna Björgvinssyni enskukennara við FSN. „Verkefnið þótti takast vel til og kom margt áhugavert fram varð- andi væntingar ungs fólks til svæð- isgarðsins. Erlendu nemendurnir voru hæstánægðir með móttökur heimamanna og létu þau storm- inn sem geisaði ekki á sig fá. Þau voru öll sammála um að dvöl- in í Grundarfirði myndi seint líða þeim úr minni,“ segir í tilkynningu frá FSN. Hópurinn frá Seattle fór eftir dvölina í Grundarfirði í Borgarnes en verður á Íslandi þar til í byrj- un desember. Hópurinn mun fara norður í land og dvelja í mánaðar- tíma við nám í Háskólanum á Ak- ureyri. mm/ LJósm. tfk. Nemendur frá Seattle heimsóttu Snæfellsnes og Borgarnes

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.