Skessuhorn - 30.10.2013, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Sviptingarhraði
oftast síðdegis
LANDIÐ: Flest hraðaksturs-
brot sem varða sviptingu ökuréttar
eiga sér stað á þjóðvegum landsins
en þar er hámarkshraðinn víðast
hvar 90 km/klst. Í samantekt lög-
reglunnar segir að gerist ökumað-
ur sekur um hraðakstursbrot á 141
km/klst eða meira, er hann sviptur
ökuréttindum. Á tímabilinu janú-
ar til september árin 2012 og 2013
náðust slík brot í langflestum til-
fellum á hraðaratsjár lögreglunn-
ar en aðeins að litlum hluta á sjálf-
virkar stafrænar hraðamyndavél-
ar, eða undir 10% brotanna. Flest
brotanna áttu sér stað milli klukk-
an 12:00 og 17:59 á daginn, eða
um 43%. Flest brot á 141 km/klst.
eða meira áttu sér stað í umdæmi
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu, þar á eftir lögreglunnar á Suð-
urnesjum, svo Hvolsvelli, Snæfells-
nesi, Selfossi og Akureyri. -mm
Námskeið í
jógískri öndun
AKRANES: Haldið verður nám-
skeið í jógískri öndun og hugleiðslu
sem færir huga og hjarta kyrrð.
Námskeiðið verður í „Heilsunni
minni“ á Akranesi föstudaginn 8.
nóvember kl. 17-18:30. Kenn-
ari er Arnbjörg Kristín Konráðs-
dóttir, jógískur ráðgjafi, Kundal-
ini jógakennari og höfundur hug-
leiðslubókarinnar Hin sanna nátt-
úra. Í lok námskeiðsins verður far-
ið í djúpa og endurnærandi slökun
við heilandi tóna gongsins. „Kjörið
fyrir byrjendur sem lengra komna
og gott tækifæri til að tileinka sér
einfaldar, jógískar leiðir til vellíð-
unar. Skráning er í síma 862-3700
eða akk@graenilotusinn.is,“ segir í
tilkynningu. –mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
19. - 25. okt.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 5 bátar.
Heildarlöndun: 26.022 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 17.046 kg
í fjórum löndunum.
Arnarstapi 6 bátar.
Heildarlöndun: 61.537 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs
SH: 27.519 kg í fimm löndunum.
Grundarfjörður 8 bátar.
Heildarlöndun: 247.571 kg.
Mestur afli: Hringur SH: 66.300
kg í einni löndun.
Ólafsvík 12 bátar.
Heildarlöndun: 47.657 kg.
Mestur afli: Glófaxi VE 14.928
kg í tveim löndunum.
Rif 10 bátar.
Heildarlöndun: 54.866 kg.
Mestur afli: Lilja SH 13.777 kg í
fjórum löndunum.
Stykkishólmur 24 bátar.
Heildarlöndun: 129.803 kg.
Mestur afli: Fjóla SH 15.041 kg
í átta löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Hringur SH – GRU:
66.300 kg. 22. okt.
2. Grundfirðingur SH – GRU:
52.642 kg. 22. okt.
3. Helgi SH – GRU:
44.915 kg. 21. okt.
4. Sóley SH – GRU:
39.450 kg. 23. okt.
5. Farsæll SH – GRU:
36.962 kg. 22. okt. -mþh
Gjöf til Innra-
Hólmskirkju
HVALFJ.SV: Systurnar Sig-
fríður, Ásdís, Sigrún, Stein-
unn og Pál ey Geirdal og fjöl-
skyldur þeirra gáfu Innra-Hólms
kirkju nýverið 500.000 króna
gjöf til minningar um foreldra
sína Braga St. Geirdal og Helgu
Pálsdóttur. Þau bjuggu á Kirkju-
bóli í Innri Akraneshrepp á árun-
um 1937 – 1957. Helga Pálsdótt-
ir var frá Innra-Hólmi og Kirkju-
ból er rétt við kirkjuna. Fjöl-
skyldan notaði kirkjuna ávallt
mikið. Bragi og Helga voru gef-
in saman þar og sungu um ára-
bil í kirkjukórnum. Auk þeirra
systra eiga afkomendur Sjafnar
Geirdal hlut að gjöfinni: Hún var
ein systranna en lést á síðasta ári.
Það var Ásdís B. Geirdal sem bú-
sett er að Hvanneyri sem afhenti
Ragnheiði Guðmundsdóttur for-
manni sóknarnefndar gjafabréf
fyrir hönd þeirra systra að lok-
inni messu. Skessuhorn fjallaði
nýlega um ástand kirkjunnar sem
er orðið bágborið vegna skorts á
viðhaldi. –mþh
Ölvaður ökumað-
ur á rjúpnaslóð
LBD: Einn ökumaður sem kom
af veiðislóð um helgina, og lög-
regla hafði afskipti af, reyndist
vera undir áhrifum áfengis. Enga
rjúpu hafði hann séð né skotið
enda ekki í færi til þess. Þá hafði
viðkomandi einnig láðst að sækja
um veiðikort. Var veiðimaðurinn
handtekinn og færður á lögreglu-
stöð til yfirheyrslu og blóðsýnis-
töku. -þá
Rætt við Egil um
söguritun
BORGARNES: Á fundi byggð-
arráðs Borgarbyggðar í liðinni
viku var rætt um undirbúning að
skráningu Sögu Borgarness sem
áætlað er að komi út árið 2017 á
150 ára afmæli Borgarness. Sam-
þykkti byggðarráð að fela sveitar-
stjóra að ræða við Egil Ólafsson
blaðamann um verkefnið. Ósk-
ar Guðmundsson rithöfundur,
sem einnig hafði komið til álita
um ritunina, hefur fallið frá því.
–mm
Óska eftir styrk til
tækjakaupa
AKRANES: Á fundi bæjarráðs
Akraness nýverið var tekið fyrir
erindi frá Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi. Þar var óskað
var eftir 2,4 milljóna króna styrk
til tækjakaupa. Erindinu var vís-
að til fjárhagsáætlunargerðar fyr-
ir næsta ár. –þá
Þungvopnaðar
valkyrjur
LBD: Lögreglumenn stöðv-
uðu fjölda veiðimanna í upphafi
rjúpnaveiðitímans, til að grennsl-
ast fyrir um búnað og leyfi.
Voru langflestir þeirra með allt
sitt í lagi. Eins og þekkt er hef-
ur rjúpnaveiðin um tíðina ver-
ið að langmestu leyti karlasport.
Því kom það lögreglumönnum
skemmtilega á óvart að í ein-
um jeppanum sem stöðvaður var,
voru þrjár ungar konur vel til
hafðar og í felulitunum, þung-
vopnaðar og klárar í slaginn við
þá hvítu. Tekið var sérstaklega til
þess hversu nestið var ríkulegt og
flott. Aðspurðar sögðust þær gera
vel við sig í svona veiðiferðum, að
sögn lögreglunnar í Borgarfirði
og Dölum. –þá
Gítarsnillingurin Björn Thorodd-
sen hefur árum saman unnið með
lagasmíðar Bítlanna enda ætl-
aði hann að ganga í hljómsveitina
á yngri árum. Úr því varð þó ekki.
Bítlarnir vissu ekki af honum og
hættu, reyndar áður en Bjössi lærði
almennilega á gítar. Bítlalögin
hafa gegnum árin verið á efnisskrá
Björns, oft í mögnuðum útsetning-
um. Hann hefur brotið lögin nið-
ur í frumeindir og byggt þau upp
að nýju. Á nýrri plötu sinni spilar
hann lögin einn og óstuddur þótt
stundum hljómi þau eins og í flutn-
ingi hefðbundinnar Bítlahljóm-
sveitar með tveimur gíturum, bassa
og trommum. Túlk-
un Björns á Bítla-
lögunum hefur vak-
ið verðskuldaða at-
hygli á tónleikum
hans víða um lönd
á síðustu misserum.
Nú geta íslenskir
aðdáendur Bjössa
og Bítlanna not-
ið þeirra á tónleik-
um í Gamla kaup-
félaginu á Akra-
nesi, föstudaginn
1. nóvember kl.
21.
-fréttatilkynning
Ábúendur á Eiði við Kolgrafafjörð urðu
varir við dauðan höfrung í tjörninni
fyrir neðan bæinn síðasta miðvikudag.
Höfrungur þessi virðist hafa geispað
golunni fyrir þónokkru, en líklega
hefur hann rekið í tjörnina á flóði en
mjög stórstreymt hefur verið síðustu
daga.
tfk
Dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir for-
stöðumaður Vara - sjávarrann-
sóknaseturs í Ólafsvík er hætt störf-
um. Hún tók við stöðunni 1. des-
ember á síðasta ári eftir að Erla
Björk Örnólfsdóttir hætti til að taka
við stöðu rektors Háskólans á Hól-
um í Hjaltadal. Áður en Guðbjörg
hóf störf í Ólafsvík hafði hún unnið
sem forstöðumaður Rannsóknaset-
urs Háskóla Íslands á Vestfjörðum.
Þar sinnti hún einnig rannsóknum á
fiskum, einkum áhrifum umhverfis
á vöxt og viðgang þorskseiða. „Ég
sagði upp vegna þess að við feng-
um enga dagvistun í Ólafsvík fyrir
ungt barn okkar. Þar er ekki boð-
ið upp á slíka möguleika fyrir börn
undir tveggja ára aldri. Það var því
sjálfhætt. Ég og eiginmaður minn
erum bæði í fullri vinnu og eigum
þrjú börn, tvö á skólaaldri og það
yngsta eins og hálfs árs. Við erum
nú flutt aftur á Vestfirði og búum
í Bolungarvík þar sem ég hef tek-
ið við fyrri stöðu minni við Rann-
sóknasetur HÍ. Í Bolungarvík eru
þessi dagvistunarmál í mjög góðu
lagi,“ segir Guðbjörg Ásta. Hún
lauk doktorsnámi sínu frá St. And-
rews-háskólanum í Skotlandi árið
2004. Örvar Már Marteinsson seg-
ir engan bilbug á stjórn Sjávarrann-
sóknasetursins þó að forstöðumað-
urinn hafi hætt störfum. „Við horf-
um fram á veg, erum að skoða ýmsa
möguleika í stöðunni og huga að
ráðningarmálum,“ segir hann.
mþh
Kona í Ólafsvík veiktist sl. föstu-
dagsmorgun og var talið að flytja
þyrfti hana með hraði á sjúkra-
hús í Reykjavík. Þar sem sjúkra-
flutingamenn í Ólafsvík voru í út-
kalli var kallað eftir sjúkrabíl frá
Grundarfirði sem flutti konuna til
móts við þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar. Þyrlan lenti á Kaldármel-
um og tók sjúklinginn um borð.
Konan var síðan flutt á bráðamót-
tökuna í Fossvogi. Veikindi henn-
ar reyndust ekki eins alvarleg og
óttast var í fyrstu og er hún nú á
batavegi samkvæmt upplýsingum
Skessuhorns.
mm
Fóru með sjúkling til móts við þyrluna
Dauður
höfrungur
skammt frá Eiði
Bjössi Thor & Bítlarnir á
Gamla kaupfélaginu
Örvar Már Marteinsson stjórnarformaður Varar og Dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir
þegar hún undirritaði ráðningarsamninginn fyrir aðeins réttum tíu mánuðum
síðan. Nú er hún hætt vegna vandamála með dagvistun í Snæfellsbæ.
Forstöðumaður Sjávarrann-
sóknasetursins Varfar hættir