Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Snorri Hjálmarsson á Syðstu-Foss- um, eða Snorri á Fossum, er mörg- um að góðu kunnur. Borgfirðing- ar þekkja hann sem dugandi bónda, hestamann, gleðimann og leikara, en á undanförnum árum hefur hann orðið landsþekktur söngvari og “hjálpari”. Með því er átt við hæfi- leika Snorra til að koma öðrum til aðstoðar með ýmsum hætti. Hann getur fundið vatn í jörðu með spá- teinum, hann sér óorðna hluti og veitir hjálp í veikindum og öðrum erfiðleikum með stuðningi frá öðr- um heimi. Nú er væntanleg bók um Snorra á Fossum, sem Bragi Þórð- arson á Akranesi hefur skráð, en það er Salka sem gefur bókina út. Í tilkynningu frá Braga segir: „Snorri Hjálmarsson er upp- runninn í Aðalvík á Hornströnd- um en fluttist í Andakílinn eftir uppvöxt og skólagöngu í Reykja- vík og á Hvanneyri. Hann hreppti kóngsdótturina Sigríði Guðjóns- dóttur á Syðstu-Fossum, hálft rík- ið og síðan allt, eins og í sönnu ævintýri, og hefur ríkt þar síðan. Hér eru á ferðinni æviminningar manns með einstaka hæfileika og jákvæða lífssýn, manns sem gefur lífinu lit og er ávallt reiðubúinn að rétta náunganum hjálparhönd. Bókin er því allt í senn; fróð- leg, umhugsunarverð og bráð- skemmtileg.“ mm/ Ljósm. Carsten J. Kristinsson. Snemma á árinu 2013 kom sú hug- mynd upp hjá kórnum að gaman væri að fara í ferðalag, svona eitthvað út- fyrir landsteinana því langt var lið- ið síðan farið var í langferð. Strax var farið að setja nokkrar krónur í sparibauk á hverri æfingu. Helst var hugsað til Írlands, Írar eru jú land- námsmenn hér í þessum landshluta og svo kvað vera góður bjór á krana hjá þeim. En svo breyttist stefnan þegar fréttist af kóramóti í Kraká í Póllandi sem við gætum tekið þátt í. Sungin voru tvö falleg lög sem tek- in voru upp og send út og var þátt- taka okkar samþykkt. Eftir fremur snjólétt sumar hóf- ust æfingar í september. Þetta voru 12 lög öll íslensk. Og svo var tek- ið á því, farið var í klappleiki til að styrkja takt og viðbrögð, leikfimi var stunduð, svona „Mullers“ æfing- ar og svo var sporið tekið og stignir færeyskir dansar, einnig var drukkið kaffi og tekið á pólitíkinni og sendar kærleikshugsanir til sveitarstjórnar með bæn um rausn og velvilja okkur til handa. Og svo varð að samræma útlit kórsins frá toppi til táar. Þann 3. október lögðu 17 kór- félagar og 9 eiginmenn og konur í ferðalagið. Frá Íslandi fóru líka kór- ar Grafarvogskirkju og Árbæjar- kirkju. Lengi fannst okkur nú vél- in aka eftir flugbrautinni en svo var slegið í og upp fór ferlíkið. Þetta var hin besta ferð bara smá ókyrrð yfir Færeyjahálendinu. Á leiðinni fengum við ágætar veitingar í boði Pólska flugfélagsins. Í Katowice var lent um kl. 18 að staðartíma. Okk- ar beið skrautrúta sem flutti okkur að afgreiðslu. Á meðan töskurnar komu á færibandi, þá kom myrkr- ið og kl. bara 6 en þetta er nú bara í útlöndum. Í fínni rútu ókum við til Kraká á einni og hálfri klst. Hótelið okkar Novotel hótel var mjög fínt hótel og vel var tekið á móti okk- ur. Gott fólk sem bar okkur veiting- ar í stórum sal. Og herbergin stór og vel búin. Að morgni næsta dags þegar all- ir höfðu gert morgunmatnum góð skil var farið í rútu og ekið í gegnum borgina til að skoða einstakar salt- námur Wieliczka. Vinnsla í þessum námum hófst fyrir um þúsund árum og voru alla tíð mjög verðmætar fyr- ir þjóðina og ef göngin væru tengd í eina línu þá næðu þau frá Lund- únum til Parísar. Leiðsögukona fór með okkur um þessa stórkost- legu leið. Og þvílík listaverk, ótrú- lega lifandi og táknræn. Þar gaf að líta lágmyndir af atburðum úr Biblí- unni, styttur af englum og dýrðling- um, María með barnið, róðukross- ar, altari og ótrúlegar skreyting- ar allt úr saltsteini. Og allar þessa tröppur, þrep og pallar, þetta var engu líkt, einnig tréverkið allt sem flest göng voru klædd með í loft og veggi. Það má velta fyrir sér verk- færum sem notuð voru fyrir 1.000 árum á þessum stað. Í stórri hvelfingu sungum við tvö lög og þar var tekin mynd af öllum hópnum, myndina gátum við keypt á leiðinni út. Þessi skoðunarferð var engu lík. Stórar kapellur og litlar, salir og hvelfingar, verslanir voru þar líka og hægt að kaupa drykki og fleira. Svolítið var þetta erfið ganga, eitthvað kom fyrir lyftuna sem við áttum að nota, en við urðum að ganga þess í stað mikið lengra, en að lokum komum við upp og gengum þá í gegnum verslun sem bauð fagra gripi úr saltsteini meðal annars. Eft- ir þessa ævintýraferð var farið með rútu í gamla bæinn. Leiðsögumaður fór með okkur og fræddi okkur um hús og hallir og stóran kastala sem ber yfir borgina og er áberandi tákn borgarinnar. Einnig virðast drekar áberandi tákn. Allt var þetta áhuga- vert og gaman að sjá. Síðan dreifð- um við okkur á veitingastaðina og horfðum á fólkið fá sér far með vögnum sem dregnir voru af falleg- um hestum í ýmsum litum. Í boði voru líka litlir bílar sem hægt var að taka í skoðunarferðir. Gaman var að sjá fólk í skrautbúningum á torginu standa hreyfingarlítið en skrölta svo öðru hvoru í peningabauk sem fólk henti í. Kirkjur eru mikið skreyttar að utan sem innan eins og siður er hjá kaþólskum. Skreytingar eru líka á öllum eldri húsum. Listaverk voru á torginu og meðal annars höfuð, risastórt sem var á stöpli en lá á hlið. Ekki heilluðumst við af því. Heim á hótelið var svo farið með leigubíl. Klukkan 19:30 áttum við að mæta í tónleikahúsið sem heitir Manggha, þar voru tónleikar og voru fjór- ir kórar að syngja í þetta skipti, all- ir kórarnir voru fjölmennari en okk- ar. Eftir þessa skemmtun fórum við á hótelið og borðuðum góðan mat og skoluðum niður með þrúgusafa listagóðum. Samveran með öðrum kórum var mjög ánægjuleg. Skor- uðu þeir hvorn annan á hólm og lengi var sungið til skiptis og skál- að og skemmt sér. En svo tók nú þessi stúku fundur enda og nú þurfti að sofa svolítið því að morgni átti að fara til kirkju. Snemma næsta dags fórum við í kirkju heilagra Péturs og Páls. Sung- um við þar tvo sálma og hlustuðum við svo á hina kórana. Á eftir fór hluti af hópnum í rútu til Auschwits og Birkenau. Þessi hluti af mann- kynssögunni er alltaf jafn óskiljan- legur en er samt enn að gerast ein- hversstaðar í veröldinni. Þeir sem eftir voru fóru í búðir, svona kíkja í kaupfélagið. Um kvöldið fór allur hópurinn út að borða á fínum stað. Fínn matur og góð þjónusta. Ekki var vakað lengi því stóra stundin okkar var næsta dag. Svo rann upp sunnudagur, sum- ir tóku því rólega en aðrið fóru í búðir. En kl. 14:00 fórum við í rútu með kórbúninginn í tösku og stefnan tekin á Manggha. Við gát- um aðeins farið yfir nokkra staði í prógramminu okkar. Í veitingasal hússins var hægt að fá sér hress- ingu. Síðan fórum við að greiða okkur og gera fín og auðvitað var svolítill kvíði, að við stæðum okk- ur ekki nógu vel. En stundin kom og við gerðum okkar besta, bár- um okkur vel og brostum. Á eftir var farið í rútu á hótelið og borð- aður lúxusmatur og drukkið gott með. Mikið var sungið í salnum því kominn var galsi í mannskapinn. Eftir matinn var góð samvera og sungið hátt og öðruvísi prógrömm. Það voru veiðimannasöngvar frá Sviss og sólstrandarljóð frá þeim dönsku og svo voru drykkjuvís- ur á dönsku sem allir gátu sung- ið. Silungurinn var sunginn sko öll erindin og gerður góður róm- ur að og þá minnkaði nú lagerinn á barnum. Svo voru tekin Stál og hnífur og Sprengisandur og margt fleira og þessu var öllu skolað nið- ur með fyrirtaks söngvatni. Geng- ið var til hvílu á ótilgreindum tíma því heimferðin var daginn eftir. Og nú var ekið út á flugvöll í dags- birtu, þá bar fyrir augu akra með maís og bóndi að vinna á Zetorn- um sínum, 3 geitur og 2 ær með eitt lamb hver, einnig hænur við kofa. Yfir öllu gnæfðu 2 kæliturn- ar frá kjarnorkuveri. Meðfram veg- inum voru merki sem sýndu mögu- lega umferð dádýra. Við sáum nú engin en þetta er spennandi. Mér finnst að við ættum að taka þetta okkur til fyrirmyndar og koma upp merkjum með vofum og huldufólki og svo til fjalla gætu verið merki með jólasveininum eða grýlu, bara rétt svona fyrir erlenda ferðamenn. Eftir þægilega ferð með rútu á flug- völlinn var gengið til innritunar og æfðum við okkur í að bíða í röð, því það er víst siður þarna. Flugið heim gekk vel og lentum við í blíðskap- arveðri. Þessa skemmtiferð eigum við okkar frábæra stjórnanda að þakka henni Zsuzsönnu Budai. Hún æfði okkur og talaði í okkur kjark og hafi hún margfaldar þakkir fyrir. Kórinn vill færa þakkir Hval- fjarðarsveit og fleiri aðilum sem veittu okkur styrk til ferðarinnar. Kristín Marísdóttir Bók er nú væntanleg um Snorra á Fossum Snorri á Fossum. Snorri með pendúlinn og skrásetjarinn Bragi Þórðarson. Ferðasaga Kórs Saurbæjarprestakalls Hópurinn í saltnámunum í Wielicza, Kórinn syngur í Maggha tónleikahúsinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.